Morgunblaðið - 11.10.1979, Síða 45

Morgunblaðið - 11.10.1979, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL 10—11 , FRÁ MÁNUDEGI stjórna og æpi hástöfum yfir að vera sviptir valdi til að níðast á þeim minni í þjóðfélaginu. Þá eru engar kröfur og stórar. Kannski er verið að bíða eftir þeim tímum til að „fá samningana í gildi“ eins og kjörorðið var í fyrra hjá þessum „verkalýðsflokkum". Mér finnst það orðin hreinasta skömm að kenna heiðarlegan verkalýð við svona fugla. Ég er í það minnsta búinn að fá nóg af „verkalýðs- baráttunni" eins og vinstri hjörðin hefir rekið hana með því að bæta alltaf við þá sem mest hafa og taka af þeim sem minnst hafa, eins og raunin hefir fært okkur sannin heim. Verkin sýna merkin stendur þar. Já, alltaf er bætt við þá sem hafa mest og ef það stoppar ekki þá eru skipaðar nefndir með alls konar nöfnum og hefir aldrei verið meira fjör á þeim markaði en undanfarið og þar fá þeir með háu launin viðbót (því ekki er hægt að hafa öreiga og láglaunalýð í nefndum). Og kaupið til þess er tekið úr vasa láglauna- fólksins sem ekki kemst undan að borga skatt því skattalögin sjá fyrir því að lágu launin fari ekki fram hjá kerfinu. • „Fagna rýrnandi kjörum“ Já, það er von að Dagsbrún opni ginið. Foringjar hennar eru á háum launum og ef þessi blekk- ingarþoka gæri þynnst er þeirra framtíð í hættu. Þeir halda nefni- lega alltaf að þeir geti blekkt alþýðu manna því hún sé ekki nógu vel upplýst. Það er þjóðarskömm hvernig verkalýður landsins lætur þessa svonefndu foringja teyma sig og greiðir þeim stórar fúlgur fyrir að fara svona að ráði sínu, því félags- gjöldin eru látin sitja fyrir því sem þarf að kaupa í matinn. Ég var einn af þeim sem trúðu. Nú sé ég. Þess vegna vil ég hvetja allra verkamenn til að hrinda af sér þessum trúðum. Koma verka- lýðsmálunum í heilbrigt horf en láta ekki pólitíska spekúlanta leiða sig æ ofan í æ niður í fenið. Og að lokum þetta. Samþykkt Dagsbrúnar. Hvað voru þeir margir á fundinum sem réttu upp höndina til að fagna rýrnandi kjörum. Það er spurning út af fyrir sig. Verkamaður á Snæfellsnesi. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Las Palmas í ár, sem lauk nú fyrir stuttu, kom þessi staða upp í skák þeirra Gellers, Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og H. Garcia, Spáni. 34.Dxf7. og svartur gafst upp. Eftir 34. . . Hxf7 35. Rxe6+! Ke8 36. Rd6 er hann mát. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Vaganjan, Sovétríkjunum 12 vinningar af 15 mögulegum. 2—3. G. Garcia, Kúbu og Ivkov, Júg- óslavíu 11 v. 4. Geller, Sovétr. 10 xk v. 5. Suba, Rúmeníu 10 v. 6. Csom, Ungverjal. 9 v. 7. Bellon, Spáni 8 v. o.s.frv. • Málæði í hljóðvarpi Síðan sjónvarp kom til sög- unnar, hafa hljóðvörp víðast þróast í þá átt að bjóða hlust- endum tónlist með stuttum frétta- og skemmtiþáttum inn á milli. íslenska hljóðvarpið er undan- tekning. Þar er nær látlaust tal seint og snemma. Þetta er sérstak- lega hvimleitt á morgnana í skammdeginu, þegar fólk hefir þörf fyrir létta og örvandi músík. Enda þótt þættir Páls Heiðars séu á ýmsan hátt góðir, er tíma- setningin röng. Menn verða fljótt þreyttir á þessari löngu morgun- þulu. Þáttinn ætti að stytta um helming og flytja fram til kl. 10 f.h. Margir verða og hvumsa við, þegar þeir þurfa, nývaknaðir, að hlýða á leiðara dagblaðanna, sem eru sjaldan holl morgunfæða. Þeir hlustendur, sem áhuga hafa á pólitísku hnútukasti, geta sjálfir lesið blöðin, en þessu ætti ekki að neyða upp á alla landsmenn. Krafan er því þessi: Burt með langlokur og reiðilestur útvarps- ins í morgunsárið. Færið okkur fjörgandi og göfgandi hljómlist. M. G. HÖGNI HREKKVÍSI MANNI OG KONNA Listmunauppboð Guðmundur Axelsson Klausturhólar Laugavegi 71 Sími19250 Málverkauppboð verður haldið sunnudag- inn 14. október kl. 15 að Hótel Sögu (Súlnasal). Myndirnar veröa til sýnis aö Laugavegi 71, laugardaginn 13. október kl. 9.00—18.00 og aö Hótel Sögu sunnudaginn 14. október kl. 10.00—14.00. m Laugavegi 71. Eitt fislétt handtak Lyng blöndunartæki — Nýjasta tízka — nýjasta tækni. Þaö tilheyrir fortíðinni að skrúfa og skrúfa til að fá vatn. Með Lyng blöndunartækjunum parf aðeins fislétt handtak, annarar handar til að blanda vatnið og stjórna magni. blöndunartæki. í fjölbreyttu úrvall. Byggingavöruverzlun Tryggva Hannessonar Síðumúla 37 Símar 83290 og 83360. HAGTRYGGING HF AKIÐ GÆTILEGA ÞAR SEM BÖRN ERU AD LEIK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.