Morgunblaðið - 30.10.1979, Síða 43

Morgunblaðið - 30.10.1979, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 23 Góð vörn en sóknin í moium ÍSLENDINGAR ok írar léku á laugardag sinn annan landsleik í keppnisferð íranna hingað til lands og var að þessu sinni leikið i Laugardalshöll. íslendingar unnu nauman sigur i afar slökum leik, 58:56, eftir að írar höfðu leitt leikinn i hálfleik 33:28. íslenzka landsliðið var að þessu sinni mun lakara en í leiknum í Njarðvík kvöldið áður sem bezt sést á því að það skoraði nú 50 ísland — írland 58:56 stigum færra en þá! Voru menn sammála um það að íslenzka körfuknattleikslandsliðið hefði ekki sýnt jafn slakan sóknarleik í mörg herrans ár og það er eflaust sjaldgæft að vinna landsleik á 58 stigum. En það voru einnig já- kvæðar hliðar á þessum landsleik. Varnarleikurinn var oft mjög góð- ur og beztur þegar mest á reið í lokin og það var fyrst og fremst varnarleiknum að þakka að sigur vannst í þessum leik. Leikurinn byrjaði mjög rólega. Irarnir leiddu framan af en þrjár körfur í röð frá Símoni Ólafssyni löguðu stöðuna. Þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 14:12 íslandi í hag, ótrúlega lágt skor. Sama deyfðin hélt áfram en undir lok fyrri hálfleiks var eins og leikmenn beggja liða vöknuðu af værum svefni því að þeir tóku þá góðan sprett og lifnaði þá aðeins yfir áhorfendum. Staðan í hálfleik var 33:28 írum í vil. I seinni hálfleiknum skiptust liðin á um forystuna en munurinn var aldrei mikill enda lítið skorað. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan 56:54 Irum í vil en fyrirliði íslenzka liðsins Kristinn Jörundsson sá um að tryggja íslandi sigur í þessum landsleik með tveimur síðustu körfum leiksins, sem hann skoraði með miklum glæsibrag. íslenzka liðið á aðeins hrós skilið fyrir varnarleikinn að þessu sinni. Vörnin var mjög hreyfanleg og hún gaf írsku leikmönnunum lítinn tíma til þess að athafna sig og undir körfunni var Símon Ólafsson í miklum ham og hirti flest fráköst. Símon var beztur í íslenzka liðinu ásamt Kristni Jör- undssyni og Jóni Sigurðssyni. írska landsliðið virðist ekki líklegt til stórræða ef marka má leik þess á laugardaginn. Lang- bezti maður liðsins var Martin Grennell. STIG ÍSLANDS: Kristinn Jör- undsson 12, Jón Sigurðsson 12, Símon Ólafsson 10, Gunnar Þor- varðarson 8, Torfi Magnússon 8, Kolbeinn Kristinsson 4, Ríkharður Hrafnkelsson 2, Þorvaldur Geirs- son 2. STIG ÍRLANDS: Martin Grennell 16, Andy Houlihan 12, Owen McOwen 9, Paudiw O’Connor 6, Marty White 6, John Kennedy 4, Michael Meaney 2, John O’Connor 1, Ken Mclntyre 1. Dómarar voru Þráinn Skúlason og íri að nafni Treacy. Þráinn dæmdi mjög vel en írinn var aftur á móti mjög hlutdrægur. Orkuðu margir dómar tvímælis og það var áberandi að þegar hallaði á landa hans í leiknum dæmdi hann bara átta skref á íslenzka liðið! - SS. Hart barist í leik ísiendinga og ÍR á laugardag. Heimsmet Petru Schneider AUSTUR-þýska stúlkan Petra Schneider setti um helgina nýtt heimsmet í 400 metra fjórsundi. Sló hún met landa sins Ulriku Tauber. Tími Schneider var 4:38,32 mínútur, eða 3,28 sekúnd- um betri timi heldur en timi Ulriku Tauber. Petra Schneider er aðeins 15 ára gömul og talin bjartasta von Austur-Þjóðverja i sundiþrótt- inni um þessar mundir. Sunfl ] v..-.....-..............^ • Lykilmenn KR, Spóinn, Jón Sig. og Marwin Jackson, eru tilbúnir í slaginn og ætla sér ekkert annað en sigur. Þeir bandarísku ætla sér meira að segja ekkert annað en sjálfan Evrópubikarinn. Evrópuslagur í HöElinni í kvöld — KR mætir franska liðinu Caen KR LEIKUR í kvöld fyrri leik sinn gegn franska meistaraliðinu Caen í Evrópukeppni meistara- liða í körfuknattleik. Hefst leik- urinn klukkan 20.30. KR-ingar gera sér nokkrar vonir um góðan árangur i leik þessum þó að við hörkulið sé að etja. Þrir stærstu leikmenn Caen eru 2,08 og 2,07 metrar á hæð og flestir eru leikmenn liðsins einhvers konar landsliðsmenn, A-landsliðsmenn. herlandsliðsmenn eða skólalands- liðsmenn o.s.frv. Einn Bandaríkjamaður er í liði Caen, heitir hann Bob Miller og er hann jafnframt mesti risinn. Ekki nóg með að þrír leikmanna liðsins séu 2,07-2,08 metrar, heldur eru tveir 2,02 metra menn einnig í liðinu og sá fimmti er 1,98. Nafn KR Ágúst Lindal Jón Sigurðsson fl. Birgir Guðbjörnsson Árni Guðmundsson Gunnar Jóakimsson Eirikur Jóhannesson Geir Þorsteinsson Þröstur Guðmundsson Jackson, Marvin Webster, Decarsta Bjarni Jóhannesson Garðar Jóhannsson þjálfari: Gunnar Gunnarsson. Þó að Frakkarnir hafi greini- lega hæðarvinninginn, er ekki þar með sagt að KR-ingar séu dvergar. I liði þeirra verður langstærsti leikmaðurinn á vellinum og er hér að sjálfsögðu átt við Spóann, Dakarsta Webster, en hann er 2.12 metrar á hæð. Marwin Jackson er heldur enginn tittur, 2,02 metrar, auk þess sem Garðar Jóhannsson miðvörður er 2 metrar á hæð. Það er því ólíklegt að Frakkarnir fái að hafa allt eins og þeir óska eftir í leiknum. Vonir KR-inga í leiknum standa mjög og falla með samvinnu Bandaríkjamannanna tveggja í liðinu, þeirra Websters og Jack- sons. Þeir félagarnir hafa óspart látið í ljós hversu ákveðnir þeir séu í að sigra í leiknum og hversu Aldur Staða 22 bakvörður 28 bakvörður 27 framherji 23 bakvörður 27 framherji 24 bakvörður 28 framherji 26 framherji 25 framherji 24 miðvörður 26 framherji 20 miðvörður bjartsýnir á því að samvinna þeirra verði árangursrík. „Að öðr- um ólöstuðum, höfum við auk þess einn leikmann sem myndi sóma sér vel í hvaða liði sem er í Bandaríkjunum, en það er Jón Sigurðsson“, sagði Spóinn fyrir stuttu á blaðamannafundi. Vissulega má taka undir það, að KR gæti velgt franska liðinu verulega undir uggunum, en best er þó að fullyrða sem minnst um sigurhorfurnar, þar sem harla lítið er vitað um þetta franska lið, annað en að það hefur sigrað mörg sterk lið á heimavelli sínum í fyrri Evrópukeppnum, en reynst síðan allt annað lið og veikara á útivelli. Hér fer á eftir listi yfir leik- menn beggja liða auk ýmissa upplýsinga um hvern og einn. Hæð Leikir Lands- cm m. KR leikir 180 40 185 70 63 195 274 15 180 121 186 124 183 152 193 11 7 190 202 40 4 212 6 193 261 21 200 34 4 • Franska liðið Caen, sem mætir KR í Laugardalshöll í kvöld. Tekst KR að sigra?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.