Morgunblaðið - 07.03.1978, Side 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978
—
Vestfirðingur-
inn vinsælastur
A MEISTARAMÓTI Islands í frjátsíþróttum innanhúss, sem hád var
fyrir viku, vakti mesta athygli Vestfirdingurinn Jón Oddsson. Jón
sigraði f langstökki og varð annar í hástökki. Stökk hann 7,07 metra í
langstökkinu og 1,90 metra f hástökki. Hvort tveggja er frambærilegur
árangur og getur Jón án efa bætt hann talsvert ef hann gæfi frjáls-
fþróttum meiri gaum. Var Jón vinsælasti keppandinn á mótinu.
Jón Oddsson, sem keppir fyrir HVÍ, er ekki nýgræðingur f frjáls-
fþróttum þó svo hann leggi litla rækt við þær. Á meistaramótinu
innanhúss f fyrra lét hann að sér kveða er hann krækti í silfurverðlaun
f bæði langstökki og þrístökki. Háði hann þá harða keppni við Friðrik
Þór Oskarsson IR í langstökkinu og dugði Friðriki þá ekki minna en
fslandsmet til að sigra Jón. Hjó Jón nú nærri þvf meti, var aðeins fjóra
sentimetrarfrá þvf. Að þessu sinni sigraði Jón Friðrik með yfirburðum.
1 viðtali við Mbl. eftir innanhússmótið f fyrra lét Jón svo um mælt að
hann hefði lítið sinnt frjálsfþróttum, hefði mciri áhuga á öðrum
fþróttum. Jón sagði í spjallinu að hann hefði aðeins verið með f
leikfimi f skólanum, æft körfubolta, fótbolta, blak og fimleika. Sagðist
hann hafa einna mestan áhuga á knattspyrnu og erfitt yrði að slfta sig
frá henni og helga sig frjálsíþróttum. Fór þó svo að Jón sinnti frjálsum
nokkuð, komst m.a. f landslið og keppti í Kalott-keppninni í Finnlandi.
Ekki er að efa að Jón Oddsson getur náð mjög langt í frjálsíþróttum
legði hann rækt við þær, æfði vel og skipulega. Hann hefur líkams-
burðina til að bera og mikið keppnisskap. Það yrði frjálsfþróttum
lyftistöng sneri Jón sér að þeim, sérstaklega gætu keppnir hans og
Friðriks í langstökkinu orðið skemmtilegar. _
m' -W
Jón Oddsson í sigurstökkinu á
meistaramóti tslands f frjáls-
fþróttum innanhúss.
Verðlaunamennirnír f langstökkinu. Jón Oddsson HVl fyrir miðju. Honum til hægri handar er Rúnar
Vilhjálmsson UMBS, sonur Vilhjálms Einarssonar Ólympfuverðlaunamanns, og lengst til hægri á
mvndinni er Friðrik Þór Oskarsson IR. Ljeism. Birtiir Jeiakim.sson
4 ÍSLANDSMET í
SUNDIÁ KR-MÓTI
GÓÐUR árangur náðist á Sundmóti KR og m.a. voru sett fjögur íslandsmet og tvö
unglingamet. Sýnir árangurinn á mótinu á sundfólkið er í góðri æfingu og líklegt til
að bæta enn árangur sinn á
um aðra helgi.
Bjarni Björnsson, Ægi, bætti ís-
iandsmet Sigurðar Olafssonar í
400 metra skriðsundi úr 4:16.0 í
4:15.4. Sonja Hreiðarsdóttir bætti
met Ellenar Ingvadóttur i 100 m
bringusundi og er nýja metið
einnig stúlknamet. Nýja metið er
1:19.5. en met Ellenar, sem sett
meistaramótinu í innilaug, s
var 1971, var 1:19.6 og var þetta
sfðasta met Ellenar, sem enn stóð.
I 4x100 metra fjórsundi setti
kvennasveit Ægis glæsilegt met
og bætti eigið met um 5 sekúndur.
Nýja metið er 4:55.6. Loks setti
Þórunn Alfreðsdóttir met í 100 m
skriðsundi kvenna, synti á 1:02.4.
m fram fer í Sundhöllinni
Gamla metið átti Vilborg Sverris-
dóttir, SH. 1:03.2.
Þeir Hugi Harðarson, Selfossi,
og Ari G. Haraldsson, KR, settu
unglingamet í 100 m baksundi og
100 m bringusundi.
— áij
Tvö drengjamet á
unglingamóti Ármanns
UNGLINGAMÓT Armanns í
sundi fór fram í Sundhöllinni f
Reykjavík 26. febrúar. Keppend-
ur voru fjölmargir og náðist ágæt-
is árangur, meðal annars voru
sett tvö ný drengjamet, Steinþór
Guðjónsson, Selfossi, setti
drengjamet í 200 metra skrið-
stindi, svnti vegalengdina á 2,06,8
mín. og Ingr Þór Jónsson, IA, setti
drengjamet f 100 metra flug-
sundi, synti á 1,05,8 mín.
Úrslit urðu sem hérsegir:
200 M SKRIÐSI NI) DRENGJA
Sleinþór (iuðjónsson, Selfossí 2,06,8
Drengjamet.
Injji Þ. Jónsson. IA 2,07,9
Helgi S. Hardarson. Selfossi 2,10,8
100 M BRINGUSUND STÚLKNA
Sonja Hreióarsdóltir, Æ#i 1.20.8
Þóranna Hédinsdóllír, Æ|?i 1,228
(iuóný (iuðjónsdóttir. Armanni 1,228
50 M SKRIÐSUND SVEINA
Eóvaró Þ. Eóvarósson. ÍBK 34,7
Óiafur Einarsson. /E«i 35,2
Þóróur Óskarsson. IBK 35.3
50 M BRINGUSUND TELPNA
Hrönn Bachmann. KR 40.9
Katrfn Sveinsdóttir. Breióabliki 47,7
Guórún F. Ágóstsdóttir 43.3
Firmakeppni í körfubolta
ákveðið hefur verið að halda firmakeppni í
körfubolta í Haukahúsinu helgina 18 —19
marz. Nánari upplýsingar gefur húsvörður
Haukahússins í síma 53712.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka.
4\100 IVI FJÓRSUND DRENGJA
Sveit Selfoss 4.44.3
Sveit ÍBK 5,12,0
A-Sveit Ægis 5,23,7
4x100 M FJÓRSUND STÚLKNA
A-Sveit Ægis 5,09,6
B-Sveit Ægis 5,34,7
Sveit Breiöabliks 5,40,8
100 M BAKSUND SVEINA
Hrrmundur Sigmundsson, Æ«i 1.25.2
Asgeir Guðnason, Breiðabliki 1.27,9
Einar Sigurðsson. Armanni 1.28.6
100 M BAKSUND TELPNA
Marjírét Sij'urðardóttir, Breiðabliki 1.23.2
Þóranna Héðinsdóttlr. Æ>íi 1.25,0
Ma^nea Vilhjálnisdóttir,Æfýl 1.25.4
100 M FLUGSUND DRENGJA
In»íi Þór Jónsson. ÍA 1.05.8
Dreiuíjamet
Jón B. Sigurðsson. A 1,10,5
Sveinbjörn Gissurarson, IBK 1.11.0
200 M SKRIÐSUND STÚLKNA
Guðný óuðjónsdóttir. Armanni 2,19.3
Sonja Hreiðarsdóttir. Ægi 2,21.5
Anna (íunnarsdóttir. Ækí 2,27,2
50 M BRINGUSUND SVEINA
Edvard Þ. Edvardsson. IBK 41.0
Þórður Óskarsson. iBK 42,7
örn Hauksson. S.I|. 45,3
50 M SKRIÐSUND TELPNA
Hrönn Baehmann, KR 32,0
Katrfn Sveinsdóttir. Breiðabliki 33.6
Guðrún F. A«ústsdóttir, Ægi 35,5
VILMUNDUR
SLASAÐIST
ÁÆFINGU
SPRETTHLAUPARINN góðkunni Vilmundur Vilhjálmsson slasaðist
fyrir skemmstu á æfingu, en hann stundar háskólanám í Loughbor-
°ugh á Englandi. Vilmundur er nú á batavegi og ólíklegt að meiðslin
hái honum f keppnum sumarsins.
Vilmundur Vilhjálmsson setti
sem kunnugt er íslandsmet í 200
metra hlaupi í sumar og jafnaði
metið í 100 metrunum. Hefur
hann verið í mikilli framför hin
síðari ár og búist við að hann næði
árangri á heimsmælikvarða í sum-
ar. Hefur Vilmundur æft sig af
kostgæfni í veturog búiðsig undir
stórátök sumarsins, en það var
einmitt á æfingu sem það óhapp
henti hann að bráka smávegis á
sér annan fótinn.
Vilmundur var á lyftingaæf-
ingu í skóla sinum og er hann
steig niður af bekk með þung
lóðin á herðunum kom hann nið-
ur á lyftingajárn. Brákaðist Vil-
mundur eitthvað á öðrum fæti og
var hann settur í gifs í 10 daga.
Samkvæmt heimildum Mbl. virð-
ist Vilmundur vera á góðum bata-
vegi og getur hann hafið æfingar
fljótlega, þannig að meiðslin
koma vart til með að hafa áhrif á
afreksgetu þessa kappa í sumar.
— ágás
ASDlS Alfreðsdóttir úr Reykjavfk stóð sig með prýði á Her-
mannsmótinu á Akureyri, sem fram fór fyrir viku. Sigraði Asdís
bæði f svigi og stórsvigi og kom það á óvart að Steinunn
Sæmundsdóttir skyldi ekki ná betri árangri á mótinu en raun
bar vitni. Steinunn varð þriðja í stórsvigi, en varð úr leik í
sviginu. Meðfylgjandi mynd er af Ásdfsi Alfreðsdóttur á fullri
ferð.
Fram og ÍR
áfram í bikar
TVEIR leikir fóru fram siðastliðið
þriðjudagskvöld i bikarkeppni KKÍ
Léku fyrst lið ÍR og ÍBK og komu
Keflvikingar þar verulega á óvart og
léku þeir á tiðum betur en 1. deildar
lið ÍR. ÍR-ingar voru þó með örugga
forystu allan leikinn. þetta 10 til 14
stig. en Keflvikingar sýndu stjörnum
ÍR enga virðingu og gerðu marga
góða hluti. Staðan i hálfleik var
47—35.
Seinni hálfleikur spilaðist likt hin-
um fyrri. ÍR-ingar tóku spretti milli
þess sem ÍBK-menn jöfnuðu leikinn.
En sigur ÍR-inga var þó aldrei i
hættu. og lokatölur urðu 85—64.
Bestir ÍR-inga voru Stefán Kristj-
ánsson og Agnar Friðriksson, en
Stefán skoraði 22 stig og Agnar 21
stig. Hjá Keflvikingum var Einar Sig-
urðsson bestur. en hann er leikmað-
ur. sem styrkt gæti hvaða 1. deildar
lið sem er og e.t.v. einkennilegt að
Njarðvikingar reyni ekki að fá þenn-
an sterka leikmann til liðs við sig.
Einarskoraði 18 stig.
Seinni leikur kvöldsins var milli 1.
flokksliðs KR og 1. deildar liðs Fram.
Komu KR-ingar þar nokkuð á óvart
með ágætum leik sinum og þótt
Fram hefði haft yfir allan leikinn þá
var sigur þeirra engan veginn örugg-
ur. í hálfleik var staðan 35—26
Fram i vil.
j seinni hálfleik náðu Framarar 16
stiga forystu, en KR-ingum tókst
með ágætri baráttu að minnka mun-
inn niður í 9 stig og vinna hálfleikinn
með 2 stigum. en lokatölur urðu
69—60.
Skástir Framara voru Ómar Þrá-
insson og Simon Ólafsson, en þeir
skoruðu báðir 11 stig og þykir slikt
ekki mikið hvað varðar mann eins og
Simon. Hjá KR-ingum var Birgir Guð-
björnsson bestur auk Hjartar Hans-
sonar. Stigahæstir KR-inga voru
Birgir og Gisli Gislason með 10 stig,
og Hjörtur með 9 stig.
GG
Einstefna
á Akureyri
ÞÓRSARAR naöu frábærum
árangri í Akureyrarmótinu f
handknattleik, sem fram fór f síó-
asta mánuði, að meistaraflokki
undanskildum. Þegar lciknir
hafa verið 15 leikir, hefur Þór
unnið 13, en KA aðeins 2. Leikur
liða Akureyrarfélaganna í mfl.
karla fer fram f lok þessa mánað-
ar, þegar liðin hafa lokið leikjum
sfnum f 2. deild.
Úrsfit í Akureyrarmótinu til
þessa hafa orðið sem hér segir:
6. FL. DRENGJA:
A-IÍ4: Þór — KA 44:2
B-lið: Þór— KA
C-líó: Þór — KA 9:4
5. FL. DRENGJA: A-lið: Þór—KA 10:5 11:2
B-lið: Þór — KA
C-lið: Þór vann, þar sem KA sendi ekki lið 4. FL. PII.TA: A-lið: Þór — KA 5:3
B-lið: Þór— KA 11:2
3. FL. KARLA: KA — Þór 16:6
2. FL. KARLA: KA — Þór 15:9
1. FL. KARI.A: Þór — KA 24:21
3. FL. KVENNA: A-lið: Þór — KA 5:3
B-lið: Þór — KA 3:1
2. FL. KVENNA: Þðr — KA 9:7
MFL. KVENNA: Þór — KA 18:11