Morgunblaðið - 12.09.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
17
ur sé ekki virtur, en 1216 slys urðu
með þessum hætti í fyrra, en þá
urðu alls 2687 umferðaróhöpp. 264
óhöpp urðu er ranglega var beygt
og í 417 tilfellum var of stutt á
milli bifreiða.
Illt er án
bifreiðar á vera
Öllum þeim, er átt hafa aðild að
umferðaróhappi, er kunnugt það
umstang, sem fer í að fara með
bifreiðina til tryggingafélagsins og
láta meta skemmdirnar á henni og
síðan að fara með bifreiðina á
verkstæði og verða að sætta sig við
að vera án bifreiðar þann tíma er
það tekur að gera við hana. Það er
ekki aðeins að viðgerð bifreiðar-
innar sé köstnaðarsöm, heldur
getur viðkomandi ökumaður átt á
hættu að missa „bónusinn" hjá
tryggingafélaginu og verða fyrir
bragðið að borga hærri trygginga-
gjöld. Auk þess, sem umferðar-
óhöpp hafa í för með sér nokkur
fjárútlát, hafa þau oft á tíðum
einnig sálræn áhrif á ökumenn,
þeim finnst þeir ekki vera eins
öruggir og þeir voru fyrir óhappið
og fyrir bragðið verður akstur
þeirra ekki eins góður og veldur
þannig hættu í umferðinni. Þá
vilja öll þau óþægindi er því fylgja
að eiga aðild að árekstri hlaupa í
skapið á viðkomandi og óhappið
getur því haft margvísleg áhrif á
sálarlíf þeirra og jafnvel atorku.
Oft hefur því verið fleygt að sumir
menn geti ekki án bifreiðar verið
og er þá einkum átt við þá er búa
langt frá vinnustaö sínum. Geta
má nærri að það hlýtur að koma
þeim hinum sömu mjög illa að
vera án bifreiðar sinnar í nokkra
daga eða jafnvel vikur. Þeir verða
háðir strætisvagna- eða áætlunar-
bifreiðum og missi þeir af síðasta
vagninum er ekki um neitt annað
langmest um slys á tímabilinu frá
klukkan 13 til klukkan 19. Á
þessum sex klukkustundum verða
árið 1977 52% af öllum umferðar-
óhöppum í Reykjavík. Árið þar á
undan er tala þessi töluvert lægri
eða 48%. Að sögn lögreglu er
athyglisvert að kvenmenn lenda
yfirleitt í árekstri á eftirmiðdög-
um, en karlmenn á morgnana,
síðla dags og á kvöldin. Erfitt er
að segja til um hvernig á þessari
skiptingu stendur, þótt eflaust séu
það einhver rök að konur vinni
margar hverjar ekki úti eða þá að
þær vinni hálfan daginn og noti þá
eftirmiðdagana til að skreppa í
búðir og annað slíkt. Karlpening-
urinn lendir hins vegar oftast í
árekstrum á leið til og frá vinnu
sinnar.
Mikil umferð —
fleiri slys
Umferðaróhöpp og umferðar-
þungi hafa alltaf haldizt að
nokkru leyti í hendur og þeir
staðir þar sem umferð er mikil eru
oftast ofarlega á blaði, er um
slysatíðni er að ræða. Miklabraut
er sennilega fjölfarnasta gata
Reykjavíkur, en hér á eftir fer
línurit yfir umferðina þar vikuna
6. til 13. júní 1977. Kemur þar
glöggt fram, að umferðin á föstu-
dögum er um 32.000 bifreiðar á
sólarhring, sem er mjög mikið,
miðað við fjölda bifreiða í Reykja-
vík. Þessi tala svarar til þess að
hver ein og einasta skráð bifreið í
Reykjavík hafi ekið um Mikla-
braut þennan dag og sumar meira
að segja tvisvar.
Til samanburðar er hér birt
línurit yfir umferð um Bústaðaveg
þessa sömu viku, en þar kemur
greinilega fram hinn mikli munur
á umferð um Miklubraut og
Bústaðaveginn. Á föstudögum
aö beygt
Óvenjumikið er um aftanákeyrslur á gatnamotum Miklubrautar og Lönguhlíðar.
athugaður var, varð með þeim
hætti að fjórar bifreiðar lentu
saman i hálku. Hlutfall utanbæj-
arökumanna er mjög hátt á þessu
götuhorni, eða tæplega 70%.
Hvað gatnamót Bústaðavegar og
Reykjanesbrautar varðar þá urðu
flestir þeir árekstrar, er blaða-
maður rannsakaði, með þeim
hætti að bifreiðum var beygt
vestur Bústaðveg og í veg fyrir
umferð um Reykjanesbraut. Alls
urðu átta árekstrar af þeim 15,
sem rannsakaðir voru, á þennan
hátt. Aðrir fimm árekstrar urðu,
er ökumenn bifreiðanna skiptu um
akrein á Reykjanesbrautinni rétt
áður en þeir komu að gatnamótun-
um, sennilega í þeim tilgangi að
beygja inn á Bústaðaveginn. Þá
urðu fjórir árekstrar við að ekið
var aftan á aðrar bifreiðar meðan
beðið var færis að komast af
Bústaðaveginum inn á Reykjanes-
brautina.
Eftirtektarvert er að af þeim 33
ökumönnum, er aðild áttu að
árekstri á gatnamótum þessum,
eru aðeins fjórir utanbæjarmenn.
Bendir þessi tala til þess að
umferðarleiðin um Reykjanes-
braut sé aðallega notuð af íbúum
karlmenn. Þjóðsagan um kvenöku-
níðinga virðist því eiga við lítil rök
að styðjast.
Hér að framan var lítillega
greint frá hlutfalli ungra öku-
manna að árekstrum, en hvernig
ætli aldursskiptingin yfir heildina
sé? Svo aftur sé stuðzt við hina 145
ökumenn, reyndust 34 vera fæddir
1958 eða síðar. Þá voru 45 fæddir
á árunum 1948—’57, 19 á árunum
1938—'47, 15 á árunum 1928-’37,
15 á árunum 1918—’27 og 17 voru
fæddir 1917 eða fyrr. Athyglisvert
er að yngstu ökumennirnir eru
ekki þeir sem oftast lenda í
árekstri, það eru þeir, sem ekið
hafa í nokkur ár og hafa mótað
sinn akstursstíl til fullnustu. Hins
vegar er dreifingin mjög jöfn hjá
ökumönnum, sem fæddir eru 1947
eða fyrr.
„Hinum“ kennt um
Viðbrög’ð þeirra ökumanna sem
í árekstri lenda eru oftast mjög á
einn veg. Gjarnan er gripið til þess
ráðs að ásaka hinn árekstraraðil-
ann um að hafa ekki ekið nógu
varlega og ekki tekið tillit til
annarra í umferðinni. Það er
ranglega fjarlægðir og hraða
annarra bifreiða, einkanlega þegar
þeir skipta um akreinar eða aka
inn á aðalbraut.
Ölvun við akstur hefur mörgum
verið mikill þyrnir í augum og
sumir hafa talið ölvun við akstur
eiga mestan þátt í umferðaróhöpp-
um. Það vakti því töluverða
athygli er í ljós kom, þegar
skýrslunum margumræddu var
flett, að einungis í þrjú skipti átti
áfengið þátt í óhöppunum.
Gatnamótin fimm, sem hér
hefur um verið rætt, eiga það öll
sameiginlegt að vel sést til um-
ferðar frá þeim. Það virðist því
sem góð skilyrði auki aðeins
óhappatíðnina, því samanborið við
götuhorn t.d. í Þingholtunum, þar
sem götur eru þröngar og aka
verður með mikilli varkárni,
mætti ætla að slys og óhöpp á
gatnamótunum fimm væru mun
sjaldgæfari en í Þingholtunum.
Þegar bornar eru saman orsakir
umferðaróhappanna við gatna-
mótin fimm og skrá lögreglunnar
um orsök umferðaróhappa í
Reykjavík árið 1977, kemur í ljós
að niðurstöðurnar eru sviðaðar. í
báðum tilfellum er langalgengast
að aðalbrautar- eða umferðarrétt-
að ræða en að gista hjá vinum og
kunningjum, eða taka leigubíl
heim.
30.461 bifreið
skráð i Reykjavík
Hinn 1. jánúar 1978 var skráð í
Reykjavík 30.461 bifreið og 11.295
bifreiðar voru skráðar á Suður-
nesjum, Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, en á öllu landinu var skráð
78.481 bifreið. Bifreiðar í Reykja-
vík voru því tæplega 40% af
heildarfjölda skráðra bifreiða. Sé
nú hlutfall þeirra bifreiða er í
óhöppum lenda reiknuð út kemur
í ljós að um 17% af bifreiðum í
Reykjavík áttu aðild að umferðar-
óhöppum í borginni. Þessi tala er
þó senniletga fullhá, því þegar
heildarfjöldi umferðaróhappa í
Reykjavík er reiknuð út, er ekki
getið hversu margir óku bifreið-
um, sem skráðar voru annars
staðar en í Reykjavík. Sé fjöldi
bifreiða á' Suðurnesjum og í
Gullbringu- og Kjósarsýslu reikn-
aður með í dæminu lækkar þetta
hlutfall nokkuð og verður tæp
13%.
Svo vikið sé að því hvenær dags
umferðaróhöpp eiga sér stað þá er
kemst umferðarþunginn þar í
10.500 bifreiðar á sólarhring, sem
er þriðjungi minna en á Miklu-
braut.
Ef tíðni umferðaróhappa er
borin saman við umferðarþunga á
þessum götum kemur fram að í
fyrra urðu 138 óhöpp á Miklabraut
og er þá Miklatorg með talið. Á
Bústaðaveginum urðu hins vegar
ekki nema 34 árekstrar eða önnur
óhöpp. Sé 138 deilt upp í 32.000
kemur í ljós að hlutfallið er 1/232,
en hlutfallið á Bústaðaveginum er
eða með öðrum orðum mun meiri
líkur eru á árkstri á háannatíma
á Miklubraut en á Bústaðavegi.
Erfitt er að segja til um hvaða
leiðir sé hægt að fara til að koma
í veg fyrir umferðarslys eða fækka
þeim. Þar verður fyrst og fremst
að koma til breyting á umferðar-
menningu okkar Islendinga og
allir verða að leggjast á eitt til að
sú breyting til batnaðar sé fram-
kvæmanleg. Þá verður að taka þau
gatnamót, sem hæstu sl.vsatíðnina
hafa hverju sinni, sérstaklega
fyrir og kanna hvort ekki sé hægt
á einhvern hátt að bæta þau
þannig að ökumenn þurfi ekki
sífellt að óttst árekstur, þegar þeir
aka um þau.
Klukkan hér við hliðina sýnir
skiptingu umferðaróhappa eftir
tímum sóarhringsins. Dökku súl-
urnar eru fyrir árið 1977, en þær
röndóttu fyrir 1976.
ina. Þá er einnig talsvert um
aftanákeyrslur og eigi ósjaldan er
orsök árekstra sú, að viðkomandi
ökumenn hafa ekið á móti rauðu
ljósi.
Sé hlutfall þeirra ökumanna,
sem fæddir eru 1958 eða seinna og
lenda í árekstri á þessum gatna-
mótum kemur í ljós að átta af
þeim 36, sem þarna hafa átt aðild
að árekstri, eru á þessum aldri.
Yfirfært í prósentutölur mun
hlutfall þetta vera rúm 20%.
Hlutfallið er mun lægra en sam-
svarandi hlutfall hjá ökumönnum
á gatnamótum Hafnarstrætis og
Lækjargötu.
Mikið um
aftanákeyrslur
Ástæður fyrir árekstrum eru
svipaðar á gatnamótum Miklu-
brautar og Lönguhlíðar og gatna-
mótum Suðurlandsbrautar og
Kringlumýrarbrautar og gatna-
mótum Hringbrautar og Njarðar-
götu. Þó virðast aftanákeyrslur
vera óvenjumargar á gatnamótum
Miklubrautar og Lösguhlíðar mið-
að við hin gatnamótin tvö. Hins
vegar virðast bifreiðar, sem skráð-
ar eru utan Reýkjavíkur, lenda
gjarna í árekstri á gatnamótum
Suðurlandsbrautar og Kringlu-
mýrarbrautar. Er skýrslur um sjö
umferðaróhöpp þar voru athugað-
ar, kom í ljós að í sjö tilvikum var
viðkomaridi bifreið skráð utan
höfuðborgarinnar. Tekið skal fram
að einn þeirra árekstra, sem
Reykjavíkur, en minna sé um að
utanbæjarmenn aki hana.
Kvenmenn sízt
verri ökumenn
Löngum hefur verið talað um
kvenmenn sem einkar lélega öku-
menn og karlmenn hafa sumir
hverjir haft það að venju að kenna
kvenfólki um árekstra og annað
það sem miður fer í almennum
akstri. En annað kom í ljós er
skýrslur lögreglunnar yfir umferð-
aróhöpp við þessi fimm gatnamót
voru skoðuð. Af þeim 145 öku-
mönnum, er hlut áttu að máli,
voru aöeins 23 konur, en 122
sjaldan, sem ökumenn viðurkenna
vafningalaust að þeim hafi orðið á
mistök, jafnvel ekki þó að liggi í
augum uppi að mistökin hafi verið
af þeirra hálfu. Ökumenn sjá
yfirleitt flísina í auga náungans en
ekki bjálkann í sínu eigin. Það er
einnig algengt að þeir reyni að
afsaka sig og oftlega eru afsakanir
þeirra mjög langsóttar. Þeir bera
að „hinn“ hafi ætlað að fara ýfir
gatnamótin og því hafi þeir ekið af
stað og „hinn“ þá ekki verið farinn
af stað, með þeim afleiðingum að
þeir keyrðu aftan á „fantinn". Eða
þá að hinn var eitthvað svo
hikandi að þeir héldu að allt í lagi
væri að skjótast inn á götuna.
Algengt er að ökumenn meti