Morgunblaðið - 07.03.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978
37
boðað, — hefðu alls ekki náð til
fólksins. Af hverju?_ Jú, menn
vissu og fyndu að boginn væri nú
þegar spenntur. Albert sagði, að
við værum sammála um, að
verkamaðurinn væri sízt of laun-
aður. Ef forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar hefðu
komið með tillögur um lágmarks-
laun til handa þeim allra lægst
launuðu, sagðist Albert hafa
skilið þá. En sannleikurinn væri
hins vegar sá, að verið væri að
berjast jafnt fyrir verkamanninn
sem hefði um 100 þús. á mánuði
og hina sem hefðu mörg hundruð
þúsund á mánuði en eru þó innan
vébanda ASI.
Albert sagði, að hann væri ekki
í öllu sammála aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar, en hann sagði, að
menn vissu í raun, að ríkisstjórn-
in væri ekki að reyna að gera
bölvun. Verið væri að reyna allt
það sem hægt væri til að halda
uppi fullri atvinnu. Albert sagði
heiðarlegt þegar vinnumálastjóri
varaði við afleiðingum að hverfa
frá vinnu án heimildar. Ef ekki
yrði gripið til margumræddra
ráðstafana í 35. gr. þá væri með
því verið að hegna því fólki sem
samvizkusamlega mætti til
vinnu. Það væri svo, að ef
talsmenn Alþýðubandalagsims
eygðu tækifæri til að skapa óróa
þá reyndu þeir það, en hér væri
tækifærið ekki fyrir hendi. Fólkið
vildi greinilega ekki forystu
Alþýðubandalagsins. Fólkið
myndi hafna Alþýðubandalaginu
í komandi kosningum eins og
þessu máli. Adda Bára Sigfús-
dóttir (Abl) tók næst til máls og
kvað Alþýðubandalagið hafa náið
samstarf við
verkalýðshreyfinguna. Kristján
Benediktsson (F) sagði, að ræða
Sigurjóns Péturssonar hefði ef til
vill hentað betur á fundinum á
Lækjartorgi en hér því ræður
hefðu þar verið í daufara lagi.
Hann sagðist harma aðgerðir
verkalýðshreyfingarinnar. Síðan
sagði Kristján Benediktsson:
„Mér er spurn, erum við komin á
það stig, að við rísum upp í
borgarstjórn og leggjum til að lög
séu brotin nánast með ofbeldi."
Sigurjón Pétursson vissi, að ef
aðgerðir sem þessar kæmu fram,
hefði staðið í samningunum að
þeir væru uppsegjanlegir með
mánaðar fyrirvara. Kristján
benti á, að á fjögurra ára fresti
væri kosið til Alþingis og stund-
um oftar, nú væru þrír mánuðir
til kosninga og hefði verkalýðs-
hreyfingin því haft um tvo
möguleika að velja. Það sýndi
hins vegar hvert hugurinn
stefndi ef eitthvað væri gert
andstætt foringjunum. Kristján
sagðist vilja taka það skýrt fram,
að hann teldi nokkra verkalýðs-
foringja ábyrga fyrir aðgerðun-
um. Það væri hins vegar virðing-
arvert, að mikill meirihluti laun-
þega hefði ekki hlýtt kalli verka-
lýðsforingjanna um ólöglegar
aðgerðir. Um orðalag umrædds
bréfs mætti deila, en líka hefði
mátt deila um ef vinnumálastjóri
hefði ekki sent bréfið. Skynsam-
legt væri fyrir borgina að hafa
samstarf við ríkisstjórnina hvað
gert yrði en einsýnt væri að ekki
yrði komist hjá einhverri
refsingu. Björgvin Guðmunds-
son (A) sagðist vilja lýsa yfir
stuðningi við tillögu Sigurjóns
Péturssonar. Sigurjón Pétursson
lagði síðan til að dregið yrði frá
launum samkvæmt dagvinnu-
kaupi en ekki eftirvinnukaupi
eins og segir í 35. gr.
reglugerðarinnar. Borgarstjóri
Birgir ísleifur Gunnarsson
sagðist sérstaklega vilja taka
fram, að hann skildi ekki hvers
vegna hér væri talað um hefndar-
aðgerðir, um slíkt væri alls ekki
að ræða. Hér væri aðeins farið
eftir reglu, sem samþykkt hefði
verið í borgarstjórn og það
samhljóða án ágreinings. Fráleitt
væri því að hræra í túlkun
reglunnar eftir tilfinningum
borgarfulltrúa, slíkt væri óþol-
andi óvissa fyrir borgarstarfs-
menn, þess vegna væri fullkom-
lega eðlilegt að fylgja reglunni.
Frávísunartillagan var samþykkt
með atkvæðum borgapfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins og Alfreðs
Þorsteinssonar (F).
— EFTA
Birgir ísleifur Gunnarsson:
„Borgarstjórn meti hverju
sinni, hvernig standa skuli
að hönnun mannvirkja
Sigurjón Pétursson (Abl) flutti
tillögu varðandi mannvirkjagerð
á vegum borgarinnar. I tillög-
unni segir, að borgarstofnunum
verði hér eftir óheimilt að láta
befja hönnun mannvirkja, nema
úður hafi verið gerð fram-
kvæmda- og fjáröflunaráætlun.
í*á verði einnig óheimilt að láta
vinna að skipulagsverkefnum
utan stofnana borgarinnar,
uema til komi samþykki skipu-
lagsnefndar og staðfesting
borgarráðs. Einnig skuli kjörin
a-m.k. þriggja manna byggingar-
eÖa framkvæmdanefnd af við-
komandi stjórnarnefnd. Borgar-
stjóri Birgir ísleifur Gunnars-
son (S) sagði, að oft væri ekki
baegt að gera sér grein fyrir
bostnaði nema frumhönnun
uefði farið fram. Gott gæti verið
uð hafa verk fullhannað svo
uaegt væri að ráðast í það, ef
tjárhaguf borgarinnar Ieyfði.
Varðandi nefndarkjörið væri
það að segja, að slíkar nefndir
gætu verið ágætar, en það vildi
þó brenna við, að í þeim væri
unnið af meira kappi en forsjá.
Síðan flutti borgarstjóri eftir-
farandi tillögu. „Borgarstjórn
telur eðlilegt, að við undirbúning
mannvirkja verði það metið
Samþykkt borgarstjórnar:
Skilti sett á opinberar
byggingar borgarinnar
^ SÍÐASTA fundi sínum sam-
Pykkti borgarstjórn tillögu frá
Kristjáni Benediktssyni (F) um
uönnen á sérstöku skilti til
JUerkingar á opinberar byggingar
oorgarinnar. Markús Örn
Antonsson sagði, að sér litist vel
a tillöguná og í tengslum við
ta vildi hann geta þess, hve
litlar upplýsingar væri að fá um
hin ýmsu listaverk er stæðu í
borginni.
Það mál væri einnig
vert að athuga. Davíð Oddsson
tók vel í tillöguna og varpaði
fram hugmynd, um að setja skilti
á sögulegar byggingar í borginni
almenningi til fróðleiks.
hverju sinni, hvernig standa
skuli að hönnun. Vakin er
athygli á, að oft er erfitt að gera
framkvæmda- og fjáröflunar-
áætlun, fyrr en frumhönnun
liggur fyrir og upphaf og fram-
kvæmd verks hlýtur að mótast
af þeim fjárveitingum, sem
borgarstjórn áætlar hverju verki
í fjárhagsáætlun á hverjum
tíma. Ekki er óeðlilegt, að til séu
hjá borginni fullhönnuð mann-
virki,. sem unnt er að hefja
framkvæmdir við með skömm-
um fyrirvara, ef talið er nauð-
synlegt vegna árferðis, en hönn-
un er oft tímafrekt verkefni. Þá
er og eðlilegt, að það verði metið
á hverjum tíma við hvaða verk
sé rétt að kjósa byggingar-
nefndirnar. Borgarstjórn telji
rétt, að jafnan þegar nauðsyn-
legt er talið að visa meiriháttar
skipulagsverkefnum til skipu-
lagsstofa utan borgarstofnana
verði gerðir við þær skriflegir
samningar sem staðfestir séu í
borgarráði.
Með tilvísun til þess, sem að
framan greinir, er tillögu Sigur-
jóns Péturssonar vísað frá.
Sigurjón Pétursson sagði, að
skoðanir sínar og borgarstjóra
I þessu máli væru ef til vill þegar
| á allt væri litið ekki eins
óskyldar og ætla mætti, ástæðu-
laust væri að vísa tillögunni frá.
Borgarfulltrúinn sagðist geta
fallist á að vísa tillögunni til
borgarráðs. Birgir Isleifur
Gunnarsson sagðist telja mis-
muninn það mikinn, að hann
gæti ekki fallist á þetta. Tillagan
sem borgarstjóri las var síðan
samþykkt.
Framhald af bls. 29.
löndum okkar væru svo marg-
háttaðar og skiptu þvílíkum
fjárhæðum, að telja mætti að
frjálsari samkeppni hefði í
raun verið ýtt til hliðar, og
þess vegna ættu íslendingar í
framtíðinni ekki neina mögu-
leika á að veita sínum iðnaði
sambærilegan stuðning. Því
leiddi þessi þróun óhjákvæmi-
lega af sér, að samkeppnisað-
ataða íslenzks iðnaðar, bæði á
heimamarkaði og erlendis
væri í næstu framtíð stefnt í
tvísýnu.
Sem dæmi um stuðningsað-
gerðir við iðnað í nágranna-
löndum okkar má nefna, að í
Noregi greiðir norska ríkið í
sumum iðngreinum 2.40 norsk-
ar krónur eða 115 íslenskar
krónur á hverja unna klukku-
stund í iðnaði, ‘sem nemur
2.5—3.0% af veltu t.d. í
fataiðnaði, og í Sviðþjóð greið-
ir sænska ríkið að fullnægðum
vissum skilyrðum 15 sænskar
krónur eða 830 íslenzkar krón-
ur með hverri klukkustund í
fataiðnaði, sagði Davíð að
lokum.
— Lithografíur
Framhald af bls. 11.
þarna en þess má til gamans geta,
að hann var á sínum tíma kennari
þeirra Guðmundu Andrésdóttur
og Valgerðar Hafstað. Annars má
með nokkrum sanni segja, að þessi
hópur listamanna í heild hafi haft
mikil áhrif hérlendis. Við, sem
fengist höfum við abstrakta list
hér, höfum vel efni á að þakka
þann lærdóm, sem menn eins og
Vasarelly, Herbin, Dubuffet, Miro
og margir fleiri hafa miðlað okkur,
og ef við hefðum ekki kynnst verk-
um þeirra, hefði íslensk abstrakt
list ekki náð þeim árangri, sem
raun ber vitni.
Sá hópur listamanna, sem að
þessari sýningu stendur, er mér
sérlega minnisstæður. Þarna eru á
ferð margir þeir, er einna mest
mótuðu mína eigin myndlist á sfn-
um tíma, og þótt segja megi að
seinustu árin hafi leið mín legið
nokkuð í aðra átt, þá verður því
ekki neitað, hver áhrif þessir
menn höfðu á mig og mína kynslóð
myndlistarmanna. Það er því sér-
stök ánægja fyrir mig að sjá þessi
verk og vita til þess, að enn er
myndlist tekin alvarlega í Parisar-
borg. Það var full ástæða til, að
efasemdir um það vöknuðu hjá
manni nýverið, er þessi sýning á
samtíma grafik franskri, sannar
ótvirætt að enn lifir í gömlum
glæðum og það gneistar nokkuð
vel í glóðunum.
Þetta er mikill og ánægjulegur
viðburður i listalífi okkar i
Reykjavik, og mér dettur svona i
hug, hvort ekki væri mögulegt að
senda þessa sýningu til dæmis
norður á Akureyri. Væri hún ekki
gott vTrkefni fyrir Gallerí Háhól?
Grafik er létt í flutningi, og ef
þetta væri mögulegt, er ég viss um,
að margur hefði gott af að kynnast
þessu magnaða úrvali. Þetta er
sýning, sem ég mæli með, að sem
flestir sjái, og hafi þeir miklar
þakkir fyrir, sem gert hafa það
mögulegt, að sýning þessi er kom-
in á Laufásveginn. I sýningarskrá
eru æviágrip nokkurra þeirra
listamanna, sem verk eiga á þess-
ari sýningu, en þau hefðu mátt
vera fleiri.
— Rabbað við
Theodór Bjarnas
Framhald af bls. 14.
sjósókn og vinna í fiskverkunar-
húsum, þó aö það sé aðalatvinnu-
vegurinn hér eða með um rúm-
lega 100 manns í vinnu í allt.
Þá nefndi Theódór að hreppur-
inn stæði höllum fæti fjárhags-
lega, hann hefði lent í þrenging-
um og þyrfti að koma sér út úr
þeim áður en hægt væri að ráðast
í aðrar framkvæmdir. Taldi hann
að tekjur gætu orðið nokkuð
eðlilegar á þessu ári.
Hvernig eru samgöngumál hér
að ykkar áliti?
Þyrfti að
moka oftar
— Þau eru' að vissum hluta í
ólestri, sú breyting sem gerð var
á siglingum skipa Ríkisskips
hingað hefur komið nokkuð niður
á okkur því þau koma sjaldnar
hingað; áður var það vikulega en
nú á 20—12 daga fresti. Þá má
nefna að fjallvegurinn til Pat-
reksfjarðar, Hálfdán, er erfiður,
hann nær um 500 metra yfir sjó
og er mokaður vikulega en þyrfti
að vera þrisvar í viku eigi að
teljast fullt öryggi að því. Þetta
kemur sér t.d. illa því við fáum
alla mjólk frá Patreksfirði og
fyrir kemur að hér verður
mjólkurskortur. Þá er þetta
einnig slæmt hvað varðar heil-
brigðisþjónustu, hrepparnir hér
sameinuðust um byggingu heilsu-
gæzlustöðvar á Patreksfirði og
þangað er ekki alltaf hægt að
komast, en læknir kemur þó
hingað vikulega. Við teljum af
þessum ástæðum fyllilega rétt-
lætanlegt að moka þennan fjall-
veg oftar.
Flugið er mikið notað. Vængir
fljúga hingað en Flugfélag Is-
lands til Patreksfj arðar og kemur
póstur allur með Flugfélaginu.
Það getur því komið fyrir að bréf
séu lengi á leiðinni til Reykjavík-
ur ef þau þurfa fyrst að bíða hjá
okkur og síðan eftir flugi frá
Patreksfirði. Við höfum óskað
eftir því að Vængir fái að taka að
sér póstinn, en ekki hefur verið
orðið við þeim óskum. Þá fljúga
hingað þrisvar í viku vélar frá
Flugfélaginu Örnum á ísafirði.
Að lokum gat Theódór Bjarna-
son sveitarstjóri um mál er brýnt
væri að sinna á næstunni, en það
er að endurbæta vatnsveituna:
— Það er með stærstu og
brýnustu verkefnum okkar núna,
við höfum ekki nógu gott vatn,
yfirborðsvatn er of mikið. I þessu
máli verður fyrst hugað að því að
leggja nýja aðveitu og byggja
safnbrunn eða vatnsgeymi, og
verður hafizt handa að einhverju
leyti nú á næsta sumri, sagði
Theódór að lokum.
— A synda-
gjöldum
Framhald af bls. 35
— skolp —, skarn — og
sorpframleiðslu sína. Því líkt
ofstæki fær ekki staðizt nema
örstutta stund á mælikvarða
mannkynssögunnar mælt. Og
jafnvel þennan örskamma tíma
getur forðinn ekki enzt nema
handa tiltölulega litlum hluta
mannkynsins! Nefnilega okkur,
Vesturlandabúum, eða hvað?
En, meðal annarra orða, hafa
Vesturlandamenn ekki frá upp-
hafi gert sitt ýtrasta til að
„þróa“ öll heimsins börn til að
verða móttækileg fyrir bú-
skaparhætti og neyzluvenjur
sínar? Áður fyrr með hjálp
byssukjafta, síðar með
peningagjöfum og áróðri, og nú
síðustu áratugi af innblásnum
(eða kannski útblásnum?)
jöfnunaröfgum. Og nú krefjast
fátæku þjóðirnar þess, að þeim
hefir sleitulaust verið inn-
prentað, að þær ættu skilyrðis-
laust heimtingu á, en það er
nákvæmlega hið sama og innan
skamms mun ekki einu sinni
hrökkva handa dugmestu
iðnaðarþjóðunum sjálfum!
„Svo sem þér sjáið, svo
munuð þér og uppskera", minn-
ir mig fastlega að ég hafi
einhvern tíma lesið í gömlu
kveri.
Eg man hins vegar ekki til að
hafa uppgötvað meira réttlæti
í færri orðum annars staðar.