Morgunblaðið - 13.04.1978, Page 34

Morgunblaðið - 13.04.1978, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. APRJL 1978 Skýrsla utanríkisráðherra: Tollfríðindi fyrir íslenzk- ar sjávarafurðir í EBE Þróun utanríkisviðskipta 1977 Einar Ágústsson, utanrík- isráðherra, ílutti Alþingi árlega skýrslu um utanríkis- mál sl. þriðjudag. Efnisþætt- ir skýrslunnar fjölluðu um þróun alþjóðamála, Miðaust- urlönd, Áfríku, Kýpur, Sam- einuðu þjóðirnar, Bel- Kradfundinn, mannrétt- indamál, Evrópuráðið, haf- réttarmál. Ifáskóla Samein- uðu þjóðanna, þróunarað- stoð, öryggismál, utanríkis- viðskipti 1977 ok utanríkis- þjónustuna almennt. Miklar umræður urðu um skýrsl- una. Ifér fer á eftir sá kafli í ræðu ráðherra, sem fjallaði um utanríkisviðskipti ís- lendinga á árinu 1977. Árangur alþjóðasamvinnu um efnahags- og viðskiptamál. í fyrra gætti nokkurs óróa og óvissu í alþjóðaviðskiptum vegna hins hægfara bata efnahagslífsins eftir kreppuárin 1974—75. í ýms- um Evrópulöndum voru gerðar sérstakar ráðstafanir til aðstoðar þeím atvinnugreinum, sem verst voru settar, svo sem skipasmíði, vefnaðarvöruiðnaði og stáliðnaði. Ný innflutningshöft hafa samt ekki verið lögð á, nema í undan- tekningartilfellum, en aukin vernd hefur verið veitt með styrkveiting- um, hagstæðum lánum og öðrum ráðstöfunum. Þessar aðgerðir hafa því torveldað milliríkjaviðskipti á ákveðnum sviðum og hefur skrif- stofa GATT í Genf áætlað að þær hafi náð til 3—5% af umsetningi alþjóðaviðskipta síðan 1974. Því má segja, að þrátt fyrir vissa erfiðleika, hafi tekist vel að komast hjá nýjum hömlum á alþjóðaviðskipti. Er það tvímæla- laust árangur af hinni víðtæku alþjóðasamvinnu um efnahags- og viðskiptamál, sem á sér stað á vegum GATT, OECD, EFTA, EBE og IMF. En jafnframt skal bent á, að öflugra samstarf er nauðsyn- legt til að blása nýju lífi í atvinnulíf margra landa. Dregið úr viðskiptahömlum Vegna efnahagserfiðleikanna, sem hófust með margföldun á olíuverðum 1973, hafa samninga- viðræður í GATT um lækkun tolla og afnám viðskiptahafta dregist mjög á langinn. Viðræður þessar hófust í Tokíó í september 1973 og eru oft við þann stað kenndar. A fundi leiðtoga stórveldanna í London í maí 1977 var tekin ákvörðun um að stefna að því að ijúka þessum samningum sem fyrst. Um haustið komst svo skriður á málið eftir að Bandarík- in og Efnahagsbandalagið komu sér saman um ákveðin vinnubrögð og forsendur frekari samninga, þar á meðal um að tillaga Sviss um tollalækkanir á iðnaðarvörum yrði lögð til grundvallar, þó með vissum undantekningum. Talið er að hin s.k. svissneska formúla hafi í för með sér um 40% meðal tollalækkun á 8 ára tímabili. Um landbúnaðarafurðir skyldi samið sérstaklega á grundvelli óska og. tilboða samningsaðilanna. Ennfremur er í Tokíó-viðræðun- um stefnt að því að draga úr ýmsum öðrum viðskiptahömlum og verði settar ítarlegri reglur heldur en eru í hinu almenna samkomulagi um tolla- og við- skipti (GATT) um tollaverð vara, opinber innkaup, niðurgreiðslur og jöfnunartolla o.fl. Þá er einnig mikið rætt um skýrari ákvæði um verndarráðstafanir heldur en nú felast í XIX grein GATT sam- komulagsins. Loksins er það yfir- lýstur tilgangur viðræðnanna að bæta aðstöðu þróunarlandanna og veita þeim viðskiptafríðindi án þess að sé ætlast til að þau greiði í sömu mynt. Auk Bandaríkjanna, Efnahags- bandalagsins og Sviss hafa m.a. Japan, Finnland, Noregur og Svíþjóð lýst yfir stuðningi við hugmyndina um almenna tolla- lækkun. Samt eru horfur á því að meirihluti GATT-landa, þ.ám. Island, geti ekki fallist á ákveðna „formúlu" fyrir tollalækkunum, heldur muni þau stefna að því að ná jafnvægi milli tollalækkana og þeirra tollfríðinda, sem þau fá í staðinn. Framan af viðræðunum hafði Island nána samstöðu rrieð F’innlandi, Noregi og Svíþjóð, en mun hafa aðra afstöðu í samning- um en þau lönd. Náin samvinnu meðal Norðurlandanna um upplýs- ingaskipti og ýmis tæknileg atriði í þessum flóknu og langdregnu samningum er Islandi mjög til gagns. En það, sem hefur einkum mótað afstöðu Islands, er sú staðreynd, að langflestar útflutn- ingsvörur okkar njóta nú tollfrels- is í Efnahagsbandalaginu og EFTA-löndum og í stærsta mark- aðslandi okkar, Bandaríkjunum, er innflutningur á frystri þorskblokk tollfrjáls og aðeins óverulegur tollur á freðfiskflökum. Því erþess ekki að vænta, að niðurstöður Tokíó-viðræðnanna verði til þess að greiða fyrir útflutningi okkar neitt verulega og þar af leiðandi er ekki ástæða til að bjóða neinar tollalækkanir umfram þær sem þegar hafa verið ákveðnar. Tokíó-viðræðurnar í GATT hafa engu að síður mikla þýðingu fyrir ísland, svo sem önnur lönd, smá og stór, sem mjög eru háð utanríkis- viðskiptum um alla afkomu sína. Með slíkum samningum þokar í rétta átt um frjáls viðskipti almennt, en í því efnahagsástandi, sem verið hefur frá því að olíukreppan hófst, er einmitt mikil hætta á að gripið verði til stórfelldra verndaraðgerða. Á því myndu smáríkin tapa mest. Merkasti við* burður ársins Síðan 1970, er ísland gekk í EFTA, hafa víðtækar lækkanir átt sér stað bæði á verndartollum og fjáröflunartollum svo sem á vélum og iðnaðarhráefnum. Hefur verið reiknað út að miðað við tolla og innflutning ársins 1973, þegar Tokíó-viöræðurnar hófust, myndu heildartolltekjur verða árið 1980 um 40% lægri en 1973, og er þá reiknað með þeim tollum sem ákveðnir hafa verið í gildandi tollskrá. Þessar tollalækkanir verða að teljast aðal framlag okkar í Tokíó-viðræðunum, en reyndar verður lækkunarhlutfallið miklu lægra, ef reiknað er aðeins með lækkun á almennum tollum á innflutningi frá öllum löndum, eins og gert er í GATT. Einn merkasti viðburður ársins á viðskiptasviðinu var afnám eftirstöðva af tollum á iðnaðarvör- um í viðskiptum EBE og EFTA- landa frá 1. júlí 1977. Hafði þannig myndast fríverslunarsvæði 16 Evrópuríkja, 9 EBE-landa og 7 EFTÁ-landa. Hér á landi verða þó ekki verndartollar að fullu felldir niður fyrr en 1980, en á árinu 1977 var á innflutning frá EBE og EFTA-löndum lagður tollur, sem samsvaraði 30% af grunntollinum eins og hann var í ársbyrjun 1970. Þessi innflutningur nam um 16% af heildarinnflutningi árið 1976. Einar Agústsson, utanrikisráð- herra Tollíríðindi fyrir íslenzkar sjávarafurðir í EBE Árið 1977 var fyrsta árið, sem tollfríðindi fyrir íslenskar sjávar- afurðir í EBE, samkvæmt bókun nr. 6, voru í gildi. Gildistaka bókunarinnar hefur átt þátt í að auka útflutninginn til EBE og hækka verðið einkum á freð- fiskflökum og frystri rækju. Á síðasta'ari hófust samningar milli EFTA og Spánar, sem miða að því að jafna viðskiptaaðstöðu EFTA-landanna og EBE á Spáni, en EBE hefur notið þar forrétt- inda á grundvelli viðskipta- samnings, sem gerður var 1970. Þess er vænst, að Spánn lækki yfirleitt tolla á iðnaðarvörum frá EFTA-löndum um 60% og 25% samkvæmt sérstökum vörulistum, en þar á móti komi svo lækkun EFTA-landanna á spánskum vör- um um 60% þ.e.a.s. að tollurinn samsvari 40% af ytri tolli, sem gildir um innflutning frá löndum utan EFTA og EBE. Búist er við að tollalækkun Spánverja taki einnig til saltfisks, freðfisks og kavíars og að vilyrði fáist um greiðari aðgang að spánska markaðinum fyrir salt- fisk heldur en verið hefur. Má því ætla, að samningurinn geti haft nokkuð gildi fyrir okkur. Þótt aðstaðan fyrir íslenskar útflutningsvörur sé yfirleitt hag- stæð á erlendum mörkuðum, sker þó eitt land og ein afurð sig algjörlega úr í þeim efnum. Það er Nígería og skreiðin, en ennþá hafa ekki fengist innflutningsleyfi í Nígeríu fyrir skreiðarframleiðslu síðasta árs, þótt gerðir hafi verið sölusamningar við opinbert inn- flutningsfyrirtæki. Af hálfu skreiðarútflytjenda og ríkisstjórn- arinn ar hefur allt verið gert, sem hægt er, til að leysa þetta varidamál, en ennþá án árangurs. Þó standa vonir til að rýmkað verði um innflutning á skreið, þegar Nígeríustjórn leggur fram ný fjárlög í kringum 1. apríl n.k. I stærsta markaðslandi okkar fyrir saltfisk, Portúgal, hafa undanfarin ár verið miklir efna- hagserfiðleikar, svo að hætta hefur verið talin á, að portúgölsk stjórnvöld myndu verða að draga úr saltfiskinnflutningi. Til að koma í veg fyrir að svo yrði, hefur af okkar hálfu verið lögð mikil áhersla á að auka vörukaupin frá Portúgal, en árangurinn hefur enn sem komið er verið of lítill. Verður þessi viðleitni því aukin. Viðskiptasambönd og utanríkisþjónusta Engir nýir viðskiptasamningar voru gerðir á siðasta ári. Viðskipt- in við Austur-Evrópulöndin héldu áfram á grundvelli gildandi samninga og gengu þau yfirleitt vel. I þessari skýrslu er ekki ástæða til að rekja gang þeirra viðskipta né að gera almennt grein fyrir þróun utanríkisviðskíptanna. Eins og undanfarin ár, er henni fyrst og fremst ætlað að fjalla um helstu viðskiptamál, sem íslensk stjórnvöld hafa haft sérstök afskipti að. Á viðskiptasviðinu hefur utan- ríkisráðuneytið haldið áfram fyrri viðleitni til að dreifa upplýsingum um íslenskar útflutningsvörur erlendis. Méðal þeirra verkefna sem nú er unnið að er stofnun viðskiptafulltrúaembættis við eitt af sendiráðum Islands í Evrópu. Málið hefur verið í undirbúningi hjá utanríkisráðuneytinu og viðskiptaráðuneytinu en á fjárlög- um þessa árs hefur ráðuneytið fengið fjárveitingu til markaðs- mála, sem það hyggst nota í þessu skyni. Verður væntanlega hægt að skýra frekar frá þessum ráðagerð- um alveg á næstunni. Ráðuneytið hefur jafnframt haldið áfram útgáfu á upplýsing- um um íslensk útflutningsfyrir- tæki. I samvinnu við viðskipta- ráðuneytið hefur komið út síðustu dagana endurbætt og vönduð upplýsingaskrá um öll íslensk útflutningsfyrirtæki „Directory of Icelandic Exporters". Verður skrá þessari dreift til sendiráða og ræðisskrifstofa Islands erlendis. Hlutverk íslensku utanríkis- þjónustunnar á þessu sviði er að mínu mati ekki alltaf metið sem skyldi. En þegar grannt er skoðað og litið á þá fjölþættu starfsemi, sem fram fer í sendiráðum Islands, kemur í ljós að ekki lítill hluti starfseminnar beinist að viðskiptamálum. Sendiráðið í Moskva hefur það t.d. sem aðal- verkefni að greiða fyrir viðskipt- um Islands við Sovétríkin. Önnur sendiráð hafa þýðingarmiklu hlut- verki að gegna varðandi viðskipti sem háð eru ákvörðunum stjórn- valda í viðkomandi landi. Á ég þar við saltfiskviðskipti okkar við Spán og Portúgal, sem sendiráðið i París fylgist með og skreiðarsöluna til Nígeríu sem séndiráðið í London fylgir eftir. I New York starfar sérstakur viðskiptafulltrúi, sem heyrir undir sendiráðið í Washington, og eins og fyrr segir stendur til að koma upp viðskiptafulltrúaembætti við eitt af sendiráðum Islands í Evrópu. Öll íslensk sendiráð svara á hverjum einasta degi fjölda fyrirspurna um íslenskar út- flutningsvörur og sama hlutverki gegna ræðismenn Islands. Frum- kvæðið að sölu vara hlýtur þó yfirleitt að vera hjá framleiðend- um en utanríkisþjónustan bæði hér heima og erlendis er ávallt reiðubúin að veita alla mögulega fyrirgreiðslu við að aðstoða út- flytjendur ekki síst á nýjum mörkuðum. Einn mikilvægur hlekkur í þessari aðstoð er hið góða samstarf milli utanríkisþjón- ustunnar og viðskiptaráðuneytis- ins. Frumvarp til laga: Þynging viðurlaga vegna söluskattsbrota FRAM hefur verið lagt á Alþingi frv. til laga um hækkun viður- laga vegna söluskattsbrota. Frumvarpsgreinarnar hljóða svo: 1. gr. Önnur mgr. 21. gr. laganna orðist svo: Viðurlög skv. 1. mgr. skulu vera sem hér segir: 1.4% viðurlög af þeirri upphæð, sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga, þó ekki hærri en 20%. 2. Viðurlög til viðbótar af van- greiddri upphæð fyrir hvern byrj- aðan mánuð frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga, er séu hin sömu og dráttarvextir hjá innlánsstofnunum, sbr. 13. gr. laga nr. 10 frá 29. mars 1961 og ákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. 2. gr. I greinargerð segir: Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. Ákvæði söluskattslaga um við- urlög var síðast breytt með lögum nr. 10/1974. Viðurlög voru þá ákveðin svo sem hér segir: 1. 2% viðurlög af þeirri upphæð, sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga, þó ekki hærri en 10%. 2. 1 ’/2 % viðurlög til viðbótar af vangreiddri upphæð fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Dráttarvextir innlánsstofnana voru 1 'Æ % af vangreiddri upphæð fyrir hvern byrjaðan mánuð þegar ofangreind ákvæði voru lögfest. Nú eru vextir þessir 3% og eru því vanskil á söluskatti orðin lang- ódýrasti máti söluskattsskylds aðila til að verða sér úti um rekstrarfé. Samkvæmt ákvæðum laga nr. 10/1960 um söluskatt skyldu 10% viðurlög leggjast á strax að eindaga loknum. Með lögum nr. 10/1974 voru þessi viðurlög gerð léttari fyrstu dagana eftir eindaga þannig að 2% bættust við á degi hverjum þar til 10% var náð. Að dómi flestra er við innheimtu söluskatts starfa var þetta nýmæli til bóta. Sú breyting er almennt hefur orðið á vaxtakjörum í þjóðfélaginu hefur gert núgildandi viðurlaga- ákvæði úrelt. Sú hefur ætíð verið stefna löggjafans að tryggja fljpt og góð skil söluskatts og fela breytingar þær sem nú er lagt til að gerðar verði á viðurlagaákvæð- um söluskattslaganna aðeins í sér hlutfallslega sömu hækkun og orðið hefur á vöxtum í landinu frá því núgildandi lög voru samþykkt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.