Morgunblaðið - 21.10.1978, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978
25
Baldur Möller ráðuneytis-
stjóri. einn af ArKentínuförun-
um 1939. var um langt árabil
einn af fremstu skákmeistur-
un íslendinNta og vann marga
fra'kiletíra sigra á skákmótum
innanlands ok utan. Ilann
varð fyrsti íslendinKurinn til
að vinna stórafrek á erlendum
vettvangi. en það var fyrir 30
árum er hann varð Norður-
landameistari í skák 1948.
efni, trúlega kjaralegs eölis, munu
hafa valdið því.
Hin langa sigling, þótt með
nýtízkulegu skipi væri, varð lengri
en ella vegna útúrdúra. Höfn var
fyrst tekin í Pernambuco, norðarlega
í Brasilíu, og dvalið daglangt, en
síðáh haldið til Rio de Janeiro og var
viðdvöl höfð þar í rúmlega tvo
sólarhringa. Síðan var komið til
Santos, kaffiborgarinnar frægu, og
enn var viðdvöl, á annan sólarhring,
og loks, er á La Plata-flóann kom,
var höfð viðdvöl dagpart í
Montevideo í Uruguay, en haldið
þaðan suður yfir flóann til Buenos
Aires. Var þá kominn 21. ágúst, í
vetrarlok þar syðra, og hafði hita-
stigið þar nálgast frostmark um
nætur, en að öðru leyti fannst okkur
þar alltaf heitt.
Undanrásirnar
Skákmönnunum var komið fyrir í
stóru hóteli í hjarta borgarinnar, við
Plaza de Mayo — Maí-torgið, sem er
kennt við frelsisdag Argentínu. Við
íslendingarnir vorum saman í
„svítu," þ.e. tveim svefnherbergjum
með stofu á milli, og var þetta
hentug og þægileg vistarvera. Teflt
var í nýjasta leikhúsi borgarinnar,
„Politeama“ við aðal skemmti-
staða-götu borgarinnar. Gólf hafði
verið lagt yfir áhorfendasvæðið út
frá leiksviðinu og þar var komið
fyrir í langri röð 48 skákborðum sem
teflt var á í hverri umferð, en eins og
áður hefur komið fram voru þátt-
tökuþjóðirnar 27 og var þeim skipt í
4 riðla í undanrásum, 7 í 3 riðlum en
6 í einum.
Við vorum dregnir í b-riðil með
Hollandi, Argentínu, Danmörku,
Litháen, Ecuador og írlandi. Riðill-
inn var miðlungssterkur. Ekki mjög
sterkur í efstu sætunum, þ.e.
Argentína og Litháen, en nokkuð
jafnsterkur í miðið, þ.e. Holland,
Danmörk, ísland og aðeins tvö
veikust, Ecuador og Irland. Fjögur
lið úr hverjum riðli, þ.e. 16 alls,
skýldu síðan fara í aðalkeppnina og
keppa um Hamilton-Russel bikarinn,
sem er farandbikar, en hin ellefu um
Argentínu-bikarinn, „Copa
Argentina."
Keppnin hófst 23. ágúst og var
setningarathöfnin mjög hátíðleg og
fór fram á skákstaðnum að viðstödd-
um forseta Argentínu, dr. Roberto
Ortiz, kardinála Buenos Aires,
ráðherrum, sendiherrum ofl., en
borgarstjóri Buenos Aires, dr.
Goyenecha, flutti setningarræðu.
Keppnin í b-riðli var mjög hörð
um 3.-4. sæti, en röð áðurnefndra
þriggja nokkuð jöfnu sveita varð sú,
að Holland varð í þriðja sæti með 15
stig, tapaði fyrir Argentínu og gerði
jafnt við Danmörku. í fjórða sæti
varð Danmörk, sem tapaði fyrir
Argentínu og Litháen en gerði jafnt
við okkur og Hollendinga og fengu
Danir 13 !4 vinning, en í 5. sæti
Guðmundur Arnlaugsson. rektor. og Baldur Möller. ráðuneytisstjóri
með „Copa Argentína“. Myndin er tekin við opnun hinna nýju
aðalstöðva Skáksambands íslands s.l. vetur. Ljósm.i S. Jóh.
..IIAMILTON RUSSEL BIK
ARINN“ Ljósm.Sf.
Sólbað til sjós Baldur Guðmundss. Jón Möller. Arnlaugur. Guðmundui
t
Ólympíuskáksveit íslands 1939. Talið frá vinstrii Jón Guðmundsson. Einar borvaldsson. Baldur Möller.
Asmundur Asgeirsson og Guðmundur Arnlaugsson.
Ljósm. SI.
lentum við með 13 vinninga. Töpuð-
um með 114:214 gegn Argentínu,
Litháen og Hollandi, en gerðum
jafnt við Dani, unnum írland með
3‘/2:'/2 og Ecuador með 3:1. — Eftirá
kom okkur saman um það, að okkar
mesta heppni í mótinu hefði verið að
sigra ekki Dáni, sem þó var í hendi
eins og leikar gengu, og að öðru
óbreyttu. Að öðrum kosti hefðum við
lent í aðalkeppninni en þeir í Copa
Argentina.
Undirleikur
heimsstyrjaldar
Um leið og undanrásunum lauk,
mað ágústlokum, hófst styrjöldin í
Evrópu og raskaði óþyrmilega gangi
keppninnar. Englendingar, þjóðholl-
ir aö vanda, drógu sig þegar út úr
keppninni og héldu heim í skyndingi.
Fækkaði þá um eina sveit í aðal-
keppninni í 15. Lá í loftinu að bæta
skyldi í þess stað við einni sveit og
meðan umræður stóðu vorum við
beðnir að vera tiltækir til viðræðna.
Úr þessu varð þó ekki.
Fleiri vandamál komu upp og enn
erfiðari. Vegna styrjaldarinnar neit-
uðu Frakkar, Pólverjar og Palestínu-
menn að tefla við Þjóðverja og
Bæheimur og Mæri (sem
Tékkóslóvakía var nefnd eftir að
Þjóðverjar innlimuðu landið) dógust
nokkuð inn í þessa hringiðu. Varð
niðurstaðan sú, að fella niður með
vinningaútkomu 2:2 alla þá leiki sem
menn teldu sig ekki geta leikið af
slíkum stríðsástæðum. Með þessum
hætti varð 6 kappleikjum lokið með
jafntefli án tafls. Þessir erfiðleikar
snertu ekki keppnina um Argentínu-
bikarinn. Hún fór fram að öllu leyti
eftir áætlun og voru þar tefldar 11
umferðir, en í aðalkeppninni 15,
þannig að hægari keppni varð hjá
okkur en hinum stóru. Hins vegar
var baráttan allhörð. Við vorum að
vísu í fararbroddi frá upphafi en
slökuðum heldur á fram undir
síðustu umferðir, en Kanadamenn
sóttu fast á og fyrir síðustu umferð
komust þeir einum vinningi yfir
okkur. svo vildi til að við áttum að
mæta þeim í síðustu umferð og varð
sá leikur því alger úrslitaleikur. Við
unnum þennan leik með 2'/2:1 Vi og
var lokaðstaðan því sú, að við vorum
jafnir Kanadamönnum að vinning-
um, báðir með 28 vinninga, en þar
með var sigurinn okkar, þar sem við
jafna vinningsstöðu réði úrslitum að
við höfðum sigur í okkar innbyrðis
viðureign, enda töpuðum við engri
viðureign í keppninni, en þeir töpuðu
sam sagt fyrir okkur og gerðu
raunar, eins og við, tvo leiki jafna.
Vinningastaða efstu þjóðanna í
Argentinukeppninni varð þessi:
1. Island 28 v. 2. Kanada 28 v.
3. Noregur 27 v. 4. Uruguay 26 v.,
5. Búlgaría 25 (4 v. síðan var 4V4
vinnings bil í næstu lönd.
Um frammistöðu okkar sveitar er
það að segja að íundanrásunum var
hún nokkuð jöfn nema hvað mjög
þunglega gekk hjá Jóni Guðmunds-
syni þar til í síðustu umferðinni, er
hann fékk vinning og hófst þar með
hans stórkostlega sigurganga. Hann
hafði tvisvar fengið frí í undan-
rásunum eftir ósigra og var því með
3 töp og einn vinning eftir undan-
rásirnar, en eftir þær vann hann
hverja einustu af 10 skákum Argent-
ínukeppninnar og hafði því sigur í 11
skákum í röð sem að sjálfsögðu er
algert einsdæmi í okkar keppnis-
sögu, og má víst víða leita að slíkri
vinningaröð. Það liggur í augum
uppi að við höfðum ekki „efni á“ að
rjúfa þessa sigurgöngu og gefa
honum frí, enda var hann í slíkum
ham að ekkert beit á hann, og gerir'
þó skákstíll hans keppnina auðveld-
ari því skákir hans eru oft þungar og
flóknar. Vinningar íslenzku sveitar-
innar urðu jæssir (í undanrásum og
úrslitum): A 1. borði: Baldur Möller
3 V4 + 4 V2 (af 6+9). Á 2. borði:
Ásmundur Ásgeirsson 4 + 5 ‘/2 (af
6+9). Á 3. borði: Jón Guðmundsson
1+10 (af 4+10). Á 4. borði: Einar
Þorvaldsson 2'/2 +2V2 (af 5+5). Vara-
maður: Guðmundur Arnlaugsson
2+5'/2 (af 3+7). Þeir Jón Guðmunds-
son og Guðmundur Arnlaugsson
fengu verðlaun fyrir hæsta vinnings-
hlutfall í Argentínukeppninni á 3. og
5. borði.
Baráttan í aðalkeppninni varð
einnig mjög hörð og stóð á milli
Þjóðverja og Pólverja og skemmdi
það nokkuð keppnina, að niður voru
felldir nokkrir leikir. Það var hins
vegar vart hægt að segja að það
spillti sigri Þjóðverja, þótt tæpur
væri, þar sem t.d. Pólverjar unnu
Frakka 4:0, en Þjóðverjar léku ekki
við þá og fengu 2:2 (en að vísu sömu
vinningatölu í undanrásunum, áður
en styrjöldin brauzt út!) Vinnings-
staða efstu liða í aðalkeppninni varð
þessi: 1. Þýzkaland 36 v. 2. Pólland
35'/2 v. 3. Eistland 33 '/2 v. 4. Svíþjóð
33 v. 5. Argentína 32(4 v. 6.
Bæheimur og Mæri 32 v. 7. Lettland
31 '/2 v. Holland 30/4 v.
Millispil og heimferð
í skugga styrjaldar
Þótt ekki snerti það keppnina má
geta þess, að snemma í keppninni
náði sambandi við okkur íslending-
ur, búsettur í Rosario, allstórri borg,
ekki mjög langt frá Buenos Aires.
Heimsóttum við hann nokkrir einn
dag er við áttum frí og var mjög
ánægjulegt að heimsækja hann og
konu hans argentínska. Maður sá
heitir Ingimundur Guðmundsson frá
Hafnarfirði og starfaði sem deildar-
stjóri hjá stærsta kjötútflutnings-
fyrirtæki Argentínu.
Tveir íslendinganna voru að
keppni lokinni boðnir með dönsku
skákmönnum í viku ferðalag þar sem
tveir Danir höfðu skorizt úr leik
vegna snöggrar heimferðar. Nutum
við Guðmundur Arnlaugsson þessa
Þegar brottfarartími nálgaöist
komu upp alls konar vandamál.
Fjárhagur mótshaldara var kominn í
nokkurt öngþveiti, og þurftu.sendi-
ráð Evrópuríkjanna heldur betur að
þrýsta á ríkisstjórnina til þess að
forða algjöru öngþveiti, og það tókst.
Hinn 28. september var síðan farið
frá Ruenos Aires heim á leið með
systurskipi farkostsins sem við
komum með og hét það Copacabana.
Nú voru farþegar öllu færri. All-
margir skákmanna höfðu flýtt för
sinni, en öðrum allmörgum þótti
heimförin að vonum ekki fýsileg á
vígvelli Evrópu og urðu eftir í
Argentínu og ílentust þar suniir
hverjir eins og Najdorf og Eliskases.
Þrædd var framan af sama leið og
áður, en nú var öllu daufara yfir
mönnum, þótt sama sólarblíðan væri
lengi vel, en þegar við höfðum
skáskótið okkur yfir Atlantshafið,
var stefnu breytt. Við fórum austur,
nær meginlöndum. Komið var við í
Las Palmas á Kanaríeyjum og
fljótlega eftir það var farþegum
fyrirskipað að sofa að mestu klæddir
og með björgunartæki nærri. Far-
þegum var raðað á björgunarbáta og
björgunaræfingar haldnar. Þegar
nálgast var Ermarsund komu ensk
herskip og skipuðu hinu belgíska
skipi að snúa til Weymoutn, vestar-
lega við Ermarsund. Eftir nokkra
bið þar í kyrrsetningu var farþegum
skipað yfir í gamlan belgískan
útflytjendadall, „Persier" og var þar
heldur nöturleg vist. Veður var farið
að spillast og tók ferðin með
dallinum til Antwerpen óeðlilegan
langan tíma. Var heldur fábreyttur
kosturinn og skildi maður þá betur
illa vist á þrælaskipum. Ferðin gekk
þó stórviðburðalaust og furðu fljótt
tókst að halda ferðinni áfram með
lest yfir Belgíu um Brussel og síðan
inn í Þýzkaland. Nokkur viðdvöl var
í Köln, myrkvaðri, en tunglið lýsti
upp dómkirkjuna frægu.
Var síðan enn haldið með nætur-
lest þvert yfir Norður-Þýzkaland, til
Hamborgar, en þaðan áfram til
Kaupmannahafnar. Myrkvaðar
borgir, byrgðar lestir og öll tilveran í
skugga og næsta óraunveruleg.
Hermenn komu og fóru úr lestinni
og voru langmestur hluti farþega.
En einnig skuggatilveru lýkur og
þegar til Kaupmannahafnar kom var
komið öllu nær venjubundinni til-
veru. Upplýsingar streymdu nú með
eðlilegri hætti. Gamli „Lagarfoss"
færi frá Álaborg eftir nokkra daga
þar fengum við far. Skildum við þar
við Guðmund Arnlaugsson en hann
hugðist ótrauður binda endahnútinn
á sitt nám. Og frá Álaborg sigldum
við fjórir í nóvemberbyrjun og
sigldum langt norður með Noregi
áður en skotizt var yfir Atlantsála.
Ellefu daga siglingu lauk 16. nóvem-
ber. Hafði þá ferðin staðið nákvæm-
lega 4 mánuði. Þótti öllum nóg og
meir en nóg.
En sú veröld, sem að baki var,
verður aldrei framar.
(Endir).
boðs. Var það mjög fróðleg ferð og
gestrisni heimbjóðenda í hinni
dönsku „kólóniu“ alllangt suður í
landi. Var gert allmikið „stáss“ af
okkur Guðmundi í blöðum þar syðra
sem sigurvegurum í Copa Argentina
en minna hægt að flagga dönskum
sem orðið höfðu neðstir í aðala-
keppninni. Þótti vini okkar Jens
Enevoldsen það heldur súrt í brotið,
og ekki sanngjarnt. Tefldum við
þarna i smákeppni og var það hin
ánægjulegasta ferð.