Morgunblaðið - 11.10.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979
15
að þéttingu byggðar, þarf að sjáíf-
sögðu að huga að því hvernig
skólamálum, íbúaskiptingu o.s.frv.
er háttað í viðkomandi hverfi.
Mannanna verk standa ekki að
eilífu og við byggjum aðeins fyrir
nánustu framtíð, m.a. þess vegna
er engin þörf á að einblína á að
ákveðið hverfi sé t.d. einbýlishúsa-
hverfi, ef aðrar aðstæður réttlæta
t.d. háhýsi (sem nú virðist vera
bannorð sem stendur) á að sjálf-
sögðu að byggja sem hagkvæmasta
byggð fyrir hverfið.
Þétting byggðar er málefni, sem
yfirvöld og einstaklingar verða
alltaf að vera vakandi fyrir, en það
getur eðli málsins samkvæmt ekki
komið í staðinn fyrir ný íbúðar-
hverfi í höfuðborg Islendinga, sem
verða að vera til staðar ef tryggja á
jafnvægi í byggð landsins í stað
hrörnunar höfuðborgarinnar.
Að lokum er athyglisvert að
íhuga, að núverandi stjórn borgar-
innar virðist aðallega huga að
einbýlishúsahverfum fyrir efnaða
borgara. Þrátt fyrir allar dylgjur
um að einbýlis- eða raðhúsabyggð
þurfi ekki að vera dýrari en
sambýli, er það einföld staðreynd
að slíkt verður aldrei, nema þá með
lægri gæðum í fyrrnefndri gerð
íbúða. Lóðir, grunnar og þök eru
kostnaðarsöm atriði, sem ekki
verða samnýtt í einkanotkun.
Mikilvægasta atriðið er þó, það
að byggingariðnaði verði gert kleift
að þróast í Reykjavík eins og t.d. á
Akureyri og íbúarnir leystir frá
þeim klafa, sem íbúðarbygging sem
tómstundavinna er. Það verður
ekki gert með hlutkestisaðferð.
2.-3. Adjanto (Indónesíu) og
Ballicora (Argentínu) 7 v. 4.-6.
Rames (Líbanon), Dominiguez
(Dóminikanska lýðv.) og Granda
(Perú) 6Vfe v.
Þetta eru vafalaust allt nöfn
sem við eigum eftir að heyra
aftur síðar, en athyglisvert er
hversu vel unglingar frá Asíu og
þeim löndum Suður-Ameríku
sem skemmra eru á veg komin
hafa staðið sig á unglingamótum
að undanförnu.
Karl hefur látið mér í té eina
af skákum sínum á mótinu. Að
vísu er hún ekki gallalaus en
hins vegar bráðskemmtileg eins
og oft þegar ungir og sókndjarfir
skákmenn eiga í hlut.
Hvítt: Sonez, Argentínu
Svart: Karl Þorsteins
Drottningarpeðsbyrjun
1. d4—Rf6, 2. Rf3-e6, 3.
c3—e5, 4. Bg5 — b6, 5. e3—Bb7,
6. Rbd2—Be7, 7. Bd3-0-0, 8.
Dc2-h6?!
(Betra var 8.... g6, en sjöundi
leikur svarts var einnig
ónákvæmur. Bezt var 7.... d6 8.
Dc2—Rbd7)
9. h4!-Rc6, 10. Bxf6-Bxf6,
11. Re4—cxd4,12. Rfg5-dxc3?
(Nauðsynlegt var 11.... g6, en
það skal hins vegar viðurkennt
að ef Karl hefði farið að þeim
ráðum hefði hann sennilega ekki
unnið skákina).
13. Rd6?
(Hvítur hefði hér getað unnið
mann með því að leika 13. Ba6!
þar sem svartur á ekkert betra
svar en 13.... He8)
De7,14. Bh7+
(Hugmynd hvíts er athyglisverð,
en ófullnægjandi. Svartur var
einnig kominn yfir það versta
eftir 14. Rxb7—Rb4)
Kh8, 15. Bg8-g6, 16.
Rdxf7+—Hxf7, 17. Bxf7-cxb2,
18. Hdl—Re5,19. Kfl-Hc8,20.
Dbl —Bxg5, 21. hxg5 —Dxg5,
22. Hh2—Ba6+23. Kgl-Rxf7,
24. Dxb2 —Kg8,
25. Hxd7—Db6!, 26. Dxb5-Hcl+
og hvítur gafst upp.
★
Þess má að lokum geta að
fljótlega halda fimm ungir piltar
utan til þátttöku í heims-
meistaramóti unglingasveita
fyrir 16 ára og yngri, en keppnin
fer fram í Viborg í Danmörku.
Vil ég nota tækifærið og óska
þeim góðs gengis á mótinu, en
sveitin er þannig skipuð: Jóhann
Hjartarson, Elvar Guðmunds-
son, Jóhannes Gísli Jónsson og
Karl Þorsteins úr Taflfélagi
Reykjavíkur og Björgvin Jóns-
son frá Keflavík.
Þetta er óneitanlega mjög
öflug sveit og kemur vafalaust
til með að berjast um efstu sætin
í mótinu, enda senda hvorki
Skáksambönd Bandaríkjanna né
Sovétríkjanna sveitir.
20 sveitir eru skráðar til þátt-
töku í mótinu.
Almennur borgarafundur á Hótel Loftleiöum í kvöld.
Staðan í stjórnmálum
Stúdentafélag Reykjavíkur gengst fyrir almennum borgara-
fundi í Kristalsal Hótel Loftleiða kl. 20.30 í
kvöld um ástand og horfur í íslenzkum
stjórnmálum.
Stuttar framsöguræöur flytja:
Benedikt Gröndal, utanríkisráöherra
Geir Hallgrímsson, alþingismaöur,
Ragnar Arnalds, menntamálaráöherra,
Steingrímúr Hermannsson, dómsmálaráöherra.
Aö framsöguræðum loknum verða almennar
umræöur.
Áhugamenn um stjórnmál, fjölmennið.
Stjórn S.F.R.
Sumir versla dýrt —
aórir versla hjá okkur
■ Okkar verð eru ekki tilboð
|L heldur árangur af ,w
hagstæðum innkaupum
Aðeins kr.
d öiarur í kassa
Aukavambir fyrirliggjandi
STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17