Morgunblaðið - 14.02.1980, Side 34

Morgunblaðið - 14.02.1980, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 EYJARAÐSTEFNAN „Vel búið skip af heppilegri stærð í upphafi máls Hilmars Rósmundssonar útvegs- bónda og skipstjóra á Eyjaráðstefnunni gagn- rýndi hann þingmenn Suðurlandskjördæmis mjög harðlega fyrir það að mæta ekki á ráðstefn- unni þar sem þeim hefði verið boðin þátttaka. Fer ræða Hilmars hér á eftir: Hvað er að gerast í Eyjum? Ráðstefnu þá, sem nú er að hefjast um stöðu og stefnu Vest- mannaeyja, hefði að skaðlausu mátt boða fyrr, betra er þó seint en aldrei og hafi þeir þökk fyrir er að standa. Tilefni hennar er ef- laust fyrst og fremst sú óheilla- þróun, sem hér hefur orðið á síðustu missirum þegar hvert fiskiskipið af öðru hefur ýmist verið selt úr byggðarlaginu, eða verið sökkt í sæ og ekkert komið í staðinn, þannig að nú er svo komið að um fjórði hluti þess flota sem sigldi undir eikennisstöfunum V.E. gerir það ekki lengur. Trú- lega megna þessi fundahöld ekki að snúa þessari öfugþróun við, en orð eru þó til alls fyrst, og vel hefði mátt vekja athygli á þessu stóra vandamáli fyrr, þar sem strax haustið 1978 tóku sig saman allmargir útvegsbændur hér, unnu upp ítarlega skýrslu um rekstur og afkomu bátaflotans og auglýstu báta til sölu. Skýrslan sú þó góð væri og vel uppfærð vakti enga athygli út fyrir raðir útvegsbænda sjálfra, en ýmsir sem sáu heilsíður dagblaðanna, skreyttar myndum af bátum af ýmsum stærðum hugsuðu með sér, hvað er að gerast í Eyjum? Margir töldu að hér væri engin alvara á ferðum, útvegsbændur væru aðeins að vekja athygli á erfiðri stöðu með þessum auglýsingum. En sann- leikurinn er sá að þá strax var orðið uppgjafarhljóð í mörgum, og mér er ekki kunnugt um að einn einasti af þeim er þarna auglýstu hafi hafnað sölu á bát sínum hafi hún boðist og nokkurt vit verið í og þó nokkrir bíða enn tilbúnir að undirrita sölusamning. Varðar hvert einasta mannsbarn í Eyjum. Það er vel við hæfi þegar þetta vandamál okkar er rætt, að um leið sé gerð heildarúttekt á fram- tíðarstöðu Vestmannaeyja, því að það vita allir sem hér hafa búið, að verulegur samdráttur í þeim afla er á land berst, bitnar ekki einvörðungu á þeim er fiskinn fanga og vinna heldur nánast á hverju einasta mannsbarni er þetta ból byggir. Hér stenst ekki sú kenning, sem sett hefur verið fram af ýmsum spekingum, sem rætt, ritað og reiknað hafa út æskilegasta stærð fiskiskipaflotans, að þó að skipun- um fækkaöi um helming, bærist ;afn mikill afli á land, þar sem au skip er eftir yrðu myndu bæta ið sig þeim afla, er hin fengu r. Hér er því ekkert minna í en framtíð þessa bæjarfélags a slíks, því haldi á sem horfir hlýtur að koma að því fyrr en síðar að atvinna dragist verulega eru skilyrði fyrir framtíð Vestmanna- eyja.“ —segir Hilmar Rósmundsson útvegsbóndi og skipstjóri Ililmar Rósmundsson saman og þar með kaupgeta og afkomumöguleikar almennings, með þeim afleiðingum er slíkt gæti haft fyrir byggðarlagið. Hvernig má það annars ske að í bæ sem um áraraðir gat státað af því að vera stærsta verstöð lands- ins skuli sú staða koma upp, sem hér blasir við. 5. nóv. sl. kaus bæjarráð Vest- mannaeyja þriggja manna nefnd er kanna skyldi orsakir þeirrar óheillaþróunar sem fækkun báta- flotans og samdráttur í útgerð hefði í för með sér fyrir byggðar- lagið. Nefnd þessi vann bæði fljótt og vel, viðaði að sér allskyns gögnum, ræddi við marga aðila er hlut áttu að máli, og skilaði sameiginlegu áliti til bæjarráðs þann 17. des. sl. Gífurlegur aflasamdráttur megin vandinn Ég verð að segja það eins og er að ég varð fyrir vonbrigðum með þetta nefndarálit. Þar er ekki í einu orði minnst á það, sem ég tel vera orsök þessa vanda númer eitt. Það er að segja, sá gífurlegi aflasamdráttur sem orðið hefur hér, sem stafar af stórminnkandi fiskigengd á Vestmannaeyja- og reyndar suðurmið. Á áratugnum 1961—1971 komu nær árvisst sterkar fiskigöngur á miðin hér í kring, þá þótti það aðeins þokka- legur vertíðarafli að fá 7 til 800 tonn á 50—60 lesta bát, sem reri með línu framan af en 7 til 8 netatrossur síðari hluta vertíðar. Aflinn fékkst nær allur í netin, en línan var svona til uppfyllingar þar sem í þann tíð var talið óráðlegt og nánast orðin hefð að net voru ekki lögð fyrr en í lok febrúar eða síðar. Ég leyfi mér að álíta að með þeirri tækniþróun, sem orðið hefur síðan, sér í lagi í veiðihæfni veiðarfæranna, og þar sem nú er almennt verið með miklu meiri veiðarfæri en þá tíðkaðist, að engin goðgá væri þó sæmilegur vertíðarbátur bæri að landi 1500—2000 lestir á vertíð, væri fiskimagnið á miðunum hlið- stætt því er þá var. Ég held að óhætt sé að fullyrða, að væru aflabrögðin á þann veg er hér um ræðir, væri mikil gróska í útgerð og öllu athafnalífi hér. En hver er ástæðan fyrir hinni miklu afla- rýrnun sem hér hefur orðið. Sjálfsagt er rétt það álit fiski- fræðinganna að hrun hafi orðið í hrygningarstofni þorsksins á síðustu árum vegna ofveiði og þess vegna gangi svo fáir fiskar á sínar hefðbundnu hrygningarslóðir. Ymsir og þar á meðal ég hafa talið, að ekki væri ofveiðinni einni um að kenna hvernig komið væri heldur hlytu einhver þau skilyrði að hafa skapast í sjónum hér við suöurströndina sem yllu því að fiskurinn kynni ekki eins vel við sig og áður. Höfum við bent á, þessu til sönnunar að ufsinn, sem að sögn hefur aldrei verið ofveidd- ur hefur jafnvel forðast þetta svæði ennþá fremur en þorskur- inn, nú allra síðustu ár. Hvar er ofveitt og hverjir ofveiða? Fiskifræðingarnir fullyrða að öll skilyrði hér séu ókjósanleg til hrygningar, og að engin breyting hafi á orðið frá því að fiskur var hér og hét, ofveiðinni einni sé um að kenna, en hvar er þá ofveitt og hverjir ofveiða. Um þetta hafa staðið deilur og sýnist sitt hverj- um eftir því hvar búseta þeirra er. Vestfirðingar og norðlendingar sem aldrei segjast fá annað en stóran og fallegan þorsk í sín veiðarfæri halda því fram að við drepum hrygnuna í allt of stórum stíl áður en hún nær að gegna því mikilvæga hlutverki sínu að auka kyn sitt, við héi teljum hinsvegar að á Vestfjarða- og norðurmiðum eigi sér stað svo gegndarlaust dráp á smáþorski að aðeins lítið brot af þeim fiski sem kemst af kviðpokastiginu ná þeim aldri að verða kynþroska. Hvorir tveggju hafa eflaust nokkuð til síns máls, en mér finnst vægast sagt óhugn- anlegar þær aflatölur er ég hef nýjastar heyrt af Vestfjarðamið- um. 151 þús. smáfiskar í 322 tonnum af Vestfjarðamiðum Hér í Eyjum hefur á þessu ári verið landað þremur togaraförm- um frá þessu svæði. Afli þessara skipa hefur verið þokkalegur, en þó lítill miðað við það sem oft gerist á þessum miðum. Uppistaða aflans var þorskur, eins og jafnan er þar vestra og var samanlagður afli þessara þriggja skipa 321 tonn 858 kg af þeirri fisktegund. Nú hefur verið tekin upp sú aðferð í sambandi við stærðarmat á fiski, að þyngd fisks er látin ráða í stað lengdar áður. Sýni eru tekin á sama hátt og fyrr, þau vegin og deilt í heildarviktina með fiska- fjöldanum sem metinn er. Með þessari aðferð fæst út meðalþungi hvers fisks í farmi. Samkvæmt niðurstöðum ferskfiskmatsins var meðalþungi hvers þorsks í þessum förmum 2.31 kg., 2.1 kg. og 2.08 kg. og sé reiknað áfram kemur í ljós að þessi 321 tonn 858 kg. eru samtals 150.741 þorskur, ef hægt er að nefna þessi kóð því nafni. Það fara semsagt 468 stk. í hvert tonn, og að auki er það opinbert leyndarmál að meira og minna af undirmálsfiski fer dautt í sjóinn aftur. Þegar þess er gætt að nú skafa í kringum 80 skuttogarar þessi smáfiskmið, stærstan hluta úr árinu, og margir þeirra miklu afkastameiri en þeir þrír er hér um ræðir, hlýtur heildar dánar- tala þorsksins af þeirra völdum að vera óhugnanleg. En ennþá er hugmyndin að auka skuttogara- flotann og það verulega. Ef til vill er ekkert við þessu að segja, þetta er víst það sem þjóðin lifir á öðru fremur. Eins dauði er annars brauð. Skuttogararnir hafa reynst veruleg lyftistöng í atvinnulífi ýmissa byggðarlaga en þeir eiga trúlega stærstan þátt í því hvert hér stefnir, því að þó á þessum áratug sem nú er að enda hafi þorskklak heppnast vel tvisvar sinnum þá er allt útlit fyrir að togararnir séu langt komnir með að veiða upp árganginn frá 1973 sem ókynþroska fisk og greinilega eru þeir komnir á fulla sókn í árganginn frá 1976; það1 sýnir meðalstærðin á þeim fiski sem nú berst á land. 1 dag lifum við á bullandi rányrkju Bjartsýnismenn halda ennþá í þá von, að við eigum eftir að fá góðar vertíðir hér, en þeim fjölg- ar, sem telja að möguleikarnir á því að hér fyllist allt af stórum og fallegum þorski minnki stöðugt, vegna hins gengdarlausa og vax- andi smáfiskadráps, sem látið er viðgangast. í dag lifum við á bullandi rányrkju en spurningin er hvort það getur gengið til frambúðar. Eflaust fáum við svar við þeirri spurningu þegar for- stjóri Hafrannsóknastofnunar flytur erindi sitt hér síðar á ráðstefnunni. Ég er því miður hræddur um að Jón Jónsson verði ekki eins bjartsýnn nú og hann var á fundi með okkur 1965. Við vorum þá uggandi um hve mikið drepið var af stóru hrygnunni í nótina. Hann tjáði okkur að við mættum drepa eins mikið og við gætum af hvaða fisktegund sem væri í hvaða veiðarfæri sem væri nóg væri til. Nú er það ekki svo að ekkert hafi verið gert til verndar smáfiskinum. Allstór svæði hafa verið alfriðuð, önnur tímabundið, skyndilokunum svæða verið beitt og möskvi í vörpum stækkaður til muna og er sú aðgerð talin hvað áhrifaríkust, þar sem smáfiskur- inn er í vörpunni lendir á auð- veldlega að geta synt út um MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 35 ■h Ljósm. Mbl. SÍKurifOÍr. möskvana. Staðreyndin er hins- vegar sú, að stærð möskva í vörpu skuttogara skiptir akkúrat engu máli. Þar háttar svo til að allt frá því að togið hefst og þar til leyst er frá pokanum um borð í skipinu, slaknar aldrei á netinu, skipið er alltaf á ferð og möskvinn alltaf ílangur en opnast aldrei. Enda kemur það í ljós að þau þrjú skip er ég vitnaði til eru öll með mjög stórriðnar vörpur, svokallaðan Færeying en þar er möskvastærð í öllum efri hluta vörpunnar 200 millim. og 155 millim. niður úr. Auðvitað ætti lítill hluti þess fisks er þessi skip veiða að nást í þessi veiðarfæri ef möskvinn væri op- inn, en sannleikurinn er sá að möskvinn er það lítill í drætti að nánast ekkert dýr sem inn í vörpunni lendir, sleppur þaðan út fyrr en pokinn er opnaður. Óheyrilegar byrðar á útgerð landsmanna Þó að aflinn sé að sjálfsögðu stóra málið í sambandi við rekstur á fiskiskipi þá er þó ýmislegt fleira sem inní spilar. Nefndin sem ég gat um fyrr í þessu spjalli minnist réttilega á srauknar olíu- verðhækkanir. Það getur ekki ver- ið neitt smámál fyrir alla þá er verða að kaupa mikið af olíu, þegar hver lítri hækkar á einu ári um nærfellt 100 kr. 1. jan. 1979 var verð á hverjum gasolíulítra kr. 57.55 en sama dag 1980 kostar sá sami lítri kl. 155.25, hækkunin er kr. 97.70 á lítra eða 169.8%. Það er ekki svo að sjá að blessaðir alþingismennirnir okkar telji.nú orðið að þetta sé verulegur baggi á útgerðinni. Eftir að olía fór að hækka verulega var með lögum sett á svonefnt olíugjald, til þess að létta þeim byrðarnar er kaupa þyrftu þessa rándýru orku, og var þetta svona hliðstætt þeim olíustyrk sem verið hefur á landi í nokkur ár. Þetta gjald sem tekið var af óskiftu aflaverðmæti var upphaf- lega 15% en af því komu í upphafi 3% til skipta. í september á sl. hausti var þetta gjald lækkað niður í 9% og nýjasta afrek lagasmiðanna 60 var að lækka þetta enn og nú niður í 5% þrátt fyrir stöðugar hækkanir: Ég trúi vart öðru en að samtök Útvegsmanna mótmæli þessu harðlega. Það stenst ekki að óeðlilegar erlendar verðhækkanir á vöru, sem hluti þjóðarinnar kemst ekki hjá að kaupa, en aðrir losna við, bitni einungis á þeim er neyðast til þess að nota þessa vöru. Þetta hlýtur að vera mál þjóðarinnar allrar, sér í lagi ef varan er notuð beint til þess að afla dýrmæts gjaldeyris En þeir eru sjálfsagt ekki sammála um þetta sextíu- menningarnir frekar en annað. Ofan á þetta bætist svo að flest þau veiðarfæri sem skipin nota í dag eru gerviefni frarnleidd að meira og minna leiti úr olíu og hækka því óeðliega eins og olían. Einn er sá þáttur enn sem mjög þungt vegur í rekstri fiskiskips en það er hinn gífurlegi fjármagns- kostnaður sem orðinn er vegna beinna aðgerða stjórnvalda. Okurvextir henging- aról á útgerðina Ég fær engan veginn skilið þá skýringu nefndarmanna á því að vaxtakostnaður sé meiri hjá okkur en annar staðar gerist, vegna þess að fyrirgreiðsla útvegsbankans hér sé hraðari en víða tíðkast. Ég hélt að þetta væri þveröfugt, vaxtakostnaður myndi lækka við að fá lánin fljótt, því að þó að það sé dýrt að taka víxil eða vaxta- aukalán sem eru vinsælust í dag, í banka þá er ennþá meiri kostn- aður samfara því að geta ekki greitt sínar lausa- eða veðskuldir þegar svo er komið að nánast öll fyrirtæki sem útgerðin þarf að skipta við hvort sem eru verslun- ar- eða þjónustufyrirtæki, hafa tekið upp þann hátt að reikna dráttarvexti á skuldir sem ekki eru greiddar innan eins mánaðar frá því til þeirra var stofnað. Þetta eru engir smávextir eða 54% á ári, þeir útvegsmenn sem ekki geta greitt þær vörur og þá þjónustu er þeir þurfa á að halda nánast kontant, greiða því vextina fyrir fyrirtækin sem þeir skipta við og líklega ríflega það. Þegar það svo bætist við að aflinn er ekki greiddur fyrr en eftir dúk og disk og ákvörðun þeirra er hann kaupa þá verða dráttarvextirnir oft æði erfiðir mörgum. í þessu sambandi vil ég taka það skýrt fram, að hér í Eyjum hefur aflinn alltaf verið greiddur nánast strax, en það er meira en hægt er að segja um ýmsa aðra fiskkaupend- ur, þeir sem landa sínum afla hér sitja því við betra borð en aðrir hvað þetta varðar. Ég vil einnig láta í ljós það álit mitt varðandi fyrirgreiðslu Útvegsbankans hér, að ég tel að hún hafi verið fyllilega eðlileg og að bankinn sem slíkur verði ekki með réttu sakaður um það hvernig hér er komið. Þeir menn sem mest hafa barist fyrir hávaxtastefnunni og hafa nú náð að innleiða hana, hafa sagt að ef ekki væru greiddir háir innláns- voxtir á verðbólgutímum, myndi enginn Ieggja inn fé, og þar með yrði ekkert til þess að lána út. Þetta á auðvitað nokkuð til síns máls, en það ættu þeir að athuga í leiðinni, að svo er hægt að sauma að atvinnufyrirtækjunum með ok- urvöxtum að þau lognist út af eitt af öðru, af því leiddi þann sam- drátt í atvinnu að þeim gæti fækkað verulega sem hefðu ein- hvern afgang til þess að leggja í banka, jafnvel þó innlánsvextir væru háir. Keyrt um þverbak í gengismálum Þá er ég kominn að gengismál- unum. í langan tíma hefur það verið vinsælasta úrræði valda- manna, að lækka gengið þó um þverbak hafi keyrt á síðustu tímum. Þetta er gert að því er sagt er til bjargar útgerðinni. Þetta er auðvitað algjör þversögn, því að fátt virkar verr á rekstur skips, þar sem flest er þarf að kaupa er innflutt. Þegar ég var að láta breyta skipi mínu í Danmörku á sínum tíma, hækkaði verkið um 50 millj. ísl. króna, eingöngu vegna breytinga á gengi á þeim tíma er verkið tók, svo eru öll lán er Fiskveiðisjóður íslands veitir gengistryggð lán að verulegum hluta og hækka þau því sjálfkrafa við hverja gengisbreytingu en í þeirri lánastofnun eru lánakjör ákaflega misjöfn eftir því hvenær lánið er tekið og er það tæpast vansalaust að svo skuli vera í opinberum sjóði. Þeir sem ef til vill hagnast á gengisfellingu í bili, eru að sjálfsögðu þeir sem mikið flytja út. Þeir fá þá eitthvað fleiri en verðminni krónur fyrir fram- leiðslu sína, til þess meðal annars að greiða þær kostnaðarhækkanir er gengisfellingin orsakar. Það ættu þeir að hugleiða sem vinna og flytja út afurðir, áður en næsta gengisfelling verður gerð, eða hert ennþá á gengissigi, að við hverja slíka aðgerð eykst sá verðmunur sem er á ferskfiski hérlendis og Hiuti af Eyjahöfn og byggð. erlendis. Það eitt gæti auðveldlega orðið til þess að auka enn sigling- ar skipanna með eigin afla, en Vestmannaeyjabátar hafa aldrei gert eins mikið af því og á síðasta ári. Og á þessu ári, nú þegar hafa þrír Eyjabátar haldið á erlendan markað með afla sinn og fleiri farið ef aflatregða hefði ekki komið í veg fyrir það. Ný og fullkomin skip stuðla fyrst og fremst að lausn málsins Ég hefi nú lýst því hverjar ég tel höfuðástæður þess hruns, sem orðið hefur í þátaflotanum hér. Eflaust mætti nefna fleiri atriði, en þar sem ég er kominn yfir þau tímamörk er mér voru ætluð læt ég þetta 'nægja að sinni. En hvernig er þá hugsanlegt að snúa þessari öfugþróun við? Margumtöluð nefnd ályktar að með því að setja á stofn sameigin- lega beitustöð megi verulega draga úr rekstrarerfiðleikum þeirra báta, sem eftir eru. Ég er aftur á móti þeirrar skoðunar að ekki gerðust stórir hlutir þó að slíku fyrirtæki yrði komið upp. Línuútgerð er ákaflega dýr í dag og það sem meira er að Vest- mannaeyjamið hafa aldrei verið og eru síst nú gott línuveiðisvæði, og þá sjaldan góður afli fæst er það fiskur í lægstu verðflokkum. Fyrir tveimur árum hljóp nokkur gróska í þessa útgerð, 8 eða 10 bátar keyptu sér línuveiðarfæri en hverjir nota þau í dag? Þeir eru þrír, og einn þeirra er ekki á Vestmannaeyjamiðum. Ef íslendingar ætla áfram að lifa á því að sækja gull í greipar Ægis, þá dugir ekki að láta Vestmannaeyjaflotann eða annan fiskiskipaflota drabbast niður, honum verður að halda við, ég tel það hinsvegar fjarstæðu eins og staðan er nú, að bæta enn við skuttogaraflotann eða svonefndan loðnuflota. Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir mjög verulegan sam- drátt í afla hér, hafa harðduglegjr aflamenn getað borið að landi mikið af úrvalsfiski, hafi þeir í höndunum vel búin skip af þeppi- legri stærð. Hér eru þó nokkrir úrvals skipstjórar, sem fullan hug hafa á að komast yfir slík at- vinnutæki. Ég held að besta lausn- in á þessu vandamáli, væri að aðstoða þá til þess að eignast slík skip. Það er hinsvegar staðreynd að ekkert skip hvort sem það heitir togari eða trilla sem byggð eru nú á tímum getur staðið undir halla- lausum rekstri, með þeim lána- kjörum er nú gilda. Það yrði því einnig að vinna að því í leiðinni að stefnu okurvaxta og gengishruns yrði varpað fyrir borð. Ekki gefur sú erfiða fiskverðs- fæðing, sem nú hefur séð dagsins ljós ástæðu til að ætla að áhugi fyrir útgerð aukist, því hér er greinileg lækkun á, miðað við tilkostnað, og enn bólar ekkert á verði sumra fisktegunda. Bátarnir halda áfram að afla, ekkert er greitt og dráttarvextirn- ir hlaðast upp. Það verður að greiða fyrir fiskinn, það sem sannanlega kostar að afla hans hverjir sem það greiða, og sú greiðsla verður að eiga sér stað á eðlilegum tíma. Miðstýring sjávar- útvegsins taki við sér Nú er svo illa komið íslenskum sjávarútvegi að honum er nær öllum miðstýrt frá hinu háa sjáv- arútvegsráðuneyti og/eða Alþingi. Hér búa um 2% af þjóðinni, en við erum, eigum við ekki að segja, það vel sett, að þrír alþingismenn eiga hér lögheimili þ.e.a.s. 5% af þeim 60 sem ferðinni ráða. Þeir eru að vísu út þremur stjórnmála- flokkum og hafa þess vegna ef- laust þrjár skoðanir á hverju máli. Við verðum skilyrðislaust að gera þá kröfu til þeirra, að þeir brjótl odd af oflæti sínu og sameinist um viðhlítandi lausn á þeim vanda er að okkur steðjar þannig að við getum hér eftir sem hingað til unað glöð á okkar fallegu Heima- ey- Bragakaffi Waitrose tegrisjur Bulgar jaröarber Waitrose bakadar baunir Appelsínur ..... Klementínur . . . . Greip .......... Sykur .......... Hagkaups W.C. pappír . . . . 819 pr. pk. 799 100 stk. 959 1/1 dós 479 1/2 dós 495 pr. kg 795 pr. kg 495 pr. kg 275 pr. kg 245 2 rúllur Opið til 10 föstudag í Skeifunni 15 og til hádegis á laugardag HAGKAUP Kjörgarði, Lækjargötu og Skeifunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.