Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.02.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 21 Bæjarstjórn Kópavogs: Heimildarlaus ráðstöfun á eign- um bæjarfélags - segir Richard Björgvinsson um lánaða olíumöl Benedikt Gröndal, utanríkisráö- herra. UMMÆLI Benedikts Gröndal, utanríkisráðherra, í norska sjón- varpinu sl. miðvikudag, varðandi norska lögsögu á Jan Mayensvæð- inu, og fréttaskrif í framhaldi af þeim, komu til umræðu utan dagskrár í efri deild Alþingis í gær. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) beindi nokkrum fyrirspurnum til ráðherra og rfkisstjórnar um störf og stefnu íslenzkra stjórn- valda þetta mál varðandi. Er ræða hans f heild birt á öðrum stað í Mbl. í dag. Svör ráðherra eru og að hluta til birt f sérstakri frétt. Efnisatriði umræðunnar að öðru ieyti eru lausléga rakin hér á eftir. Aldrei látið í Ijós neinar viðurkenningar Benedikt Gröndal, utanrfkis- ráðherra, sagði m.a. að Eyjólfur Konráð Jónsson hefði í fróðlegri ræðu fjallað um tvo mikilvæga þætti hafréttarmála, sem ekki þyrftu nauðsynlega að hanga saman. Annarsvegar. mörk milli landa og réttindi eyja á svæðinu fyrir norðan ísland, sem okkur snerti, og svo hitt, sem e.t.v. ætti ekki að blanda saman við það fyrra, réttindi til auðlinda í land- grunninu, jafnvel utan 200 mílna lögsögunnar. Um hið síðara málið standi nú yfir viökvæm átök á hafréttarráðstefnu S.þ. Það er hinsvegar rétt, að ein þjóð getur átt rétt til auðlinda í botni á sjálfu landgrunninu en á sama tíma getur önnur þjóð átt réttinn til auðæfa í hafinu fyrir ofan. í þessu sambandi vitnaði ráðherra til tvennskonar kenninga varðandi þessa reglu, aðra kennda við íra hina við Sovétmenn. BGr. sagði ekki rétt að ekkert hefði verið aðhafst þetta varðandi. Vitnaði hann til upplýsinga Hans G. Andersen, sendiherra, á fundi utanríkismálanefndar, og þess, að við hefðum sent þann jarðfræðing, er gerst þekkir til þessara mála, á siðasta fund hafréttarráð- stefnunnar. Varðandi hið fyrra málið, markalínur á milli landa á svæð- inu fyrir norðan ísland, þá vildi hann taka fram, að engin breyting hefur á orðið í þeirri afstöðu, sem íslendingar hafa mótað. Breytir þar engu, hvern veg ummæli hans hafi verið túlkuð. Fulltrúar ís- lands hafa aldrei látið í ljós neinskonar viðurkenningu á rétti Jan Mayen til fiskveiðilögsögu. Ummæli mín í norska sjónvarpinu fjalla aðeins um kunna staðreynd, og felst engin viðurkenning í þeim. Ragnhildur Helgadóttir. (Gerði ráðherra í þessu sambandi fjórar athugasemdir, sem birtar eru í sérfrétt í Mbl. í dag, og vísast hér með til þeirra). Þá vék BGr. að þrýsting Noregs Fiskelag á norsku ríkisstjórnina um að færa út mörkin við Jan Mayen. Fiskimálaráðherra Noregs, Bolle, hefði hinsvegar lýst því yfir, að ekki væri að vænta útfærslu af þessu tagi, a.m.k. ekki þetta árið. Þeir, sem helzt krefðust útfærslu í Noregi, teldu, að hernaðarleg sjónarmið spiluðu inn í þá tregðu, sem norska stjórnin væri talin sýna á útfærslu. Bene- dikt sagði að síðan núv. ríkisstjórn var mynduð hefði utanríkisráðu- neytið haft stöðugt samband við norsk yfirvöld, ráðherra, ambassa- dora og embættismenn, um lög- sögumál við Jan Mayen. Hefði verið farið fram á að Norðmenn færðu ekki út fiskveiðilandhelgi við Jan Mayen án þess að ræða fyrst við íslenzk yfirvöld. Fyrir- heit um slíkt samráð hefði verið gefið. BGr. sagði að ef formlegar , opinberar umræður yrðu upptekn- ar um fiskveiðar og hagnýtingu á auðlindum hafsins á þessu svæði, mætti telja öruggt, að óskir kæmu frá fleiri ríkjum að fá aðild að þeim. Hagur okkar væri að sem fæstar þjóðir komi inn í þessar umræður á þessu stigi. Þá rakti ráðherra ákvæði í drögum að hafréttarsáttmála varðandi eyjar og kletta. íslenzkur einhugur nauðsynlegur Ragnhildur Helgadóttir (S) sagði hér hreyft mikilvægu máli og nauðsynlegt væri að hvorki risi ágreiningur um störf né stéfnu íslendinga í því. Mér skilst á ráðherra, sagði R.H., að málið hafi þegar verið rætt við ýmsa norska aðila, en hinsvegar á máli E.K.J., að það hafi ekki verið formlega fyrir tekið í ríkisstjórninni. R.H. sagði alvarlegt mál, ef hægt væri að túlka ummæli íslenzka utan- ríkisráðherrans á þann veg, sem gert hefði verið og skaðað gæti íslenzka hagsmuni í þessu máli. Þessi túlkun kynni að vera nýtt af þeim aðilum í Noregi, sem nú þrýsta á norsk stjórnvöld um útfærslu við Jan Mayen. Skoraði hún á ráðherrann að koma þegar á framfæri leiðréttingu, sem tæki af öll tvímæli um afstöðu hans og ríkisstjórnarinnar í málinu, m.a. á þeim vettvangi,sem hin fyrri um- mæli ráðherrans hefðu verið gefin. Spurði R.H. hvort formlega hefðu Stefán Jónsson. verið settar fram kröfur af íslands hálfu, þess efnis, að Norðmenn færðu ekki út lögsögu við eyjuna án samráðs við íslendinga. R.H. lagði áherzlu á viðræður við Norðmenn um þetta mál og önnúr skyld. Formlegar viðræður þyrftu ekki endilega að vera opin- berar umræður. Ef slíkar viðræður skapa hættu á ágangi annarra ríkja, hvað þá um ummæli utan- ríkisráðherra í norska sjónvarp- inu, eða túlkun á þeim? Þá ræddi R.H. um tillögu til þingsályktunar um samninga við Norðmenn um fiskveiðiréttindi og hagnýtingu auðæfa landgrunnsins utan 200 „ mílna efnahagslögsögu Islands í norðurhöfum, umhverfis Jan Mayen. Furöu lostinn Stefán Jónsson (Abl) sagðist vera í hópi þeirra þingmanna sem hefði orðið fúrðu lostinn á fréttum um ummæli utanríkisráðherra í norska sjónvarpinu. Benedikt Gröndal á einfaldan leik, til að leiða hið rétta í ljós, og taka af öll tvímæli í þessu efni. Hann getur lýst því yfir að það sé sín skoðun að Norðmenn hafi ekki slíkan útfærslurétt lögsögu við Jan Mayen. Eg tek undir þau orð E.K.J. og R.H., að slík yfirlýsing verður að vera ljós, svo ekki verði um deilt innihald hennar. Slíkri yfirlýsingu má svo koma fréttaleið til Norðmanna. St.J. tók undir nauðsyn við- ræðna við Norðmenn og raunar Færeyinga og Grænlendinga um fiskveiðimál. Minnti hann á þings- ályktun þar um frá árinu 1971. Ríkisstjórríarfundur og Sameinað þing á morgun Eyjólfur Konráð Jónsson (S) þakkaði utanríkisráðherra málefnaleg svör. Hann fagnaði þeirri skýringu ráðherra á um- mælum hans í norska sjónvarpinu, að í þeim fælist alls engin viður- kenning á rétti Norðmanna til lögsögu við Jan Mayen, en þau hefðu verið túlkuð á þann veg. Þá fagnaði E.K.J. þeim upplýsingum, að Norðmenn myndu ekki grípa til útfærslu við þessa eyju, án sam- ráðs við íslendinga þar um. Engu að síður væri nauðsynlegt að ríkisstjórnin sem heild tæki af skarið í þessu mikilvæga máli og léti frá sér fara yfirlýsingu sem tæki af öll tvímæli. Skoraði hann á utanríkisráðherra að taka málið upp á ríkisstjórnarfundi á morgun (þ.e. í dag) og gera grein fyrir niðurstöðum í Sameinuðu þingi á morgun. RICHARD Björgvinsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, bar fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs hinn 30. janúar sl. þar sem hann spurðist fyrir um birgðir, sem bærinn ætti af olíumöl. Björn ólafsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins f bæjarráði, kvaðst hafa lánað Olíumöl hf. 1762 tonn af birgðum bæjarins gegn greiðslu í sama. Richard Björgvinsson óskaði þá bókað að þessi ráðstöfun formanns bæjar- ráðs væri heimildarlaus. Hér fer á eftir fyrirspurn Richards Björgvinssonar og bókanir af því tilefni: Fyrirspurn Richards Björgvins- sonar: I bókhaldi bæjarins liggur fyrir birgðatalning á olíumöl í eigu bæjarsjóðs Kópavogs pr. 31.12. 1978, fskj. nr. 16411, dagsett 12.1. 1979 og undirritað af yfirverk- stjóra bæjarins H. Hannessyni. í lok þessa yfirlits stendur: „Áætlað birgðir og í láni hjá Olíumöl h/f,: 31.12. ’78 3234 tonn“. Ennfremur stendur í sviga fyrir ofan orðið Olíumöl h.f. (1.700t). Bókfært verðmæti þessara birgða er kr. 13.485.780.- eða kr. 4.170 pr tonn, sem er innkaupsverð á árinu 1977, sbr. reikninga bæjarins fyrir árið 1977, en núgildi birgðanna má ætla um 24—26 millj. kr. Spurt er: Hve mikill hluti þess- ara birgða er í láni hjá Olíumöl h.f.? Hvar er sá hluti birgðanna, sem er í vörslu bæjarins? Tilgreint óskast af hverjum, hvar og hvenær sú samþykkt var gerð og bókuð, að lána Olíumöl h.f. þessar birgðir eða hluta þeirra? Rich. Björgvinsson Á framhaldsaðalfundi íslenskr- ar réttarverndar var lýst yfir stuðningi við frumvarp Finns Torfa Stefánssonar um breyt- ingu á lögum um meðferð opin- berra mála, sem fjallar m.a. um rétt handtekins manns að fá sér skipaðan réttargæzlumann þegar eftir handtöku. þreng- ingu heimildar dómstóla til beitingar gæzluvarðhaldi og rétt sakbornings til að ræða einslega við verjanda sinn. Þá hefur fundurinn skorað á dómsmálayfirvöld að láta fram fara gagngera endurskoðun á ákvæðum og framkvæmd ís- lenzks réttar varðandi réttar- stöðu sakborninga. Er einkum Björn Ólafsson tók að hann hefði í samráði við starfsmenn bæjarins lánað Olíumöl h/f 1762 tonn af birgðum bæjarins gegn greiðslu í sama. Richard óskaði bókað: „Skv. svari formanns bæjarráðs hefur hann í samráði við starfsmenn bæjarins lánað Olíumöl h/f 1762 tonn af olíumöl, gegn greiðslu í sama, sem er ókomið, og er þá ljóst að viðkomandi aðilar hafa í þessu tilviki farið freklega út fyrir valdsvið sitt, þar sem hér er um að ræða ráðstöfun, sem vafalaust verður að telja verulegt fjárhags- atriði, sem engin nema bæjar- stjórn Kópavogs hefur rétt til að ákveða um þá ráðstöfun á slíkum verulegum eignum bæjarsjóðs sbr. 28. gr. samþykktar um stjórn bæjarmálefna Kópavogskaupstað- ar. Ég leyfi mér að víta harðlega þessi vinnubrögð og lýsi framan- greinda aðila ábyrga fyrir ráðstöf- unum í heimildarleysi á slíkum verulegum eignum bæjarfélagsins til fyrirtækis, sem vægast sagt hefur mjög vafasaman fjárhag. Ekkert svar liggur fyrir hvar hinn hluti birgðanna um 1.472 tonn er niðurkominn." Björn ólafsson tók fram að hann liti alls ekki svo á, að hér væri um varanlega ráðstöfun að ræða, heldur einungis greiða við fyrirtæki í fullri framleiðslu. Jafn- framt benti hann á þann ótvíræða kost að bærinn fengi greitt í nýrri olíumöl þegar til kæmi. bent á nokkur atriði svo sem að fellt verði niður það ákvæði réttarfarslaga að þögn sak- bornings við spurningum rannsóknarmanna um sakarefni verði skýrð honum í óhag, að rannsóknarlögreglu verði skylt að kynna sakborningi sakargögn og honum verði kleift að koma fram sjónarmiðum sínum áður en ákvörðun er tekin um kæru, að skylt sé að leiða sakborning fyrir dómara innan 12 klst, frá handtöku og að skylt sé að skýra sakborningi frá rétti sínum þegar í byrjun yfirheyrslu og að dómsmálaráðuneytið gefi út bækling um þann rétt sem skylt sé að afhenda sakborningi jafn- hliða. Ragnhildur Helgadóttir um Jan Mayen-málið: Ráðherra komi leið- réttingu á framfæri — Umræður utan dagskrár í eM deild Davíð Ashkenazy aftur í heimsókn DAVÍÐ Ashkenazy, faðir Vladi- mirs Ashkenazy píanóleikara, hefur fengið vegabréfsáritun í íslenzka sendiráðinu í Moskvu, að því er Hannes Jónsson, sendiherra í Moskvu, tjáði Mbl. í gær. Getur hann farið úr landi þegar hann vill til fundar við son sinn hér á landi, því að þegar liggur fyrir leyfi sovézkra yfirvalda um að hann fái að yfirgefa landið. Þetta verður í annað sinn sem Davíð Ashkenazy heimsækir son sinn en miklum erfiðleikum reynd- ist bundið fyrir þá feðga að koma fyrri heimsókninni í kring. íslenzk réttarvernd: Styður framvarp um breytingar á með- ferð opinberra mála

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.