Morgunblaðið - 12.09.1978, Síða 22

Morgunblaðið - 12.09.1978, Síða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 Frækilegt björgunarafrek Korchnoi náði jafntefli þrátt fyrir hrakspár Kortsnoj náði jafntefli þrátt fyrir hrakspár. Kortsnoj’ á allan heiður skilinn fyrir virðingarverða viðleitni til þess að glæða þetta einvígi lífi og lit með djarflegri og nýstárlegri taflmennsku í 20. skákinni. Karpov notfæröi sér á meistaralegan hátt þá litlu stöðuyfirburði sem hann fékk með tilkomu peðameirihluta á drottningarvæng. Biðleikur Karp- ovs orkaði tvímælis en staöan var mjög flókin og þrátt fyrir 30 mínútna umhugsun á biðleikinn fann Karpov ekki þann bezta og Kortsnoj slapp fyrir horn, en margir skákmeistarar, þar á meöal aðstoðarmaður hans, Keene, hafði spáð Kortsnoj tapi. Endataflstækni Kortsnojs naut sín vel í lok þessarar skákar og með riddara- fórn innsiglaöi hann jafntefliö. Heföi Kortsnoj tapaö þessari skák má telja víst að örlög hans hefðu verið ráöin en með þessu jafntefli lifir hann og áhangendur hans ennþá í voninni um að hann fari að vinna skák og jafna muninn sem ennþá er 4—1 (og 15 jafnteflis- skákir sem ekki eru taldar með) 20. einvígisskákin Hvítt: Karpov Svart: Kortsnoj Caro — Kan vörn. 1. e4 — c6! (Loksins eitthvaö nýtt. Þessa vörn hefur Kortsnoj aldrei notað fyrr í einviginu og áreiðan- lega afar sjaldan á sínum langa skákferli. Aðalvopn hans hefur verið annaðhvort Spánski leikurinn eða Frönsk vörn 1.... e6. Korts- noj hefur réttilega ekki séð annað ráð vænna en að brydda upp á einhverju nýju til þess að koma andstæöingi sínum á óvart og leiða skákina af alfaraleiöum. Fyrrum heimsmeistari M. Botvinn- ik beitti fyrir sig oft þessari vörn með góðum árangri en Karpov hefur einmitt gengið í skóla til hans og eflaust numið eitthvaö af fróðleik Botvinniks um þessa byrjun.) 2. d4 — d5, 3. Rd2 — dxe4, 4. Rxe4 — Rf6! (Stríðshanzkanum er kastaö! Algengasti leikurinn í þessari stöðu er 4.. . . Bf5 en textaleikurinn hefur rutt sér rúms undanfarið og meðal annarra sem beitt hafa þessum leik er einmitt aðstoðarmaður Kortsnojs, Ray- mond Keene.) 5. Rxf6 — exf6!7 (Kortsnoj reynir allt til þess að fara ekki troönar slóðir. Algengara er að leika 5.... gxf6. Með textaleiknum tekur Kortsnoj nokkra áhættu þó lítil sé því nú fær hvítur peöameirihluta drottningarmegin og eins og skák- in teflist kemur sá ókostur mjög vel í Ijós. Ein af undirstööureglun- um í skák hljóöar þannig aö betra sé aö drepa inn á boröiö (þ.e. 5. . . . gxf6) heldur en frá miðborð- inu eins og Kortsnoj gerir. Kostur- inn við leik Kortsnojs er hins vegar sá að hann verður fljótur að koma mönnum sínum í ákjósanlear stööur og virðist ná fyllilega jöfnu tafli). 6. Bc4 — Rd7 (Svartur undirbýr að leika Rb6 og síöan Rd5 þar sem riddarinn stæöi einna bezt) 7. Re2 — Bd6, 8. 0-0 — 0-0 (Annar möguleiki var 8.... Dc7 til þess að koma í veg fyrir næsta leik hvíts Bf4. Áður en Kortsnoj tefldi þessa skák undirbjó hann þessa vörn með arngentíska skákmeistarnum Oscar Panno sem er honum til aðstoðar á Filipseyjum ásamt fleirum. Við undirbúningsrann- sóknir þeirra kvöldið áður kom þessi spurning upp, en Kortsnoj gerði ekki upp á milli þessara leikja og var ánægöur meö þá báöa). 9. Bf4 — Rb6, 10. Bd3 — Be6, 11. c3 — Rd5, 12. Bxd6 — Dxd6, 13. Dd2 — Had8, 14. Hfe1 — g6, 15. Had1 (Keppendur hafa nú lokið liðsskip- an og er hér var komiö sögu hafði Karpov notað 45 mínútur en Kortsnoj 10 mín. minna eða 35 mínútur. Þá ályktun má því draga að byrjanval Kortsnojs hafi þröngvað Karpov til þess að hugsa sig örlítið lengur um en Kortsnoj. Eins og fyrr segir er staöan í jafnvægi utan þaö aö tvípeö svarts er honum heldur fjötur um fót og peðameirihluti hvíts á drottningar- væng gefur honum viss fyrirheit) 15.. .. Kg7, 16. Be4 — Rc7, 17. b3 — Hfe8, 18. Bb1 — Bg4 (Kortsnoj tekur það ráð að skipta upp á biskup og riddara hvíts frekar heldur en aö bíöa eftir komu riddarans til f4 þar sem hann væri ógnandi. Hvítur fellur ekki í þá gildru að veikja peöastöðu sína að óþörfu með 19. f3) 19. h3 — Bxe2, 20. Hxe2 — Hxe2, 21. Dxe2 — Rd5, 22. Dd2 — Rf4, (Kortsnoj sýnist hafa komið ár sinni vel fyrir borð með vel staðsettan riddara á f4 en þar hefur hann þó engin skotmörk að herja á). 23. Be4 — f5 (Þessari framrás fylgir sá ókostur aö skálína opnast á svarta kónginn en svartur verður aö sjálfsögöu að reyna aö nýta peöameirihluta sinn á kóngsvæng) 24. Bf3 — h6, 25. h4 — Re6, 26. De3 — Rc7, 27. c4! (Nú fer hvítur af stað með sín peð á drottningar- væng og um leið fer að þrengjast athafnafrelsi svarta riddarans) 27.. .. f4, 28. Dc3 — Df6, (Hvítur hótaöi fráskák d5 og svartur vill frekar hindra það með Df6 frekar en að leika t.d. Kg8 sem hefði þó ekki verið miklu skárra. Til þess að koma í veg fyrir væntan- tega innrás hvítu drottningarinnar á drottningarvæng hefði svartur orðið að leika í 27.... b6, en því fylgir hins vegar sá galli að peðið á c6 er oröið veikt). 29. Da5! (Mjög öfugur leikur því nú tapar svartur peði) 29 ... Re6 (Svartur herjar á d4 peð hvíts í staðinn en hvítur á sterkan svarleik ...) 30. d5! cxd5, 31. cxd5 — b6! (Lúmskur millileikur en Karpov sér lengra ...) 32. Da4! (Ekki 32. Dxa7 strax vegna 32 ... Rd4 og svarti riddar- inn er mjög ógnandi) 32.. . Rc5, 33. Dxa7 — Rd7 (Keppendur voru með sæmilegan umhugsunartíma afgangs á þessu stigi; þannig átti Karpov eftir 40 Skák Gunnar Gunnars- son skrifar um 20. einvígisskákina mínútur til aö Ijúka 40 leikja markinu en Kortsnoj átti eftir 20 mínútur) 34. d6 — Dxh4 (Svartur hirðir þaö sem til fellur meðan hvítur geysist upp með d-peöið) 35. Dc7 — Df6, 36. b4 — h5, 37. a4 — Kh6, 38. b5 — g5, 39. Bc6 — Rc5, 40. d7 — Kg7, 41. He1 — Re6 (Hér lék Karpov biðleik) (Staöa Kortsnoj lítur svo sannar- lega ekki vel út og ekki óeðlilegt að mönnum kæmi saman um að hún væri töpuð. Karpov hugsaði sig lengi um biðleikinn, en tveir leikir koma til greina 42. Dxb6 eöa sá sem hann lék. Það sem Karpov þurfti að hugsa um voru af- leiðingarnar eftir 42. Dxb6 — g4 og síðar g3. Biðleikur Karpovs er einkennandi fyrir hann: hann leikur öruggari leiknum og áhættuminni en um leið aukast jafnteflislíkur Kortsnojs að miklum mun, enda þótt hann veröi í framhaldinu að beita allri sinni víöfrægu varnar- tækni til þess að innbyrða jafntefl- ið) 42. Dd6? — g4 (Eina mótspil svarts eru peðin á kóngsvæng sem eru komin á verulegt skrið) 43. Kf1 — g3, 44. De5 (Mótspil svarts hefur borið árangur: hvítur er farinn aö ugga um sinn hag og býöur því drottningarkaup í öryggisskyni. Vegna frelsingjans á d-línunni og peöanna á drottningarvæng er hvíta staöan ennþá til muna vænlegri, en nú fáum viö aö sjá hina gífurlegu varnartækni Kortsnojs) 44... h4, 45. a5 (Karpov afræöur að fórna a-peðinu til þess að hraöa uppkomu b-peðsins). 45 ... bxa5, 46. b6 — Dxe5, 47. Hxe5 — Hb8, 48. b7 — Rd8, 49. He8 (Svarta staöan lítur vægast sagt hörmulega út. Báðir menn hans bæði riddari og hrókur eru bundnir uppi á borði og geta sig hvergi hrært) 49 ... Kf6, 50. fxg3 — fxg3, 51. Ke2 — Kg7 (Svartur hefur ekki um margt að velja) 52. Bf3 — a4, 53. He4 — Kf6 (Ekki 53 . . . Rxb7 vegna 54. Hg4 og síðan Bxb7 og vinnur) 54. Hxa4 — Ke7, 55. Hxh4 (Hvítur gat aö sjálfsögöu reynt aö valda d-peðið með 55. Hd4 en eftir 55 ... Re6 kemst hvítur lítið áleið- is) 55 ... Kxd7 (Svartur hefur náö þeim merkilega áfanga aö drepa hinn hættulega frelsingja á d-lín- unni og þar meö þokast nær jafnteflinu) 56. Hf4 — Kd6, 57. Hb4 — Kc7, 58. Hc4 — Kd7, 59. Bg4 — Ke8, 60. He4 — Kf8, 61. Bd7 — Hxb7/ (Svartur fórnar manni til að tryggja sér jafnteflið) 62. He8 — Kg7, 63. Hxd8 — Hb2, og keþpendur komu sér saman um jafntefli meö því aö ýta leikjablöð- um hvors annars yfir til hins til undirskriftar, en þannig fara þessir kepþendur aö þegar þeir bjóða jafntefli, en eins og menn muna hafa þeir komið sér saman um ræðast ekki við meðan á þessu einvígi stendur a.m.k. Áframhaldiö gæti orðið þannig: Ef, 64. Kf3 — Hd2, 65. Kxg3 — Kf6 og svartur vinnur biskupinn aftur. Ef 64. Ke3 — Hxg2 og skákin er orðin fræðilegt jafntefli enda þótt hvítur hafi manni meira. Er Korchnoi að sækja í sig veðrið? ÚRSLIT 20. einvígisskákarjnnar á sunnudag, sem lauk með jafntefli eftir 63 leiki, eru athyglisverð og sýna svo ekki verður um villzt, að Korchnoi er ekki af baki dottinn og menn bíða bess nú spenntír að sjá hann stýra hvítu mönnunum gegn Karpov í 21. skákinni í dag. Korchnoi gerði bað sem talið var útilokað, er skákin fór í bið á laugardag, að halda jöfnu og tefla endataflíð óaöfinnanlega. Skákin á laugardag var baráttu- skák með ýmis tækifæri á báða bóga. Korchnoi beitti Caro Kann vörn, líklega í fyrsta skipti á skákferli sínum. Karpov brást á hefðbundinn hátt við pessari vörn og fram eftir skák var sfaðan jafnteflisleg. En í 22. leik lék Korchnoi ónákvæmt og á auga- bragði tók Karpov frumkvæöið í sínar hendur og gat pjarmað að svörtu mönnum Korchnois með pví að leika d-peði sínu fram. Og pegar skákin fór í bið pótti öllum vera Ijóst, að Korchnoi væri með koltapaö tafl. En prátt fyrir, að Karpov eyddi hálfri klukkustund af tíma sínum í biðleikinn, tókst honum ekki að finna réttan leik og Korchnoi fékk tækifæri á að krækja í jafntefli. Þessi athyglisveröu úrslit hafa sumpart varpað nýju Ijósi á einvígið og peir, sem á annað borð fylgjast með skák, bera yfirstand- andi einvígi nú saman við einvígi peirra Karpovs og Korchnois í Moskvu árið 1974. Þá munaði litlu, að Korchnoi tækist aö bera sigurorð af Karpov eftir að hafa verið premur vinningum undir. Hann jafnaði stöðuna í pví einvígi, en Karpov tókst að merja sigur í lokaskákinni og vann pví með einum vinningi. Og ekki er ólík- legt, pegar úrslit síöustu skáka hér á Filippseyjum eru höfð í huga, að eitthvað svipaö muni endurtaka sig nú. Taflmennska Karpovs hér, par sem hann hefur yfirhöndina með 4 vinninga gegn 1 hefur í raun verið afar misjöfn, hann hefur aldrei virkað mjög sterkur og teflir alltaf með pá kvöð ættlandsins á herðum sér, að hann verði að sanna, að hann sé fær um að sigra sovézkan útlaga og andófsmann á skákborðinu. Svo viröist sem Karpov sé nú að preytast eða hvernig á að skýra pað ööru vísi, að pað skuli taka hann hálfa klukkustund að finna réttan biðleik og leika síðan alröngum leik strax á eftir. Frekari rannsóknir á 20. skák- inni, er hún fór í biö, hafa sýnt, að mun fleiri jafnteflismöguleikar voru í stöðunni en virtist við fyrstu sýn og pað sem meíra er, að Korchnoi hefur séð fyrir alla helztu möguleikana strax að skák lokinni. Ég hitti hann t.d. glað- klakkalegan rétt eftir að skákin fór í bið á laugardag og spurði hann hvernig horfurnar væru. Hann sagði auðvitað, að hann hefði betri stöðu og ef sér hefði ekki skjátlast í biðleiknum væru margar jafn- teflisstöður hugsanlegar. Að- stoðarmenn Korchnois, peir Keene og Stean ásamt argentínska stórmeistaranum Oscar Panno, komust aö raun um að vissulega haföi Karpov vinn- ingsmöguleika, ef hann hefði leikið rétt. En pað gerði hann ekki og ef vinningur leyndist í stöð- unni, væri hann ákaflega torsóttur og flestar stööur sem komu upp við rannsókn premenninganna Harry Golombek skrifar fi/rir Morgunblaöiö voru ákaflega flóknar og erfiðar. Pannó lét svo um mælt, er Korchnoi hafði lukkazt að halda jöfnu, að hann hefði sýnt svo ekki væri um að villast, að hann væri einn af beztu endataflsmönnum allra tíma. Það fór ekkert á milli mála eftir að skákin fór í bið á laugardag, að sovézka sendinefndin taldi sigur í höfn. Það var t.d. greinilegt á tveimur aðaimönnum nefndarinn- ar, peim Baturinsky og Balashov, að peir bókuðu sigur. En eftir að jafntefli var staðreynd breyttist heldur betur upplitið á peim og maður heföi getað haldið eftir svipnum að dæma, að Karpov væri premur vinningum undir í einvíginu. Og hversu kaldhæönis- legt sem pað nú var, höfðu Rússarnir látið undirbúa herlega veizlu á La Plaza hótelinu til að fagna pví að nú væri aðens einum vinningi áfátt í að takmarkinu væri náð. Veizlunni var auðvitað frest- að og andrúmsloftiö meöal Rúss- anna var heldur kuldalegt, en kátína ríkti að sama skaipi í herbúðum Korchnois. Nú bíða menn spenntir eftir 21. skákinni, sem á að tefla í dag. Sá grunur læöist pó aö sumum, aö heímsmeistarinn muni fá skákinni frekstað til fimmtudags, en hann hefur rétt á að fresta einu sinni enn. Eins og útlitið er í dag er allsendis óvíst hvort tekst að leiða einvígið til lykta í 24 skákum og ef ekki, er hætta á, að einvígið rekist á við Ólympíu-skákmótið í Buenos Aires, sem á að hefjast 25. október n.k. Hér eru fjölmargir skákmenn að störfum viö einvígið, sem eiga að tefla á Ólympíumótinu og meðal peirra eru t.d. aöstoðar- menn Korchnois peir Keene og Stean og sovézki snillingurinn Mikael Tal, sem er hér sem fréttaritari sovézka skáktímarits- ins 64.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.