Morgunblaðið - 11.10.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979
7
Nýir formenn í
A-flokknum?
Ný þjóðmál, málgagn
eftirhreyta „Samtaka
frjálslyndra og vinstri
manna“, fjallar á dögun-
um um það sem blaðið
kallar „forystukreppu",
sem „bíði við bakdyr“
bæði Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags. „Það er
fullyrt í Alþýðuflokkn-
um,“ segir blaðið, „að
Benedikt Gröndal hljóti
sem flokksformaður ekki
meiri stuðning en svo aö
hann yrði ekki endurkjör-
inn á flokksþingi, jafnvel
þótt hann gæfi kost á
sér.“ Blaðið segir líklega
til að taka við for-
mennsku í Alþýðuflokkn-
um þá Kjartan Jóhanns-
son, varaformann flokks-
ins, Sighvat Björgvins-
son, formann þingflokks-
ins, og Vilmund Gylfason,
„sem telur sig hafa unnið
alþingiskosningarnar
fyrir flokkinn", eins og
blaðið orðar það.
Þá víkur blaðið brandi
sínum að Alþýðubanda-
laginu. „Heyrst hefur,“
segir það, „að Lúðvík
Jósepsson hyggist ekki
sitja lengi sem formaður
flokksins." Formanns-
kandídatar eru taldir
fimm: „Er hór um aö
ræöa ráöherrana þrjá,
Ragnar Arnalds, Hjörleif
Guttormsson og Svavar
Gestsson, — varafor-
mann flokksins, Kjartan
Ólafsson, og formann
framkvæmdastjórnar,
Ólaf Ragnar Grímsson
(kannski er ósanngjarnt
að gleyma Guðmundi
J.)“
llla
agaöur
gagnfræöa-
skóli
Tíminn lýsir samstarfs-
flokkum á þennan veg í
leiðara í gær: „Alþýðu-
flokkurinn og Alþýðu-
bandalagið breyttu Al-
þingi á sl. vetri í mál-
fundafélag í illa öguðum
gagnfræðaskóla. Mál
komust ekki fram vegna
illdeilna, yfirlýsinga og
málþófs. I sumar fóru
þeir í sandkassaleik...“
Segja má að aðrir hafi
ekki betur rökstutt en
ritstjóri Tímans gerir hér,
hvers vegna ríkisstjórnin
hlaut að fara frá til þess
að nýtt þing yrði ekki
sams konar skrípaleikur
og hið fyrra, vegna ósam-
Lúðvík
komulags og stefnuleysis
stjórnarflokkanna.
Tíminn þarf því ekki aö
vera hissa á því þó „Al-
þýöuflokkurinn dragi ráð-
herra sína úr ríkisstjórn-
inni — og einn þeirra
sárnauðugan —“, eins og
blaðið orðar það.
Til þess að taka af
allan vafa í þessu sam-
bandi lýsir Tímaritstjór-
inn stjórnarfari genginna
missera svo: „Mest hefur
borið á hinum stöðugu
skærum „sigurflokk-
anna“ tveggja, Alþýðu-
flokksins og Alþýðu-
bandalagsins. Það mætti
segja að ýmsir kratar hafi
viljað vel — en ekkert
getað, en kommarnir hafi
bæði staðið gegn aðgerö-
um gegn veröbólgunni
og haft burði í sér til að
tefja fyrir og drepa um-
bótamálum á dreif.“
Æsingar,
falsanir
og rang-
færslur
Ritstjóri Tímans hefur
enn ekki afgreitt sam-
Benedikt
starfsflokka Framsóknar
og hnýtir við þessu gull-
korni:
„í fyrra unnu þessir
sjálfskipuðu „verkalýðs-
flokkar“ mestu kosn-
ingasigra stjórnmálasög-
unnar með því að þyrla
upp slíku moldviðri æs-
inga, fölsunar og rang-
færslna — ásamt skefja-
lausri misbeitingu laun-
þegasamtakanna — að
slíks eru engin dæmi. En
ekki gátu þeir komið sér
saman um ríkisstjórn,
þrátt fyrir allar yfirlýs-
ingarnar um „samning-
ana í gildi“, „kjarasátt-
málann" og allt það. —
Það varð hlutverk Fram-
sóknarflokksins að leiða
þessa flokka til ábyrgrar
stjórnar...“
Þessi „ábyrga stjórn",
sem Tíminn tíundar hér,
er einhver sú vesælasta
vandræðastjórn sem um
getur á vesturhveli jarð-
ar. Hún skilur eftir sig
dýrt ár óráðsíu, eyðslu og
skattheimtu, en þó fyrst
og fremst mögnun
vandamála, sem eiga eft-
ir aö brenna á baki þjóð-
arinnar lengi enn.
Heimsmeistaramótið í bridge:
Bandaríkjamenn
fara vel af stað
Ríó dc Janeiro, 10. okt.
TVEIMUR umferðum er lokið í
heimsmeistaramótinu í bridge og
er bandaríska sveitin efst með
fullt hús stiga, eða 40 stig.
Sveitin er skipuð mjög þekktum
spilurum og má þar nefna Eddie
Kantar, Bili Eisenberg, Paui
Soloway og Bob Goldman.
Sveitirnar, sem keppa, eru frá
Bandaríkjunum, ítaliu, Ástralíu,
Taiwan, Brazilíu og Mið-Ameríku.
í fyrstu umferð spilaði banda-
ríska sveitin gegn Brazilíu sem
unnið hefir titilinn sl. 3 ár.
Spiluðu Bandaríkjamennirnir
mjög vel og sigruðu örugglega
20—0. ítalir spiluðu gegn Taiwan
og í hálfleik var leikurinn í
jafnvægi en Italir voru sterkari á
endasprettinum og unnu leikinn
17—3. í þriðja leiknum unnu
Ástraliumenn nauman sigur á
Mið-Ameríku 11—9.
í annarri umferð unnu Banda-
ríkjamenn Taiwan 20—0. ítalir
urðu að láta í minni pokann fyrir
Áströlum 6—14 og heimsmeistar-
arnir fyrrverandi, Brazilíumenn,
unnu Mið-Ameríku 16—4.
Bandaríkjamenn eru í efsta sæti
eins og áður segir með 40 stig,
Ástralíumenn eru með 24 stig og
ítalir með 23 stig.
AUGLÝSING
UM INNLAUSNARVERD
VERDTRVGGÐRA
SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR LOKAGJALDDAGI INNLAUSNARVERÐx) 10.000 KR. SKÍTREINI
1967-2.FL. 20. október 1979 kr. 473.222
») Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðla-
banka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
SALA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA í 2. FLOKK11979 STENDUR
YFIR OG ERU SKÍRTEININ ENN FÁANLEG HJÁ SÖLUAÐILUM.
Reykjavík, október 1979
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Fáksfélagar
Geldinganesið verður smalað, laugardaginn 13.
október n.k. og veröa hestar í rétt kl. 13—14. Það er
áríðandi að hestaeigendur komi og taki þá úr Nesinu.
Bílar verða til hestaflutninga á staðnum.
Þeir, sem ætla að hafa hesta sína á vetrarfóðri á
Ragnheiðarstöðum, geta þá fengið hesta sína flutta
þangaö austur.
Hestamannafélagiö Fákur.
RENAULT14
Hef ur kosti stóru bílanna, en
rekstrarkostnað litlu bílanna.
Renault 14 er rúmgóöur og þægilegur bíll, meö 1218 cc vél sem gefur 57 bhp DIN.
Renault 14 er eyðslulítill bæði í bæjarakstri sem og úti á þjóðvegum. Eyðsla 6,4 lítrar á
100 km. ef ekið er stöðugt á 90 km hraða. Pú gerir vart hagkvæmari bílakaup i dag.
RENAULT
skreffi á undan
KRISTINN GUÐNASQN HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
SNID
OFNAR
Sniðnir eftir yðar þörfum
7 hæðir (frá 20—99 cm). 1
Allar lengdir. V
Margra ára reynsla hér á landi.
Henta bæði hitaveitu og olíukyndingu.
Sænskt gæöastál.
Stenst allar kröfur íslensks staöals.
Hagstætt verð.
Efnissala og fullunnir ofnar
Skipholt 35 — Sími 37033
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU