Morgunblaðið - 11.10.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979
19
Ólafur Örn Arnarson læknir:
Stefnir Sjálfstæðisflokkurinn að
þjóðnýtingu 1 heilbrigðismálum?
í Morgunblaðinu laugardaginn
6. október 1979 er grein eftir
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóra,
formann sveitarstjórnarmála-
nefndar Sjálfstæðisflokksins, sem
ber yfirskriftina: Hver á að gera
hvað? Fjallar grein þessi um
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga á sviði mennta-, heil-
brigðis- og félagsmála og á að
túlka skoðanir 23. landsfundar
Sj álf stæðisf lokksins.
Á sviði heilbrigðismála boðar
greinarhöfundur allsherjar ríkis-
rekstur á allri heilbrigðis-
þjónustu, ekki eingöngu á sjúkra-
húsum heldur einnig allri heilsu-
gæslu. Ekki kemur þessi boð-
skapur alveg á óvart, skyndilega
hefur hann öðlast nýtt gildi, þar
sem Sjálfstæðisflokkurinn gæti
fyrr en seinna komist til valda og
komið þessum hugmyndum um
ríkisrekstur á einum umfangs-
mesta og dýrasta málaflokki
þjóðarbúskapsins í framkvæmd.
Sama dag er í Morgunblaðinu
sagt frá umræðum í borgarstjórn
Reykjavíkur um fyrirhugaða út-
víkkun á starfsemi Landsvirkj-
unar. Þar er umræðum lýst á
þennan veg:
„Birgir ísleifur sagði ákveðin
grundvallarsjónarmið í stjórn-
málum liggja að baki þessum
hugmyndum. Þær hugmyndir
byggðust á því að miðstýring sé
allra meina bót, að rétt sé að hafa
hlutina sem mest á einni hendi.
Sömu grundvallarsjónarmið sagði
hann koma fram í tillögum þess
efnis að alla vátryggingar-
starfsemi eigi að setja undir einn
hatt, alla lyfjasölu, alla olíusölu
og fleira. Rök miðstýringarmanna
væru alltaf þau sömu. Með mið-
stýringu sé hægt að koma á sem
mestri hagræðingu, forðast
mistök í fjárfestingu og þar fram
eftir götum, svo notuð væru
algeng rök og slagorð mið-
stýringarmanna."
Og síðar í frásögninni segir:
„Sagði hann (þ.e. Birgir ísleifur)
samninginn gera ráð fyrir of
mikilli miðstýringu þjappað yrði
saman gífurlegu valdi í orku-
málum, fáir munu geta gagnrýnt
af tæknilegri þekkingu svo stórt
fyrirtæki, auðvelt verður að fela
mistök þess, það verður ríki í
ríkinu, nýja fyrirtækið verður ríki
í ríkinu sem lýtur eigin lögmálum
og hætta er á að einkenni ein-
okunarinnar, valdhrokinn eigi
eftir að segja til sín.“
Ekki þarf frekar að greina frá
niðurstöðum Sjálfstæðismanna í
borgarstjórn Reykjavíkur í þessu
máli en ekki væri úr vegi fyrir
sveitarstjórnarmálanefnd Sjálf-
stæðisflokksins að kynna sér
nokkuð forsendur þessarar niður-
stöðu.
Óhjákvæmilega vaknar því sú
spurning, hvort allt önnur sjónar-
mið gildi um rekstur á sviði
heilbrigðisþjónustu en í öðrum
rekstri. Og eru ekki til fleiri aðilar
en ríkið og sveitarfélög sem geta
annast verkefni á þessu sviði.
Hvað með einstaklingsframtak og
sjálfstæð félagasamtök, t.d. SÍBS,
DAS, Grund og Rauða krossinn,
SÁÁ, .Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra, Styrktarfélag van-
gefinna og fleiri og fleiri, sem
hægt væri að nefna og unnið hafa
stórvirki í íslenskum heilbrigðis-
málum.
Ef farið væri að tillögum
sveitarstjórnarmálanefndar Sjálf-
stæðisflokksins, risi hér upp lang-
stærsta og mesta bákn landsins.
Fyrirtækið myndi velta u.þ.b.
60-7.0 milljörðum króna eða
nálægt þriðjungi fjárlaga ár
hvert.
Sigurgeir Sigurðsson boðar í
áðurnefndri grein að gera verði
þessu stórmáli nánari skil og muni
það væntanlega verða gert í sér-
stakri grein síðar. Tilgangur
þessara lína er sá að skora á hann
að gera grein fyrir þessum málum
sem allra fyrst með tilliti til
hugsanlegra kosninga.
Siglufjörður:
Allt að 1400
tonn brædd
á sólarhring
SiglufirAi 9. okt.
SEX þúsund tonna þróar-
rými losnaði hér í gærkvöldi
og hófst löndun klukkan sex.
Löndun hefur gengið af-
bragðsvel og er nú búið að
landa 5-6000 tonnum úr átta
bátum.
Sigurður var með mestan
afla, 1450 tonn. Bræðsla hefur'
gengið ágætlega og afköst
Síldarverksmiðju ríkisins
hafa farið upp í 1400 tonn á
sólarhring sem er mjög gott.
I dag snjóaði og hefur
gengið á með éljum. Goðafoss
kom í dag og lestaði frystan
fisk á Ameríkumarkað. -m.j.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
Brldge
Umsjónj ARNÓR
RAGNARSSON
Úrslit í
bikarkeppni BSÍ
— sveitakeppni
Úrslitaleikurinn i bikar-
keppninni fer fram á laugar-
daginn kemur á Hótel Loftleið-
um og hefst kl. 10 um morgun-
inn en byrjað verður að sýna á
töflu kl. 13.
Alls verða spiluð 64 spil i átta
lotum og verður gert upp eftir
hverja lotu.
Sveitirnar sem spila úrslita-
leikinn eru sveitir Hjalta Elías-
sonar og Þórarins Sigþórssonar
en báðar þessar sveitir hafa
verið í toppbaráttunni um
Islands- og Reykjavíkur-
meistaratitilinn sl. ár.
Keppnisstjóri verður Agnar
Jörgensson en aðgangur kostar
þúsund krónur.
í upphafi hófu 32 sveitir
keppnina sem er með útsláttar-
formi. Sveit Hjalta vann sveitir
Alfreðs Alfreðssonar, Tryggva
Gíslasonar, Tryggva Bjarnason-
ar og sveit Páls Bergssonar.
Sveit Þórarins vann sveitir
Harðar Steinbergssonar, Einars
Jónssonar, Sigurðar B. Þor-
steinssonar og sveit Óðals. Var
síðasttaldi leikurinn afar
skemmtilegur. Sveit Þórarins
náði góðu forskoti í upphafi
leiksins sem sveit Óðals vann svo
upp jafnt og þétt og að leik
loknum voru sveitirnar hnífjafn-
ar en þar sem sveit Þórarins
hafði verið yfir fyrir síðustu
lotuna taldist hún sigurvegari
leiksins.
Bridgefélag
Kópavogs
S.l. fimmtudag var spiluð eins
kvölds tvímenningskeppni með
þátttöku 22 para. Spilað var í
tveim riðlum 10 og 12 para.
Besta árangri náðu:
A-riðill (12 pör)
stig
Þorvaldur Þórðarson —
Guðmundur Þórðarson 196
Þórir Sveinsson —
Jón Kr. Jónsson 185
Björn Halldórsson —
Jörundur Þórðarson 178
Rúnar Magnússon —
Böðvar Magnússon 177
B-riðiil (10 pör)
Grímur Thorarensen —
Guðmundur Pálsson 131
Guðmundur Ringsted —
Jónas Erlingsson 128
Sigurður Sigurjónsson —
Jóhannes Árnason 121
Hrólfur Hjaltason —
Oddur Hjaltason 114
Næsta fimmtudag 11. sept-
ember hefst fyrsta reglulega
keppni vetrarins. Byrjað verður
á þriggja kvölda tvímennings-
keppni. Spilað er í Þinghóli
Hamraborg 11 og hefst spila-
mennskan kl. 20.00. Spilarar eru
beðnir að mæta tímanlega til
skráningar.
Bridgedeild
Barðstrendinga-
félagsins
Eftir tvær umferir af fimm í
tvímenningskeppninni er efstu para þessi: Viðar Guðmundsson staða
— Haukur Zhóphansson Isak Sigurðsson 251
— Árni Bjarnason Þórarinn Árnason 246
— Ragnar Björnsson Kristinn Óskarsson 241
— Einar Bjarnason Ólafur Jónsson 241
— Valur Magnússon Sigurjón Valdimarsson 231
— Halldór Kristinsson Viðar Guðmundsson 226
— Birgir Magnússon Jón Karlsson 244
— Pétur Karlsson 223
Bridgefélag Selfoss
Úrslit í tvímenningskeppni 4/
10. 1979.
Meðalskor 156 stig.
Tage R. Olesen — stig
Sigfús Þórðarson 201
Kristmann Guðmundsson —
Þórður Sigurðsson 196
Haukur Baldvinsson —
Oddur Einarsson 187
Sigurður Sighvatsson —
Kristján Jónsson 1969
Stefán Larsen —
Grímur Sigurðsson 160
Ólafur Þorvaldsson —
Gunnar 158
Næsta fimmtudag verður
spilaður eins kvölds tvímenning-
ur, en fimmtudaginn 18. okt.
hefst meistaramót félagsins í
tvímenningskeppni. Félagar
fjölmennið og hvetjið nýja fé-
laga til þátttöku.
Þátttaka tilkynnist til Hall-
dórs Magnússonar form., sími
1481.
•53 j • í handhægum
umbúSum. Prófaðu þig
••••• áfram . Finndu þitt bragð.
Salmiak-lakkrís, salt lakkrís, mentol
eucalyptus eða hreinn lakkrís.
Kosta ekki meira
en venjulegar hálstöflur!!
(32 í pakka)