Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 47 LEIKA AFRAM I V-ÞÝZKALANDI ALLAR LÍKIJR eru á því að íslenzku handknattleiksmennirnir, sem leika í V-Þýzkalandi endurnýi samninga sína við félög sín og leiki með þeim áfram næsta keppnistímabil að minnsta kosti. Þá berast þær fréttir frá Svíþjóð, að sænsku meistararnir Drott, hafi gert Ágústi Svavarssyni gott tilboð um að leika áfram með liðinu, en Ólafur Benediktsson mun hins vegar vera á heimleið. Hann liggur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa slitið hásin leik með Olympia á sunnudaginn. Ólafur H. Jónsson — áfram hjá Dankersen. 1 Ólafur H. Jónsson sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann myndi leika áfram með Dankersen næsta árið og Axel Axelsson væntanlega líka. Einar Magnússon hefur framlengt samning sinn við Hannover og samkvæmt honum verður Einar hjá liðinu næstu tvö árin. Óljóst er hvort Gunnar Einarsson verður áfram hjá Göppingen eða skiptir um félag, en allar líkur eru á að hann verði áfram ytra. Keppnistímabilinu í hand- knattleiknum í Vestur-Þýzka- landi lýkur ekki fyrr en um miðjan júnímánuð þar sem bikarkeppnin hefst ekki fyrr en deildakeppninni er lokið. Um síðustu helgi vann Dankersen nauman sigur á Cerchslag, 24:23. Axel Axelsson gerði 6 mörk í leiknum, Ólafur 4. Göppingen og Hannover töpuðu bæði sínum leikjum og er Hannover fallið, en staða Göppingens er frekar slæm. Einar lék ekki með Hannover um síðustu helgi vegna meiðsla. Eins og fram hefur komið ætlar Ólafur Benediktsson að hætta að leika með Olympia í vor og kemur því að öllum líkindum heim. Drott hefur hins vegar gert Ágústi tilboð og er það mjög freistandi, eins og Ágúst orðaði það í spjalli við Mbl. í gær. Þá hefur hann fengið tílboð frá fleiri félögum og eru þau einnig í athugun. Þá eru þeir Viðar Símonarson og Hörður Harðarson að hugsá um að koma heim, en Hilmar Björnsson íhugar tilboð, sem honum hafa borizt. Þeir Viðar og Hörður léku með Hammarby í 2. deild- inni sænsku í vetur og Hilmar þjálfaði liðið. Árangurinn varð frekar slakur, enda íslending- arnir einu leikmenn liðsins, sem eitthvað kunna fyrir sér í handknattleiknum, að því er kunnugir segja. - þr Einar Magnússon — tveggja ára samningur við Hannover. í KSÍ óskar ! landsleikja 1 viö Bermúda ' Knattspyrnusambandið I skrifaði fyrir nokkru til | Bermúda og fór fram á tvo landsleiki milli íslands og I Bcrmúda. Var hugmynd for | ystumanna KSÍ, að ■ Bermúdamenn léku hér á landi í vor, en leikurinn ytra færi | síðan fram í haust eða á næsta I ári. Enn þá hefur ekki borizt svar að utan og dvina vonirnar um að þessir gestir komi | hingað í ár. ísland lék fyrst | gegn Bermúda hér á landi 1964 og vann íslenzka liðið 4i3.1969 I léku liðin að nýju saman í | Reykjavík og úrslit þá urðu 2.1 . fyrir iandann. í nóvember ' sama ár var síðan leikið á | Bermúda og unnu gestgjafarn- | ir þá 4.2. I ---~~--- | BJARNI Felixson formaður ! fréttamanna BJARNI Felixson. íþrótta- I fréttamaður Sjónvarpsins, var | nýlega kjiirinn formaður Sam- taka íþróttafreltamanna. Tek- ur Bjarni við þcim starfa af | Steinari J. Lúðvíkssyni. Með I Bjarna í stjórn eru þeir Sig- mundur 0. Steinarsson á I Tímanum og Ágúst I. Jónsson | á Morgunhlaðinu. í varastjórn . Hallur Ilallsson á Dagblaðinu I og Steinar J. Lúðvíksson, rit- | stjóri íþróttablaðsins. GLÆSILEGT HEIMSMET í 5 KLÓMETHJM Kenýumaðurinn Henry Rono setti nýtt heimsmct í 5 km hlaupi í háskólakeppni í Kali- fornfu á laugardag. Hljóp hann vegalengdina á 13.08,4 sem er ótrúlegur tfmi. Gamla heims- metið átti Nýsjálendingurinn Dick Quax og var það 13.12,9. Rono vann yfirburðasigur í hlaupinu, síðustu 400 metrana hljóp hann á 59,6 sek. Henry Rono stundar nám við háskóla í Washington-fylki í Bandarfkj- unum, og hefur hann náð góðum árangri að undanförnu, setti hann t.d. nýlega háskólamet í 3 km hlaupi 7.41,9. Öruggur sigur ur meistara HIÐ árlega tvíliðaleiksmót KR í borðtennis fór fyrir nokkru fram í KR-heimilinu. Röð efstu manna varð sú sama og á íslandsmótinu á dögunum. KR-ingarnir ungu, Tómas Guð- jónsson og Hjálmtýr Hafsteins- son. unnu örugglega. en í úrslitum mættu þeir Gunnari Finnbjörnssyni og Ragnari Ragnarssyni, Erninum. í þriðja sæti urðu Stcfán Kon- ráðsson, Gerplu, og Hjálmar Aðalsteinsson, KR. Sumardagsmót í badminton SUMARDÁGSMÓT TBR í badminton verður haldið í húsi félagsins fimmtudaginn 20. I apríl og hefst klukkan 14. | Keppt verður í einliðaleik í 4 , flokkum pilta og stúlkna 1 fæddra 1960 og síðar. Þátttöku- | tilkynningum skal skilað til i TBR fyrir 15. aprfl n.k. j Tveír sigrar j hjá Herfölge i IIERFLÖGE - lið Atla Þórs I Iléðinssonar — byrjar vel í 3. | deildinni í Danmörku og hefur unníð sigur f báðum leikjum ' sínum í deildinni til þessa. Um | síðustu helgi lék liðið á útivclli . gegn Skamby og vann 3.0. Atli I Þúr gcrði eitt marka liðsins. | Ahorfendur að leikjunum í 3. . deildinni eru yfirleitt á bilinu I 3—500 og aukningin hefur orðið j minni en búist var við þegar atvinnuknattspyrnan var tekin I upp f Danmörku. Eitt lið f þriðju | deildinni þarf þó ekki að kvarta. Holsterhro hefur fengið Bobby I Moore til liðs við sig og 1000 | manns fylgdust með leik liðsins um sfðustu helgi. Það dugði þó I ekki til að fá þcnnan fræga | kappa í vörnina, Holsterbro og 108 landsleikjamaðurinn Bobby I Moore töpuðu 0.1. i fslandsmót | og dómara- i námskeið • í fimleikum ÍSLANDSMÓTIÐ t fimleikum átti að fara fram dagana 18.—19. marz síðastliðinn, en | vegna ófyrirsjáanlegra ann- , marka á þessum keppnisdögum var mótinu frestað á sfnum | tíma. Verður það í staðinn i haldið 6. og 7. maí n.k. í íþróttahúsi Kennaraháskólans I og hefst keppnin klukkan 15 | báða dagana. Þátttökutilkynn- ingar berist til stjórnar FSÍ í sfðsta lagi 24. aprfl n.k. | Dagana 1.—7. maí verður haldið dómaranámskeið á veg- um FSÍ. Tveir norskir kennar I ar koma hingað til lands og | kenna á námskeiðinu. sem fer fram í fþróttahúsi Kennarahá- skólans. Kennt verður sam- | kvæmt keppnisreglum Alþjóða , fimleikasambandsins (FIG). Dómarar þurfa að staðfesta | þátttöku sína til stjórnar FSÍ eða Fimlcikadómarafélagsins fyrir 23. aprfl n.k. I AUGLÝSING Adidas fréttir Ný tegund af ADIDAS skóm — „World Cup 78” ADIDAS hefur enn einu sinni komið á óvart. Nú með nýja tegund af knattspyrnu- skóm (sjá mynd). Skótegund þessi „World Cup ‘78“ er búin að vera lengi í smíðum hjá sjálfum snillingnum Adi Dassler, stofnanda og eig- anda Adidas verksmiðjanna. Skór þessir hafa gengið undir ótrúlegustu prófraunir á fótum margra þekktustu knattspyrnumanna heims. Einkunnin sem skórnir fá> FRÁBÆRIR SKÓR. Mestur tími fer í hlaup. Nákvæmir útreikningar sanna að jafnvel afburða knattspyrnumenn á borð við Beckenbauer hcfa knöttinn ekki nema fáeinar mínútur í hverjum leik. Mestan tímann, eða ca. 90%, eru þeir á hlaupum án boltans. Með því að hanna þessa nýju Adidas skó og nota ný efni í þá, hefur tekist að gera skóna léttari, mýkri og sveigjanlegri en aðra skó, nánast sem spretthlauparaskó. Léttleiki hins nýja gervi-efnis í sóla ásamt hinu sérlega létta yfirleðri gera þessa nýju skó „World Cup ‘78“ (apeins 240 grömm) 20% léttari en eldri tegundir. Og það sem meira er. Yfir- leðrið er íborið (impre'gner- að), þannig að raki og aur- leðja, sem nóg verður af í Argentínu, — og þyngir skóna um helming — mun ekki ná að þyngja Adidas World Cup skóna, heldur mun efnið í þeim hrinda frá sér og því halda sér í 240 gramma þyngdinni, hvernig sem ástand vallanna verður. ADIDAS „world Cup ‘78“ skórnir eru því taldir vera algjör bylting á sínu sviði. Frá Björgvin Schram umboösmanni Adidas.1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.