Morgunblaðið - 12.08.1979, Page 26

Morgunblaðið - 12.08.1979, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 Skríplarnir fara nú sigurför um landið, ef marka má móttökur plötunnar Har- aldur í Skríplalandi, sem síð- ustu vikurnar hefur veriö sölu- hæsta platan hér á landi. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að breyta nafni skríplanna í strumpar. En hverjir eru þessir strumpar og hvaðan koma þeir? Viltu gjöra svo vel aö rétta mér strumpinn Strumparnir komu fyrst fram sem teiknimyndapersón- ur í Belgíu fyrir um það bil Hver strumpur hefur sín skapgerðareinkenni En hverjir eru strumparnir? Strumparnir eru litlir bláir álfar með hvítar húfur. Þeir eru um það bil jafnháir og þrjú epli, sem lögð eru hvert ofan á annað og búa í gorkúluhúsum í Strumpaþorpi í Strumpalandi. Strumparnir eru eitt hundrað talsins og lifa mjög friðsömu og rólegu lífi undir eftirliti æðstastrumps, sem er eins konar yfirmaður í Strumpa- þorpi. Allir strumparnir líta eins út, nema æðstistrumpur, sem er aðeins frábrugðinn. Hann er Haraldur í Skríplalandi ásamt félögum sínum. Brúðurnar eru unnar af Leikbrúðulandi. varð fyrir vikið eins konar þjóðsagnapersóna í Hollandi. Hollenskur þlaðamaður fékk þá hugmynd árið 1976 að biðja föður Abraham aö koma til liðs við strumpana frá Belgíu og varð það til þess að Kartner, eða faðir Abraham, samdi lag- ið „The Smurf Song“. Lagið ýar fyrst flutt á tónlistarhátið í Berlín í Þýskalandi árið 1976 og varð strax mjög vinsælt og gefin var út heil þlata með strumplögum. Síðan gerist það að Norðmenn fá leyfi til að láta norska söngvarann Geir Börr- esen syngja strumpalögin inn á plötu á norsku og viö það uröu strumparnir mjög vinsælir í Noregi og gengu auk þess líkt og flóðbylgja yfir alla Skandin- avíu. Ósamræmi í _________nafngift_________ Útgáfufyrirtækið Steinar hf. fékk einkarétt á að gefa út hljómplötur með strumpunum á íslandi, og hafa þeir nú þegar gefið út eina plötu. Á þeirri plötu kallast þeir skríplar og syngur Haraldur í Skríplalandi þar á íslensku lög föður Abrah- STRUMPARNIR tuttugu árum og kallast þeir þar í landi „sctroumpfs". Sagt er að strumparnir hafi orðið til er belgíski teiknarinn Peyo var úti að borða með vini sínum fyrir 20 árum. Hann vann þá að gerö annarrar teiknimynda- seríu, en í henni voru nokkrir litlir bláir álfar, sem fengið höfðu nafnið strumpar. Peyo var mjög hrifinn af þessum bláu álfum og þeir áttu hug hans allan. Þegar súpan var borin fram fannst Peyo hún ekki vera nægilega sölt og er hann ætlaði að biðja vin sinn um að rétta sér saltið sagði hann: Viltu gjöra svo vel aö rétta mér strumpinn. Vinurinn varð að vonum undrandi, en um leið svo hrifinn, aö innan tíðar sátu þeir og töluðu sam- an strumpamál og þar með var strumpamálið fundið upp. Peyo, eða Pirre Culliford, eins og hans rétta nafn er, hefur náð miklum vinsældum í heimalandi sínu, og nú á seinni árum hafa vinsældir hans einn- ig náð til annarra Evrópulanda. Þrátt fyrir það að Peyo hafi hannað nokkrar aörar teikni- myndasögur, er óhætt að segja að mestra vinsælda njóti hann fyrir strumpana sína, því það er eins og þeir eigi erindi til allra. Fótboltastrumpur með rauða húfu og skegg en hinir strumparnir eru allir skegglausir og með hvítar húf- ur. En þrátt fyrir að þeir líti allir eins út, hefur hver strumpur sín skapgerðareinkenni og búa strumparnir yfir ríku til- finningalífi líkt og mannfólkið. Strumparnir geta hlegið og grátið, en þekkja ekkert vont eða Ijótt. Lífið í Strumpaþorpi er uppfullt af gæsku og velvild og búa strumparnir í sátt og samlyndi við allt og alla. Strumparnir tala sitt eigið mál, eins og áður segir og kallast það strumpamál. í stuttu máli eru helstu einkenni strumpamálsins þau að reynt er að setja orðið strumpur eða afleiddar myndir þess, svo sem strumpast, strympinn, strumpslegur, strumpugóður, í staö eins margra orða í venju- legu máli og hægt er. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru strumþarnir ákaflega líkir mannlegum ver- um og margir mannlegir veik- leikar eru á einfaldan hátt dregnir fram í dagsljósið með atferli þeirra. Strumparnir syngja sig inn í hjörtu fólksins Strumparnir eru meira en Æöstistrumpur Trúðastrumpur Vinna hug og hjörtu fólks á öttum aldri bara teiknimyndapersónur, því árið 1977 ákváðu þeir að leggja út á söngbrautina og hafa nú farið sigurför um heiminn og sungið sig inn í hjörtu fólks á öllum aldri. Á síðasta ári var gefin út í mörgum Evrópulöndum hljómplata með „Father Abr- aham and the Srnurfs" eða föður Abraham og strumpun- um og náðu hún mjög miklum vinsældum, hvar sem hún fór, einkum þá lagið „The Smurf Song“, sem gefið var út á tveggja laga plötu og endaði eftir árið sem önnur söluhæsta tveggja laga plata ársins 1978 í Englandi. Faðir Abraham, eða Pierre Kartner eins og hans rétta nafn er, er af hollenskum uppruna og hafði náð tölu- verðum vinsældum í heima- landi sínu áður en hann gekk til liðs við strumpana frá Belg- íu. Árið 1970 kom Kartner fram í hollenska sjónvarpinu í gervi rabbía og söng þá um föður Abraham og synina hans sjö og varð það mjög vinsælt. Síðan söng hann hvert lagið á fætur öðru við góðar undir- tektir og kom alls staðar fram sem hinn góði öldungur og Peyo, sem teiknaö hefur strumpa í tuttugu ár. ams og eins og áður segir hefur platan fengið mjög góðar viðtökur hér á landi og ráðgert er að önnur plata komi út í haust, en þar verða skríplarnir kallaðir strumpar. Ástæðan fyrir þessu ósam- ræmi í nafnagift er sú, að það er Iðunn, sem hefur einkarétt á að gefa út teiknimyndabæk- urnar um strumpana, en Stein- ar hf. gefur út hljómplöturnar. Forráðamenn Steinars og Ið- unnar vissu hvorugir að hinum er þeir voru aö undirbúa útgáf- ur sínar á þessum litlu bláu affum, þar sem leyfin fyrir réttindum á útgáfu hljómþlötu og bóka eru ekki á sömu hendi erlendis, þ.e. útgáfuréttur hljomplötunnar er hollenskur en þókanna belgískur. Búið var að fullvinna útgáfur beggja er vitnaðist að skríplar og strumpar voru í raun og veru það sama og var því engu hægt að breyta. Að sögn forráðamanna í útgáfufyrirtækinu Steinari hf. hyggjast þeir nú breyta skríplanafninu í strumpar, þar sem eðlilegast sé að Viafa aðeins eitt nafn yfir þessar fígúrur hér á íslandi. Þeim hafi þótt eðlilegra að breyta nafn- inu hjá sér, þar sem Iðunn hafi verið búin að ganga frá þýð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.