Morgunblaðið - 12.09.1978, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.09.1978, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 Loðnan á hraðri leið frá Jan Mayen LITIL sem ennin loðnuveifti hefur verift frá því á föstudagskvöld, en þá og á lauuardan tilkynntu 22 skip um afla samtals 14470 lcstir. í (?ær tilkynnti eitt skip um afla, lleltía Guftmundsdóttir með 400 lestir. íslenzki loðnuflotinn hélt sig um 120 mílur NV af Jan Mayen á föstudag og virðist loðnan nú vera á hraðri leið vestur á bóginn í átt til Grænlands. Þegar norsku skipin byrjuðu fyrst að veiða við Jan Mayen voru þau 15—30 mílur frá eynni, og þegar íslenzku skipin voru þar að veiðum fyrst var loðnan 70 mílur NV frá eynni. Skipin sem tilkynntu um afla á föstudagskvöld og laugardag, eru þessi: Kap 2. VE 600 lestir, Ársæll KE 280, Gísli Árni RE 620, Eldborg GK 460, Faxi GK 300, Hrafn Sveinbjarnarson GK 220, Þórshamar GK 580, Víkingur AK 1100, Fífill GK 520, Gígja RE 540, Hilmir SU 460, Arnarnes HF 400, Helga RE 230, Huginn VE 500, Guðmundur RE 450, Bergur VE 240, Keflvíkingur KE 340, Hrafn GK 300, Gullberg VE 320, Súlan EA 250, Albert GK 380, Helga 2. RE 250, Náttfari ÞH 330 og Ljósfari ÞH 100 lestir. Margeir tapaði Graz, Austurríki. 11. septcmber AP. — Sovéski skákmaðurinn Serge Dolmatov hefur nú náð forystu á heimsmeistaramóti unglinga í skák sem haldið er í Graz, eftir að hann sigraði Argentínumanninn Gerardo Barbero í sjöundu umferð, en hann hafði skipáð efsta sætið ásamt Sovétmanninum. Effir sjö umferðir er staðan þessi: 1, Dolmatov, Sovétríkjunum, 6 vinn- inga, 2. Nielsen, Danmörku, 5'/2 vinningur, 3.-5. Yusupov, Sovétríkj- unum, núverandi heimsmeistari, Björk, Svíþjóð, og Barbero, Argen- tínu, allir með 5 vinninga. Þá eru eftirtaldir skákmenn með 4,5 vinn- inga: Roman, Frakklandi, Ristic, Júgóslavíu, Cordes, Vestur-Þýzka- landi, Foisor, Rúmeníu, Morrison, Skotlandi, Mateu, Spáni, Plaskett, Englandi, Wiel, Hollandi. Margeir Pétursson, eini íslenzki keppandinn tapaði í síðustu umferð og hefur 4 vinninga að sjö umferðum loknum, en mótinu lýkur á sunnu- dag. ^ } /* Ljóftfélagift Ljóðskáld og Ljóðfélag á Ijóða- og tónlistarkvöldi í Norrœna húsinu ALMENNA bókafélagið gengst fyrir ljóða- <>g tónlistarkvöldi í Norræna húsinu annað kvöld. Þar lesa þrjú Ijóftskáld úr nýjum Ijóftahókum sínum. scm AB gefur út nú í haust. og Ljóðfélagið flytur efni af hljómpliitu. sem einnig kemur út á vegum AB í haust. Ljóðskáldin sem lesa úr verkum sínum eru Erlendur .Jónsson. sem les úr bók sinni Fyrir stríft, Ingólfur Jónsson frá Prestbakka sem les úr bók sinni Vængir draumsins og Jón úr Vör sem les úr bók sinni Altarisbergift. Hljómplata Ljóftfélagsins ber heitift Stjörnur í skónum og er Sveinbjörn Baldvinsson höfundur texta og tónlistar. en auk hans flytja efnift Ragnheiftur Steindórsdóttir, Gunnar Hrafnsson og Kolbeinn Bjarnason. Þeir treystust ekki tíl að standa við stóru orðin —segir Matthías Á. Mathiesen um bráðabirgðalög vinstri stjórnar ÞAÐ ER alveg ljóst, aft Alþýftu- flokkur og Alþýftubandalag hafa ekki treyst sér til að standa vift þau loforð, sem þessir tveir flokkar gáfu kjós- endum sínum fyrir kosningar um að setja samningana í gildi. sagfti Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráftherra, er Morgunblaftift ræddi við hann í gær um bráðabirgðalög vinstri stjórnarinnar. Vinstri stjórnin hefur ekki sett saran- ingana í gildi, eins og glögg- lega kemur fram í því, að stór hópur launþega býr við vísi- töluþak en ekki fulla vísitölu eins og kjarasamningar þeir. sem gerðir voru á sl. ári gerðu ráð fyrir. Þeir treystust ekki til að standa við stóru orðin, sagði Matthías Á. Mathiesen enn- fremur. Vinstri stjórnin hefur heldur ekki tryggt rekstrargrundvöll atvinnuveganna. Hún hefur að vísu fallizt á, aft gengi yrði breytt en það eitt út af fyrir sig leysir ekki vanda atvinnuveganna eins og bezt sést af því, að verðjöfnunarsjóð- ur er rekinn með halla. Það er spurt hvað Sjálfstæðis- flokkurinn hefði gert, ef hann heföi átt aðiid að ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hefði í fyrsta lagi beitt sér fyrir réttri gengisskráningu. Það eitt út af fyrir sig hefði ekki leyst vanda atvinnuveganna, eins og ég sagði áðan. Það var hins vegar sjónarmið Sjálfstæðisflokksins, að nú þegar hefði átt að efna til nýrra viðræðna milli vinnuveit- enda og verkalýðsfélaga um nýja kjarasamninga. og hvernig fara ætti með launamál og vísitöluhækkanir í sambandi við gengisbreytinguna. Verkalýðs- hreyfingin hefur sýnt alveg nýjan samstarfsvilja undan- farnar vikur og m.a. lýst því yfir, að hún geti fallizt á óbreytt grunnlaun allt næsta ár. Ég mun ekki halda því fram, að pólitísk afstaða ráði þessum breyttu viðhorfum verkalýðs- samtakanna heldur er ég sann- færður um, að forystumenn þeirra hafa gert sér grein fyrir því, að þeir yrðú að taka ábyrgari afstöðu og ég er þess fullviss, að þeir hefðu ekki síður verið fúsir til samstarfs við ríkisstjórn, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði átt aðild að en t.d. við ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins. Þess vegna tel ég að það hefði borið tilætlaðan árangur að efna þegar í stað til nýrra viðræðna milli aðila vinnumarkaðar um kjaramálin. Um þessi bráðabirgðalög vil ég að öðru leyti segja það, sagði Matthías Á. Mathiesen, að með þeirri afturvirku skattheimtu, sem þau gera ráð fyrir, er skapað mjög hættulegt fordæmi og ég tel, að Alþingi þurfi að gera ráðstafanir til þess að verja skattgreiðendur fyrir slík- um aðgerðum en það er í samræmi við þau sjónarmið sem ég hef haft í þessum efnum og fylgdi fram í störfum mínum sem fjármálaráðherra. I Noregi t.d. er afturvirk skattheimt bönnuð í stjórnarskránni. Ég tel það einnig fráleitt að skatt- leggja hljómplötur og hlóðfæri svo að dæmi séu nefnd. Er ástæða til að refsa fólki fyrir að vilja njóta tónlistar og læra að njóta hennar? Ég hefði haldið, að ríkisvaldið hefði fremur átt að stuðla að því en koma í veg fyrir það með óheyrilegri skatt- lagningu. Annars er með þess- um aðgerðum öllum stefnt að stórkostlegum sjónhverfingum og blekkingum með vísitöluna og fólk á eftir að sjá rækilega í gegnum þær, segir Matthías Á. Mathiesen að lokum. Sixhvatur Vilmundur. Sighvatur formaður þingflokks SIGIIVATUR Björgvinsson var í gær kosinn formaður þingflokks Alþýftuflokksins með 10 atkvæðum. Það var Karl Steinar Guftnason sem gerði tillögu um Sighvat sem formann þingflokksins en Vilmund- ur Gylfason, sem bauð sig fram til' formanns, hlaut 3 atkvæði. At- kvæðisrétt höfðu 14 þingmenn flokksins og svokallaftur þinglófts, Hilmar Jónsson, sem er tcngiliður þingflokksins vift almennt flokks- starf. Einn atkvæftaseðill var auftur og einn þingmanna, Finnur Torfi Stefánsson var fjarverandi. Kosningu varaformanns og ritara þingflokksins var frestað. A þingflokksfundin im kom einnig til umræðu sú fyrirætlun Magnúsar H. Magnússonar heilbrigðis- og tryggingamálaráftherra og félags- málaráðherra, að ráfta sér sem aftstoftarmann Georg Tryggvason, sem gegnt hefur embætti bæjarlög- manns í Vestmannaeyjum, en sú fyrirætlun mætti andstöftu þing- manna. Langt í land með nýtt fiskverð 'FYRSTI fundur Verðlagsráðs sjávarútvegsins um almennt fisk- verð var haldinn í gær, en það er hald manna að langan tíma geti tekið að ná samkomulagi um verðið, og samkvæmt því sem Morgunblaðinu var sagt, búast víst flestir fulltrúarnir í Verð- lagsráðinu við, að verðákvörðun verði vísað til yfirnefndar. Yfirnefnd verðlagsráðsins kom saman í gær til að fjalla um verðákvörðun á loðnu og síld en Morgunblaðinu var tjáð í gær- kvöldi, að enn bæri mikið á milli í þeim efnum. Söluskattur af ýms- um matvörum felld- ur niður á föstudag SÖLUSKATTUR fellur niður af ýmsum tegundum matvæla frá og meft föstudeginum næstkomandi. svo og tekur þá gildi nýtt kjötverð í samra-mi við auknar niðurgreiðslur sem þá koma til framkvæmda. Hins vegar eru þegar komnar til nifturgreiftslur á mjölkurvörum og kartöflum. í tilkynningu fjármálaráðuneyt- isins til söluskattsgreiðenda segir m.a. um undanþágur, að frá og með 15. þ.m. falli niður söluskattur af öllum þeim matvörum, sem ekki séu þegar undanþegnar söluskatti — öðrum en gosdrykkjum, öli, sælgæti og súkkulaðikexi. Með matvöru teljist hvers konar vörur sem ætlaðar séu til manneldis, svo sem kjöt og kjötvörur, mjólk og mjólkurafurðir, fiskur, ávextir, grænmeti og aðrar nýjar og geymsluvarðar matvörur. Samkvæmt upplý^ingum sem Mbl. hefur aflað sér voru þó fyrir ýmsar matvörur undanþegnar söluskatti. Skal þar fyrst telja mjólkurvöru, kaffi, te og kakó, kex, brauð, egg, svo og allir nýir ávextir og grænmeti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.