Morgunblaðið - 12.09.1978, Qupperneq 45
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
IBKIUEFA
KEFLVÍKINGAR tryggðu sér þriðja sætið í 1. deild með öruggum sigri yfir Víkingi á laugardaginn og þar með
sæti í UEFA-keppninni að ári, en þessi tvö lið börðust ein um það hnoss. Enginn hefði trúaað því þegar
keppnistímabilið var hálfnað að Keflvíkingar myndu ná svona langt, því þá voru þeir í fallbaráttunni. En seinni
hluta mótsins breyttist leikur liðsins mjög til hins betra og góður endasprettur kom því upp í þriðja sætið.
Víkinfíum nægði jafntefli í
leiknum í Keflavík á laufjardaginn
og fvrir leikinn voru heimamenn
ekki allt of bjartsýnir á góðan
árangur, því fyrirliði liðsins, Gísli
Torfason, hafði farið til Spánar
daginn áður. Leikmenn töldu sig
vanta stjórnanda á vellinum í
fjarveru Gísla og óskuðu eftir því
að þjálfarinn Guðni Kjartansson
léki með. Það varð úr og Guðni
stóð sig eins og hetja í þessum
fyrsta og eina ieik sínum með
meistaraflokki í sumar.
Keflvíkingar léku undan mjög
sterkum vindi í fyrri hálfleik og
réðu þá lögum og lofum á vellin-
um. Þeir skoruðu þá þrívegis án
svars frá Víkingum. Fyrsta mark-
ið kom strax eftir 5 minútur og var
það herfilegt klaufamark Diðriks
markvarðar. Þórður Karlsson tók
langt innkast, boltinn kom niður á
völlinn rétt fyrir framan Diðrik og
liltiWUMIMU
IBK -
Víkin9ur3:1
5“
m
Wl
!.;:4
* .€* ' * ** '
• Róbert Agnarsson kominn inn í vítateig Keflavíkinga og skallar
að marki ÍBK. en án árangurs.
Texti og myndi
■ Sigtryggur Sigtryggsson
hoppaði yfir hann og í slána,
þaðan niður á marklínuna þar sem
Einar A. Olafsson var til staðar og
skoraði auðveldlega.
Á 12. mínútu bættu Keflvíking-
ar við marki. Einar lék laglega á
varnarmenn Víkings úti við vinstri
kant og sendi boltann inn í teiginn
þar sem Jóhannes Bárðarson var
fyrir. Jóhannes missti boltann
klaufalega frá sér til Þórðar
Karlssonar og til þess að kóróna
vitleysuna braut Jóhannes ennþá
klaufalegar á Þórði inni í teignum
og vítaspyrna var umsvifalaust-
dæmd og það réttilega. Ólafur
Júlíusson tók spyrnuna en Diðrik
varði. En þar sem dómarinn taldi
að Diðrik hefði hreyft sig of
snemma var spyrnan endurtekin
og í þetta sinn tók Steinar
Jóhannsson spyrnuna og urðu
honum ekki á nein mistök.
Þriðja mark Keflvíkinga kom
svo á 43. mínútu. Ólafur Júlíusson
tók hornspyrnu frá hægri og gaf
vel fyrir markið, þar sem Steinar
Jóhannsson var staddur. Steinar
skallaði boltann fyrir markið aftur
til Einars Ásbjörns sem skaut að
markinu og Ragnar bakvörður
Víkings varði með hendi á mark-
línunni. Vítaspyrna var dæmd og
úr henni skoraði Einar Ásbjörn af
öryggi,
Víkingarnir höfðu vindinn í
bakið í seinni hálfleik og sóttu
mun meira en gekk illa að skapa
sér góð tækifæri, þar sem vörn
Keflvíkinga var þétt fyrir og lék
auk þess árangursríka rangstöðu-
taktik. Róbert Agnarsson átti
nokkra skallabolta framhjá eftir
horn- og aukaspyrnur og Jóhann
Torfason skemmti áhorfendum
með skotum, sem fóru óraleið frá
markinu. En 12 mínútum fyrir
leikslok reyndi Jóhann enn eitt
skotið af 30 metra færi og í þetta
skipti urðu honum ekki á mistök,
boltinn fór inn með feiknaafli efst
í markhornið nær, í slá og inn og
átti Þorsteinn markvörður ekki
minnstu möguleika á því að verja.
Eitt glæsilegasta ef ekki glæsileg-
asta mark sumarsins, mark sem
hefði sómt sér vel í HM í
Argentínu.
Sigur Keflvíkinga var verð-
skuldaður í þessum leik. Þeir voru
miklu ákveðnari en Víkingarnir og
léku betri knattspyrnu. Þeir nýttu
sér vel vindinn í f.h. og vörnin var
mjög sterk þegar á reyndi í seinni
hálfleik. Hefur leikur liðsins tekið
algerum stakkaskiptum frá fyrri
hluta mótsins, en undirrituðum
fannst ÍBK þá eitt af allra
slökustu liðum deildarinnar. Þá
vantaði þann mikla baráttuanda,
sem einkenndi liðið í fyrra en hann
er greinilega til staðar á ný.
Víkingsliðið var slakt að þessu
sinni. Varnarleikurinn var í mol-
um í fyrri hálfleik og sóknin
einhæf og bitlítil. Víkingsliðið
hafnaði í fimmta sæti eins og
undanfarin ár og virðast seint
ætla að taka framförum.
í STUTTU MÁLIi
f.slandsmótið 1. deild, Keflavíkurviillur 9.
scptember, ÍBK—Víkinttur 34 (3.0).
Mnrk ÍBK. Einar Áshjnrn Ólafssnn á 5.
ok 43. mínútu. Steinar Jóhannssun á 12.
minútu.
Mark Vikings. Jóhann Torfasun á 78.
mínútu.
Áminnintti Engin.
Áhnrfendur. 745.
Blikamir tóku FH með
sér niður í 2. deild
BREIÐABLIK í Kópavogi, sem þegar var fallið niður í 2. deild, gerði
sér lítið fyrir og sigraði FH 3—1 á heimaveili þess síðarnefnda,
Kaplakrikavelli, á iaugardag og tók FH með sér niður. Það var ekki
að sjá á leik FH-inga að þeir væru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni,
jafnvel jafntefli hefði tryggt þeim aukaleik við KA um sæti í 1. deild.
Þrátt fyrir óskabyrjun hjá FH-ingum, þeir voru búnir að skora sitt
fyrsta mark í leiknum eftir 25 sek. (áreiðanlega mettími í 1. deildinni),
tókst þeim ekki að ná tökum á leiknum og baráttuþrek leikmanna
var ekki nægilegt miðað við hversu þýðingarmikill leikurinn var þeim.
spyrnu og eftir góða fyrirgjöf kom
hörkuskot en það sleikti stöngina
utanverða. Litlu síðar bjargar
Sveinn vel góðum skallabolta.
Þegar hvorki gekk né rak hjá FH-
var sem leikmenn misstu móðinn.
Blikarnir komust nú æ meir inn
í leikinn og sóknir þeirra fóru að
þyngjast. Birgir Teitsson kemst í
í fyrri hálfleik léku FH-ingar á
móti allsnörpum vindi. Hófu þeir
leikinn og gekk knötturinn þegar
út á kantinn til Janusar Guðlaugs-
sonar sem brunaði upp og þegar
hann kom að endamörkunum
sendi hann knöttinn vel fyrir mark
UBK. Sveinn Skúlason markvörð-
ur var ekki nægilega vel með á
nótunum og knötturinn barst til
Viðars Halldórssonar sem skaut
föstu og góðu skoti rétt utan
markteigsins, og skoraði. Voru
liðnar rétt 25 sek. af leiktímanum
og er undirritaður sannfærður um
að þetta er mettími í 1. deild við
að ná marki í upphafi leiks.
Þetta kom sem köld vatnsgusa
framan í leíkmenn UBK og ætla
mætti að þeir hefðu misst móðinn
við að fá þetta mark á sig, þar sem
þeir höfðu lítið að berjast fyrir en
það var síður en svo. Þeir voru
ekki á þeim nótunum að gefa neitt
eftir og á 13. mín. leiksins náðu
þeir að jafna leikinn.
Eftir að hafa pressað all stíft á
mark FH, barst knötturinn út á
völlinn, þar var einn Blikanna
fyrir og sendi hann knöttinn
viðstöðulaust inn í vítateig FH,
þar.sem barst knötturinn til hins
bráðefnilega leikmanns Hákonar
Gunnarssonar, sem náði að skora
iaglega. Eftir mark þetta mátti
heita að jafnræði væri með
liðunum, sótt. var á báða bóga og
báðum liðum tókst að skapa sér
nokkur marktækifæri sem þó ekki
nýttust. Viðar Halldórsson átti
eítt besta tækifærið á 20. mínútu
en skot hans fór hátt fyrir markið.
Ef eitthvað var voru sóknir FH
öllu hættulegri. En einkennandi
var hversu bæði liðin notuðu
vallarbreiddina lítið og spilið var
afar þröngt.
Síðari hálfleikur var líflegur á
köflum, þrátt fyrir að töluvert
bæri á ónákvæmum sendingum og
háloftaspyrnum.
Framan af síðari hálfleik sóttu
FH-ingar meira og áttu nokkur
allgóð tækifæri. Leifur komst einn
í gegn á 10. mín. hálfleiksins en
skaut framhjá. Á 21. mín. síðari
hálfleiksins skall hurð nærri
hælum hjá UBK. FH fékk horn-
FH - UBK 1:3
Textii Þórarinn RagnarssonJ
gegnum vörn FH, en þegar hann
á markvörðin eftir reýnir hann
skot af stuttu færi en það mistekst
illa og fer framhjá. Á 40. mínútu
leiksins skora svo Blikarnir, og er
Sigurjón Rannversson þar að
verki. Fékk hann góða sendingu út
á kantinn, brunaði inn í vítateig-
inn og fór sér engu óðslega þar
sem hann var illa valdaður rétt
utan markteigs, skaut föstum
jarðarbolta í fjarlægara horn
marksins og skoraði. Aðeins þrem-
ur mínútum síðar skorar svo
Birgir Teitsson þriðja mark Blik-
anna og innsiglar sigur þeirra. Óð
Birgir í gegnum vörn FH og
varnarmennirnir voru sem stein-
gervingar svo dauðir voru þeir.
Skoraði Birgir fram hjá úthlaup-
andi markverðinum léttilega. Nú
voru aðeins 2 mínútur eftir af
leiknum og því aðeins beðið eftir
flautu dómarans. Óvænt úrslit og
víst er að KA-menn hafa fagnað
vel er þeim barst fréttin út til
Spánar þar sem lið þeirra er í
skemmtiferð.
Það voru niðurlútir leikmenn
FH sem gengu.til búningsklefa
sinna eftir leikinn. Þórir Jónsson
þjálfari liðsins kunni ekki skýr-
ingu að tapi þeirra. — Við áttum
ein sjö til átta góð marktækifæri
í leiknum og þegar ekki er hægt að
nýta eitthvað af þeim er varla
nema von að illa fari. Skástu menn
FH í leiknum voru þeir Viðar
Halldórsson og Ólafur Danivals-
son, sem þó hættir til að einleika
of mikið með knöttinn. í heildina
vantaði meiri baráttuvilja í leik-
mennina.
Lið Breiðabliks lék þennan leik
allvel á köflum og gafst liðið aldrei
upp þrátt fyrir mótlæti. Börðust
þeir frá fyrstu til síðustu mínútu
í leiknum. Bestu menn þeirra voru
Einar Þórhallsson og Helgi Helga-
son í vörninni. Þá áttu framlínu-
menn liðsins góða spretti inn á
milli.
í stuttu málii (slandsmótið 1. deild.
Kaplakrikavöllur 9. sept.
UBK - FH (3-1).
Mörk UBK| Hákon Gunnarsson á 13.
mínútu. Sigurjón Rannversson á 85. m(n. og
Birgir Teitsson á 88. mln.
Mark FIL Viðar Halldórsson á 1. mín.
Áminninx engin.
Áhorfendur 450.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
25
*
ÍÉf
P
u*
Á
t' Jiilil ■
■
wm
m . mm
: > ♦ *** ** m W
V
** "
Glæsileg tilþrif hjá Sigurði Haraldssyni, sem þarna tókst að verja í horn.
VALUR HAFÐI BETUR
í UPPGJÖRI RISANNA
Glæsilegur árangur Valsmanna í íslandsmótinu
VALSMENN innsigluðu sigur sinn í íslandsmótinu með því að leggja Akurnesinga að velli L0 í síðasta
leik mótsins á Laugardalsvellinum á sunnudaginn að viðstöddum 2500 áhorfendum. Leikurinn bar þess
greinileg merki að hann hafði engin áhrif á endanleg úrslit mótsins, leikmenn voru mátulega afslappaðir,
minnugir þess að framundan eru erfiðir leikir hjá báðum liðum í Evrópumótunum. Leikurinn var því
opinn og skemmtilegur og mikið um marktækifæri, sem þó ekki nýttust.
Alveg eins og í fyrri leik liðanna
á Akranesi var leikurinn jafn og
jafntefli réttlátust úrslit þótt
Valsmenn hafi hrósað sigri alveg
eins og á Akranesi. En engum
blandast hugur um, að þarna léku
tvö iangbeztu knattspyrnulið ís-
lands. Sigur Valsmanna í mótinu
er óvenjuglæsilegur, 17 sigrar í 18
leikjum, eitt jafntefli en ekkert
tap, 35 stig af 36 mögulegum.
Afrek, sem trauðla verður jafnað
eða betrumbætt.
Fyrri hálfleikurinn var öllu
fjörugri en sá seinni og skiptust
liðin þá á um að sækja. Akurnes-
ingar voru meira með boltann en
Valsmenn sköpuðu sér þó fullteins
mörg tækifæri. Ingi Björn var
atkvæðamikill við mark Akurnes-
inga og þrívegis átti hann skot á
markið, tvö fóru framhjá markinu
en í eitt skipti varði Jón markvörð-
ur mjög veí. Á 43. mínútu munaði
ekki nema hársbreidd að Valur
skoraði mark. Löng sending kom
fram völlinn inn fyrir vörn Akur-
nesinga og komust þeir á auðan sjó
Ingi Björn og Albert, að því er
virtist rangstæðir. Jón markvörð-
ur reyndi að bjarga með úthlaupi
en hann hitti ekki boltann og
Albert fékk boltann í dauðafæri,
en þegar hann ætlaði að senda
hann í mannlaust markið var Karl
Þórðarson kominn á vettvang og
tókst að bjarga í horn. Glæsilega
gert hjá Karli og gott dæmi um
það hve mikilvægur hann er
Akranesliðinu.
Akurnesingar fengu einnig
mörg mjög góð tækifæri, t.d. átti
Pétur Pétursson þrívegis mögu-
leika á því að skora en Sigurður
markvörður og varnarmenn Vals
sáu við honum. Þá átti Matthías
hörkuskot að markinu eftir góðan
undirbúning Karls og Jóns Al-
freðssonar en Sigurður varði
stórglæsilega.
Valsmenn sóttu öllu meira til að
byrja með í seinni halfleik en brátt
jafnaðist leikurinn og bæði liðin
áttu góð tækifæri. Hálfdán Ör-
lygsson, sem var mjög hættulegur
á vinstri vængnum hjá Val, átti
stórgóða sendingu fyrir markið en
Ingi Björn var of seinn að átta sig
og hann náði ekki til boltans fyrir
opnu marki. Hinum megin átti
Karl Þórðarson skot að markinu,
sem sleikti stöngina utanverða.
Stuttu síðar braust Pétur mjög
laglega i gegn hægra megin og gaf
boltann fyrir markið til Matthías-
ar, sem var í dauðafæri einn metra
frá marki en Sigurður varði skot
hans frábærlega vel niðri í blá-
horninu.
A 25. mínútu kom sigurmarkið.
Hálfdán átti þá enn eina af sínum
hættulegu sendingum fyrir markið
frá vinstri kantinum. Jón Þor-
björnsson hljóp glæfralega út úr
markinu og hugðist slá boltann út
úr teignum. Það mistókst að
nokkru og boltinn barst til Alberts
Guðmundssonar, sem skaut við-
stöðulaust á markið. Jón var úti í
teignum og Árni Sveinsson einn til
varnar í markinu. Boltinn stefndi
í markið alveg uppi við slá og Árni
sá ekki aðra möguleika til varnar
en taka boltann með höndunum.
Vítaspyrna var dæmd og úr henni
skoraði Ingi Björn með þrumu-
skoti, sláin inn.
Eftir markið drógu Valsmenn
sig aðeins aftar á völlinn og
Akurnesingar sóttu þá meira.
Skömmu eftir markið slapp Guð-
mundur Kjartansson með skrekk-
inn þegar hann handlék knöítinn
að baki sigrinum
ÞAÐ VORU mikil fagnaöarlætí í
búníngsklefa Valsmanna aö loknum
leiknum við ÍA og sífellt var verið aö
óska Þeim til hamingju með ís-
landsmótið og sigurinn gegn Akur-
nesingum. Þeim voru færð blóm í
tilefni dagsins og dreypt var ó
kampavíni úr íslandsbikarnum.
Blaöamaður ræddi viö nokkra leik-
menn liðanna aö síöasta leiknum
loknum og fara víðtölin hór ó eftir.
Fyrst tókum viö fyrirliða liðsins,
Inga Björn Albertsson, tali og
spurðum hann fyrst hvort besta liðið
hefði sigraö í mótinu í ár? — Já, ég
er jafn sannfæröur um iö besta liðið
vann og ég er sannfæröur um aö
næstbesta liðið er í öðru sæti.
Var einhver einn leikur fremur
öðrum sem olli þáttaskilum
— Tvímælalaust leikurinn uppi á
Akranesi, þaö haföi mikið aö segja
fyrir okkur að ná tveimur stigum út
úr þeim leik. Annars færir leikurinn
hér í dag okkur heim sanninn um þaö
hvaöa lið er best. Viö áttum skiliö
stærri sigur í dag en raun varö á.
— Hvaða leikur var erfiðasti leikur
mótsins fyrir ykkur, og hver sá
ánægjulegasti?
— Erfiöasti leikur mótsins var fyrri
leikur okkar við Þrótt en sá skemmti-
legasti var leikur okkar við Víking er
við sigruðum 5—2.
— Hverju þakkar þú þann frábæra
árangur aö tapa aðeins einu stigi í
öllu mótinu í sumar?
— Fyrst og fremst hversu góðum
mannskap við höfum á að skipa. Þá
hefur þjálfarinn gott lag á okkur,
tekst að gera okkur ánægöa inni á
vellinum, og þá verður andinn góður.
Markvörður Valsmanna, Sigurður
Haraldsson, sló botninn í íslandsmót-
ið að þessu sinni með því að sýna
snilldarleik í markinu. Fékk Sigurður
aðeins átta mörk á sig í öllu mótinu
og veröur það aö teljast til meiri
háttar afreka. Við inntum Sigurð eftir
því hvaöa mark hefði veriö einna
leiðinlegast aö fá á sig?
— Fyrsta markið sem var skoraö
hjá mér í mótinu, sagöi Sigurður, það
var hálfgert klaufamark. Mér tókst
ekki aö halda knettinum, missti hann
frá mér og varð þess vegna að sjá
á eftir honum í netið eftir skot Arnórs
úr Víkingi.
— Annars hef ég leikið betur í
sumar eri áður vegna þess að þetta
er fyrsta sumarið sem ég hef
nægilega leikreynsiu til aö standa
mig vel. Þá hef ég haft frábæra vörn
fyrir framan mig og það hefur nú ekki
lítið aö segja. Eg held aö ekki sé vafi
á að heilsteyptasta liöiö hafi sigraö í
mótinu, sagöi Siguröur aö lokum.
— Ertu ánægöur með þína
frammistöðu í mótinu í sumar?
— Já, ég er það. Ég get veriö
ánægöur meö aö hafa sloppið viö öll
meiösli og þaö er ekkert sem hefur
hrjáö mig en slíkt spilar mikiö inn í
þetta allt.
— Ertu bjartsýnn á Evrópuleikina?
— Þýðir nokkuö að vera annað.
Þetta eru nú engir smákarlar sem viö
fáum, vonandi gengur þetta allt samt
vel. pr.
Valur - ÍA 1:0
Textii
Sigtryggur Sigtryggsson
Myndi
Kristján Einarsson
aö því er virtist inni í teignum en
ekkert var dæmt. Pétur átti góðan
skalla að markinu en Sigurður
varði mjög vel og rétt fyrir
leikslok var Sigurður aftur á
ferðinni og varði þrumuskot Karls
Þórðarsonar með miklum tilþrif-
um. En ekki fór boltinn í markið
og Valsmenn stóðu því uppi sem
sigurvegarar og eins og að líkum
lætur voru þeir glaðir og ánægðir
þegar þeir tóku við Islandsbikarn-
um í leikslok. Stuðningsmenn Vals
létu heldur betur í sér heyra við
þá athöfn og sungu hástöfum söng
sinn, „Hverjir eru beztir, Valur!!!,,
Enginn vafi leikur á því að
Valsmenn' geta þakkað sigurinn
Sigurði Haraldssyni öðrum frem-
ur. Hann hefur staðið sig frábær-
lega vel í deildinni í sumar og þessi
leikur var kórónan á þá frammi-
stöðu. Þeir voru tveir í sérflokki á
vellinum, Siguröur og Karl Þórð-
arson í liði ÍA. Karl hefur verið
ómetanlegur fyrir Akranesliðið í
sumar og í þessum leik sýndi hann
allar sínar beztu hliðar, var helsti
uppbyggjari sókna, skæður uppi
við mark Vals og aftasti maður
varnarinnar þegar því var að
skipta.
í STUTTU MÁLIt
Islandsmótið 1. dcild. Lauxardalsvöllur
10. september. Valur — ÍA LO (0t0)
Mark Valst Ingi Björn Albertsson á 70.
mfnútu.
ÁminninKt Enxin.
Áhorfendur. 2503.
Valur
ÍA
ÍBK
ÍBV
Víkingur
Fram
Þróttur
KA
FH
Breiðab.
18171
1813 3
18 84
18 83
18 91
18 7 2
18 46 8 22-
18 3 510 14-
18 2610 22-
18 3114 19-
0 45-
2 47-
6 31-
7 29-
8 27-
9 23-
8 35
13 29
25 20
24 19
31 19
31 16
-27 14
38 11
-37 10
-45 7
Valur — ÍA
ÍBK - Víkingur
ÍBV - Fram
FH - UBK
Einkunnagjöfin
VALUR.
SÍKurður Haraldsson 4. Guðmundur Kjart-
ansson 3. Grfmur Ss-mundsen 2, Hörður
Hilmarsson 2. MaKnús BerRs 2, Sævar
Jónsson 2. Inifi Björn Albertsson 3. Atli
Eðvaldsson 3. Albert Guðmundsson 2,
Guðmundur Þorbjörnason 2. Hálfdán ör-
lyKsson 3, Jón Einarsson (vm) 1.
(A.
Jón Þorbjörnsson 2. Guðjón Þórðarson 2,
Árni Sveinsson 3, Jóhannes Guðjónsson 2,
SÍKUrður Ilalldórsson 3. Sveinbjörn Hákon-
arson 2, Karl I>óröarson 4, Jón Alfreðsson
3, Pétur Pétursson 3, Matthfas HallKríms-
son 2. Kristinn Björnsson 2. Jón GunnlauKs-
son (vm) 2. Andrés Ólafsson (vm) 1.
DÓMARI. MaKnús V. Pétursson 2.
UBK.
Sveinn Skúlason 2. Gunnlauxur HelRason 2.
Þórir Gfslason 2, ólafur Friöriksson 2,
F.inar Þórhallsson 3. Helíri Helxason 3.
Hákon Gunnarsson 2. Birjtir Teitsoon 2, Jón
Guðmundsson 2. Sigurjón Rannversson 2.
Heiðar Breiðfjörð 3.
FH.
Friðrik Jónsson 2. Benedikt Guöbjartsson 2,
Pálmi Jónsson 2. Lokí Ólafsson 2. Jón
Hinriksson 2, Maxnús Teitsson 2. Viðar
Halldórsson 3. ólafur Danivalsson 3. Janus
GuðlauKsson 2. Leifur HelKason 2. ÁsKeir
Arnórsson 2. Þórir Jónsson (vm) 2.
DÓMARI. Róbert Jónsson 3.
(BK.
Þorsteinn Bjarnason 3. Guðjón Guðjónsson
2. Óskar Færseth 3. SÍKurbjörn Gústafsson
3, Guðni Kjartansson 3. SiKurður BjörKvins-
son 2, Einar Á. Ólafsson 3, Þórður Karlsson
2, Steinar Jóhannsson 2. Skúli Rósantsson
2, Ólafur Júlfusson 2. ómar Injrvarsson
(vm) 1.
VÍKINGUR.
Dlðrik Ólafsson 2. Raxnar Gfslason 1,
Magnús Þorvaldsson 2, Gunnar örn
Kristjánsson 2. Róbert Agnarsson 3, Heimir
Karlsson 2. Viöar Elíasson 2, Jóhannes
Bárðarson I. Jóhann Torfason 2, Óskar
Tómasson 1. Lárus Guðmundsson I. Gunn
lauKtir Kristfinnsson (vm) 2, Guðmundur
Guðmundsson (vm) 1.
DÓMARI. Guðmundur Haraldsson 3.
ÞRÓTTUR.
Rúnar Sverrisson 2. Guðmundur Gfsiason 2,
Árni ValKeirsson 2, Jóhann Ilreiðarsson 3,
Sverrir Einarsson 2, Þorvaldur Þorvaldsson
2, Sverrir Brynjólfsson 1, Halldór Arason 2,
Páll Ólafsson 2, Áxúst Hauksson 3, ÞorKeir
ÞorKeirsson 2, Ársselt Kristjánsson (vm) 4.
KA,
Þorbermir Atlason 2, HelKÍ Jónsson 2.
Gunnar Gfslason 3. Ólafur Haraldsson 2,
Haraldur Iiaraldsson 3. Steinþór Þórarins-
son 2. Óskar InKÍmundarson 2, Eyjólfur
ÁKÚstsson 2. Gunnar Blöndal 3. Elmar
Geirsson 3. Ármann Sverrisson (vm) 2.
DÓMARI. Valur Benediktsson 3.
iBV. Páll Pálmason 2. Einar Friðþjófsson
2. Örn Óskarsson 3, Þórður HallKrfmsson 2,
Friðfinnur FinnboKason 2. Sveinn Sveins-
son 3, Valþór SiKþórsson 1. Óskar Valtýsson
2, SiKurlás Þorleifsson 3. Karl Sveinsson 3,
Gústaf Baldvinsson 2. Snorri Rútsson (vm)
2, Ómar Jóbannsson (vm) 1.
Fram. Gu .mundur Baldursson 2, Gústaf
Björnssou 2. Trausti Haraldsson 2, Gunnar
GUðmundsson 2. Hafþór Sveinjónsson 1,
SiKurberKur SiK»teinsson 2, Rúnar Gfslason
2. Rafn Rafnsson 2, Pétur Ormslev 3.
Guðmundur IlafberK 3. Guömundur Steins-
son 1, Kristinn Atlason (vm) 2.
Dómari, óli Ólson 3.