Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 MORö'dNí- KAffinu GRANI GÖSLARI 232.0 gs eg kiAffiÉÉÉtÉáAi QOkÁi Þú verður að klippa neglurnar á tánum! Þessi pels kom nánast óvænt upp í hendurnar á mér: Ég skrapp niður á skrifstofuna til mannsins míns og þá stóð lyk- illinn f peningaskápnum! Þið skuluð ekkert vera að hugsa um fallhlífina, ég er með hana aðeins vegna þess hve móðir mín er áhyggjufull! Að hjálpa ungum sem öldruðum að eignast húsnæði við sitt hæfi Nú ekki fyrir alis löngu kom út skattskráin og þótti mönnum þar sitthvað um álögur ríkisins. Sumir máttu vart vatni halda af bræði yfir armlengd skattakruml- unnar sem læðist ofan í hvers manns vasa, en með mismunandi offorsi þó. En aðrir undu glaðir við hlutskipti sitt, og jesús-maríuðu sig að hafa ekki fengið meira. Þó var rætt um það, að hækkun fasteignaskattsins hefði komið illa niður á einum hópi láglaunafólks, og þar er átt við gamalt fólk sem komið er á eftir launaaldur en á miklar fasteignir. Þetta fólk á miklar eignir, sem það verður að greiða mikla skatta af, en á erfitt með að greiða vegna þess að það hefur ekki neina tekjur að undan- skildum eftirlaunum og öðru slíku. Þetta er ekkert einstakt vanda- mál sem stendur eitt og sér án tengsla við annað í þjóðfélaginu. Þetta vandamál á sér bæði orsakir og afleiðingar sem forvitnilegt væri gæti verið að huga að. Þetta vandamál tengist þeirri umræðu sem ekki fyrir alls löngu fór fram um þéttingu byggðar í Reykjavík. Þar var rætt um það að það gæti reynst byggðarlaginu dýrt að færa byggð Reykjavíkur út. Til að sneiða hjá því um stundarsakir átti að fórna óbyggð- um svæðum undir byggingar á næstu árum. Það er mikil skamm- sýni að ætla nú að leggja undir byggingar þessi svæði sem eru nauðsynleg til að mæta sérstökum þörfum sem kynnu að koma upp síðar á þroskaferli borgarinnar. • Hjálpa öldruðum að skipta um íbúðir Það er talað um að gömlu bæjarhverfin séu orðin dauð, þar býr gamalt fólk en barnafólkið býr allt í Breiðholtinu. Það er dýrt að BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Leikur Danmerkur við Frakk- land á Evrópumeistaramótinu í Lausanne vakti mikla eftirtekt enda cinn af mikilvægustu leikj- um mótsins. Daninn Steen Möller var af fjölmörgum áhorfendum talinn maður leiksins og íspilinu að neðan sýndi hann tilþrif svo um munaði. Norður gaf, allir á hættu. Norður S. K43 H. KD632 T. 42 L. KG4 Austur S. DIO H: 4 T. KG106 L. Á109875 Suður S. Á9765 H. G95 T. 9753 L. 3 A báðum borðum varð vestur sagnhafi í þrem gröndum en norður opnaði á einu hjarta og suður studdi litinn. Útspil hjarta- kóngur. Ekki liggur fyrir hvernig Frakkinn spilaði spilið. En hann fékk aðeins sex slagi, þrír niður og 300 til Danmerkur. Steen Möller tók hjartakónginn með ás en suður kallaði með níunni. Hann spilaði síðan strax laufsexi og áhorfendur héldu að sér andanum meðan Steen hugsaði um hvað gera skyldi þegar norður lét fjarkann. En hann lét sjöið og stuðningsmenn Danmerkur önd- uðu léttar. Þá gat Steen staðið 8 slagi en sá níundi var ekki í augsýn og ekki var í önnur hús að venda en að biðja Frakkann um hjálp! Og spaðaslagur myndi nægja. Hann spilaði spaðatíunni, sem norður drap með kóng og spilaði hjárta einmitt eins og Steen hafði vonað. Suður spilaði aftur hjarta, drottning og norður spilaði fjórða hjartanu en þar með hafði Steen fengið tvo hjartaslagi og spilaði þá spaða á drottninguna. Suður varð að taka slaginn en gat aðeins spilað spaða eða tígli og spaðagos- inn varð níundi slagurinn. 600 til viðbótar þýddi drjúgan skammt af impum og vóg þungt í naumum sigri Danmerkur. Vestur S. G82 H. Á1087 T. ÁD8 L. D62 -w- • i i A A r,mr Lveiyn Anthonv Lausnargjald 1 Persiu., við hlið yðar svo að þér skuluð ekki reyna að. viðhafa nein brögð. Þurrkið yður um augun. Hann rétti henni vasaklútinn sinn. — Svona. Nú komum við út. Þau stóðu saman inn f síma- klefanum. Eileen valdi númerið og hann stakk pening í. — Og athugið það, sagði hann — að gera nú ekkert sem gæti vakið grunsemdir. — Ég geri það ekki, sagði hún og leit á hann og hélt dauðahaldi um símtólið. — Það eina sem ég bið um er að ekkert komi fyrir Lucy. Hún bað um að fá að tala við Bridget. Skelfingin skírði hug hennar. Ilún hugsaði hratt og með kænsku hins örvæntingar- fulla. írland. öryggi Meath. — Biddy.Heyrðu mig nú. Ég þarf að fara f burtu f nokkra daga. Já það er út af því sem ég var að minnast á við þig. Þú skalt engar áhyggjur hafa, ég bjarga því einhvern veginn. Lucy læsti sig óvart inni. Nei, nei. — Vertu ekkert hrædd. Það var bara óheppni. Fáðu bara lásasmið í hvelli. Auðvitað ér ég viss. Það er allt í fína lagi. En ég ætla að biðja þig að fara með hana til Meath. Miðarnir verða sendir heim seinnipartinn í dag. Láttu pabba vita að þið séuð að koma og segðu honum að ég komi svo eftir nokkra daga. Já, Biddy vinan, þetta er út af hr. Field. Ég skal skýra það allt fyrir þér þegar ég kem. Segðu Mario að ég hafi farið frá London í nokkra daga og að ég fari síðan rakleitt til Irlands. Það er engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur og svo sé ég ykkur fljótlega. Þú sérð um að Lucy líði vel. Hún hengdi upp tólið og það setti að henni þungan grát. Peters gaf henni fáein andartök til að jafna sig. — ókei sagði hann. — Þetta var allt í lagi. Komið nú. Fólk var á ferð fram og aftur. Hann tók utan um grát- andi konuna og leiddi hana inn í bflinn. Resnais horfði á þau og veitti því athygli hve fanginn þeirra hafði ljómandi fallega fætur. Hann hafði ekki fengið tfma til að skoða hana almenni- lega. — Keyrðu út á völlinn. Og ekki of hratt. sagði Peters. Hann kveikti sér í sígarettu. Eileen hallaði sér aftur á bak í sætinu og augun voru iokuð. Þegar hann horfði á hana mundi hann allt f einu eftir konunni sem hafði setið við hlið hans í vélinni frá Teheran. Frá því hann sá hana inni í barna- herberginu nokkru áður hafði hann haft á tilfinningunni að hann hefði séð hana áður. Og ekki aðeins af myndum sem hann hafði kannað þegar hann var að undirhúa ránið á barn- inu hennar. Janet Armstrong átti pant- aða svftuna á Hilton. Logon hafði tekið á móti henni á flugvellinum og ekið henni á hótelið. Hann hafði hugsað með sér að hún liti glæsilega út, klædd hvítri dragt og með silfurlitað hárið sem glampaði í kvöldsólinni. Hann hafði látið senda blóm inn til hennar og hún var hin glaðasta. — Þetta er eins og í blóma- búð. Logan, þú ert yndislegur. Uún kom til hans og kyssti hann á munninn. Hann þreif utan um hana af ástrfðu. Það þurfti ekki nema smásnertingu til þess að löngun þeirra væri vakin. En hún dró sig úr faðmi hans og hló. — Hver hefur verið í næt- ursvelti? Gefðu mér augnablik ástin mín. Mig langar að fá mér drykk fyrst. Ekkert óþarfa skrúð — bara komið hreint fram og hún talaði eins og karlmaður. Það var afstaða sem æsti hann verulega. — Ég pantaði kampavfn, sagði hann. — Það er ekki laust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.