Morgunblaðið - 11.10.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979
21
Ingólfs Flygenrings
minnst á Alþingi
Frjélshyggju og alrseöishyggju
1978. Elnnig er rætt um það, frjálsa
samkeppni og gróöa, í ræðum og
ritgerðum Jóns Þorlákssonar forsæt-
isráðherra, Ólafs, Geirs Hall-
grímssonar og Jónasar H. Haralz
hagfræöings í bókinni Sjélfstæðis-
stefnunni 1979. Aörar heimildir:
Milton Friedman: Capitalism and
Freedom, pappírskilja, Samuel Britt-
an: Participation Without Politics,
bæklingur. Ludwig von Mises: The
Anti-Capitalistic Mentality,
pappírskilja. Yale Brozen (ed.):
Advertising and Society, pappírs-
kilja.)
Vinnuverögildis-
kenning Marx notuö
Þessi orð um hinar huglægu og
afstæöu þarfir mannanna eru heppi-
leg aöfaraorö aö umræöum um
vinnuverðgildiskenningu (eöa vinnu-
verðmætiskenningu) Karls Marx, en
hún er notuð í bókinni. Þessi kenning
er auövitaö úrelt fyrir löngu, hag-
fræðingar höfnuöu henni um og eftir
1870. Hver er kenningin? Hún er í
sem fæstum orðum sú, aö verögildi
vöru ráöist af vinnuaflinu einu, sem
notaö var til þess aö framleiða hana
— aö vinnuafliö sé meö öðrum
orðum eina afliö, sem skapi verögildi
(eöa verðmæti). Israel segir (bls.
100):
Getur þaö þá staöist aö þaö sé
vinnuafl mannsins sem eitt skapi
ný verömæti? Jú, þaö getur vel
staöist. .. Þótt vélunum fjölgi og
framleiðslan þurfi lítinn mannskap
komumst við samt ekki af án
vinnuafls mannsins. Þess vegna er
rétt að segja að vinnuafliö skapi ný
verömæti þótt þaö sé stundum
óbeint í gegnum vélarnar.
Til þess eru margar ástæöur, aö
þessi kenning Marx er röng. Vinnu-
afliö er aö vísu nauösynlegt skilyröi
fyrir framleiðslu, en þaö er ekki
nægilegt skilyröi fyrir henni. Fjár-
magn, náttúrugæöi og stjórnun
(management) eru þrjú önnur skilyrði
fyrir framleiöslu. Og verögildi getur
ekki ráöizt af vinnuafli, því aö
vinnuaflið er ólíkt, þaö er ekki einnar
geröar. Einn maður er hæfari en
annar, þannig að minna vinnuafl
hefur veriö notað til þess að fram-
leiða sömu vöru (meö sama verögildi)
á einum stað en öðrum. Og hvert er
verögildi vöru, sem enginn kýs að
kaupa, en mikiö vinnuafl hefur veriö
notaö til þess aö framleiða? Sann-
leikurinn er sá, aö verögildi vöru
ræöst af notagildi, sem hún hefur í
hugum væntanlegra kaupenda. Þaö
ræöst af þeirri (huglægu) þörf, sem
þeir hafa fyrir hana (og aö sjálfsögöu
einnig af magni vörunnar).
Greinarmunur sá, sem Israel gerir
eins og Marx á skiptagildi og nota-
gildi vöru, er af þessum ástæöum
rangur. Israel segir (bls. 101):
Vatn hefur mikiö notagildi, en aftur
á móti hefur það (oftast) lítið
skiptagildi. Demantar hafa mikiö
skiptagildi, en notagildi þeirra er
oftast lítiö.
Hann gerir sömu alkunnu villuna
og heimspekingurinn og hagfræöing-
urinn Adam Smith geröi í Auðlegð
þjóöanna (the Wealth of Nations)
1776. Smith sagöi:
Ekkert er jafnnytsamlegt og vatn,
en varla er hægt að kaupa neitt
meö því, varla er hægt aó fá
eitthvað í skiptum fyrir það. En
demantur hefur varla neitt nota-
gildi, og þó er oftast hægt aö fá
mjög mikið af öörum vörum í
skiptum fyrir hann.
Hver er villan? Smith hugði ekki aö
hvoru tveggja, aö framboð vatns er
næstum því ótakmarkað, en fram-
boö demanta mjög takmarkaö, og að
notagildi demants í huga skart-
gjarnrar konu er miklu meira en í
huga skólaskriffinns. Sá, sem segir,
aö notagildi einhverrar vöru sé lítið,
er einungis aö segja, aö hann sjélfur
hafi ekki þörf fyrir hana. Þaö er
skiljanlegt, að Smith og Marx (sem er
frá hagfræðilegu sjónarmiöi fremur
ófrumlegur lærisveinn Smiths og
Davíðs Richardos) geröu þessa villu
á átjándu og nítjándu öld, en óskilj-
anlegt og óafsakanlegt, aö hana sé
aö finna í kennslubók 1979.
Marx notaöi vinnuverögildiskenn-
inguna til þess að „sanna“, aö gróði
væri arörán. Hann kenndi, aö verka-
maöurinn neyddist til þess aö vinna
lengur og framleiða þannig meira en
hann fengi laun fyrir. Israel segir í
anda hans (bls. 102):
Þessi aukaverömæti kallast gildis-
auki. verkamaöurinn framleiöir
gildisauka. Eigandi framleiöslu-
tækjanna fær gildisaukann.
Blasir áróöurinn ekki viö? Israel
nefnir aö vísu ekki orðiö „arörán“, en
nemendum er auövitaö ætlaö aö
draga „rétta“ ályktun — aö gróöinn
sé rangfenginn. Israel segir (bls.
103):
Gróöann myndar vinna verka-
mannsins sem gildisaukann fram-
leiddi.
Hagfræöingar höfnuöu þessari
skýringu gróöans fyrir síðustu alda-
mót. (Eugen von Böhm-Bawerk er
kunnastur þeirra, en Ólafur Björns-
son bendir á nokkrar skýringar
gróöa í bókinni Hagfræði 1961).
Aöalskýring gróöa er sú, aö meö
honum sé atvinnurekandanum laun-
aö fyrir aölögunarhæfni aö markaön-
um, hugkvæmni og dirfsku í því aö
feta ótroðnar slóöir.
Hvers vegna nota
róttæklingarnir
úrelta kenningu?
Vinnuverögildiskenning Marx og
fylgja hennar, arðránskenningin, eru
óvísindalegar og úreltar kenningar.
Þaö nær ekki nokkurri átt, aö þær
eru notaöar í kennslubók. En Israel
er ekki einn um það. Ég benti á það
fyrir ári, að vinnuverögildiskenningin
væri notuð í bók Gísla Pálssonar,
Samfélagsfræöi Gísli sagöi (bls. 83):
Framleiðandinn hagnýtir sér
vinnuafl annarra og raunar er
vinnuafliö eina varan sem hefur í
för með sér síaukna verðmæta-
sköpun.
Einn kennarinn í „samfélags-
fræöi", Bragi Guöbrandsson, svaraði
mér svo, að Marx heföi ekki kennt
neina vinnuverðgildiskenningu!
(Bragi sagöi reyndar einnig, aö Gi'sli
heföi hvergi kennt hana, því aö ég
haföi ekki vitnað orðrétt til Gísla í
minni grein og Bragi sennilega ekki
fundið tilvitnunina sjálfur!) Þessi
skoöun kennarans er aö sjálfsögöu
fjarstæða, eins og allir vita, sem hafa
lesið rit Marx. Þeim nægir reyndar aö
lesa bók Israels. Hann segir um Marx
(bls. 114):
Hann setti fram þá kenningu, aö
þaö væri vinna mannsins sem
skapaöi ný verðmæti.
En hvers vegna nota róttækl-
ingarnir þessa úreltu kenningu í
hverri bókinni af annarri? Vegna
þess aö hún er gagnleg til þess aö
ala á þeirri óánægju, sem er haturs-
mönnum séreignarskipulagsins
ómissandi, þannig að hagnaður veröi
þjófnaöur í vitund manna. Ólafur
Björnsson segir í Frjélshyggju og
alræðishyggju:
Þaö sem hentar stjórnmálaáróöri í
þágu alræöisins er taliö vísindi og
sannleikur, allt sem ekki þjónar
þeim tilgangi er óvísindalegt og
ósatt. Sem dæmi um þetta mætti
nefna fastheldni vinstri sinnaöra
alræöishyggjumanna við vinnu-
verömætiskenningu Karls Marx,
þá kenningu aö vinnan skapi öll
verömæti. Þó aö meiri sannleiks-
kjarni væri í þessari kenningu á
dögum Karls Marx heldur en nú, er
varla ágreiningur um þaö meðal
nútíma hagfræöinga, að vinnu-
verðmætiskenningin sé allsendis
ófullnægjandi — svo aö ekki sé
tekiö dýpra á árinni — skýring á
verðmynduninni. En þetta skiptir
raunar engu máli frá sjónarhóli
þeirra, sem kenningunni halda
fram. Þeim, sem öörum, er Ijóst
hvíiíkt áróöursgiidi þaö hefir aö
halda því fram, aö vinnan skapi öll
verðmæti og því sé hluti þjóöar-
framleiöslunnar, sem öðrum en
launþegum fellur í skaut, ranglega
af þeim tekinn eöa „arðrán". Og
áróöursgildiö gerir þaö aö verkum,
aö nauösynlegt er aö halda kenn-
ingunni til streitu, hvaö sem sann-
leiksgildi hennar líður.
(Greinar mínar og Braga Guö-
brandsonar um bók Gísla Pálssonar
eru í Mbl. 16. september, 28. sept-
ember og 1. október 1978. Ég ræöi
um aröránskenningu Marx í grein í
Mbl. 2. apríl 1978. Dr. Benjamín
Eiríksson hagfræöingur ræöir um
vinnuverögildiskenningu Marx í
greininni Kenningum um verömæti
vinnunnar í bókinni Verkalýðnum
og þjóðfélaginu 1962. Aörar heim-
ildir: Eugen von Böhm-Bawerk: The
Exploitation Theory of Socialism-
Communism, pappírskilja, og
Shorter Classics of Böhm-Bawerk.
Karl R. Popper: The Open Society
and Its Enemies I—II, pappírskilja.
Leszek Kolakowski: Main Currents
of Marxism I—III.)
Aldursíorseti sameinaðs þings,
Oddur Ólafsson, þingmaður
Reyknesinga, flutti eftirfarandi
minningarorð um Ingólf Flyg-
enring, fyrrum þingmann, við
þingsetningu í gær:
Áður en þingstörf hefjast að
þessu sinni vil ég minnast nýlátins
fyrrverandi alþingismanns, Ing-
ólfs Flygenring, sem andaðist í
Sankti Jósepsspítala í Hafnarfirði
15. sept., 83 ára að aldri.
Ingólfur Flygenring var fæddur
í Hafnarfirði 24. júní 1896. Faðir
hans var Ágúst Flygenring, skip-
stjóri, kaupmaður og útgerðar-
maður í Hafnarfirði og alþingis-
maður, sonur Þórðar bónda og
hreppstjóra að Fiskilæk í Borgar-
fjarðarsýslu Sigurðssonar. Móðir
Ingólfs Flygenring var Þórunn
Stefánsdóttir bónda að Þóreyjar-
núpi í Húnavatnssýslu Jónssonar.
Hann stundaði nám í Flensborg-
arskóla veturna 1908—1911 og
lauk þar gagnfræðaprófi, nam
síðan í Hólaskóla 1913—1915 og
lauk búfræðiprófi. Eftir það var
hann bóndi á Hvaleyri við Hafn-
arfjörð árin 1916—1919. Fram-
kvæmdastjóri við útgerð og versl-
un í Hafnarfirði var hann 1919—
1928 og síðan við útgerð og rekstur
frystihúss þar 1928—1968, Hann
var í skólanefnd Flensborgarskóla
Ingólfur Flygenring
1925—1958, átti sæti í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar 1950—1954 og í
stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar
1958—1967, var stjórnarformaður
frá 1965. Alþingismaður Hafnfirð-
inga var hann eitt kjörtímabil,
1953—1956, en hafði áður tekið
einu sinni sæti á Alþingi sem
landskjörinn varaþingmaður. Var
það á öndverðum vetri 1950. Átti
hann því sæti á fjórum þingum.
Ingólfur Flygenring var á æsku-
árum í sveit á sumrum og hugur
hans hneigðist að búnaðarnámi og
síðan búskap, sem hann stundaði
þó ekki til langframa. Þegar aldur
færðist yfir föður hans, Ágúst
Flygenring, sem átti og stýrði
umfangsmiklum atvinnurekstri í
Hafnarfirði, hlaut Ingólfur ásamt
bróður sínum að taka þar við
forstöðu og á því sviði vann hann
mikið ævistarf. Hann var íhugull
og gætinn framkvæmdamaður og
farnaðist vel við rekstur og efl-
ingu fyrirtækis síns, íshúss Hafn-
arfjarðar, og öðlaðist traust og
vinsældir starfsmanna sinna.
Hann var hlédrægur að gerð, en
vegna mannkosta og starfssviðs
lenti hann í forystusveit í félags-
málum atvinnurekenda og hlaut
að gegna ýmsum forystustörfum í
félagsmálum Hafnfirðinga og var
kvaddur af flokksbræðrum sínum
i framboð til Alþingis. Hér átti
hann sæti í efri deild, var í
sjávarútvegsnefnd, heilbrigðis- og
félagsmálanefnd og menntamála-
nefnd og var formaður hennar.
Hann var ekki hávaðamaður, en
vann með festu og ljúfmennsku að
framgangi mála, sem hann beitti
sér fyrir í þágu bæjarfélags síns
ogþjóðar sinnar allrar.
Eg vil biðja þingheim að minn-
ast Ingólfs Flygenring með því að
rísa úr sætum.
bílar skullu saman í hálkunni
Um níuleytið í gærmorgun varð árekstur þriggja bíla á gatnamótum Borgartúns og
Kringlumýrarbrautar. Vatn hafði runnið þarna um kvöldið áður vegna þess að gat
kom á vatnsleiðslu á Suðurlandsbraut. Um nóttina hafði hálka myndast á
gatnamótunum og olli hún arekstrinum. Er ekki úr vegi að minna bifreiðaeigendur
á að huga að snjódekkjunum, því brátt gengur vetur í garð. Ljósm.: ÓLK.Mag.
Verkalýðsfélagið Rangæingur:
Mótmælir
isvaldsins
Á ALMENNUM fundi Verkalýðs
félagsins Rangæings sl. þriðju
dag var gerð svohljóðandi ályktun:
„Almennur félagsfundur í
verkalýðsfélaginu Rangæingi,
haldinn 9. okt. 1979, mótmælir
harðlega grófum árásum ríkis-
valdsins á kjör verkafólks, sem
felast m.a. í gegndarlausum hækk-
unum á landbúnaðarvörum, sölu-
skatti, vörugjaldi, vöxtum, skött-
um og allri almennri þjónustu og
grófum árásum rík-
á kjör verkafólks
nú síðast fargjöldum flugfélaga í
innanlandsflugi. Þessar hækkanir
allar verður verkafólk að bera án
bóta og af launum, sem eru aðeins
brot af þeim tekjum sem ráðherr-
ar núverandi ríkisstjórnar telja
eðlileg til lífsframfæris sjálfum
sér. Fundurinn harmar, að ríkis-
stjórnarflokkarnir, sem þóttust
fyrir ári hafa það markmið efst á
stefnuskrá sinni að vernda lifskjör
verkafólks í þessu landi og taka
„samningana í gildi“ skuli nú vega
að launþegum á lúalegasta hátt og
launa þannig það traust sem þeim
hefur óverðskuldað verið sýnt.
Með hliðsjón af þessum svikum
ríkjandi valdhafa við verkafólk í
landinu hvetur fundurinn öll að-
ildarfélög innan Verkamannasam-
bands Islands og Alþýðusambands
Islands til þess að snúast þegar til
varnar og hefja sókn í kjarabar-
áttu sinni með þeim aðgerðum,
sem geta fært verkafólki sann-
gjarnar kjarabætur."