Morgunblaðið - 12.08.1979, Side 24

Morgunblaðið - 12.08.1979, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdaatjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræt^æími 22480. Afgreiósla Sími 83033 Askriftargjald 3500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakió. Hér uppi á íslandi hugsa' menn lítið um frelsið, — hvers virði það sé, — af því að þeir hafa það. Það er eins og andrúmsloftið: Eng- inn verður var við það, nema það sé ekki nóg af því. Fyrri tíðar menn hugsuðu sér það ýmsir, að með auk- inni menntun og þekkingu, — eftir að tækniframfarir hefðu orðið slíkar að allir gætu haft nóg fyrir sig að leggja, — myndi það koma eins og af sjálfu sér, að þjóðirnar myndu uppskera frelsi sitt með vaxandi efna- legri velsæld. En nútíma- maðurinn á erfitt með að ala með sér slíka drauma. Þótt aukin tæknivæðing skapi skilyrði fyrir því, að mannkynið geti orðið frjálst, hefur hún um leið opnað nýja og áður óþekkta möguleika til þess að kúga þjóðirnar, eins og við höfum dæmin um og erum minnt á óþyrmilega á degi hverjum. Nú berast okkur fregnir um, að í Tékkóslóvakíu séu í fullum gangi réttarhöld yfir tíu einstaklingum, sem ekk- ert hafa til saka unnið annað en það að hafa skoð- un og einurð til að fylgja henni fram. í ríkjum kommúnismans er það kall- að glæpur við mannkynið eða uppreisn gegn ríkjandi þjóðskipulagi. Það ógæfu- sama fólk, sem fyrir slíkum ofsóknum verður, er að von- um beiskt gagnvart hinum lýðfrjálsu þjóðum og finnst þær geti gert miklu meira fyrir sig með vakandi gagn- rýni, auknum þrýstingi og harðari baráttu á alþjóðleg- um vettvangi. Og það er sannarlega ekki að ófyrir- synju að valdhafar í löndum eins og Tékkóslóvakíu guma af því, að tíminn vinni með þeim, — hinar lýðfrjálsu þjóðir þreytist á því að halda vöku sinni, enda sé í svo mörg horn að líta í þessum efnum, að í raun- inni séu þær máttlausar, þegar til kastanna kemur. Ekki bætir það svo úr skák, að mitt á meðal okkar er fjöldi manns, sem telur það sína pólitísku og trúar- legu köllun að gera lítið úr hörmungum þeirra þjóða, sem eru ofurseldar alþjóða- kommúnismanum. Valdhaf- ar Víet Nam og Kambodíu eiga hér sín ginningarfífl. Og ýmsir valdamiklir menn í þjóðfélaginu kalla til gisti- vináttu við ráðamennina í Kreml. Afstaða þessara manna gagnvart eigin þjóð lýsir sér svo í því, að hvatt er til lögbrota og hvert tækifæri notað til að brjóta niður efnahag landsins, ef því er að skipta. Svo mikið er blygðunarleysið, að t.a.m. Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra notaði fyrsta dag- inn í valdastólnum til þess að hlakka yfir því, að hann ætti velgengni sína að þakka skipulögðum lögbrot- um til þess að brjóta á bak aftur löglega kjörna ríkis- stjórn í landinu. Á hinn bóginn ætlaðist hann til að sér yrði hlýtt, þegar hann setti gerðardóm á sjómenn. Þegar við lesum um þær hörmungar, sem sumir verða að ganga í gegnum í lögregluríkjum nútímans, hljótum við að fyllast lotn- ingu og dást að því, hversu stór maðurinn getur orðið, þegar niðurlægingin er mest. Það er ekki aleinasta, að einstaklingurinn verði sjálfur fyrir ofsóknum og jafnvel barsmíðum á götum úti, heldur er jafnframt og engu síður níðst á maka hans og börnum. Valdhaf- arnir vita sem er, að eitt er það að þola okið sjálfur, — annað og miklu verra að sjá fjölskyldu sinni misboðið og misþyrmt einungis vegna skyldleikans við sig. Þannig er það t.a.m. ekki einsdæmi, að hjón séu samtímis í fangelsi eða þrælabúðum, hvað sem um börnin verður. Og vitaskuld er slíku fólki ekki gefinn kostur á at- vinnu, sem hæfir menntun þess, — og má það raunar þakka fyrir, ef það fær nokkuð að gera, eftir að það er leyst úr haldi. Um raun- verulega vörn fyrir dóm- stólunum er ekki að tala, enda heitir það svo í orði kveðnu víðast þar sem kúg- unin er mest, að borgurun- um sé allt heimilt. I sam- ræmi við það hefur t.a.m. öllum lögmönnum í Tékkó- slóvakíu verið gefið það í skyn, að þeim sé hollast að haga sér eins og yfirvöldin vilja, ef þeir hugsa sér að stunda málafærslustörf áfram. Af því má bezt marka auðnuleysi venjulegs almúgamanns, sem sætir því hlutskipti að verða fyrir refsivendi hins sovézka þjóðskipulags. Einangrun hans og einmanaleiki er meiri en orð fá lýst, þegar hann bíður þess að verða leiddur fyrir dóminn. Og þó er það svo, að hér á landi hefja þeir upp raust sína annað slagið, sem vilja leggja okið á landa sína, — þjóð sína. Þó við séum ekki nema 200 þúsund eða svo og meira og minna tengd vin- áttu- og frændsemisbönd- um, hefur það engin áhrif. Alþjóðahyggja kommún- ismans verður þjóðernistil- finningunni yfirsterkari og öll meðul heimil til að ná sínu fram, þótt viðkvæmnin sé á hinn bóginn sár, ef þessu fólki þykir á sig hall- að. Við íslendingar stöndum nú frammi fyrir margvís- legum vanda, efnahagsleg- um, menningarlegum og þjóðlegum. Ef illa tekst til og alltaf sækir í sama farið, getur svo farið fyrr en varir, að sjálfstæði okkar og frelsi sé í bráðri hættu. Þetta er sá voði, sem yfir okkur vofir, ef við hættum að virða mannhelgina, — gleymum því, að við erum íslending- ar. Frelsid | Reykjavíkurbréf ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦eLaugardagur 11. ágúst ♦♦♦♦♦♦♦•♦♦< Þrjár Borgar- fjardarbrýr Fyrsta löggjafarþing Islendinga hóf störf í júlíbyrjun 1875. Þingið var í tveimur málstofum, sem enn er. Fyrsti forseti þingsins var Jón Sigurðsson, sem síðan hefur borið þann heiðurstitil í hugum kyn- slóðanna. Þetta fyrsta löggjafar- )ing stóð í tæpa tvo mánuði. Á >eim tíma vóru afgreidd 26 lög; >ar á meðal fyrstu fjárlög lands- ins, sem náðu til næstu tveggja ára, 1876 og 1877. Tveggja ára heildartekjur ríkis- ins, samkvæmt þessum fyrstu fjárlögum, vóru 580.000 krónur, að vísu alvörukrónur; en síðustu fjár- lög, sem vóru aðeins til eins árs, vóru að fjárhæð 209.000.000.000 krónur. Heildarútgjöld ríkissjóðs, bæði þessi fyrstu fjárlagaár, námu samtals 452.000 krónum. Tekjuafgangur var því um 22% áætlaðra heildartekna. Það væri hátt í 46.000.000.000 (46 milljarða) af gildandi Tómasarfjárlögum og þætti góð útkoma í dag á ríkisbú- skapnum! Ekki stafaði þessi fyrirhyggju- stefna í ríkisfjármálum af litlum framkvæmdahug. Á fyrstu þrem- ur löggjafarþingum okkar vóru sett mikilvæg fræðslulög, bæði um barnafræðslu og stofnun laga- skóla; auk annarra laga s.s. vega- laga, læknalaga, launalaga, tolla- laga, póstlaga og kirkjulaga, auk skattalaga. Árið 1879, fyrir réttum 100 árum, samþykkti Álþingi svo að segja á einu bretti byggingu 3ja stórbrúa: á Ölfusá, Þjórsá og Skjálfandafljót, og byggingu þess Alþingishúss, sem enn er nýtt. Á þessum tíma vóru íslendingar innan við 80.000 og höfðu bitminni tækni- og tækjavopn í lífsbarátt- unni. Miðað við aðstæður þá má e.tv. lflcja þessum stórbrúm, hverri um sig, við Borgarfjarðar- brú dagsins í dag — og byggingu Alþingishúss a.m.k. við þá þjóðar- bókhlöðu, sem þjóðin ætlaði að gefa sjálfri sér á 1100 ára byggð- arafmæli í landinu (1974). Bygg- ingu Alþingishússins var að fullu lokið í apríl 1881 en hornsteinn þess var lagður 9. júní 1880. Of snemmt er hins vegar að segja, hér og nú, söguna af hinni nýju þjóðarbókhlöðu. Setlög — olía og gas Bergtegundum má skipta í þrjá flokka eftir uppruna og ástandi: gosberg, ummyndað berg og set- lög. Gosberg er algengast bergteg- unda hér á landi og er sennilega víðast í berglögum sjávarbotnsins kringum landið. Ummyndað berg hefur breytzt við að grafast á mikið dýpi við háan hita og þrýsting. Það er algengt á hinum stóru meginlöndum en ekki er vitað um það hérlendis. Setlögum má skipta í 3 höfuðflokka: kalk- stein, sandstein og leirstein. Sand- steinn og leirsteinn myndast eink- um af framburði vatnsfalla, er setzt á sjávarbotn. Kalksteinn myndast að nokkru úr leifum sjávarplantna og dýra og að hluta af útfellingum sjávar. Olíulíkur í sjávarbotni tengjast þessum setlögum. Olía myndast af leifum örsmárra dýra og plantna. Þær breytast í olíu og gas á milljónum ára fyrir áhrif hita og þrýstings, er þær grafast smám saman á meira dýpi. Lágmarkshiti til olíumyndunar er talinn 60°C. Hiti yfir 200°C eyðiieggur hins vegar olíu. Jarðgas þolir meiri hita. Þar sem olía og jarðgas mynd- ast af lífrænum efnum leita menn helzt olíu í berglögum, sem eru yngri en 600 millj. ára. Reynsla hefur sýnt, að það eru berglög frá miðöld jarðar (70—230 millj. ára), svo og frá yngri tíma, sem inni- halda olíu. Talið er að yfir 80% af olíulindum jarðar hafi fundist í berglögum frá þessu tímabili. Auk framangreinds þurfa að vera fyrir hendi margháttuð skilyrði önnur til að nýtanlegar olíu- eða gaslind- ir myndist. Könnun og leit á þessu sviði hefur verið þríþætt: • — 1) Jarðeðlisfræðileg frum- könnun, m.a. á því, setlögum. • — 2) Jarðeðlisfræðileg setlaga- lagakönnun, m.a. á því, hvort jarðlagaskipan sé slík, að hún sé líkleg til að mynda olíugildrur. • — 3) Boranir til að ganga úr skugga um hvort líkleg setlög geymi olíu eða gas við aðstæður er leyfi vinnslu, tæknilega og kostnaðarlega. Hér við land hefur lítillega verið unnið á fyrsta rannsóknarstiginu. Upphaf set- laga — könnunar viö Island Á árinu 1971 heimilar þáver- andi iðnaðar- og orkuráðherra, Jóhann Hafstein, Shellolíufélag- inu í Hollandi mælingar á hafs- botni við landið, skilyrt þann veg, að íslenzkir vísindamenn fylgdust með könnunarmælingum og að könnunin veitti hvorki rétt til framhaldsathuguna né nokkurs konar vinnslu. Leyfið var veitt með bréfi, dagsettu 10. febr. 1971. Það var veitt í samráði við Rann- sóknarráð ríkisins og sérfræðileg samskipti vóru í höndum Orku- stofnunar. Dr. Guðmundur Pálmason, jarðeðlisfræðingur, fylgdist með mælingum og gaf ráðuneytinu skýrslu um fram- kvæmdina. Þetta var upphaf vís- indalegrar könnunar á hugsanleg- um olíumöguleikum hér við land. Árið 1977, 7. febrúar, skipar þáv. iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, nefnd, í framhaldi af fundi norrænna iðnaðarráðherra í Stavanger (1975), og með samþykki þáv. ríkisstjórnar, til að kynna sér og gefa skýrslu um, hvern veg Norðmenn undirbjuggu viðræður og samningsgerð um olíuleit á landgrunni Noregs. í nefndina vóru skipaðir: Árni Tryggvason, þá sendiherra í Osló, dr. Guð- mundur Pálmason, jarðeðlisfræð- ingur, og Ámi Þ. Ámason, skrif- stofustjóri í Iðnaðarráðuneytinu. Nefndin skilaði mjög ítarlegri skýrslu í marz sama ár. Meðal efnisatriða, sem skýrslan tekur til, eru: 1. Aðdragandi olíuleitar og stefnumörkun olíumála í Noregi, 2. Þarlend löggjöf og samninga- gerð á þessu sviði, 3. Leyfisveitingar og eftirlit, 4. Opinberir stjórnunarhættir olíu- mála, 5. Olíumálastefna Norð- manna, 6. Öryggismál, fiskveiðar o.fl., 7. Olíuleit norðan 62°N. Skýrslan var unnin í náinni sam- vinnu við norsk stjórnvöld og sérfræðinga, sem létu í té allar tiltækar, umbeðnar upplýsingar. Árið 1969 samþykkti Alþingi lög um yfirráð íslenzka ríkisins yfir landgrunninu (nr. 17/1969), lögin eru undirrituð af Emil Jónssyni þáv. utanríkisráðherra. Þau gera m.a. ráð fyrir því, að ráðherra geti sett reglugerð um rannsóknir og nýtingu auðæfa í landgrunninu. Slík reglugerð hefur ekki enn verið sett.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.