Morgunblaðið - 12.09.1978, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.09.1978, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 41 fclk f fréttum WwM + Þessi mynd var tekin á dögunum í Kaupmannahöfn á uppboði þar sem m.a. var boðið upp málverkið „Sommeraften paa Skagen Strand“ (stóra myndin sem hangir á veggn- um). býzki blaðakóngurinn Spinger hreppti þetta lista- verk. Gaf fyrir það yfir hálfa milljón danskra króna. Mál- verkið er eftir P.S. Kröyers og meðal dýrgripa í danskri mál- aralist. Ráðgjafi blaðakóngs- ins, ítalskur listfræðingur, Lungagnini að nafni, var mætt- ur á uppboðinu og bauð í málverkið á vegum Springers, sem heitir reyndar Axel Cæsar Springer. Nokkru eftir að þetta gerðist, en það vakti mikla athygli á Danmörku, tilkynnti Springer að málverk- ið myndi komast aftur í eigu Dana, því hann myndi gefa það til Danmerkur að 20 árum liðnum. Þangað til miin það hanga í einkasafni blaðakóngs- ins. En að þeim tíma liðnum yrði málverkið eign listasafns- ins í útgerðarbænum Skagen. — Blaðamaður við Berl. Tid- ende sendi Springer sjálfum telexskeyti og sagði í því frá vonbrigðum Dana yfir því að þetta listaverk hefði verið keypt úr landi. — Viðbrögð Springers urðu sem sé þau, sem að ofan greinir. + Þetta er nýjasta myndin af Grace prinsessu í Monakó. Hún er hér f Kómahorg í fylgd með fulltrúa Páfagarðs og er á leið til innsetningarathafnarinnar er Jóhannes Páll I. var settur í embætti. + bað gerðist í bænum Whart- on í Texas í Bandaríkjunum fyrir skömmu, að dauðadómur var kveðinn upp yfir 35 ára gamalli konu, Mary Lou And- erson. Hún bafði fengið 29 ára gamlan leigumorðingja til að myrða föður sinn. Hann hafði verið líftryggður fyrir 5.000 dollara. Sækjandinn f máli þessu hafði fullyrt að hin dauðadæmda kona hefði verið vændiskona mestan hluta ævi sinnar. Líftryggingarupphæð- ina eftir föður sinn hefði hún ætlað að nota til að bjarga fjármálum, sem var þannig háttað að fangelsi vofði yfir henni. Verði þessum dauða- dómi fullnægt verður Mary Lou fyrsta konan sem tekin er af lífi fyrir meiriháttar glæp í því vfðlenda ríki Texas, síðan 1863. Utsala Utsala Kjólar, dragtir, blússur, pils, 20—80% verölækkun. Dragtin Klapparstíg 37. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Prestskosning Kosning safnaöarprests viö Fríkirkjuna í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. september n.k. kl. 10.00 til 18.00 báöa dagana. í kjöri er: Sr. Kristján Robertsson prestur aö Kirkjuhvoli. Þeir safnaöarmeölimir, sem ekki koma því viö aö kjósa framangreinda daga gefst kostur á aö kjósa í kirkjunni kl. 16.00 til 18.00 fram aö kjörfundi. Safnaöarstjórn hvetur alla meölimi safnaöar- ins aö taka þátt í kosningunni. Mætum öll á kjörstaö og lýsum þannig samstööu meö hinum nýja presti. Reykjavík, 8. september 1978. Safnaöarstjórn. Bjóóum alls konar mannfagnað velkominn. Vistleg salarkynni fyrir stór og smá samkvæmi. Veisluföng og veitingar að yöar ósk. Hafið samband tímanlega. HQTEL LOFTLEIÐIR smi 22322 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.