Morgunblaðið - 11.10.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 11.10.1979, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 Ármann "W _ r 11 *| Þett byggð - Byggmgaríðnaður Nú fjalla alls kyns ráð og nefndir og deila um þéttingu byggðar í Reykjavík en á meðan getur bygg- ingariðnaðurinn beðið eða réttara sagt hætt starfsemi. Öll þessi umræða, sem átt hefur sér stað síðustu mánuði og nánast allt þetta ár, er nánast grátbrosleg. Það er verið að deila um e.t.v. 400—600 íbúðir, sem nær vart helmingi þess sem þurft hefði að úthluta á þessu ári í Reykjavík, en sem kunnugt er hefur aðeins sára- fáum aðilum veirð úthlutað lóðum. Þeim fáu lóðum, sem úthlutað var (eftir hlutkestisaðferðinni) var út- hlutað til einstaklinga og virðist hin nýja meirihlutastjórn í Reykjavík ætla að feta dyggilega í fótspor fyrri stjórnar í því atriði að hafa reykvískan byggingariðnað heimilisiðnað borgarbúa. Þó með þeirri undantekningu að sjálfsögðu að stjórn Verkamannabústaða f ékk úthlutað á Eiðsgrandasvæð- inu nú í sumar til undirbúnings að byggingu á næsta ári. Sú stofnun mætir þeim sjálfsagða skilningi yfirvalda að tíma þarf til þess að undirbúa byggingarframkvæmdir, ekki síður en við skipulagningu svæða, áður en framkvæmdir hefj- ast. Þau byggingarfyrirtæki, sem undanfarin ár hafa byggt íbúðir fyrir hinn almenna frjálsa markað, hafa raunar yfirleitt ekki getað vænst þess, þar sem lóðaúthlutanir hafa gjarnan verið að vorlagi til byggingar sama ár. Nú aftur á móti virðist eiga að þurrka þessi fyrirtæki út í Reykjavík að fullu, þ.e. hætta með öllu að úthluta þeim lóðum. Sumir gætu e.t.v. sagt að þessi fyrirtæki geti þó alténd byggt sambýlishús fyrir verkamanna bústaðakerfið og er því rétt að það komi fram að sú stofnun mun hafa ákveðið að verða nýtt vegagerðar eða hafnargerðarbákn og fram- Nokkur orð um þéttingu byggðar í Reykjavík kvæmir nú sjálft sínar fram- kvæmdir, enda þótt vissir undir- þættir séu enn boðnir út til undir- verktaka. Á það bæði við um þau fjölbýlishús, sem nú eru í byggingu á vegum stofnunarinnar og þá raðhúsabyggð, sem hún hefur ný- lega hafið byggingu á. Það er því ekki um annað að ræða fyrir þá byggingarverktaka, sem hafa sér- hæft sig í byggingu íbúðarhúsa í Reykjavík undanfarna áratugi, en annaö hvort að loka eða leita til nágrannabæjanna, sem sýnt hafa skilning á byggingariðnaði sem atvinnugrein undanfarin ár. Þétting byggðar í Reykjavík er að mati undirritaðs stórmál og má þar ýmislegt gera. Fyrirtæki það, sem hann veitir forstöðu, var atað auri fyrir örfáum árum fyrir að láta sér detta í hug að byggja á horni Grensásvegar og Hæðar- garðs, sem hafði þá um margra ára skeið verið forarhorn, að hluta nýtt sem bílastæði fyrir stórvirk jarð- vinnutæki og vörubíla. Því aurkasti lauk um síðir og á horninu reis byggð íbúða, sem e.t.v. er nokkurt framlag í þá átt að finna manneskjulegt form íbúða, lága þétta byggð þar sem það á við. Undirritaður sótti um snemma s.l. vor að fá að byggja sérstætt háhýsi fyrir eldri borgara á einum af þeim svæðum, sem nú hafa komist í sviðsljosið, þ.e. uppi á háhæð Laugarássins, sem virðist vera svæði sem greinilega hefur orðið útundan, enda upphaflega ráðgert að byggja þar fimm háhýsi, sem aðeins urðu þrjú, einhverra hluta vegna. Þar mátti sem sagt samkvæmt upphaflega skipulaginu bæta við u.þ.b. eitt hundrað íbúð- um. Við þessari umsókn hefur ekkert svar borist, en svo brá við að þessu svæði var þegar bætt við sem athugunarsvæði og er nú einna helst ráðgerð þar lág og þétt byggð. rökstuðningur ráðamanna fyrir lágri og þéttri byggð á þessum stað mun vera útsýnissjónarmið. Spurn- ing vaknar, hvort ekki eigi þá um leið að brjóta niður þau þrjú háhýsi, sem þarna standa, svo þau skyggi ekki á útsýnið fyrir lágu, þettu byggðinni, sem þarna er ætlað að rísa. Gaman væri í alvöru að fá upplýst fyrir hverja væri verið að spá í útsýni, hvort það væri fyrir væntanlega íbúa viðbótarbyggðar eða þá sem búa í hlíðunum neðan við hæðina. Undirritaður skilur ekki svona rökstuðning, en vera má að einhver, sem les þessar línur, skilji hann og er sá vinsamlegast beðinn um að koma til hjálpar. Um hin fjögur svæðin, sem til umfjöllunar eru, verður ekki sér- staklega fjallað hér. Það eru allt svæði, sem virðast hafa verið fundin til þess aðallega að beina athyglinni frá hinu raunverulega vandamáli, þ.e. því að tryggja nægilegt framboð byggingarsvæða til eðlilegrar aukningar og endur- nýjunar borgarinnar. Því miður náði fyrrverandi stjórn því ekki síðustu 6—7 ár að uppfylla að fullu þessa sjálfsögðu kröfu, en hún sýndi þó góða viðleitni í þá átt og viðurkenndi að gera þyrfti betur og 23 íbúöir á hálfum hektara. að því var stefnt. Núverandi borg- arstjórn virðist stefna að því að takast ekki á við þetta vandamál og slá ryki í augu borgaranna með því að taka upp sem vandamál þétt- ingu byggðar um allt að sex hundruð íbúðum, en á meðan það er í athugun er öðru slegið á frest. Óvönduð vinnubrögð hitta okkur sjálfa fyrir, fyrr eða síðar. Af þeim hólmi verður ekki flúið sbr. hús- ganginn gamla. Hvað fer sem það flygi það er hún lygi en þótt hún fari hraðar en sjónin má sjá fer sannleikurinn eftir og mun henni ná. Við skulum vona að núverandi stjórnvöld í Reykjavík taki sig á og geri raunhæft átak í því að gera ný svæði byggingarhæf sem fyrst, svo i að fyrrnefndur húsgangur verði ekki sannur eftirmáli um skipu- lagsmál hennar þegar kjörtímabil- ið rennur út. Um þéttingu byggðar í borginni má annars margt segja og Reykjavík er mjög dreifð borg. Þau eru mörg hornin og götubitarnir, sem eru óbyggðir ásamt nokkrum svæðum þar sem fyrirhuguð er íbúðarbyggð, en hefur ekki hafist. Dæmi má nefna t.d. umhverfis hinn nýja miðbæ í Kringlumýri, en þar er gert ráð fyrir nokkur hundruð íbúðum eða svo smærra dæmi sé nefnt t.d. gamla Framvöll- inn við Skipholt, en þar má eðlilega byggja a.m.k. nokkra tugi íbúða. Þegar valdir sérfræðingar huga Ágæt frammistaða íslenzkra unglinga á skákmótum erlendis bað gerist stöðugt algengara að islenskir skákmenn taki þátt í skákmótum á erlendri grund, enda hefur öllum tegundum móta fjölgað gifurlega á síðast- liðnum áratug. Þeim alþjóðlegu mótum sem hefur án efa fjölgað mest á þessu tímabili eru ýmiss konar ungiingamót. Ástæðan fyrir þessu er sú að augu áhrifamanna um skákmál víðs vegar um heim hafa opnast fyrir því hversu mikilvægt það er fyrir framtíð skáklistarinn- ar að hyggja i tíma að þvi að veita hæfum efnivið nauðsyn- lega skólun og reynslu. Sá tími er að líða undir lok er ætlast var til þess að tilvonandi stórmeistarar stykkju því sem næst útsprungnir út úr hýði sínu, svo sem Morphy og Capablanca, án þess að fá nokkrar leiðbeiningar eða til- sögn nema frá sjálfum sér. Tími undrabarnanna er þó auðvitað ekki liðinn undir lok, en á skákmótum nútímans eru kröf- urnar sem gerðar eru til hinna fremstu svo miklar að þeim er ekki eingöngu hægt að full- nægja með snilligáfunni einni saman. Erlendis, s.s. í Sovétríkjunum, Englandi og víðar, er reynt að finna hæfileikaríka skákmenn sem allra yngsta og þeim síðan fenginn þjálfari eða leiðbeinandi eftir atvikum. Efni eru fundin með því að halda mót fyrir sem alyngsta aldursflokka í þessu skyni og fræg er keppnin um hvíta hrókinn í Sovétríkjunum, en í henni taka árlega þátt milljónir skólabarna. Hérlendis hefur verið stigið stórt skref. í þessa átt með tilkomu Grunnskólakeppninnar svonefndu, sem fór fram í fyrsta sinn í fyrra. Sú keppni þótti takast með afbrigðum vel, enda hafa íslendingar aldrei verið eftirbátar annarra þjóða á skák- sviðinu þrátt fyrir fámennið. Sífellt fleiri unglingar eru sendir til keppni erlendis. Slíkar ferðir hafa tekist að jafnaði mjög vel og hafa þær sýnt að íslenskir unglingar standa a.m.k. jafnfætis jafnöldrum sínum ytra. I síðasta mánuðu tók t.d. sveit Álftamýrarskóla í Reykjavík þátt í Norðurlandamóti grunn- skóla sem fram fór að þessu sinni í Noregi. íslenskar sveitir hafa tvívegis tekið þátt í þessu móti áður, sveit Hvassaleitis- skóla sigraði árið 1977 og að þessu sinni átti Álftamýrar- sveitin titil sinn að verja frá því í fyrra. Það tókst vonum framar, sveitin hlaut 16 vinninga af 20 mögulegum og sigraði örugglega, Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON tveimur og hálfum vinningi á undan dönsku sveitinni sem kom næst. íslensku piltarnir tóku þegar forystu eftir aðra umferð keppn- innar, höfðu þá lagt að velli Svíana, 3 — og norsku B-sveitina 3—1. Þeir hófu síðan annan dag keppninnar með því að vinna norsku A-sveitina á öllum borðum, en misstu síðan einn og hálfan vinning niður gegn Finnum í fjórðu umferð. í síðustu umferð átti sveitin síðan í höggi við Dani og þurftu hinir síðarnefndu að vinna þá keppni til þess að hljóta efsta sætið, þar sem þeir höfðu' 12 % vinning fyrir síðustu umferð, en íslenska sveitin 13. En allt kom fyrir ekki hjá Dönum, þeim tókst aðeins að ná einum vinningi þannig að íslenska sveitin varð hæst að vinningum, auk þess sem hún vann allar keppnir sínar. Endan- leg röð var þessi: 1. Álftamýrarskóli, Reykjavík, 16 vinningar af 20 möguleg- um. . 2. Danmörk, N. Zahles skole, Kaupmannahöfn, 13% v. 3. Finnland, Tapioan Koulu, Helsinki, 11% v. 4. Noregur, A-sveit, Hoyland ungdomssk., Sandnesi, 10% v. 5. Noregur, B-sveit, Hinna ung- domssk., Stavangri, 5 v. 6. Svíþjóð, Prástángskolan frá Eksjö, 3% v. íslensku sveitina skipuðu þeir Jóhann Hjartarson, sem hlaut 5 v. úr 5 skákum, Árni Árnason, sem hlaut 2% v. af 5, Páll Þórhallsson með 3% v. af 5 og Lárus Jóhannesson sem vann allar fjórar skákir sínar. Vara- menn voru þeir Gunnar Freyr Rúnarsson sem tefldi eina skák og vann hana og Matthías Þorvaldsson. Liðsstjóri sveitarinnar var Ólafur H. Ólafsson og farar- stjóri Ragnar Júlíusson. Islensku piltarnir höfðu einnig yfirburði í hraðskákmóti sem fram fór samhliða mótinu. Jóhann Hjartarson sigraði með yfirburðum í einstaklingskeppn- inni og Álftamýrarskólasveitin var einnig langefst er reiknaður var árangur fjögurra efstu manna úr hverri sveit. Við skul- um nú líta á eina skák frá aðalkeppninni, úr viðureign Islands og sænsku sveitarinnar: Hvítt: Páll Þórhallsson Svart: Johan Andersson skozki leikurinn 1. e4—e5, 2. Rf3-Rc6, 3. d4 —cxd4, 4. Rxd4 —d6, 5. Rc3—Bd7? (Þessi leikur þjónar litlum tilgangi þar sem hvítur hefur ekki leikið Bb5) 6. Be3—Rf6, 7. Be2-Rxd4, 8. Dxd4!-Be7, 9. 0-0-0-Be6. (Upphafið á algjörlega rangri áætlun. Svartur varð að sætta sig við þrönga stöðu sína og hróka.) 10. h3—c6, 11. F4-d5?, 12. f5—Bc8, 13. e5 —Rd7, 14. e6—Rf6. (Þessi leikur er miklu öflugri en 15. exf7+—Kxf7, 16. g4—c5! Nú væri 15... .c5 hægt að svara með 16. Da4+) fxe6,16. g5—c5,17. Dh4—exf5, 18. gxf6—Bxf6,19. Bb5+—Bd7, 20. Bxd7+ —Dxd7,21. Del—Bxc3, 22. Dxc3-Hc8, 23. De5+—Kf7, 24. Hxd5 og svartur gafst upp. Kornungur skákmaður úr Reykjavík, Karl Þorsteins að nafni, tók þátt í alþjóðlegu skákmóti fyrir unglinga í Puerto Rico í sumar. Mótið var haldið í tilefni af hinu alþjóðlega barna- ári og var opið öllum skákmönn- um fæddum 1. janúar 1964 og síðar. Hér var því um nokkurs konar óopinbert heimsmeistara- mót fyrir þennan aldursflokk að ræða, en eins og gengur skárust margar þjóðir úr leik með að senda þátttakanda. Tefldar voru níu umferðir eftir Monrad-kerfi og varð Karl hlutskarpastur, hlaut sjö og hálfan vinnig af níu mögulegum, sem er frábær árangur. Karl vann sex skákir og gerði þrjú jafntefli. Árangur hans er mjög athyglisverður, ekki sízt fyrir þær sakir að þetta var frumraun hans á alþjóðlegum vettvangi. Röð næstu manna varð þessi:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.