Morgunblaðið - 13.04.1978, Síða 36

Morgunblaðið - 13.04.1978, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 STARF FÓSTRUNNAR 5. GREIN r Hlutverk dagvistar- heimila í nútímaþjóðfé- lagi eru margþætt, en starfsemin sem þar fer fram á að leitast við að efla persónulegan, vits- munalegan og félagslegan þroska barnanna. Svo lengi lærir sem lifir segir máltækið. Aldrei síðar á æviskeiðinu lærir maðurinn eins mikið og á fyrstu árum bernskunnar. Það er mikið nám sem á sér stað hjá barni, frá því að það liggur ósjálfbjarga í vöggu og þar til það hefur skólagöngu. Með öllu daglegu atferli sínu er barnið að læra og búa sig þar með undir lífið. A dagvistarheimilum fer fram margskonar 'fræðsla, sem miðað að því að örva þroska barnsins á sem flestum sviðum og efla þekkingu þess og skilning á sjálfu sér, umhverfinu og því þjóðfé- lagi, sem það lifir í. Barnið fær fræðslu á tvennskonar hátt. Annars vegar óbeina fræðslu sem það aflar sér sjálft í samskiptum sínum við umhverfið og hins vegar beina fræðslu, sem það fær við skipulagðar að- stæður, t.d. í samveru- og fræðslustundum, þar sem ákveðin málefni eru tekin til meðferðar. Hin óbeina fræðslai I frjálsum leik örvast margir þroskaþættir. Barnið velur sér gjarnan sjálft viðfangsefni og sýn- ir þannig frumkvæði og sjálfstæði. í hlutverka- og ímundunaleikjum tjáir barnið tilfinningar sínar og reynslu og hugmynda: flugið fær notið sín. í samleik við aðra eykst félagsþroskinn og barnið lærir smám saman sam: vinnu og tillitsemi. I samskiptum við aðra lær- ir barnið líka málið, og þarf að fá mörg og góð tækifæri til að tjá með oröum skoðanir sínar og tilfinningar. Þó munu flestir kannast við að langt fram eftir aldri vill málið gleymast í hita leiksins og er þá hnúum og hnefum beitt er deilu- mál rísa. Margir leikir örva einn- ig skyn og hreyfiþroska og samhæfa huga og hönd. Þau mætti t.d. nefna að klippa, lita, þræða perlur á band, raða saman myndaþrautum og margt fleira. Venjubundnar athafnir eins og að klæða sig úr og í, sitja til borðs með félögum sínum og ganga frá leikföngum og áhöid- um eykur öryggistilfinn- ingu barnsins, sjálfstæði þess og sjálfsvirðingu. Hvað getur svo gott dag- vistarheimili gert til þess að ýta undir þessa þroska- þætti sem svo mjög eru samtvinnaðir? Börnin eru eins ólík og þau eru mörgi Við þurfum að hafa í huga að börnin eru eins ólík og þau eru mörg. Það sem hentar einu barni þarf ekki að henta öðru. Fræðslustarfið á dagvistarheimilum Hvert barn er einstakl- ingur með sínar sérstöku þarfir og áhugamál. Til þess að hægt sé að koma til móts við það eins og það á heimtingu á eru ákvæði um barnafjölda á hvern starfsmann mjög óhagstæð. Teljum við að fækka þurfi börnum eða bæta við starfsfólki. Hús- rými, leikföng og annar efniviður þarf einnig að vera nægur, vandaður og aðgengilegur fyrir börnin. Hin beina fræðslai Lítum þá svolítið nánar á hina beinu fræðslu. Hún fer fram í samveru og fræðslustundum, í sam- ræðum barns og fóstru, í kynnis og skoðunarferð- um og í skapandi starfi. En hvernig fer samveru og fræðslustund fram? Börnin eru kölluð sam- an, en mjög misjafnt er hve mörg þau eru í einu. Fóstran fjallar um ákveð- ið málefni og útskýrir það í máli og myndum. Því áþreifanlegri sem fræðsl- an er, því betur skilja börnin hana og til þess er nauðsynlegt að hafa hjálpargögn, sem vekja athygli og áhuga barn- anna fyrir efninu. í sam- verustundum eru einnig lesnar sögur, sungnar vís- ur og farið með þulur. Börnin eru hvött til að tjá sig, segja frá atburðum eða segja sögur. Samverustundin veitir þeim gleði og samkennd, eykur þekkingu þeirra og fróðleiksfýsn. Börnin eru frædd um hin ýmsu mál- efni, eftir því sem þroski þeirra leyfir. Endurtekn- ing og upprifjun hefur mikið að segja, sérstak- lega fyrir yngstu börnin. Mikilvægt er að viðfangs- efnið nái vel til barnanna og þeim ekki íþyngt með löngum kyrrsetum. Viðfangsefnin, sem tek- in eru fyrir eru margvís- leg. T.d. húsdýrin náttúr- an, vatnið, dagar, mánuð- ir og ýmis hugtök. Sam- ræður barns og fóstru geta að sjálfsögðu átt sér stað hvenær sem er og undir ýmsum kringum- stæðum. Barnið er þá gjarnan að spyrja um eitthvað, sem vakið hefur athygli þess, eða það er að segja frá atburði sem það upplifði utan veggja dag- vistarheimilisins. Þessar samræður gefa oft góð tækifæri til að kynnast áhugamálum barnsins og bæta við þekkingu þess. En heimur barnsins, sem dvelur daglangt á dagvistarstofnun er oft þröngur. Það veit lítið um menn og málefni utan heimilisins. Leiðangrar, langir eða stuttir hjálpa barninu að kynnast tilver- unni og vekja áhuga þeirra á umhverfinu. Þar að auki eru þeir kærkom- in tilbreyting sem vekur gleði. Reynslu sína úr kynnisferðum svo og úr samverustundum notar barnið svo í leik og í skapandi starfi, eykur þannig við hana og festir sér betur í minni. Farið er í gönguferð um nánasta umhverfi dagvistarheim- ilisins, heimsóttir eru vinnustaðir og söfn. Ef um lengri ferðir er að ræða er annað hvort farið í strætisvagni eða lang- ferðabíl. Úr þessum ferð- um má oft hafa heim með sér eitthvað sem minnir á ferðina og vinna á úr, s.s. blóm, lauf, steina, skeljar, póstkort o.fl. Allir vita hvað börn hafa gaman af að safna ýmsum smáhlut- um, þetta eykur því allt áhuga þeirra, auk þess sem áhrif ferðarinnar aukast. Föndur eða skapandi starf er stór þáttur í starfsemi dagvistarheim- ila. Oft er það notað markvisst í tengslum við samverustund eða kynnis- ferðir og eykur þannig gildi þeirra. Barnið lærir að þekkja ýmis efni, eigin- leika þeirra og meðferð. Það fær sköpunarþörf sinni fullnægt og þroskar hugmyndaflug sitt. Það er afar mikilvægt að hafa í huga að gleði barnsins er mest yfir að hafa sjálft búið til hlutinn. Fullorðn- ir líta gjarnan á þetta sem hvert annað drasl og eyðileggja þannig ánægj- una af sköpun „listaverks- ins“. Til þess að árangur fræðslustarfsins verði sem bestur, þarf að gera starfsáætlanir til lengri eða skemmri tíma og eiga þær að fela í sér þau markmið sem við ættum að vinna að. í starfsáætl- un má taka fyrir við- fangsefni sem eingöngu er miðað við einn dag, eða þá viðfangsefni sem ná yfir viku, mánuð eða lengri tíma. Því rýmri sem áætlunin er og lengri tími sem ætlaður er fyrir hvert viðfangsefni, þeim mun meiri möguleika höfum við til að koma til móts við hið einstaka barn, þarfir þess og áhugamál. Starfsáætlun sem tekur bæði mið af þörfum hóps- ins og hvers einstaklings gefur þannig starfsfólki betri yfirsýn yfir starfið í heild og gerir það meira meðvitað um hvað það er að gera í dag og ætlar að vinna að næstu daga eða mánuði. Samvinna starfs- fólks verður auðveldari og foreldrar fá betra tæki- færi til að fylgjast með starfinu á dagvistarheim- ilinu þegar starfsáætlanir eru kynntar á foreldra- fundum eða á upplýsinga- töflum. Gerð starfsáætlana krefst mikils undirbún- ingstíma og því miður er fóstrunni ekki ennþá ætlaður tími til þess og liggur því nær öll undir- búningsvinna utan vinnu- tíma fóstrunnar eða á þeim tíma sem ætlaður er börnunum. En hvernig gæti starfs- áætlun litið út, sem dæmi má taka, að fræða börnin um sjóinn og sjávarlíf. Fræðsla Sjórinn og fjaran. Fiskar og fiskafurðir. Sjófuglar. Spendýr í sjó. Samgöngur á sjó. Sögur Selurinn Snorri. Sigga fer í sumarfrí. Kalli og Palli við sjóinn. Ródsprætten Katinka. Gréta og grái fiskurinn. Tommi lærir að vernda náttúruna. I fjöruborðinu. Sælen. Sögur úr bókinni Dýrin tala við Egil. Platan: Ævintýri í Maraþaraborg. Þulur og vísur Fagur Fiskur í sjó. Græn eru laufin. Ró ró á selabát. Alli Palli og Erlingur. Litlu andarungarnir. Sex litlar endur. Urtubörn. Ferðalög Niður að höfn. Frystihús. Fiskbúð. Föndur Mála á karton, sem ál- pappír hefur verið settur utan um. Fiskar klipptir úr kartoni, málaðir og límdar skeljar á. Fuglar klipptir úr kartoni litaðir og límdir saman, crepepappír í stél. Steinar límdir á spýtu, sem hefur verið máluð og lökkuð, einnig er sniðugt að hafa skeljar og kuð- unga með. Skip úr eggjabökkum, málað. Fiskar klipptir út, málað- ir, stoppaðir upp og heftir saman. Hjálpargögn Fiskur m/haus og innyfl- um. Uppstoppaður lundi. Kort af íslandi. Loðtöflumyndir. Skeljar og kuðungar. Þessi starfsáætlun er ætluð fyrir ca. 4—5 ára börn og gæti verið fyrir 2—3 vikur. Á þessu sést best að svo lengi lærir sem lifir. t Ami Helgason Sönn velmegun Kn mcKnirðu ri biirn þín frá vondu a(l vara vrsöld mrð odyjíxöuin þróast þrim hjá aftur í Ircið þitt forna að fara föðurland áttu o« hníga í sjá. Þannig kvað stórskáldið á sinni tíð og var mörgum þá um- hugsunarefni. Á leið þjóðarinnar til velmegunar hafa síðan mörg vötn til sjávar fallið og þegar litið er til baka verður sú rödd hávær hjá hugsandi fólki: Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Og það er von að hver spyrji sjálfan sig. Hvernig er umhorfs í þjóðlífi voru í dag? Hvernig hafa menn tekið þeirri velmegun sem streymt hefir um landið, hafa menn notið hennar sjálfum sér og öðrum til gagns? Það er sannreynt að það þarf sterk bein til að þola góða daga. Er ég lít nú til dagsins í dag vekur það undrun mína hversu þjóðin virðist friðlaus og áttavillt. Enginn tími til neins þrátt fyrir styttan vinnudag. Menn hafa ekki tíma til að ræðast við, bera sig saman og svo er útkoman eftir því. Allstaðar blasir við upplausn sálarlífs og heimila og þarf þó ekki að kenna um fræðsluleysi þar sem aldrei hafa verið lagðir meiri fjármunir í fræðslu en nú og það svo að erfitt er að sjá hvort þjóðin er fær um að halda slíku bákni uppi. Og þá kemur sú spurning: Er þessi fræðsla til að betra fólkið, gefa því meiri fyllingu í sál, gera það að betri þjóðfélagsþegnum? Því miður verður að telja það vafasamt. Eg var í seinustu viku að fara yfir smáauglýsingar síðdegisblað- anna. Ég staðnæmdist við auglýs- ingar þar sem leitað er eftir húsnæði. I hverri einustu auglýs- ingu stóðu þessi orð: Algerri reglusemi heitið, eða reglusemi er lofað. Þarf virkilega að taka þetta fram? Eru íslendingar orðnir þannig að þeir geti ekki gengið um eignir annarra eins og siðaðir menn, eða er þjóðfélag vort orðið svona sýkt af eiturnautnum og oflifnaði að menn verði blátt áfram að vara sig á náunga sínum í þess orðs fyllstu merkingu? Og hvað gera valdhafar til að bæta hér um? Er ekki kominn tími til að stoppa og athuga sinn gang? Kunningi minn heimsótti migeinn daginn. Hann var nýkominn frá Árni Helgason höfuðborginni. Hann þurfti milli húsa nokkru eftir miðnætti. Leið hans lá um miðborgina frá í gamla daga, niður Laugaveg o.s.frv. Það sem blasti við honum ætla ég ekki að setja hér á blað, en þetta hefir orðið mér til mikilla heilabrota síðan. Og enn spyr ég: Er ekki hægt að sporna við svona þjóð- félagsþróun? Víst er það hægt. En það stendur á forystunni og enn á við það, sem sagt var í liðinni tíð: Það sem höfðingjarnir hafast að hinir meina sér leyfist það. Og það er ekki nóg að senda menn í hópum til Freeport eða á afvötn- unarheimili. Það þarf að byrgja brunninn áður en barnið er í hann fallið. En hitt er víst, að meðan þeir, sem völdin hafa, horfa aðgerðalausir á og hrista kollinn meðan þjóðin krossfestir sinn manndóm, þá vinnum við aldrei sigur á þessu böli. Athafnirnar í þessum málum verða að koma ofan frá, frá þeim sem þjóðin hefir kjörið til að leiða land og þjóð til SANNRAR velmegunar. Árni Helgason, Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.