Morgunblaðið - 12.09.1978, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
47
r
Iran:
Fimm féllu
á mánudag
Tcheran, 11. septembcr. AP. Reuter
BARDAGAR urðu enn í
íran í dag og létu a.m.k.
fimm manns lífið í borgun-
um Meshad og Qum. Þús-
undir manna efndu til
mótmæla gegn ríkisstjórn-
inni þrátt fyrir að bann,sé
lagt við mannsöfnuði í
herlögum stjórnarinnar.
Stjórnin í landinu tilkynnti í
da« að 333 pólitískir fangar hefðu
verið látnir lausir og forsætisráð-
herra landsins sagði í þinginu að
herlögin yrðu numin úr gildi
jafnskjótt og öldur lægði í landinu.
Lofaði ráðherrann algjöru frelsi
fyrir þegnana en þó því aðeins að
stjórnarandstaðan virti stjórnar-
skrána.
Theodorakis
borgarstjóri?
Símamynd AP.
Björgunarmenn skoða hér brot úr flugvélinni sem
fórst í Rhódesíu fyrir skömmu og sem síðar leiddi
til fjöldamorða á farþegum sem komust lífs af.
Aþenu, 11. september. AP.
MIKIS Theodorakis, laga-
smiðurinn kunni, tilkynnti
í dag að hann mundi bjóða
sig fram við borgarstjórn-
arkosningarnar í Aþenu í
október. Kommúnista-
flokkur Grikklands hefur
lýst yfir stuðningi við
framboð Theodorakis.
Flokkurinn lýsti þessu yfir eftir
að samningaviðræður við aðra
vinstri flokka um sameiginlegan
frambjóðanda til borgarstjóra
enduðu án samkomulags. Arið
1975 vann sameiginlegur fram-
bjóðandi vinstri flokkanna kosn-
ingarnar.
10 féllu í
Libanon
Beirút, Líbanon,
11. september, Reuter—AP
FRIÐARGÆZLULIÐ Sýr-
lendinga í Líbanon hóf
mikla skothríð á hverfi
hægri sinna 1 Beirút síðla
á sunnudagskvöldið með
þeim afleiðingum að 10
manns féllu og yfir 100
særðust, að því er lögregl-
an í Beirút skýrði frá í dag.
(Jtvarpsstöð hægri sinna
skýrði hins vegar frá því
að einn hægri sinni hefði
fallið og 25 særst í árásinni
sem stóð fram á aðfaranótt
mánudagsins.
Útvarpsstöð hægri sinna skýrði
ennfremur frá því í dag að einn
áhrifamesti leiðtogi múhameðs-
trúarmanna í Líbanon hefði horfið
þegar hann var á ferðalagi í Líbýu.
Sagði útvarpsstöðin að honum
hefði verið rænt í Líbýu, en
sendiráð Líbýu í Beirút sagði hins
vegar í dag að hann hefði haldið
til Rómar 31. ágúst.
Slysavam-
ir efldar
Brussel. 11. scptember. AP.
MILLI 25 og 30 þúsund íbúar í
löndum Efnahagsbandalagsins
látast af völdum slysa í heimahús-
um árlega og milli 4 og 5
milljónir slasast á einn eða annan
hátt segir í frétt frá handalaginu.
Þá segir að Efnahagsbandalagið
hyggist á næstu árum beita sér
mjög hart fyrir því að slysavarnir
í heimahúsum í löndum banda-
lagsins verði efldar að mun.
Þannig var umhorfs í útborg Delhi eftir flóðin miklu
í síðustu viku. Þá hækkaði vatnsborð Yamuna árinn-
ar um liðlega tvo metra. OÍ . AD
Lezt ur
kúabólu
Birmin^ham, 11. september. Keuter.
FJÖRUTÍU ára brezk kona lézt
úr kúabólu í Birmingham á
Bretlandi í dag. Konan sýktist á
rannsóknarstofu sem hún vann á,
en þar voru gerðar tilraunir með
kúabóluveirur. Talið er víst að
veikin hafi ekki breiðst út á
Bretlandi og engin ástæða er
talin til ótta meðal almennings
vegna þessa tilfellis.
Víetnömsk
fjölskylda
fær japanskan
borgararétt
Fujisawa, 11. september. AP.
STJÓRN Japans hcfur nú ákveð-
ið að veita víetnamskri fjölskyldu
japanskan ríkisborgararétt, og er
það í fyrsta sinn frá lokum
styrjaldarinnar í Víetnam að það
á sér stað.
Nú bíða 443 aðrir víetnamskir
flóttamenn í Japan eft.ir að vita
hvaða örlög þeir hljóta. Þeir hafa
sótt um japanskah ríkisborgara-
rétt en verið synjað.
Japanir skrifuðu ekki undir
alþjóðlega samþykkt um flótta-
menn árið 1951. Víetnömskum
flóttamönnum í Japan hefur hing-
að til verið leyft að dvelja í
landinu þar til þeir hafa fengið
leyfi til að setjast að í öðrum
löndum.
Theodorakis
Hermannaveikin:
25 veikjast
til viðbótar
New York, 11. septembcr, Reuter.
SL. LAUGARDAG höfðu
25 New York búar að auki
veikzt af „hermanna-
veikinni“ svokölluðu og
hafa 103 manns þar með
tekið veikina, að því er
heilbrigðisyfirvöld borgar-
innar tilkynntu í dag.
Tveir hafa látist úr
veikinni.
Síðustu daga hafa vatnsgeymsl-
ur og lofthreinsitæki á
Garment-svæðinu á Manhattan í
New York, þar sem veikin kom
upp, verið hreinsuð, því talið er að
sýklar kunni helzt að leynast þar.
Læknar telja að hermannaveikin,
sem er skyld lugnabólgu, sé ekki
smitandi.
Maos minnst á
látlausan hátt
Belgrad, 11. september. AP.
KÍNVERJAR minntust þess með
látlausum hætti að tvö ár voru í
gær liðin frá andláti Mao Tse-
Tung formanns. að sögn júgóslav-
nesku fréttastofunnar Tanjug.
Fréttastofan sagði að ekki hefði
verið mikið gert úr kenningum
formannsins fyrrverandi, eins og
oft áður. I greinum í fjölmiðlum
-lögðu kínverskir frammámenn
hins vegar út af kenningunum og
líktu þeim við marxisma. Þeir gáfu
þar í skyn að kenningarnar fengju
ekki alltaf staðist í framkvæmd.
Lyf sem
blekkir
öndunar-
mælingar
París, 11. september. Reuter.
LYF, sem komið getur sér vel
fyrir ökumenn, sem fá sér í
staupinu, verður sett á markað
innan tíðar í Frakklandi. Lyfið er
þeim eiginleikum búið, að það
eyðir vínanda í blóðinu á ör-
skammri stund og getur því
hugsanlega orðið ökumönnum
vopn gegn öndunarprófunum
lögreglu.
Franska heilbrigðismálaráðu-
neytið samþykkti sölu lyfsins, sem
er svissneskt og heitir Alsaver,
undir því yfirskyni að hér væri um
fæðubætandi töflur að ræða. Sala
þess í Frakklandi hefst um svipað
leyti og mjög ströng viðurlög við
akstri undir áhrifum ganga í gildi
í landinu.
Veður
víða um heim
Amsterdam 19 skýjaó
Apena 29 heiðskírt
Barcelona 27 lótlskýjað
Berlin 19 rigning
Brussel 13 rigníng
Chicago 33 heiöskírt
Frankfurt 23 skýjað
Ganl 22 léttakýjaö
Helsinki 13 rigning
Jóhannesarb. 36 skýjað
Lissabon 31 léttskýjað
London 24 léttskýjað
Los Angeles 26 heiðskírt
Madrid 35 léttskýjað
Malaga 31 heiðskírt
Mallorca 28 léttskýjað
Miami 30 skýjað
Moskva 15 rigning
New York 21 skýjað
Osló 11 skýjað
Parts 25 skýjað
Reykjavík 8 léttskýjað
Rio De Janeíro 25 skýjað
Rómaborg 23 heíðskírt
Stokkhólmur 15 skýjað
Tókýó 27 rigning
Vancouver 19 skýjaö
Vínarborg 22 skýjað