Morgunblaðið - 14.02.1980, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980
Hörður Ólafsson hrl.:
Æran á Alþingi
Núverandi forsætisráðherra
kenndi á sínum tíma stjórnlaga-
fræði í Háskólanum og skrifaði
doktorsritgerð sína um æruna og
vernd hennar. Er vafalaust ekki
fjarri lagi að halda því fram, að
stjórnarmyndunin nú í febrúar
hafi hjá mörgum komið inn á
báðar þessar sérgreinar ráðherr-
ans:
— Forsætisráðherra sagði skilið
við félaga sína í Sjálfstæðis-
flokknum og gerðist hvatamaður
þess, að fleiri flokksmenn gerðu
slíkt hið sama.
— í máli ráðherrans hefur
komið fram, að við vissar ástæður
á Alþingi verði ekki að því fundið,
þótt einstakir þingmenn segi
þannig skilið við félaga sína og
gangi í lið með andstæðingunum.
Hann hefur nefnt í því sam-
bandi:
— Að heiður Alþingis þurfi að
vera í veði, e.t.v. einnig þjóðar-
heill, þótt það atriði hafi ekki
verið sérstaklega nefnt til réttlæt-
ingar þeim óvenjulegum aðferð-
um, sem beitt var við stjórnar-
myndunina að þessu sinni.
— Að fyrir hendi þurfi að vera
tiltekið hugarástand viðkomandi
alþingismanns — sannfæring
hans um það, að hann geri eins og
ástatt er réttast í því, að fara á
bak við félaga sína og semja við
andstæðingana. Þetta huglæga
skilyrði hefur hann einnig orðað
svo, að þingmenn megi, þegar
þannig er ástatt, ekki vera „slegn-
ir flokksblindu", að undir þessum
sérstöku kringumstæðum sé þann-
ig réttlætanlegt og heimilt að
víkja frá þeirri almennu reglu, að
menn skuli styðja félag sitt og
félaga og víkja ekki frá því
umboði, sem kjósendur hafa veitt
þeim með kosningu þeirra til
Alþingis.
Ljóst er, að fyrsta og annað
atriðið hér að ofan tvinnast sam-
an: Hafa óvenjulegar aðferðir við
stjórnarmyndun að sjálfsögðu
ekki í för með sér neins konar
æruskerðingu þátttakenda, ef
unnt er að réttlæta þær um allt,
sem máli skiptir. Hins vegar
getum við í þessum þönkum látið
hverjum og einum eftir að gera
upp við sjálfan sig um skömm sína
eða sóma, enda má e.t.v. í þessu
sambandi taka undir það, að sá
einn sé sekur, sem tapi.
Hitt er aftur veigameira, hvaða
lærdóm megi draga af því, sem
gerzt hefur, en slíkur lærdómur
hefur einkum og sér í lagi þýðingu
til leiðbeiningar og eftirbreytni
fyrir þá 60 þingmenn, sem á
Alþingi sitja hverju sinni. Getur
könnun á þessum atriðum þannig
leitt í ljós, hvenær — og með
hvaða skilyrðum — þeim hverjum
og einum og fleirum í senn, hvar í
flokki, sem þeir standa, sé heimilt
að beita við stjórnarmyndun sams
konar aðferðum.
Skilyrðin sýnast vera þessi:
Heiður Alþingis. Um þarf að
vera að tefla heiður Alþingis.
Þetta hugta!: er nokkuð skýrt,
a.m.k. ef það er eingöngu skoðað í
Ijósi þeirra kringumstæðna,sem
fyrir hendi foru: Eitthvað það
ástand þarf að hafa skapazt, sem
skerðir heiður Alþingis, svo fremi
að endi sé ekki bundina á það
ástand með skjótum hætti. Tíma-
:engdin skiptir þannig meginmáli.
í því tilviki, sem hér er um
fjallað, var talið nægilegt, að
Alþingi hafði ekki tekizt að mynda
ríkisstjórfi, innanþings stjórn, í
tvo mánuði. Var þetta atriði talið
skerða heiður Alþingis.
Spurning verður um það, hvort
heiður Alþingis af þessum sökum
hafi e.t.v. ekki þegar verið orðinn
nokkuð skertur, þegar svo langt
var liðið frá alþingiskosningum,
með öðru orðum, hvort ekki væri
réttara að leyfa hinar óvenjulegu
í ðferðir fyrr, jafnvel miklu fyrr.
: á til sanns vegar færa, að heiður
. Iþingis sé þegar orðinn allskert-
ur af þessum sökum t.d. eftir svo
sem tvær vikur. Hér sýnist þó
verða að fara eftir almenningsáliti
og varlegra þannig að kanna það
eins og kostur er — áður en látið
er til skarar skríða um viðskilnað
við flokksfélaga og samninga við
andstæðinga. Þó mætti einnig
hafa það í huga, að sá möguleiki er
jafnan fyrir hendi, að unnt muni
verða að sveigja almenningsálitið
til fylgis við verknaðinn, — veldur
sá, er á heldur.
Rétt er að gefa gaum að því, að
utanþings stjórn var ekki talin
hafa getað bjargað heiðri Alþingis
í þessu tilviki. Mun flokks klofn-
ingum því ekki verða fundið það
til foráttu, að forseta íslands hefði
Hörður ólafsson.
verið unnt að skipa þess konar
stjórn. Það er einungis innanþings
stjórn, sem getur bjargað heiðri
Alþingis, og skiptir ekki máli,
hvað henni er ætlað að gera, sbr.
síðar.
Þjóðarheill. Eins og vikið er að
hér að framan, var þetta atriði
ekki sérstaklega nefnt til réttlæt-
ingar aðferðinni. Sýnist það því
ekki skipta máli um lögmæti
hennar. En með því skilyrði af
þessu tagi hefði verið mjög erfitt
að uppfylla, verður þannig mikl-
um mun auðveldara fyrir þing-
menn alla að taka ákvörðun um
viðskilnað við félaga sína og
samninga við andstæðingana.
Nauðsynlegt hefði sem sé verið að
sýna fram á, að þær ráðstafanir,
sem hin nýja ríkisstjórn síðan
gerði, hafi í raun og veru bjargað
þjóðinni. Þetta er vitaskuld ekki
hægt, — tíminn á eftir að leðia
það í ljós.
Með sama hætti er ekki unnt að
bera fyrir sig jafnvel vandlega
saminn málefnasamning hinnar
nýju ríkisstjórnar, þar sem þjóð-
inni er t.d. sýnt það sæluríki
ríkisafskipta, sem fram undan er.
Það er sem sé ekki þess konar
samningur, sem bjargar þjóðinni,
heldur framkvæmd hans, þegar
allt tekst vel. En um það getur
einungis tíminn borið.
Sem betur fer mun þannig unnt
að slá því föstu, að þingmönnum
sé unnt að horfa algjörlega fram
hjá þjóðarheill, þegar þeir taka
ákvörðun um viðskilnað við félaga
og samninga við andstæðinga.
Sannfæring og flokksblinda.
Augljóst er, að ekki verða gerðar
strangar kröfur að þessu leyti,
enda er hér um huglægt atriði að
ræða, annars vegar sálarástand
þingmannsins sjálfs en hins vegar
sljóleiki og skilningsleysi hinna,
sem í kringum hann standa. Þann-
ig hlýtur þingmaðurinn jafnan að
geta átt mat um það sjálfur, hvort
honum sé unnt að lýsa því yfir, að
sannfæring hans og samvizka sé
nú orðin annars konar og öðruvísi
en hún áður var — þegar hann var
kosinn á vegum félaga sinna til
Alþingis. Verður ekki að því fund-
ið með neinum haldbærum rökum
þótt menn skipti um eða breyti
sannfæringu eða samvizku, þegar
mikið liggur við. Má jafnan halda
því fram, að það sé skynsamra
manna háttur, að skipta stundum
um sannfæringu og samvizku.
Þá er sjálfsagt að leggja á það
áherzlu, að um lítilræði sé að
tefla, að sannfæringin hafi í engu
breytzt um veigamikil atriði, að
markmið og leiðir hinnar nýju
ríkisstjórnar séu svo til í algjöru
samræmi við stefnumál þeirra
félaga, sem við var skilið, — að um
algjöran misskilning sé að ræða,
þegar því sé haldið fram, að
andstæðingunum hafi orðið veru-
lega ágengt í samningsgerðinni —
á kostnað fyrri félaga þingmanns-
ins. Um þetta atriði má að sjálf-
sögðu lengi deila eða allt að því
eins lengi og nokkur þörf er á.
Þau skilyrði fyrir aðferðinni, að
um sé að ræða sannfæringu þing-
mannsins og flokksblindu félag-
anna, eru þannig það auðveld
viðfangs — úr því að þessi atriði
eru ekki sjáanleg, búa aðeins
innra með mönnum sjálfum —, að
jafnvel er unnt að orða það, hvort
nokkur nauðsyn sé á, að um nýja
eða breytta sannfæringu sé að
ræða, — hvort ekki sé fullnægj-
andi einungis að lýsa því opinber-
lega yfir, þótt samvizkan sé í
rauninni slæm. Frekari könnun á
þessu atriði hefur þó sýnilega lítið
gildi, þar eð — eins og áður segir
— einungis er um að ræða orð af
vörum þingmannsins, sem geta
verið rétt eða röng eftir atvikum.
Þó er nauðsynlegt að standa
ekki við orðin tóm heldur fylgja
þeim vel eftir, t.d. með samþykkt-
um á fundum í flokksfélögum, ef
einhver tök eru á, upplýsingum til
fjölmiðla um fjölmargar sím-
hringingar til þingmannsins, sem
hlut á að máli hverju sinni, um
eindregin stuðning almennra kjós-
enda við hinn nýja málstað. Sýnist
ekki skipta hér máli, hvort það eru
félagar eða andstæðingar, sem
hringja til að láta í ljósi fögnuð
sinn yfir framgöngunni. Þá væri
rétt að nefna símskeyti, bréf og
skilaboð, sem þingmanninum
kynnu að hafa borizt, er allt þetta
til sönnunar því, að einnig kjós-
endur þingmannsins og flokks-
bræður víða um landið hafi nú
skipt um sannfæringu, öðlast
sömu sannfæringu og þingmaður-
inn hefur nú, ýmist áður en,
samtímis því eða eftir að þing-
maðurinn öðlaðist sína. Vel má
vera, að heppilegt væri að halda
því fram, að kjósendur þing-
mannsins hafi orðið fyrri til að
öðlast nýja sannfæringu, er síðan
hafi breytt sannfæringu þing-
mannsins, nema þingmaðurinn sé
þannig skapi farinn, að hann vilji
með engu móti verða neins konar
eftirbátur annarra.
Vert er að hafa hugfast í þessu
sambandi, að ekki er nauðsynlegt,
að ofangreindar upplýsingar til
fjölmiðla séu réttar, — þær gera
það gagn, sem að er stefnt, allt að
einu. Hér er engin hætta á ferð-
um, með því að sannleiksgildi
upplýsinganna er aldrei kannað.
Spurning kynni einungis að verða
um samþykktir á félags- eða
flokksfundum, en því er til að
svara, að þegar til á að taka, eru
menn jafnan mjög ósammála um,
hvað þar hafi verið samþykkt. Og
vitaskuld má jafnan lengi deila
um, hvað meint hafi verið með
jafnvel bókuðum samþykktum.
Um upplýslngar allar til fjöl-
miðla ber að fylgja þeirri almennu
reglu, að nefna ekki nöfn nema
skjallegar sannanir séu fyrir
hendi, svo sem bréf eða símskeyti,
ef vera kynni að nafngreindur
maður eða kona fyndi upp á því að
bera af sér fréttina.
Persónulegur metnaður. Hér
að framan hefur eingöngu verið
rætt um þau skilyrði, sem fyrir
hendi þurfi aðvera til að viðskiln-
aður við fyrri félaga og samningar
við andstæðinga séu leyfilegir. Má
þannig segja, að hér sé um að
ræða jákvæð skilyrði. Hins vegar
hefur það komið í ljós í fram-
kvæmdinni, að einnig er um að
ræða neikvæð skilyrði: §umar
ástæður mega alls ekki vera fyrir
hendi, og gildir þetta raunar um
báða, viðsemjandann og andstæð-
inga. Svo að þeir séu nefndir fyrst
— með því að það er styttra mál
— má þeim með engu móti ganga
það eitt til, að kljúfa félag eða
flokk viðsemjandans.
Á hinn bóginn verður það efst á
blaði í fari viðsemjandans, að
ferðinni hafi einungis ráðið mál-
efnalegar tilfinningar en ekki per-
sónulegar. Má hér helzt nefna
metnað alls konar, lítt viðráðan-
lega löngun til að verða forsætis-
ráðherra eða annars konar ráð-
herra, óvild í garð eldri eða yngri
manna, vonleysi yfir því að vera
sífellt í minnihluta á einhverjum
vettvangi, o.s.frv., o.s.frv. Verður
jafnan að hafa hugfast, að skiln-
ingslitlir menn, verri parturinn af
almenningsálitinu, kann að halda
því fram, að hér liggi fiskar undir
steini og hundar grafnir.
En þegar að er gáð, er ljóst, að
þessi neikvæðu skilyrði valda eng-
um erfiðleikum, hvort sem í hlut
á, viðsemjandinn eða andstæð-
ingarnir. Er jafnan nægilegt að
lýsa því yfir, að fyrir engu þessu
sé nokkur fótur. Nær það mál þá
ekki lengra úr því að sönnun fyrir
tilteknu hugarfari manna getur
tæpast verið fyrir hendi.
- O -
Þegar farið hefur verið yfir
ofangreinda sviðsetningu, er ljóst,
að hér hafa verið ruddar nýjar og
athyglisverðar brautir í störfum
Alþingis, sem öllum þingmönnum,
hvar í flokki sem þeir standa, ætti
að vera auðvelt að rata eftirleiðis,
sjálfum þeim og Alþingi til heið-
urs og frama. Þannig er ljóst, að
alls konar stjórnarkreppur munu
hér eftir verða úr sögunni, heyra
til liðinni tíð eins og svo margt
annað. Þó verða menn að sjálf-
sögðu að gæta jafnan fyllst vel-
sæmis. Þannig má kapphlaupið úr
einum flokki í anna, í annan flokk
úr öðrum, ekki hefjast of snemma,
þannig t.d. alls ekki þegar fyrir
fyrsta samkomudag Alþingis eftir
kosningar. Sennilega mundi þó
ekki að því fundið, þótt málið yrði
kannað í kyrrþey fyrstu fundar-
daga Alþingis, ef menn gættu þess
að láta ekki til skarar skríða fyrr
en seinna. Er hér um að ræða
viðkvæmt matsatriði og verður
jafnan að fylgjast vel með, hvað
líður þolinmæði almennings gagn-
vart stjórnleysinu.
Þá er að síðustu ljóst, að með
öllu hefur verið bundinn endi á
hina leiðu flokksblindu. Geta nú
allir þingmenn, ótrauðir og al-
sjáandi, gengið hinar nýju frelsis-
brautir.
Hörður ólafsson, hrl.
Nýtt mötuneyti Ishúsfélags Bolvíkinga
Bolungarvík. 11. íebrúar.
Um síðastliðin áramót var tekið
í notkun nýtt og fullkomið
mötuneyti í Ishúsfélagi Bolung-
arvíkur.
Þar rúmast allt að 80 matar-
gestir í einu, en í hinu fullkomna
eldhúsi mötuneytisins er hægt að
elda fyrir á annað hundrað
manns.
Nú eru milli 20 og 30 matar-
gestir sem að mestu leyti er
vertíðarfólk við frystihúsið.
Forstöðukona mötuneytisins er
Kristín Ólafsdóttir.
Gunnar
Frá hinu nýja mötuneyti
íshúsfélags Bolvíkinga.
Ljósmynd Mbl. Gunnar.