Morgunblaðið - 13.04.1978, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978
35
Poipoi*
Gestir í Suðurgötu 7
Það er sárt að einangrun okkar
hérna norður í regnihafi skuli
verða þess valdandi að allskonar
misskilningur nær fótfestu og
stendur í vegi fyrir þekkingarleit
okkar. Þannig er það til dæmis
með myndlistina. Það er ljóst að
við verðum að leita okkur upplýs-
inga um ýmsa hluti og málefni
annars staðar en í þeim miðlum
sem að okkur snúa daglega. Til
dæmis mun læknanemi, sem er
áhugasamur um heilauppskurði,
ekki leita sér upplýsinga í gamalli
læknavísindabók eða heimsækja
sjúkraskýlið á Egilsstöðum, heldur
leitar hann út fyrir landsteinanna
og í nýjar erlendar bækur. Sömu-
leiðis fer áhugamaður um þróun í
Pappírsheilinn
samtímamyndlist ekki á Listasafn
Islands til að leita sér upplýsinga,
heldur í erlendar bækur og söfn.
List er í stöðugri þróun og hefur
hvergi staðnað, því slíkt er ekki
eðli lista frekar en vísinda.
Það er sökum skorts á upplýs-
ingum sem almenningur er svo
áhugalaus um nútímamyndlist og
af misskilningi, að hann er jafnvel
neikkvæður gagnvai;t henni og
leitar að einhverju til að fordæma
hana, því nýjungar raska ró
margra. Leit hefst að sökudólgn-
um innan hóps listamanna, því
einhverjum skal um kennt þessa
ljótu hluti sem kölluð er nútíma-
myndlist. En sannleikurinn er sá
að það er enginn sekur. Það sem
pirrar svona fólkið eru breyttar
hugmyndir sem liggja til grund-
vallar breyttri myndlist. Öll
myndlist byggir á reynslu,
persónulegri eða sameiginlegri.
Sameiginleg reynsla verður, þegar
afstaða umhverfis til manneskju
breytist og orsakar breyttar hug-
myndir. Það eru þær sem valda
nýjum straumum í listum. Mikið
af því sem gert er í myndlist í dag
er byggt á heimspekilegum vanga-
veltum frekar en niðurröðun
forma og litauppsetninga and-
stæðna eða ótamdri tjáningu.
Myndlistin er afskaplega víðfeðm
og ekkert er henni í dag óviðkom-
andi. Hugmyndin sjálf er oft sett
ofar en tæknikunnátta lista-
mannsins, en henni er ekki hægt
að koma til skila nema útfærslan
sé í samræmi við hugmyndina og
viðeigandi efni sé til þess notað.
Það er ekki hægt að fjalla um
nútímamyndlist og hugmyndirnar
sem að baki hennar liggja í fáum
orðum, en nýlega var haldin í
Gallerý Suðurgötu 7 nýstárleg
myndlistarsýning sem bar nafnið
„Poípoídrome 3“. Þessi sýning
sýnir einn þátt þeirrar fjölbreytni
sem ríkir í listaheiminum í dag.
Að þessari sýningu stóðu nemar í
nýlistadeild Myndlista- og hand-
íðaskóla Islands ásamt kennara
sínum, Robert Filliou, sem er
mikilsmetinn franskur listamaður,
sem fengist hefur við myndlist
síðastliðin 20 ár og eru viðfangs-
efni hans oft nátengd samfélagi
okkar og fjalla um þætti þess, svo
sem skóla, hagfræði og gildismat.
„Poípoídrome" er eitt samfellt
verk, samið árið 1964 af Robert
Filliou og Joachim Pfeufer og
hefur áður verið sett upp í 3
löndum Evrópu og verður núna í
sumar sett upp við Beaubourg-
safnið í París. Þar verður það sett
upp í eiginlegri stærð sinni, 24x24
m, en stærð Poípoídromsins fer
eftir aðstæðum hverju sinni. Orðið
„Poípoídromse" er sett saman úr
orðinu „poípoí“ sem er hlutlaust
Frá nýlistadeild
Myndlista-
og handíðaskóla
Islands
orð, sem Dogonar, þjóðfiokkur í
S-Afríku, notar, og orðinu drome,
sem táknar völl eða svæði. Dogon-
arnir í S-Afríku hafa þróað með
sér sérstæða menningu, sem þykir
afar mannúðleg og stendur af sér
öll vestræn menningaáhrif. Meðal
annars hafa þeir þetta ágæta orð,
sem þeir svara með öllum hvers-
dagslegum spurningum um heilsu
og gengi: „Poípoí", sem þýðir
hvorki gott né vont, já né nei, er
alveg hlutlaust. Robert Filliou
segir frá því í bók sinni „Teaching
and learning as performance arts“
útg. Kasper König, Köln, hver var
neistinn að Poípoí-drominu. Hann
var á leið í einni af neðanjarðar-
lestum Parísarborgar í heimsókn
til vinar síns Joachim Pfeufers
arkitekts. Hann virti fyrir sér
samferðafólk sitt og dapran, þung-
lyndislegan svip þeirra og það
hvarflaði að honum að gæfi það
hugmyndaflugi sínu og sköpunar-
gáfu lausan tauminn yrði yfir-
bragð þeirra hressilegra. Þegar
hann kom á leiðarenda sagði hann
Joachim Pfeufer frá hugmynd
sinni og hófst þar með samvinna
þeirra um frumgerð Poípoídroms-
ins, sem er eins konar hugmynd
um nýja veröld jafnframt kölluð
miðstöð stöðugrar sköpunar, þar
sem gestir væru virkir þátttakend-
ur.
I fyrsta herberginu sem komið
var inn í á sýningunni í Gallerý
Suðurgötu 7, merkt „Poípoí", voru
ljósmyndir af fólki við störf. Þær
voru stimplaðar með þeirri uppá-
stungu að list sé það sem lista-
menn fáist við, viðfangsefnin séu
mismunandi og list sé allt í
krinum okkur. Næsta herbergi,
„Antipoípoí", var með málsháttum
skrifuðum á veggina og var öllum
velkomið að bæta þar málsháttum
við. Málshættir eru þróaðir meðal
þjóða og verða til á löngum tíma
og fela í sér siðfræði, gamlar
hugmyndir og stundum um-
vandanir og eru ekki hlutlausir
eins og poípoíið. Þriðja herbergið,
„Postpoípoí", er staður þar sem
árangur skilnings og sköpunar
kemur fram í verkum. Þar eru ný
verk byggð á nýrri hugsun, poípoí,
en ekki viðteknum reglum um
myndmennt og fagurfræði. í þessu
herbergi er verk jafnmikilvægt,
hvort sem það er fagurlega gert,
illa gert eða ekki gert, sé hug-
myndin mótuð. Þarna voru yfirlýs-
ingar um það að ríki listarinnar
væri innra með hverjum manni og
svq var þarna pappísheili handa
öllum til að láta á enni sér og
henda svo um kvöldið ásamt öllu
því sem í hann hafði safnast yfir
daginn, minningunum fleygt í
burt. Þarna var verk unnið uppúr
orðabók sem dæmi um óendanlegt
verk. Fjórða herbergið er það
síðasta og telst hið eiginlega
„Poípoídrome", þar sem við með-
tökum, íhugum og semjum and-
spænis eggi sem hangir niður úr
loftinu og er tákn fyrir upphaf
alls. Þannig endar hver gestur ferð
sína um sýninguna í rökkvuðu og
hlýju herbergi, þar sem hann
getur sest og velt fyrir sér
poípoídrominu og gildi þess og
rætt það við aðra sýningargesti,
svo og þeirri spurningu, sem
stundum virðist svo áleitin: „Er
þetta myndlist?"
í janúar síðastliðnum fékkst
sami hópur nemenda við verk sem
stóð í 3 daga samfleytt í Gallerý
Súm. Þar var um að ræða verk sem
gerði ráð fyrir þátttöku allra
viðstaddra, svo sem við hljóm-
flutning og blaðaútfáfu og annað.
Öðru hvoru fóru svo fram atburðir
á sviði, svokallaðir gjörningar
(performances) sem voru fluttir af
myndlistarnemum. Þetta verk sem
telst ein heild var lítið auglýst
Framhald á bls. 28
3+2=1
LITSJONVARPSTÆKI FRA
GENERAL ELECTRIC
staðgreiðslutilboð
r
22“ 310.000.—
26“ 370.000.—
26“ m/fjarst.400.000.-
-
TH Garðarsson h/f.
Vatnagörðum 6.
S: 86511 - (2 LÍNUR)
Sjónvarpsvirkinn
Arnarbakka 2
S: 71640 - 71745
tir.