Morgunblaðið - 14.02.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 3 1
Draumórar í Undralandi
Kjartan Gunnar Kjartansson
_Þá áttu aö segja það. sem þú átt við."
sagði Marshérinn.
_Það geri ég.“ sagði Lísa í flýti. „Að
minnsta kosti ... að minnsta kosti á ég við
það. sem ég segi. En þú veist. að það er eitt
og hið sama."
„Nei. alls ekki!" sagði Hattagerðarmaður-
inn. „Nú. þú gætir alveg eins sagt. að það sé
sama. hvort maður segir: „Ég sé það. sem ég
ét." eða „Ég ét það. sem ég sé."“
Lewis Carroll.
(Úr Lísu í Undralandi.)
í byrjun desember skrifaði ég
grein í Morgunblaðið sem ég nefndi
„Frelsishugtak frjálshyggjumanna
og hugtakaruglingur marxista". Ein-
hverra hluta vegna betrumskírðu
þeir Morgunblaðsmenn greinina eft-
ir einu kaflaheiti hennar og kölluðu
„Stjórnmál og skynsemi". Strax í
upphafi var greinin hugsuð sem
fyrri hluti lengri skrifa um orðið
frelsi og helstu merkingar þess. Þó
hef ég enn ekki komið því í verk að
birta seinni hlutann, m.a. vegna þess
að hann hefur orðið miklu viðameiri
en ég ætlaði í upphafi. Hafi því
einhverjir beðið eftir framhaldinu,
ber mér auðmjúkum að biðjast
afsökunar á þessum seinagangi, um
leið og því er lofað að nú skuli fram
haldið þar sem frá var horfið.
En áður en hafist er handa, vil ég
með þessum skrifum huga að um-
fjöllun sem grein mín hefur fengið í
Þjóðviljanum nú fyrir skömmu.
Ein ástæðan fyrir slórinu í mér er
sú, að ég hef verið erlendis frá því
um áramót og fram til sunnudagsins
20. jan. En einmitt þann helga dag
birtist í Þjóðviljanum síðbúin
svargrein við því sem ég hafði
skrifað um frelsið í Morgunblaðið í
byrjun desember. Greinin sem er
eftir Sveinbjörn nokkurn Halldórs-
son, ber með rentu yfirskriftina
Undralandið.
Eins og títt er með lýsingar á
Undralöndum, þá er grein Svein-
bjarnar ekki síður undarleg en
landið sem hún lýsir. Svo var einnig
með Undralandið hans Lewis sem
hún Lísa heimsótti hér um árið. En
eitt ber þó á milli að mínum dómi:
lýsingar Lewis voru sýnu skemmti-
legri og skilmerkilegri en lýsingar
Sveinbjarnar. Lewis hefur aðalper-
sónu í sínu Undralandi sem Lísa
heitir og lætur hana sofa mestan-
part sögunnar. En sjálfur vakti hann
þó á meðan hann skrifaði söguna,
eftir því sem næst verður komist.
Sveinbjörn hefur hins vegar enga
Lísu, og læðist því að mér sá grunur
að hann hafi, ... — ja ef ekki sofið
sjálfur, þá allavega dottað dálítið
meðan á ritsmíðinni stóð. Þó þarf
það ekki að vera.
Það sem mér finnst undarlegast
við Undraland Sveinbjarnar er það
hversu erfiðlega mér gengur að fá
vitglóru í u.þ.b. helminginn af því
sem honum liggur á hjarta. Kannski
væri viturlegast að láta það liggja á
milli hluta, hverjum sé um að kenna
þetta skilningsleysi mitt, Sveinbirni
eða sjálfum mér. En i hreinskilni
sagt þá get ég ekki að því gert, að
eftir því sem ég les grein hans oftar
og fæ fleiri í lið með mér, þá verður
sá grunur minn æ sterkari, að hún
eigi ekkert skylt við skýra framsetn-
ingu á skynsamlegri hugsun.
En nú var það kannski ekki
ætlunin hjá Sveinbirni að skýra
hugmyndir sínar og annarra um
einstaklinga og þjóðfélag. Kannski
var hann bara í sakleysi sínu að
yrkja atómljóð um mig og frelsið.
Hver veit? — Sveinbjörn sjálfur að
sjálfsögðu. Ég sver við hundinn, eins
og Sókrates sagði, ekki veit ég það.
Og kannski er hvorugt rétt.
Kannski ætlaði hann einmitt að
skýra málin og tókst það með
ágætum. Kannski er það einmitt
mér að kenna, fordómum mínum og
fávisku, að ég skil ekki nema að litlu
leyti þann boðskap, sem Sveinbjörn
hefur upp á að bjóða.
En hafi hann nú ekki verið að
yrkja atómljóð, þá þykist ég vita, að
grein hans er annaðhvort einkar
athyglisverð eða ótæk með öllu.
Hvort hún er, þori ég ekkert að
fullyrða um að svo stöddu, þrátt
fyrir grun minn sem fyrr er nefndur.
Vonandi getum við í sameiningu
komist að niðurstöðu um það hvors
kyns er. Ég vil allavega ekki láta
mitt eftir liggja í þeirri viðleitni.
Sveinbjörn vitnar þrisvar í grein
mína. Hér mun ég fjalla um fyrstu
tilvitnun hans og athugasemdir við
henni, en á morgun tek ég fyrir aðra
og þriðju tilvitnun hans.
Fyrsta tilvitnun Svein-
bjarnar í grein mína
í grein minni „Stjórnmál og
skynsemi" setti ég fram á almennan
hátt tvær grundvallarkenningar
frjálshyggjunnar um írelsið. Fjallar
önnur þeirra um mikilvægi frelsisins
en hin um frjálst markaðskerfi sem
forsendu frelsisins. Um mikilvægi
frelsisins skrifaði ég m.a.: „Ástæðan
til þessarar skoðunar er sú kenning
frjálshyggjunnar, að frelsið (í okkar
skilningi) sé nauðsynleg forsenda
þeirra meginmarkmiða, sem flestar
stjórnspekistefnur setji sér, og al-
mennt eru viðurkennd sem jákvæð
markmið. Dæmi um slík markmið
eru félagslegt öryggi, almenn
menntun, frjáls menning, mannrétt-
indi, lýðræði, réttarríki, aukin efna-
hagslegur jöfnuður, efnahagslegar
framfarir og verndun lífríkis, nátt-
úruauðlinda og menningarverðmæta
á byggðu bóli. Það er m.ö.o. skoðun
okkar, að frelsið (í okkar skilningi)
sé eina tryggingin fyrir mannúðleg-
um stjórnarháttum sem taki mið af
velferð þegnanna."
Frelsi og frjáls menning
Þetta brot úr grein minni verður
Sveinbirni tilefni til eftirfarandi
skrifa: „Kjartan G. Kjartansson
skrifar grein í Morgunblaðið 5. des.
undir heitinu „Stjórnmál og skyn-
semi“ fyrri hl. Á einum stað getur
hann þess að frelsið (í hans skiln-
ingi) sé nauðsynleg forsenda frjálsr-
ar mepningar. Mun einfaldara væri
að segja, að borgaralegt þjóðskipu-
lag sé forsenda frjálsrar menningár,
því það er erfitt að ímynda sér,
hvernig frelsi geti verið forsenda
frelsis."
Sveinbjörn er með öðrum orðum
Eftir
Kjartan G.
Kjartansson
að ásaka mig um klifun (tautologíu),
þegar ég segi að frelsi sé forsenda
frjálsrar menningar.
Nú vill svo til, að hér misskilur
hann mig hrapallega, því frelsið (í
mínum skilningi) og frjáls menning
(einnig í mínum skilningi) gefa
ekkert slíkt til kynna. Með orðinu
frelsi er ég að skírskotá til þeirra
einkenna á mannlegum samskiptum,
að geðþóttavaldbeitingu manna á
hendur öðrum sé haldið í lágmarki.
(Þetta kom fram í minni grein enda
hefur Sveinbjörn það sjálfur eftir
mér síðar í sinni grein).
í orðin frjáls menning legg ég hins
vegar þann skilning sem ég tel
almennt viðtekinn! þ.e.a.s., átt er við
ákveðin einkenni á svokallaðri há-
menningu eða æðri menningu. Þess-
um einkennum má í grófum dráttum
lýsa svo, að fræðistörf, vísindi,
rannsóknir, bókmenntir og listir
taki fyrst og síðast mið af viti, vilja
og sannfæringu þeirra manna sem
þessar athafnir stunda hverju sinni,
í stað þess að mótast af þröngsýnum
fyrirfram ákveðnum forskriftum
fárra aðila.
Nú vona ég að Sveinbjörn skilji
hvað ég á við þegar ég segi að frelsi
sé forsenda frjálsrar menningar, og
geri sér jafnframt ljóst að hér er
ekki um klifun að ræða.
Misskilningur Sveinbjarnar er
sprottinn af því, að hann notar orðið
frelsi, eða orðin frjáls menning, eða
öll orðin, í annarri merkingu en ég.
Fjórði kosturinn er svo sá, að hann
einfaldlega noti alls ekki þessi orð í
neinni ákveðinni merkingu, heldur
grípi til þeirra af handahófi, eftir
tilfinningum og innsæi hverju sinni.
Sú skýring þykir mér einna senni-
legust ekki síst þegar höfð eru í huga
eftirfarandi skrif úr Undralandi
Sveinbjarnar:
„Fastheldni á skilgreiningar og
ofdýrkun er þess vegna umfram allt
veikleiki þess manns, sem er ein-
angraður. Styrkur valdsins felst
hins vegar í að viðhalda þessari
einangrun og gera hana smám sam-
an náttúrulega. Slík einangrun er og
verður samofin borgaralegu samfé-
lagi. Hlutverk byltingarmannsins er
umfram allt að reyna að rjúfa þessa
einangrun."
Ég býst við að Sveinbjörn kjósi
„hlutverk byltingarmannsins" frem-
ur en þau ömurlegu örlög að verða
„samofinn borgaralegu samfélagi",
og þess vegna er hann kannski ekki
svo fastheldinn á skilgreiningar.
Sveinbjörn bendir á, að ég hefði
fremur átt að skrifa að borgaralegt
þjóðskipulag væri forsenda frjálsrar
menningar. Nú veit ég ekki hvað
hann á við með borgaralegu þjóð-
skipulagi (né heldur hvort hann
hefur yfirleitt eitthvað ákveðið í
huga í þeim efnum). Eigi hann hins
vegar við það eitt að í borgaralegu
þjóðskipulagi sé frjálst markaðs-
kerfi við lýði, þá get ég fúslega
fallist á, að borgaralegt þjóðskipulag
sé forsendá frjálsrar menningar.
Einfaldlega vegna þess að ég tel
frjálst markaðskerfi nauðsynlega
forsendu þess að frelsi sé við lýði, en
frelsið aftur forsendu þess að náð sé
og viðhaldið þeim samfélagslegu
markmiðum sem almennt eru viður-
kennd sem jákvæð markmið, og þar
með talin frjáls menning.
Ég get hins vegar ekki fallist á
það, að einfaldara hefði verið að tala
um borgaralegt þjóðskipulag í þessu
samhengi, vegna þess eins að borg-
aralegt þjóðskipulag eða frjálst
markaðskerfi var alls ekki til um-
ræðu í þessum kafla greinarinnar.
Eftir að Sveinbjörn hefur komist
að þeirri niðurstöðu (sem er röng),
að fullyrðing mín um frelsi og
frjálsa menningu sé klifun af gerð-
inni: frelsi er forsenda frelsis, — og
getið þess síðan, að erfitt sé að
ímynda sér slíkt (sem eitt út af fyrir
sig er laukrétt hjá Sveinbirni), þá
tekur hann á sig rögg. og ætlar að
fara að lesa úr „klifuninni". Hann
segir í framhaldi af þessu: „En nú
má hæglcga skilja fullyrðingu
Kjartans á ýmsa vegu." Hvernig í
ósköpunum getur hann hæglega skil-
ið fullyrðingu mínu á ýmsa vegu
eftir að hafa komist að þeirri
niðurstöðu að hún sé klifun af
taginu: frelsi er forsenda frelsis?
Merkingarlausa klifun af slíku tagi
má auðvitað ekki skilja á einn né
annan veg, þó stundum verði mönn-
um á í messunni og misskilji klifun-
ina þannig að þeir fái merkingu út
úr merkingarleysunni. Það þvkir
Sveinbirni hins vegar sjálfsagt og
fer nú að ráða í rúnirnar.
Hann getur þess fyrst, að ég gæti
hafa verið að „ýja að því á varfærn-
islegan hátt, að borgaralegt þjóð-
skipulag sé forsendan fyrir barátt-
unni gegn því“. Rangt til getið! Svo
frumlegri kenningu hefði ég aldrei
fundið uppá. Sveinbjörn verður því
sjálfur að hirða heiðurinn af þessari
hugdettu. Og hann má vel við una,
því ég sé ekki betur en að hann hafi
gert stórmerka uppgötvun sem síðan
má alhæfa á eftirfarandi hátt:
Fyrsta forsenda:
Til að geta barist gegn einhverju
Athuga-
semdir um
frelsi
og frjálsa
menningu
þurfa menn að hafa eitthvað til að
berjast gegn.
Önnur forsenda:
Menn geta ekki barist gegn neinu,
sem ekki er fyrir hendi.
Niðurstaða:
Allt, sem barist er gegn, er því
forsenda þess að barist sé gegn því.
Háspekilega hugljómun af þessu
tagi hef ég aldrei fengið og býst ekki
við henni úr þessu, enda búinn að
slíta barnsskónum. Kenningin
hvarflaði ekki að mér fyrr en ég sá
hana fyrst hjá Sveinbirni. Hann má
því sjálfur eiga sína opinberun.
Frelsi og
jákvæð markmið
í postulasögunni greinir frá því,
að Sál frá Damaskus hafi fallið til
jarðar þegar honum opinberaðist
almættið. En Sveinbjörn er ekki af
baki dottinn. Með afstöðu minni sem
hann misskilur svo að frelsi sé
forsenda frelsis, telur hann að ég —
„gæti einnig verið að segja, að frelsi
listamanns sé að einhverju leyti
annars konar en það frelsi, sem
veitir honum rétt til að selja vöru
sína á frjálsum markaði". Og Svein-
björn heldur áfram: „Ef svo er,
hvernig getur þá frjáls menning
verið „jákva'tt markmið" eins og
Kjartan nefnir það, í samfélagi þar
sem frelsi er við lýði? Listasagan
bendir ótvírætt til hins gagnstæða.
Óheft tjáningarfrelsi hefur aldrei
verið markmið í kapitalisku samfé-
lagi og þaðan af síður að það sé
„jákvætt“. Sönn listasaga er saga
„villutrúar" og „óheilbrigðis".
Ég nota orðið frelsi í aðeins einni
merkingu og geri því ekki ráð fyrir
„annars konar“ frelsi en því frelsi
sem merkingin nær yfir (þó ég sé
auðvitað til umræðu um aðrar merk-
ingar orðsins). Sá skilningur, sem ég
legg í orðið frelsi, gerir ráð fyrir því
að frjáls maður, — hvort sem hann
er nú listamaður eða ekki, — hafi
rétt til að selja bæði vöru sína og
vinnu á frjálsum markaði. En þar
með er þó alls ekki sagt, að frelsið
felist aðeins í þessum eina rétti og
engu öðru.
Ég hef svo ekki minnstu hugmynd
um hvað Sveinbjörn á við með
„annars konar“ frelsi, enda gerir
hann enga tilraun til að skýra það
nánar. Því er hætt við að ég sé að
tapa slóðinni. Þó má alténd reyna
fyrir sér, rétt eins og Sveinbjörn
gerði í sinni grein.
Og þá er þess að geta, að hann
hefur áhyggjur af því, að frjáls
menning geti ekki verið jákvætt
markmið (eins og hann segir að ég
nefni það) — í samfélagi þar sem
frelsi er við lýði.
Nú hef ég hvergi nefnt frjálsa
menningu jákvætt inarkmið, heldur
er frjáls menning eitt af mörgum
samfélagslegum markmiðum sem ég
taldi upp, og fullyrti að væru
almcnnt viðurkennd sem jákvæð
markmið. Slíkt er ekki gildisdómur
um frjálsa menningu af minni hálfu,
heldur staðhæfing um afstöðu ann-
arra.
En á þessu tvennu gerir Svein-
björn engan greinarmun.
í fyrsta lagi er skoðun hans sú að
frelsi geti ekki verið jákvætt mark-
mið í samfélagi þar sem frelsi er við
lýði.
I öðru lagi færir hann rök fyrir
annarri skoðun, sem er sú, að frjáls
menning geti ekki verið almennt
viðurkennd sem jákvætt markmið í
samfélagi þar sem frelsi er við lýði.
Og í þriðja lagi, þá fæ ég ekki séð
að rök hans séu gild, hvorki fyrir
fyrri skoðuninni né þeirri síðari.
Það er einungis síðari skoðunin og
rökin fyrir henni sem koma grein-
inni við. Mun ég því víkja að þeim.
Þessi rök Sveinbjarnar koma fram í
síðustu tilvitnun minni í grein hans
og byrja á setningunni: „Listasagan
bendir ótvírætt...“ o.s.frv.
Ég vil þá byrja á því að benda
Sveinbirni á, að listasagan bendir
alls ekki til eins né neins ótvíræðs í
þessum efnum. í fyrsta lagi er langt
í frá að allir listamenn hafi verið
dæmdir villutrúar eða óheilbrigðir
af sinnar tíðar mönnum. Hversu
margir þeir voru er ekki gott um að
segja. Það fer að sjálfsögðu eftir
hugmyndum okkar um það hverjir
hafi verið listamenn og hverjir ekki.
Vilji Sveinbjörn meina að þeir einir
séu eða hafi verið listamenn sem
dæmdir hafa verið villutrúar eða
óheilbrigðir af meðbræðrum sínum,
þá hann um það. En hræddur er ég
um að hann noti þá orðið listamaður
í töluvert annarri merkingu en
almennt tíðkast.
Sönn listasaga er að sjálfsögðu
saga villutrúar og óheilbrigðis. En
eins og allar langar og flóknar sögur
er hún líka saga margs annars,
þ.á m. virðingar og einlægrar að-
dáunar.
Megingallinn við málflutning
Sveinbjarnar felst í því, að hann
reynir að færa reynslurök fyrir
skoðun sinni með því að einfalda
óskaplega, og síðan alhæfa um jafn
flókið fyrirbæri og listasagan er. Að
sjálfsögðu gæti hann reynt að
styrkja skoðun sína með óteljandi
dæmum úr listasögunni. En því
miður er líka hægt að tína úr
listasögunni óteljandi dæmi um
gagnstæða skoðun.
I öðru lagi vil ég benda Sveinbirni
á það, að listasagan er lítið haldreipi
fyrir skoðun hans, ekki síst fyrir þá
sök að listasagan er ekki nema að
broti til saga frá samfélögum þar
sem frelsi er við lýði. En skoðun
hans er einmitt skoðun um slík
samfélög. Þó svo að allir listamenn
hefðu verið úthrópaðir í samfélögum
þar sem frelsi var ekki við lýði (sem
þó atti sér ekki stað), þá er ekki þar
með sagt að sama gilti í samfélögum
þar sem frelsi er við lýði.
í þriðja lagi vil ég geta þess, að þó
svo að almenningur í samfélögum
þar sem frelsi er við lýði dæmdi
allflesta listamenn villutrúar og
óheilbrigða (sem hann gerir ekki),
þá er ekki þar með sagt að þessi
sami almenningur geti ekki verið á
þeirri skoðun að frjáls menning sé
eftir allt jákvætt markmið. Og það
sem meira er: þessa afstöðu gætu
menn tekið án þess að vera sjálfum
sér ósamkvæmir. Menn gætu t.d.
haldið því fram, að það væri jákvætt
að hafa nokkra óheilbrigða villutrú-
armenn í samfélaginu þó ekki væri
til annars en að nöldra út af þeim
þegar illa liggur á manni.
Að lokum vil ég svo geta þeirrar
skoðunar sem almennt verður að
teljast afar sennileg þó hún sé
gagnstæð skoðun Sveinbjarnar að ef
kosið yrði um það í almennum
kosningum hér á landi eða í öðru
lýðræðisríki, hvort stuðla beri að
eflingu og viðhaldi frjálsrar menn-
ingar, yrði yfirgnæfandi meirihluti
kjósenda hlynntur frjálsri menn-
ingu.
En Sveinbjörn telur að frelsi og
frjáls menning fari ekki saman. Þó
hefur hann þar á undan komist að
þeirri niðurstöðu að fullyrðing mín
um frelsi og frjálsa menningu sé
klifun af taginu: frelsi er forsenda
frelsis. Svo að við látum nú klifunina
liggja milli hluta þá fæ ég ekki betur
séð en að hann telji frjálsa rifcnn-
ingu óhugsandi nema því aðeins að
frelsi manna sé afnumið. Læt ég svo
lokið umfjöllun minni um frjálsa
menningu, óheilbrigði og villutrú.