Morgunblaðið - 12.09.1978, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
7
Ný tækni í
ósannindum
Eins og mönnum er
kunnugt er útgáfu bráða-
birgðalaga óheimil, nema
brýna nauðsyn beri til. Af
Þeim sökum fylgir for-
máli slíkri lagasetningu,
Þar sem forsendur fyrir
hinni brýnu nauðsym eru
raktar og Það er gert í Því
formi, að forseti íslands
gjörir kunnugt, að við-
komandi ráðherra hafi
tjáö sér eitt og annað.
í nýútkomnum bráða-
birgðalögum um kjara-
mál, segir, að brýna
nauðsyn beri til að hrinda
í framkvæmd Þegar í
stað ákveðnum ráðstöf-
unum til að tryggja rekst-
ur atvinnuveganna, at-
vinnuöryggi og frið á
vinnumarkaði. Síðan seg-
ir: „Þar á meðal séu
ráðstafanir til Þess að
kjarasamníngar gangi að
nýju í gildi að Því er
varðar laun almennra
launÞega."
Viö lestur Þessara
bráðabirgðalaga kemur í
Ijós, aö svo er alls ekki
gert. Gengiö er á snið við
gerða kjarasamninga í
veigamiklum atriðum og
við borð liggur, að Því sé
slegið föstu, að samn-
ingsrétturinn sé numinn
úr gildi til 1. des. 1979.
Hér er Því farið með
bláber ósannindí.
Dómur
Dufgusar
Dufgus er ekki myrkur
í máli í Tímanum sl.
sunnudag. Þar tekur
hann hina nýju ríkisstjórn
og stefnu hennar til um-
fjöllunar í löngu máli og
segir m.a.:
„Það er ekkert í sam-
starfssamningi stjórn-
málaflokkanna, sem
bendir ti! Þess, að í
alvöru verði ráðizt til
atlögu við Þau vandamál,
sem alvarlegust eru í
íslenzku Þjóöfélagi í dag.
Ef stjórnun landsmála
verður látin reka á reið-
anum, eins og hægt er aö
gera samkvæmt sam-
starfssamningnum verð-
ur verðbólga hér áfram
um eða yfir 50% á ári og
mun fara vaxandi. Það
breytir engu Þar um, Þó
að eigi að niöurgreiða
verðbólguna. Með Því
móti er í bezta falli hægt
að leyna vandanum um
stundarsakir á meðan
hann grefur Þeim mun
hraðar um sig.“
Síðar segir Dufgus, að
Það sé höfuðnauösyn fyr-
ir Framsóknarflokkinn,
aö Þannig verði að mál-
um staðið, að stuönings-
menn hans geti litið á
hann sem hyrningarstein
allrar festu í fjármálum
og efnahagsmálum. Og
Dufgus fer ekki leynt
með kvíða sinn í Þeim
efnum, skírskotar til for-
tíöarinnar og segir síðan
um Framsóknarflokkinn:
„Bregðist hann nú, tákn-
ar Þaö endalok stuðnings
margra beztu og traust-
ustu manna flokksins,
svo fremi að einhver
annar flokkur veröi ein-
hvers trausts verðugur."
Fleiri kvíönir
en Dufgus
i Þessu sama sunnu-
dagsblaði Tímans tekur
ritstjóri hans Jón Sig-
urðsson, Framsóknar-
flokkinn til umfjöllunar í
Mönnum og málefnum.
Honum verður tíðrætt um
hið mikla fylgishrun
Framsóknar flokksins á
Suðvesturlandi, í Reykja-
vík og á Reykjanesi, og
bendir á, að á Þessu
svæði hafi mest fólks-
fjölgun verið um langt
árabil og Þar búi nú
meíra en % landsmanna.
Hann segir m.a.:
„KjalarnesÞing hiö
forna verður Því aö teljast
Þungamiðja nútíma Þjóð-
lífs, enda Þótt undir-
stööuatvinnuvegirnír séu
stundaðir um öll byggð-
arlög landsins. Hvað sem
Því líður er Það Ijóst, að
flokkur sem missir fót-
anna í Þessum byggðar-
lögum er í miklum vanda
staddur og á Það mjög á
hættu að verða settur til
hliðar í Þjóðlífinu.“
Ritstjóri Tímans gerir
sér Ijóst, að Framsóknar-
flokkurinn getur hér sjálf-
um sér um kennt. „Það
gildir einu hvaö fram-
sóknarmenn sjálfir marg-
ir hverjir vildu um Þetta
sagt hafa,“ skrifar rit-
stjórinn og bætir við:
„Stjórnmálaflokkur, sem
raunverulega vill vera
hlutgengur verður að
horfast í augu viö Þessar
staðreyndir."
í Þessum ummælum
felst mikill áfellisdómur
og viðurkenning á Því, aö
Framsóknarflokkurinn
hefur leynt og Ijóst staðið
gegn eðlilegri atvinnu-
uppbyggingu í Reykjavík
og á Suðvesturlandi.
Eðlilegur stuðningur viö
atvinnurekstur par hefur
á máli framsóknarmanna
verið fjandskapur við
byggðarstefnu í landinu,
enda hafa peir leynt og
Ijóst unnið gegn Því m.a.
að atvinnurekstur á
Stór-Reykjavíkursvæðini
sæti við sama borð og
annars staöar hvað fjár-
magnsfyrirgreiðslu varð-
ar. Ritstjóri Tímans gerir
sér Ijóst, að Það er borin
von fyrir Framsóknar-
flokkinn, að hann nái fyrri
styrkleika á Reykjavíkur-
svæðinu, nema hér veröi
söölað um. Þess vegna
segir hann í Tímanum á
sunnudaginn var, að
Framsóknarflokkurinn
geti ekki vænzt Þess, að
fá meðbyr á Suðvestur-
landi nema hann sýni
fólkinu á Þessu svæði
raunverulegan vilja:
— „Það er ekki um Það
að ræða að hverfa frá
byggðastefnunni,“ segir
ritstjórinn, „nema síður
væri. Þar sem yfirgnæf-
andi meirihluti Þjóðarinn-
ar býr hljóta að vera
byggöirl"
Og má raunar segja, að
Það sé ekki vonum fyrr
sem Þessi almennu sann-
indi Ijúkast upp fyrir
Þeim, sem ritstýrir Tím-
anum.
Rétt spor írétta átt,
sporin í TorgiÖ t
•k Rally —
kjormr
í skólann
★ Loðfóðraðir.
★ Stæröir 35—41.
★ Litur — Brúnn.
★ Verö 9.150-
★ Rally — fást aðeins í
Torginu.
Póstsendum
um allt land.
Austurstræti
: 27211
Nýtt — nýtt
Frá Sviss, Þýzkalandi, Svíþjóö og ítalíu. Síö pils,
stutt pils, blússur, peysur, húfur, hálsklútar,
heröasjöl.
Glugginn,
Laugaveg 49.
Verkfæra-
hengi
Veggplötur ásamt hengjum og krókum til að
hafa verkfæri á. Fylgihlutunum má raða á
plötuna eftir því sem best hentar. Ómissawii i
vinnustöðum, verslunum, t.d. til útstillinga, ag
heima við vilji maður hafa hlutina á vísum sta 3.
Stærðir:
A 2000 mm 475 mm I
B 1500 mm 475 mm
C 1000 mm 475 mm j
D 500 mm 475 mm j
ÚSfC£ XLi?
Skipholti 17, simar 15159 og 122 30