Morgunblaðið - 12.09.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 12.09.1978, Qupperneq 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 Minning: Guðjón Jónsson Litlu - Ávík Fæddur 22. apríl 1906. Dáinn 5. septcmber 1978. Í fámennu sveitarfélagi eins og Arneshreppi, verður jafnan skarð fyrir skildi þegar einhver af traustustu bústólpum sveitarinnar kveður í síðasta sinni við andlát sitt hér og flyst til annars og betra heims. Slíkt skarð verður seint eða ekki bætt, þótt máltækið segi, að maður komi manns í stað. Guðjón Jónsson í Litlu-Avík er fluttur frá okkur til annarrar stjörnu. Árum saman hafði hann kennt sér þess sjúkleika, sem að lokum dró hann til dauða. Árum saman lét hann sem minnst bera á þessum sjúkleika sínum og lagði sig fram við öll sín störf, eins og honum var í blóð borið, þótt ekki gengi hann heill til skógar. Guðjón er fæddur í Litlu-Ávík 22. apríl árið 1906, sonur Jóns Magnússonar, hins kunna hag- leiksmanns og bátasmiðs, og Sigríðar Ágústínu Jónsdóttur. Guðjón lærði bátasmíðar af föður sínum og stundaði þær í ígripum fram eftir ævi. Eru þeir margir, bændurnir í Árneshreppi, sem eiga báta smíðaða af Guðjóni. Eftir fráfall föður síns, tók hann að sér forsjá búsins og bjó með móður sinni uns hún andaðist árið 1951. Árið 1952 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Þórdísi Guðjóns- dóttur, og eignuðust þau einn son, Jón Guðbjörn, sem heima á i Reykjavík. I Litlu-Ávík hefur ávallt verið fremur harðbýlt og erfitt um ræktun vegna grjóts og grýttra mela. En er ný tækni í landbúnaði tók að berast um sveitir landsins, varð hann einn hinna fyrstu í Árneshreppi að taka hana í þjónustu sína. Aflaði hann sér tilheyrandi véla og tók að breyta gróðurleysum og grjótmelum í graslendi. Tókst honum þetta með fádæma dugnaði, svo að Litla- Ávik er nú óþekkjanleg frá því sem áður var að því er gnertir ræktað land, sem nú er orðið mikið að víðáttu, og bústofn einhver hinn mesti í allri sveitinni. En þess er skylt að geta, að ekki hefur hann staðið hér einn að verki. Svo er um flesta þá, er afrek vinna, að ekki hafa þeir verið einir á báti, því: „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur." Þórdís kona hans á sinn mikla þátt í öllum framkvæmdum og umbótum, sem á jörðinni hafa verið gerðar. Snyrtimennska þeirra beggja hefur verið á orði höfð og umgengni öll til fyrir- myndar úti jafnt sem inni. Þriðji aðili hefur og átt hér stóran hlut að, en það er Sigursteinn Svein- björnsson, sonur Þórdísar frá fyrra hjónabandi, en hann hefur frá æsku starfað að búskapnum og lagt sig allan fram um uppbygg- ingu og ræktun jarðarinnar, og + Eiginmaöur minn, HELGI KRISTINSSON, lézt í sjúkrahúsi Ketlavíkur 11. september. Fyrir hönd barna og systkina hins látna. Inga Níelaen. t Systir mín og móöursystir okkar, INGIMUNÐA GUDMUNDSPÓTTIR, Uröarstíg 7 A, lézt aö Hrafnistu 10. sept. Árni Guðmundsson, Guömundur Jóhann Guömundsson, Guðlaugur Rúnar Guömundsson, Guöfinna Inga Guömundsdóttir. + Móöir okkar og tengdamóöir, SIGRÍÐUR CARLSDÓTTIR BERNDSEN, Hátúm" 10 A, andaöist 9. þ.m. Erna Maríusdóttir, Valur Pálsson, Baldur Maríusson, Inga Cleaver. + Kveðjuathöfn um móður okkar, ÖNNU SIGRÍDI BJÖRNSDÓTTUR, fer fram frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík, þriöjudaginn 12. sept. og hefst kl. 13.30. Útför hennar veröur gerö frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 16. sept. og hefst kl. 14.00. Eyrún Guömundsdóttir, Björn Guómundsson. + Elskuleg dóttir okkar og systir, SIGURBJÖRG KATRÍN INGVADÓTTIR, Yrsufelli 1, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 13. sept. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Foreldrar, aystkini og aðrir vandamenn. hefur hið mikla starf hans reynst ómetanlegt, ekki síst eftir að Guðjón tók að kenna þess sjúk- dóms, sem nú hefur sigrað að lokum. Margar ljúfar minningar á ég frá samskiptum okkar Guðjóns og annars heimilisfólks í Litlu-Ávík. Eg fluttist með foreldrum mínum að Hrauni, þegar ég var 17 ára, en aðeins er örskammur spölur þaðan ofan í Litlu-Ávík. Margar átti ég ferðir þangað og ævinlega var mér vel fagnað af honum og Sigríði móður hans, þeirri góðu sóma- konu. Oft sátum við Guðjón við tafl á vetrarkvöldum. Og nokkrum sinnum áttum við leið saman um sveitina í ýmsum erindum. Fór ævinlega mjög vel á með okkur. En leiðir skildu eins og oft vill verða. Eftir nokkurra ára dvöl á Hrauni, fluttist ég á brott, m.a. í atvinnuleit fyrst í stað, en Guðjón varð kyrr og stundaði bú sitt og annaðist um aldna móður sína. Aldrei hef ég komið svo heim í sveitina, að ekki hafi ég komið að Litlu-Ávík, og hafa mér ævinlega verið það miklar ánægjustundir, enda gestrisni þeirra hjóna, Þór- dísar og Guðjóns, einlæg og hlý. Guðjón var alla tíð alvörumað- ur. Við hann var gott að ræða um alvarleg mál og þýðingarmikil, mál sem þurftu umhugsunar við, en ekki þýddi að ræða um við hvern sem var. Ðulur var hann í skapi og lét ekki uppi skoðanir sínar við alla. En ef á annað borð var hægt að vinna trúnað hans, var hann allra manna einlægastur, og talaði um það sem honum bjó í brjósti, eða sem hann helst hafði áhuga á. Og það voru sjaldnast þessi almennu dægurmál, sem eru á allra vörum. Ræddum við stundum, meðan ég var heima, um lífið og um gátur tilverunnar, um alheiminn og stjörnurnar og fleira í þeim dúr. Féll okkur vel að ræða saman um þessi efni og önnur hliðstæð. Ég vil þakka Guðjóni fyrir öll góð kynni á liðnum árum. Og ekki vil ég síst þakka honum fyrir alla þá hjálpsemi, sem hann lét foreldrum mínum í té, á meðan þau áttu heima á Hrauni, en hann var þeim ávallt mikil hjálparhella, boðinn og búinn þeim til aðstoðar, ef þau þurftu á hjálp að halda. Slík hjálpsemi var þeim ómetanleg og verður ekki þökkuð sem skyldi. Við hjónin sendum eftirlifandi konu Guðjóns samúðarkveðjur, og óskum henni styrks í þeim erfið- leikum lífsins sem framundan eru. Vertu sæll að sinni, gamli vinur. Ég veit, að nú ertu kominn á annan hnött annars sólhverfis, þar sem þín bíður fegurð og farsæld og uppfylling allra óska. Því ekki fer hjá því að „þar sem góður maður gengur, þar eru guðs vegir", og gangan á guðsvegi hér á jörð leiðir tii farsældar á framlífshnetti þeim, sem til er flutt, þá héðan er farið. Ingvar Agnarsson. Leiöi min þfn blessuö hjálparhönd heim á bjartan ódauðleikans strönd. Þar sem hvíldin þreyttu barni vís þegar sól á etsta degi rís. (ÓJ) Bróðir minn, Guðjón Jónsson í Litlu-Árvík, Ströndum, hefur lotið hinu mikla valdi. Hann hefur unnið sinn æviþátt til enda. Hann mat það mest að vera trúr hinu góða í sjálfum sér. Hann var sérstæður persónuleiki, sem gleymist ekki þeim, er best þekktu. Dulur í skapi, fór ekki troðnar slóðir. Hann var afburða verkmaður og höfðingi í lund. Þetta er það sem mér er ríkast í huga að segja um Guðjón að leiðarlokum. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, Uröarstíg 14, er lést 1. september s.l., veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 13. sept. kl. 3 e.h. Siguröur Gíslason, Tryggvi Gíslason, Sigrún Gisladóttir, Ester Gísladóttir, Þorkell Gíslason, barnaborn og barnabarnabörn. Jóna Eyjólfsdóttir, Alda Sigurjónsdóttir, Helgi Hjörleifsson, Valtýr Guðmundsson, Margrét Davíösdóttir, + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát eiginmanns míns, fööur okkar, sonar míns og bróöir okkar, ÓMARS BRAGA INGASONAR, Skólabraut 18, Akranesi. Bára K. Guómundsdóttir, Höróur Baldvin Ómarsson, Júlíana Ómarsdóttir, Ingi Magnússon Ómarsson, Bára Eyfjörð, Ingibjörg K. Ingadóttir, Magnús I. Ingason, Ssvar F. Ingason. + Viö þökkum af alhug þá miklu vináttu og samúö er okkur var sýnd viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, GUDBJARTAR EINARSSONAR, Akbraut, Stokkseyri. Laufey Gísladóttir, Kristin María Waage, Sigríóur Guöbjartsdóttir, Eiríkur Guöbjartsson, Ingunn Guöbjartsdóttir, Einar S. Guóbjartsson, Hafsteinn Kristjánsson, Baldur Waage, Jóhann Runólfsson, Ágústa Þ. Guðmundsdóttir, Kristján Sigurösson, Guörún Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Fyrst minnist ég Guðjóns er hann var ungur drengur. Ohörðn- uð höndin fór oft með orf og ljá. Myrkranna á milli hjálpaði hann föður sínum við búskapinn og smíðarnar. Hann var svo lágur í lofti að hann varð að standa á kassa til þess að geta dregið langviðarsögina nógu hátt á móti fullorðnum manni þegar langviðn- um var flett í þunnar fjalir sem smfða skyldi úr báta, líkkistur eða aðra muni. Æskuárin liðu í stöðugu striti. Kannski hefur hann átt ýmsar bestu og ljúfustu stundirnar með skepnunum sem hann annaðist og umgekkst að umhyggju og nær- gætni. Enn líður tíminn. Maður um tvítugt hyggst hleypa heimdrag- anum, sjá meira fyrir sér, víkka sjóndeildarhringinn. Það er haust- kvöld og hann er ferðbúinn. Ferðakistan stendur opin á gólf- inu, hlaðin hlýlegum ullarfötum sem móðurhöndin hafði lagt þar. Það er hljótt og þungt í lofti. Allir eru þögulir. Það er alltaf eitthvað sérstakt við kveðjustund. Gamall maður situr hugsi með hönd undir kinn. Loks segir hann: „Teningnum hefur verið kastað. Þú ferð, sonur minn, en hvernig fer ég að án þín?“ Það er eins og allir standi á öndinni og bíði eftir einhverju. Hverju? Um háttamál gengur ungi mað- urinn til föður síns, tekur um herðar honum og segir. „Ég verð hér kyrr hjá þeir, faðir minn.“ Gamla manninum létti fyrir brjósti. Þeir féllust í faðma. Þetta var ekki síðasta fórnin, heldur hin fyrsta. Eftir þessa ákvörðun vann hann og var foreldrum sínum allt meðan þau lifðu. Eitt sinn mun dögg ástarinnar hafa fallið að hjarta hins unga manns og fagrir draumar borið hann upp í ljósið — en ljósið hvarf. Blómið yndislega fölnaði og hneig til jarðar. Þjáningin og lífið eru óaðskilj- anleg heild. Dýpsta sorgin er þögul. Sjaldan er ein báran stök. Enn barði sorg að dyrum. Systir hans, Guðbjörg, var skyndilega burtköll- uð og eftir stóðu sex munaðarlaus börn á aldrinum 1—9 ára. Þau tvístruðust eins og oft vildi verða. Þá tók Guðjón og móðir hans, sem þá var orðin gömul kona og ellilúin, einn drenginn, Hannes Þórólfsson, 6 ára gamlan. Þar sem er hjartarúm, þar er einnig húsrúm sannaðist þar. Missir Guðbjargar var þyngri sorg en orðum taki fyrir Litlu-Ávíkurheimilið. Systkinin voru mjög samrýmd. Sum él birtir aldrei upp. Sum sár gróa ekki þó að yfir þau hemi. Þetta skarð varð aldrei fyllt. Þar kom löngu síðar að Guðjón gekk að eiga Þórdísi Guðjónsdótt- ur, ekkju með fimm börn. Þá tók hann enn þunga ábyrgð á herðar sér að ganga þeim í föðurstað. Þann veg þræddi hann af sam- viskusemi og umhyggju. Þau hjón eignuðust tvo drengi, annar dó við fæðingu, en Jón Guðbjörn er uppkominn efnispiltur. Sigríður, stjúpdóttir Guðjóns, lét fyrsta barn sitt bera nafn hans. Sigursteinn Sveinbjörnsson, stjúp- sonur hans, hefur alla tíð frá því hann komst til þroska verið hægri hönd fóstra síns við búskapinn og ræktun jarðarinnar, sem er til fyrirmyndar í hvívetna enda voru hjónin samhent í öllu sem vel fór fyrir heimilið og var gestrisni þeirra rómuð. Enn er það ósagt að mörg börn fjarlægari en getið hefur verið nutu skemmri eða lengri dvalar á heimili Guðjóns, en það mun ágreiningslaust talinn góður þátt- ur í uppeldi þeirra og mótun. Og frá systurbörnunum, sem nú starfa í fjarlægum löndum, Svein- björgu Alexanders og Björgvini Óskarssyni lækni, berast hlýjar kveðjur vermdar ljúfum minning- um. Að leiðarlokum hugsa ég til bróður míns inn fyrir tjaldið, sem fallið er, og þakka honum það, sem aldrei verður fullþakkað, alla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.