Morgunblaðið - 12.09.1978, Page 40
M (il.YSIMi.VSIMlNN KU:
22480
Jílore miblfitiiti
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
Filmur hækka
um aflt að 35%
FILMUR til ljósmyndatöku
hækka verulega bæði vegna geng-
isfellingarinnar og eins vegna
þcss að þessar vörur hafa nú lent
í hærri vörugjaldsflokki. þ.e.a.s. í
30%. Hækkun vegna gengisbreyt-
ingarinnar mun vera um 12%, en
f heildina mun hækkunin vera á
hilinu 32 til 35%.
Morgunblaðið fékk í gær upplýs-
ingar um það hjá umboðsmanni
Kodak, hvert hafi verið og verði
verð á algengustu filmutegundum.
Svarthvít Tri-X filma, sem kostaði
970 krónur, kemur til með að
kosta, þegar hækkunin er um garð
gengin 1.310 krónur eða hækkar
um 35%. CllO, 20, sem er litfilma
til framköllunar á pappír fyrir
vasamyndavélar kostaði 1.140 en
kemur til með að kosta 1.505
krónur. Hækkun er 32%.
Kodacrome litskyggnufilma kost-
aði 4.320 krónur en kemur til með
að kosta 5.830 krónur. Hækkunin
er 35%. Hér er um 36 mynda filmu
að ræða.
Bráðabirgðalögin:
Endanleg áætl-
un um tekjur og
gjöld ekkí tflbúin
Dagviiuia hafnarverka-
manns hækkar um 31,
verzlunarmanns 5,2%
LAUNAHÆKKUN fólks um þess-
ar rnundir er mjög mismunandi
eftir því í hvaða starfsgreinum
menn vinna. Hafnarverkamaður
fékk í ágústmánuði 146.811 krón-
ur fyrir dagvinnu sina, en fær eftir
setningu bráðabirgðalaga ríkis-
stjórnarinnar 151.957 krónur á
mánuði. Ilækkun dagvinnunar er
3,5%. Verzlunarmaður hafði í
dagvinnu f ágústmánuði 162.726
krónur á mánuði, en fær eftir
lagasetninguna 171.143 krónur.
Hækkunin er 5,2%.
í Morgunblaðinu á sunnudag var
skýrt frá mismunandi hækkunum
til hinna ýmsu starfsstétta. Þar
sagði að iðnaðarmenn" fengju í
heildina 11%, verkamenn í heild
8%, verzlunarmenn í heild 7% og
ríkisStarfsmenn 11 til 12%.
Hér var
um meðaltöl mjög mismunandi
talna að ræða, vegna þess hve
bónus, yfirvinna, álagsvinna og
ákvæðisvinnutekjur eru mismun-
andi þáttur í slíkum meðaltölum.
Þetta stafar af því að hækkun á
yfirvinnu nú um mánaðamótin er
meiri en á hreinni dagvinnu. þar
sem verðbótaviðaukinn á tímabilinu
júní til ágúst var ekki lagður til
grundvallar við útreikning á yfir-
vinnu á því tímabili.
Hann kemur
hins vegar inn núna samkvæmt
samningunum og hækka því laun
meir fyrir yfirvinnu og leggst því
þessi aukni launakostnaður hlut-
fallslega þyngra á þær atvinnu-
greinar, þar sem mikil eftirvinna er
unnin.
ENGAR upplýsingar var í
gær hægt að fá um það í
fjármálaráðuneytinu, hvað
áætlað væri að útgjöld og
tekjur ríkissjóðs vegna
ákvæða hinna nýju bráða-
birgðalaga yrðu mikil. Eft-
ir þeim upplýsingum, sem
Morgunblaðið fékk voru
áætlanir um þetta efni enn
í vinnslu hjá fjárlaga- og
hagsýslustofnun og var
verið að yfirfara einstaka
liði áætlunarinnar.
Tómas Arnason fjár-
málaráðherra sagði að fyr-
irliggjandi væru áætlanir
um þessi útgjöld og einnig
hvað tekjuöflunarákvæði
laganna ættu að gefa en
hann hefði ákveðið að láta
ekkert uppi um innihald
þeirra fyrr en starfsmenn
I fjármálaráðuneytisins
hefðu endanlega lokið við að
| yfirfara áætlunina.
Gengisfelling
og gjaldeyris-
skattur hækka
utanlandsferð-
ir um 27,3%
UTANLANDSFERÐIR
hækkuðu í gær um 7% vegna
þess 10% skatts sem ríkis-
stjórnin hefur lagt á ferða-
gjaldeyri, en fyrir helgina
hækkuðu utanlandsferðir að
meðaltali um 19% vegna
gengisfellingarinnar. Nemur
þá meðalhækkunin á utan-
landsferðum samtals 27,3%.
,,Ekki tekizt á
við vanda frysti-
húsanna enn”
„Afkoma sjávar-
útvegs verri eftir
þessar aðger ðir ’ ’
„ÞAÐ ERU tvö atriði í nýgerð-
um efnahagsráðstöfunum, sem
sérstaklega hafa þýðingu fyrir
frystihúsin. í fyrsta lagi sjálf
gengislækkunin og í öðru lagi
niðurgreiðsla vísitölunnar, sem
hefur þau áhrif. að kaupgjald 1.
scptember hækkar minna en
annars hefði orðið. Það er Ijóst,
að hér er um að ræða algera
lágmarksleiðréttingu á
rekstrarafkomu frystihúsanna
og virðist því ekki gert ráð fyrir
að nein fiskverðsákvörðun eigi
sér stað 1. október n.k.,“ sagði
Eyjólfur (sfeld Eyjólfsson for-
stjóri Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna þcgar Morgun-
blaðið ræddi við hann.
„Það er rétt að vekja athygli á,
að gengishækkunarinnar gætir
ekkert í fjárhagsstöðu frystihús-
anna næstu 2—3 mánuði, nema
að svo miklu leyti, sem útlán
bankanna á afurðir verða hækk-
uð, en ekkert bólar á því ennþá.
Rekstrarskilyrðin í dag eru því
raunverulega lakari en þau voru
fyrir þessar ráðstafanir.
Þá er einnig rétt að undir-
strika, að til þess að koma í lag
rekstri þeirra frystihúsa, sem átt
hafa í erfiðleikum, þarf að gera
þrennt: 1. að breyta lausaskuld-
um í lán til lengri tíma, 2. að
veita fjármagni til hagræðingar,
3. að lækka vexti af afurðalánum.
Fyrr en þetta er komið til
framkvæmda er ekki hægt að
segja að tekizt hafi verið á við
vanda frystihúsanna," sagði
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson.
Sjá „Ilvað segja fulltrúar
launþega og vinnuveitenda
um bráðabirgðalög“ á bls.
20 og 29.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson
Kristján Ragnarsson
MEGINVANDI okkar efnahags-
lífs hefur vcrið víxlhækkun
kaupgjalds og verðlags sem leitt
hefur af sér þá miklu verðbólgu,
sem hér hefur ríkt. Kaupgjalds-
vfsitalan, sem mælt hefur erlenda
og innlenda verðhækkun, hefur
hér valdið mestu, samfara lélegri
efnahagsstjórn á öðrum sviðum.
Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að framlengja óbreytt vísitölu-
kerfi til loka næsta árs er þvf
algjör uppgjöf við þá erfiðleika,
sem við er að fást. Aform um að
endurskoða vfsitölukcrfið eru
fyrirfram dauðadæmd þcgar
svona er staðið að málum,“ sagði
Kristján Ragnarsson formaður
Landssambands fsl. útvegsmanna
þegar Morgunblaðið ræddi við
hann í gærkvöldi.
„Allt bendir til þess að afkoma
sjávarútvegsins í heild, þ.e. fisk-
veiða og fiskvinnslu verði verri
eftir þessar aðgerðir en var í
sumar. Þetta verður þó ekki
fullljóst fyrr en fiskverð hefur
verið ákveðið 1. október. Stórkost-
leg skattlagning á atvinnurekstur-
inn í formi aukatekjuskatts,
skatts á afskriftir og tvöföldun
eignaskatts er furðuleg, þegar er
fólki er jafnframt talin trú um, að
verið sé að gera ráðstafanir til
hjálpar atvinnulífinu. Skattlagn-
ing á afskriftir er mjög íþyngjandi
fyrir útgerðina og í því efni verður
að hafa í huga, að afskriftir af
skipum eru raunverulegur
kostnaður vegna þess að skip
úreltast fljótt andstætt fasteign-
um í landi. En við bíðum eftir að
sjá í framkvæmd vaxtalækkun á
afurða- og rekstrarlánum, sem
bæta á afkomu sjávarútvegsins,
um 2—3% af tekjum," sagði
Kristján Ragnarsson að lokum.