Morgunblaðið - 07.03.1978, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978
25
\
Valsmenn upp úr öldudalnum
iÞAÐ er greinilegt að Valsmenn hafa náð sér upp úr þeim öldudal. sem
þeir voru í lengi framan af Islandsmótinu. Og eins og mótið virðist
ætla að þróast er það kannski ekki jafn fjarlægur draumur fyrir þá að
halda f islandsmeistaratitilinn eins og leit út um tfma. Valur sigraði
KR á sunnudagskvöldið, 25:24, og var sigurinn öruggari en markatalan
gefur til kynna. Þetta var fjörugur leikur þar sem hart var barizt af
báðum bæði f vörn og sókn.
Segja má að sex minútna kafli í
fyrri hálfleik hafi gert út um leik-
,inn. Staðan var 4:3 Val í hag við
upphaf þessa kafla en næstu 6
minútur skoruðu Valsmenn 6
mörk á móti einu hjá KR og
breyttu stöðunni i 10:4. Fóru KR-
ingar ákaflega ilia að ráði sínu á
þessum minútum, voru sífellt að
reyna að pota boltanum i gegnum
sterka Valsvörnina og inn á línu
með þeim eina árangri að Vals-
menn náðu knettinum og skoruðu
jafnharðan mörk, þar af f jögur úr
hraðaupphlaupum.
Þessi munur var of mikill til
þess að KR-ingarnir næðu að
vinna hann upp, en þeir gerðu til
þess heiðarlegar tilraunir i seinni
hálfleik. Staðan í hálfleik var 14:9
en fljótlega í seinni hálfleik
höfðu KR-ingarnir minnkað mun-
inn í 15:13. Aftur náðu Valsmenn
5 marka mun, 20:15, en KR-ingar
voru ekki af baki dottnir og þeir
náðu að minnka muninn niður í
tvö mörk í nokkur skipti á siðustu
10 minútum leiksins en Steindór
Gunnarsson, bezti maður Vals,
svaraði jafnharðan fyrir sitt lið og
kom í veg fyrir að KR-ingar næðu
stigi. Ef KR-ingarnir hefðu ekki
farið svona illa að ráði sinu á
fyrrgreindum leikkafla í fyrri
hálfleik er aldrei að vita hver
úrslitin hefðu orðið. En sigur
Vals var sem sé staðreynd, 25:24.
Valsmenn Ieika nú munbetriog
skemmtilegri handknattleik en
framan af mótinu þegar þeir töp-
uðu hverjum leiknum á fætur
öðrum. Eru þeir að nálgast það
form, sem var á þeim i fyrra þeg-
ar þeir urðu íslandsmeistarar. Að
þessu sinni var Steindór Gunnars-
son bezti maður liðsins, skoraði 7
mörk af línunni hvert öðru fall-
egra. Er Steindór greinilega að ná
sér á strik eftir að hafa sýnt mis-
jafna leiki í vetur. Sömuleiðis er
greinileg batamerki að sjá á þeim
félögum úr landsliðinu, Jóni Pétri
Jónssyni og Þorbirni Guðmunds-
syni, og sýnist manni að þeir séu
að ná sama skotstyrkleika og i
fyrra. Stefán Gunnarsson var
ákaflega traustur í vörninni að
vanda og i markinu var Brynjar
Kvaran góður.
Það má segja KR-liðinu til verð-
ugs hróss, að þótt illa gengi í
byrjun gafst liðið aldrei upp held-
ur barðist harðri baráttu fyrir
sigri eða a.m.k. jafntefli. KR-
ingarnir leika oft á tíðum hraðan
og kröftugan handknattleik en
það er galli á liðinu að eiga aðeins
eina verulega góða skyttu, Simon
Unndórsson. Hann er sá eini, sem
virðist geta stokkið upp og skotið.
Aðrar langskyttur reyna sifellt að
skjóta í gegnum varnir andstæð-
inganna og var árangurinn væg-
ast sagt slakur í leiknum gegn
Val. Simon var í miklum ham í
þessum leik en það dugði ekki til.
Auk hans er ástæða til að nefna
Þorvarð Guðmundsson, sem lék
sinn bezta leik i vetur en annars
var KR-Iiðið fremur jafnt.
Geir Thorsteinsson og Jón Frið-
steinsson dæmdu leikinn mjög
vel.
-SS.
Haukarnir kræktu í
tvö dýrmæt stig í
leiknum á móti ÍR
HAUKAR tryggðu sér tvö mikilvæg stig þegar þeir sigruðu ÍR í mjög jöfnum leik á sunnudagskvöldið í
Laugardalshöllinni 15:14 eftir að staðan hafði verið 8:8 í hálfleik. Bæði þessi lið vour í baráttunni um
Íslandsmeistaratitilinn eftir að FH hafði galopnað mótið að nýju með sigri sínum yfir Víkingi á
laugardaginn. Við þessi úrslit standa Haukarnir mjög vel að vígi en róðurinn verður þvngri fvrir
ÍR-ingana, þeir hafa tapað tveimur stigum meira en Haukar í hinni tvfsýnu keppni, sem framundan
virðist vera í 1. deildinni.
Leikur ÍR og Hauka á sunnu-
dagskvöldið var ákaflega hraður
en varnir beggja liða voru fastar
fyrir og báðir markverðirnir góð-
ir, þeir Gunnar Einarsson hjá
Haukum og Jens Einarsson hjá
ÍR. Þetta og svo það að bæði liðin
gerðu sig sek um ótalmörg mistök
í leiknum, hafði það i för með sér
að frekar fá mörk voru skoruð í
leiknum. Bæði ÍR og Haukar hafa
á að skipa mörgum skemmtileg-
um og léttleikandi handknatt-
leiksmönnum en góðar skyttur
vatnar í bæði liðin og kom það
greinilega í kjós i þessum leik,
þar sem varnir voru góðar og
markvarzla fyrir ofan meðallag.
Haukarnir höfðu undirtökin
lengst af í fyrri hálfleik og var
munurinn mestur þrjú mörk.
Undir lok hálfleiksins tóku ÍR-
ingarnir nokkurn kipp og tókst að
jafna metin 8:8. ÍR-ingarnir byrj-
uðu sinni hálfleikinn betur og
höfðu yfir að nýju. Þegar þrjár
mínútur voru til leiksloka tókst
Ársæli Hafsteinssyni að jafna fyr-
ir ÍR, 14:14, og skömmu síðar
fengu Ir-ingar tækifæri til að
komast yfir en dæmdur var ruðn-
ingur á Brynjólf Markússon.
Kaukarnir brunuðu upp og Arni
Hermannsson skoraði sigurmark
Haukanna, en ekki vour menn á
eitt sáttir hvort boltinn hefði far-
ið inn fyrir marklinuna eða ekki.
En dómararnir dæmdi markið gilt
án þess að hika og það stóð.
Sem fyrr segir voru varnirnar
betri hluti liðanna en markverzl-
an var einnig góð hjá báðum lið-
um. Gunnar Einarsson hefur
aldrei verið betri en nú í vetur, er
án vafa fremstur íslenzkra hand-
knattleiksmarkvarða nú sem
stendur. Jens Einarsson hefur
sýnt miklar framfarir f vetur og
hefur hann sýnt hvern stórleik-
inn eftir annan. Verðskuldar
hann að fá að spreyta sig i lands-
liði.
Auk Gunnars áttu þeir Andrés
Kristjánsson og Stefán Jónsson
beztan leik í liði Haukanna en hjá
IR áttu beztan leik auk Jens
félagarnir úr knattspyrnulands-
Iiðinu, Ásgeir Eliasson og Árni
Stefánsson. Virðist Arni sýna
framfarir í hverjum leik.
Kristján Örn Ingibergsson og
Öli Olsen dæmdu leikinn vel.
- SS.
Árni Stefánsson, landsliðsmarkvörður I knattspyrnu, á fullri ferð f
leik IR og Hauka í 1. dcildinni! handknattleik.
Gunnar Baldursson hitti vel í leiknum við Leikni og átta sinnum
höfnuðu þrumuskot hans i marki Breiðhvltinganna. (Ijósm. Friðþjóf-
ur).
FYLKIR í 1. DEILD
FYLKIR leikur í 1. deild í handknattleik næsta vetur. Liöið tryggði sér sigur í 2. deild
á laugardaginn er það vann Leikni með yfirburðum, 27.17, og fer það ekki á milli mála
að Fylkir er jafnbezta liðið í 2. deildinni í vetur. Fylkir varð 10 ára á síðasta ári og
mikill uppgangur er í þessu unga Reykjavíkurfélagi. Síðastliðið haust unnu
knattspyrnumenn félagsins sigur í 3. deild og nú fylgja handknattleiksmenn félagsins
í fótsporið, unnu sigur í sinni deild og leika meðal þeirra beztu næsta vetur.
Eðlileg spurning er hvort Fylkir
eigi mikla möguleika í keppninni í 1.
deild næsta vetur, en henni verður
ekki svarað fyrr en næsta vetur. í
Fylkisliðinu eru margir snjallir
handknattleiksmenn, en e.t.v. er
breiddin ekki næg í liðinu til að ná
toppárangri. Hjá Fylki eru þó að
koma upp efnilegir strákar og aðall
liðsins er ódrepandi áhugi og vilji
leikmanna. Þjálfari Fylkis er Pétur
Bjarnason og hefur hann greinilega
gert góða hiuti með liðið í vetur.
Um leikinn við Leikni er það að
segja að Fylkir hafði yfir allan
tímann og í raun var aldrei spurning
um hvort liðið ynni þennan leik. I
leikhléi var staðan 13:8 og munurinn
jókst um helming í seinni hálfleikn-
um og var 10 mörk þegar yfir lauk,
27:17.
I þessum leik var Gunnar Baldurs-
son í miklum ham og sendi knöttinn
átta sinnum í netmöskva Leiknis-
marksins. Þegar hann hittir eru skot
hans illviðráðanleg. Einar Ágústsson
er þó bezti útispilari liðsins og hefur
borið liðið uppi undanfarin ár.
Halldór Sigurðsson er einnig mjög
góður leikmað'ur, bæði í vörn og sókn
og markvörðurinn, Jón Gunnarsson,
er á góðri leið með að verða einn sá
bezti í íslenzkum handknattleik.
Um Leiknisliðið er það að segja að
leikmenn þess eru fyrir nokkru
hættir að æfa og slíkt segir sína sögu
um liðið. Alvaran er engin hjá
leikmönnum Leiknis og greinilegt er
að Leiknismenn verða að taka sig
taki ef Efra-Breiðholtið ætlar ein-
hvern tímann að eignast alvöru
handknattleikslið eins og Árbærinn
t.d.
MÖRK FYLKISi Gunnar 8, Halldór
4, Einar Á. 3, Jón Á. 3, Sigurður 2,
Einar E. 2, Stefán 2, Sölvi 1, Jóhann
1, Örn 1.
MÖRK LEIKNISi Hafliði P. 5,
Hörður 5, Ögmundur 2, Diðrik 1,
Guðmundur K. 1, Ásmundur 1,
Hafliði K. 2.
— áij
Eftir 10 ára starf á Árbæjarhverfiö
nú liö í 2. deild í knattspyrnu og meðal
þeirra beztu í handknattleiknum