Morgunblaðið - 13.04.1978, Side 48
V
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978
Dæling kísilgúrs hafin
..VIÐ HÖFUM aldrei byrjað
svona snemma áður, en við hófum
dæiingu 1 land á mánudaKÍnn,"
sagði Véstcinn Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar
við Mývatn. í samtali við Mbl. í
gærkvöldi. „Hins vcgar máttum
við ekki byrja öllu scinna, ef
endar hefðu átt að ná saman, því
við áttum ekkert annað eftir af
hráefni en dreggjarnar."
Vésteinn sagði, að nú væri dælt
um 250 tonnum af þurru efni á
sólarhring og er dælt í þró þrjú,
sem er eina nothæfa hráefnisþró
Kísiliðjunnar nú. Þróin tekur
12—13.000 tonn en nú er í útboði
stór hráefnisþró fyrir Kísiliðjuna,
sem á að verða jafnstór fyrri
þrónum þremur að rúmmáli og
taka vetrarforða fyrir Kísiliðjuna,
sem Vésteinn sagði vera um 30.000
tonn.
Þegar nýja þróin verður komin,
mun þró þrjú verða lögð af.
Ríkisstjórnin ræðir
kosningalagamálið
Reyna átti að
ná Rauðanúpi
á flot í nótt
staklega í kjördæmunum á
suðvesturhorni landsins
miðað við önnur kjördæmi
landsins.
„Á þessu stigi vil ég ekki spá
neinu um framgang þeirra
frumvarpa sem flutt hafa veriö
ýmist um breytingar á kosn-
ingalögum eða stjórnarskrá en í
upphafi þings hygg ég að hafi
verið ljóst að erfitt mundi verða
að kpma slíkum breytingum
fram ef ekki væri til staðar
víðtæk samstaða og fyrir lægju
tillögur stjórnarskrárnefndar,
sem vægast sagt hefur ekki
verið athafnasöm," sagði Geir
Hallgrímsson.
Að öðru leyti sagði forsætis-
ráðherra að málið mundi skýr-
ast betur næstu daga.
O - ...........— --- D
o S#W>-25 _____ □
KLUKKAN þrjú í nótt á
stórstreymi átti að gera
tilraun til að draga skuttog-
arann Rauðanúp á flot en
varðskip kom á staðinn um
miðnætti og björgunarað-
gerðir voru undirbúnar í
gærkvöldi. Áhöfn togarans
var um borð og þilfarsbátar
héldu við hann til að hann
snerist síður eða legðist
flatur. Togarinn Sléttbakur
reyndi í gær að draga
Rauðanúp á flot en án
árangurs. Talið er að stýri
skipsins hafi bilað eða vélin
stöðvazt, sem hafi valdið því
að stjórntæki þess fóru úr
sambandi og skipið strand-
Viðræður
við ÍSAL
UNDANFARIÐ hefur íslenzka
álfélagið h.f. og launþegafélögin
10. sem eru umbjóðendur starfs-
manna ISALs setið á samninga-
fundum og ra'tt kjarabætur
starfsmiinnunum til handa. Síð-
asti fundurinn var haldinn í gær
og mun hann hafa verið hinn
sjiitti í riiðinni. Fundirnir munu
hafa verið haldnir í vinsamlegu
andrúmslofti. en útflutningshann-
ið. sem boðað hefur verið tekur
einnig til álútflutnings.
Samkvæmt heimildum, sem
Morgunblaðið aflaði sér í gær, var
krafa launþegafélaganna sú, að
Álfélagið greiddi ígildi kjarasamn-
inganna frá í sumar. Forvstumenn
Álfélagsins töldu sig ekki geta
brotið gegn lögum ríkisstjórnar-
innar, en síðan hafa viðræðurnar
Framhald á bls. 26
aði skammt sunnan Raufar-
hafnar. Rauðinúpur er 460
brúttólesta skip smíðaður í
Japan og kom til Raufar-
hafnar 1973.
Ljósm. Friðþjófur.
Togarinn Rauðinúpur á strandstað við mynni Ilrútavogs, skammt sunnan Raufarhafnar.
10-manna nefnd ASÍ felldi tillögu um allsherjarverkfall:
Suðurnes taka ekki
þátt í útflutningsbanninu
Enginn áhugi á að lægst launaða fólkið standi eitt í
aðgerðum, en þeir sem hærra eru launaðir sitji hjá
LJÓST er nú á afstöðu
verkalýðsfélaganna á Suður-
ncsjum, að þar kemur ekki
til útflutningsbanns og að
Suðurnes skeri sig úr öðrum
félögum innan Verkamanna-
sambands íslands og boði
ekki til þessara aðgerða.
Karl Steinar Guðnason, for-
maður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur og
nágrennis, sagði í gær að
hann teldi ekki líklegt að
áhugi væri fyrir því á
Suðurnesjum, að lægst laun-
aða fólkið í landinu stæði
eitt í erfiðum aðgerðum á
meðan þeir, sem hærra eru
launaðir, stæðu hjá og biðu
átekta. Jón Björnsson, for-
maður Verkalýðsfélags
Grindavíkur, kvað stjórnar-
og trúnaðarmannaráðsfundi
hafa verið haldna í félögun-
um, þar sem málið hefði
verið mikið rætt og hafi fólk
þar almennt verið andvígt
útflutningsbanni. Því kvað
Jón enga spurningu verða
um niðurstöður málsins,
þegar það yrði endanlega
borið upp í félögunum.
Á Suðurnesjum hafa 5 verka-
lýðsfélög, sem öll eru aðilar að
Verkamannasambandi Islands,
fjallað um málið og er afstaða
þeirra, sem málið hafa rætt,
yfirleitt neikvæð gagnvart þessari
aðgerð stjórnar Verkamannasam-
bandsins. Félögin eru Verkalýðsfé-
lag Grindavíkur, Verkalýðs- og
sjómannafélag Miðneshrepps,
Verkalýðs- og sjómannafélag
Gerðahrepps, Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur og ná-
grennis og Verkakvennafélag
Keflavíkur og Njarðvíkur. Hið
síðastnefnda semur ekki fyrir
hafnarvinnu, en hefur verið haft
með í ráðum, þar sem aðgerð sem
útflutningsbann bitnar mikið á
félögum þess. I afstöðu til útflutn-
ingsbanns skiptast menn yfirleitt
ekki eftir pólitískum skoðunum.
Framhald á bls. 26
□------------------------------□
Sjá viótól víó
aóra forustumt'nn
flokkanna bls. 21
D------------------------------ n
„VIÐ tökum þetta mál til
meðferðar á ríkisstjórnar-
fundi á morgun (fimmtu-
dag) og áttum okkur á
hvernig staðan er,“ sagði
Geir Ilallgrímsson for-
sætisráðherra, þegar
Morgunblaðið leitaði álits
hans á þingmannafrum-
vörpum þeim sem nú
liggja fyrir Alþingi um
breytingu á kosningalög-
um og stjórnskipunarlög-
um í þeim tilgangi að
jafna vægi atkvæða sér-
Geir Hallgrímsson
Ut í óvissuna:
Tvœr íslenzkar
leikkonur koma
til greina í
aðalhiutverk
„VIÐ höfum tvær íslcnzkar
lcikkonur í huga varðandi eitt
aðalhlutvcrkiðt Jónínu Scott.
scm býr í London. og Ragnheið-
ur Stcindórsdóttir kcmur lika
stcrklega til greina,“ sagði
Rohcrt Mackintosh. framlcið-
andi sjónvarpskvikmyndar
þcirrar. scm gera á í sumar cftir
siigu Desmonds Bagleys Út í
óvissuna, cn siigusvið hennar er
ísland. „Auk þess koma 8—9
fslcnzkir Icikarar til greina í
sma'rri hlutvcrk. en ég vil cngin
niifn ncfna nú. þar sem engir
samningar hafa verið gcrðir.“
sagði Mackintosh.
Varðandi aðalkarlhlutverkin
Framhald á bls. 26
Dagný
í Hull
TOGARINN Dagný SI-70 seldi
tæp 96 tonn af fiski í Hull f
gærmorgun fyrir 24 milljónir
íslenzkra króna. Meðalverðið
258 krónur fyrir kg.
var
Uppistaðan i aflanum var
þorskur.
-