Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978
27
— Dr. Gunnar
Framhald af bls. 15
í haginn fyrir íslenska framleiðslu
og þjónustustarfsemi, að sam-
keppnishæfni verði sem mest.
Með hliðsjón af því, sem hér
hefur verið rakið, er gert ráð fyrir
því að verja tekjum af jöfnunar-
gjaldi m.a. á þessa lund í þágu
iðnaðarins:
a) Til endurgreiðslu á uppsöfnuð-
um söluskatti.
b) Til eflingar Utflutningsmiðstöð
iðnaðarins og markaðsöflun
fyrir íslenskar iðnaðarvörur.
c) Til undirbúnings og skipulagn-
ingar tæknistofnunar fyrir
iðnaðinn, en frmvarp um
Tæknistofnun Islands verður
lagt fram á þessu þingi.
d) Til eflingar tækniaðstoðar við
iðnfyrirtæki.
e) Til starfsþjálfunar og eftir-
menntunar faglærðs og ófag-
lærðs fólks er við iðnað starfa.
f) Til að auka stuðning við ný-
iðnaðarverkefni.
g) Til eflingar vöruþróunar.
Flest íslensk iðnfyrirtæki eru
fáliðuð og hafa ekki bolmagn til að
hafa í þjónustu sinni sérfræðilega
starfskrafta á sviði framleiðslu og
rekstartæki. Eðlilegt verður því að
teljast að ríkisvaldið komi í þessu
efni til móts við fyrirtækin og
stuðli að því að þau fái aðgang að
sérmenntuðu fólki, sem hið sama
ríkisvald hefur að meira eða
minna leyti séð fyrir. skólagöngu.
Breyttar markaðsaðstæður
valda því, að sumar greinar
íslensks iðnaðar standa nú á
tímamótum, sem kalla á markviss-
ar aðlögunaraðgerðir. Ella er hætt
við að þær fái ekki staðist
harðnandi erlenda samkeppni. Þá
ber jafnframt að hafa í huga
nauðsyn þess að beina auknu
fjármagni til eflingar iðnaði í
frekari sókn til bættra lífskjara.
Það hefur því verið ákveðið nú
að leggja fram á Alþingi næstu
daga stjórnarfrumvarp um Tækni-
stofnun.
Frumvarp þetta miðar að endur-
skipulagningu og sameiningu Iðn-
þróunarstofnunar Islands, Rann-
sóknastofnunar byggingariðnaðar-
ins og Rannsóknastofnunar
iðnaðarins, þannig að þær myndi
eina heild með sameiginlegum og
markvissum tilgangi í samræmi
við knýjandi þarfir þessa fjöl-
mennasta atvinnuvegar lands-
manna.
Standa vonir til, að hin nýja
stofnun geti innan fárra ára náð
því markmiði að stuðla svo að
tækniþróun og framleiðni í ís-
lenskum iðnaði, að hann standi á
sporði erlendum keppinautum.
— Tónlist
Framhald af bls. 16
setti leiðinlegan svip á tónleik-
ana, hve tónstilling milli píanós-
ins og hljómsveitarinnar var
slæm, en eins og heyra mátti
reyndu hljóðfæraleikararnir að
leiðrétta sig og ef tónstaða
píanósins hefur verið röng, er
illt til þess að vita að sérvizka
varðandi tónhæð sé látin spilla
jafn góðum flutningi og hér átti
sér stað.
Legubronze
25—150 m/m.
G.J. Fossberg
Skúlagötu 63,
sími 18560.
Vélstjórafélag íslands
Sími 29933
Vélstjórafélag íslands er flutt í Borgartún 18 og
er nýja símanúmeriö 29933, eldri númerum veröur
sagt upp.
Vélstjórafélag Islands.
Landssmiðjan
SÖLVHÓLSGÖTU-101 REYK JAVIK SÍMI 20680 TELEX 2307
Verkfræðingur —
Tæknifræðingur
Óskum eftir aö ráöa verkfræöing eöa
tæknifræöing sem fyrst.
Upplýsingar um starfiö og laun gefur forstjóri
í síma 20680.
Morgunblaðið óskar
eftir blaðburðarf ólki
AUSTUR-
BÆR
Ingólfsstræti,
Upplýsingar í síma 35408
jfgtmÞIfifcifc
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf-
stæðishúsinu Háaleitisbr. 1 á laugardög
um frá klukkan 1 4:00 til 1 6:00. Er þar
tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og
ábendingum og er öllum borgarbúum
boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa
Laugardaginn 15. apríl veröa til viötals:
Ellert B. Schram alpingism.
Davíö Oddsson borgarfulltrúi,
Bessí Jóhannsdóttir, varaforgarfulltrúi.
VIÐTALSTIMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæöisflokksins
í Reykjavík
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
bANDSSAMBAND
BbANDAÐRA KÓRA
HÁSKÓLABÍÓ 14. apríl kl.
9 kórar flytja eigin söngskrð.
LAUG ARDALSHÖLL 15. apríl kl. 14.00
6 kórar flytja eigin söngskrð.
850 manna Hðtíöarkór L.B.K. og Sin-
fóníuhljómsveit íslands.
LAUGARDALSHÖLL 15. APRIL Kl. I9QQ.
AFMÆLISFAGNAÐUR, með þeim brag,
sem söngvurum er lagiö.
Veislustjóri Þuríður Pðlsdóttlr.
„BIG BAND“ - hljómsveit, sem bragðer
aö, • leikur fyrir dansinum. Björn R.
Einarsson, sð viöfrægi mússikant, ber
ðbyrgö ð afköstum bennar.
Aðgöngumiðar: Hðskólabíó, Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar og ð
laugardag í Laugardalshöll.