Morgunblaðið - 14.02.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL. 10— 11
FRÁ MÁNUDEGI
ny ujajttíPí * U£3 'u if
ofnota þær, ekki má éta yfir sig af
dýrafitu (fremur en annarri fitu)
og til þess að taka enga áhættu
hættum við með öllu að leggja
okkur þetta til munns. Að því leyti
má kenna okkur sjálfum um
hvernig komið er, en ekki þeim
mönnum er gagnrýnt hafa mis-
notkun fæðunnar.
Má líka segja varðandi allan
mat, hollan sem óhollan, að sé
hann snæddur óhóflega þá getur
hann vissulega leitt til alls kyns
kvilla fyrir utan óhagræðið, sem
hlýzt af því að bera með sér öll
aukakílóin. En um auglýsingaher-
ferðina vildi ég segja að hún á
nokkurn rétt á sér, þótt ekki megi
gera of mikið úr þessum vörum,
því við megum heldur ekki fá
andúð á blessaðri sveitafæðunni.
Hún er holl og góð og nauðsynleg
hverjum manni, sé hennar neytt í
réttu hlutfalli við önnur nauðsyn-
leg efni, sem líkaminn vill fá.
Sveitavargur."
• Hvað kosta
olíumálin?
Ofangreinda spurningu hefur
bréfritari borið fram hér á eftir:
„Við íslendingar höfum haft
all-verulegar áhyggjur af þróun
olíumála í heiminum og ekki
þorað annað en fylgjast vel með
þar og kanna hvort við séum að
sitja af okkur einhverja möguleika
til ódýrari olíukaupa en gerst
hafa.
Sjálfsagt er það gott og blessað
og við höfum sent olíuviðskipta-
nefnd okkar út um allar jarðir í
leit að olíu og virðist sem nokkur
árangur hafi orðið af starfi henn-
ar þar sem hún hefur náð ódýrari
tilboðum en hingað til hafa
þekkst. Nýjasta fréttin í olíumál-
unum er tilboð Saudi—Araba um
óhreinsaða olíu okkur til handa,
en ekki veit ég hvort olíunefndin
hefur nokkuð komið þar nærri. En
þetta var ekki málið, sem ég vildi
ræða, heldur hitt að spyrja hversu
mikið hefur starf nefndarinnar
kostað okkur á síðasta ári og hinu
nýbyrjaða. Menn hennar hafa
farið nokkrar ferðir til útlanda og
sitthvað fleira hefur þurft að
leggja til starfa hennar eins og
gengur. Mig langar að fá það
upplýst og á sama tíma væri
gaman að vita hverjum augum
nefndin lítur á þá gagnrýni, sem
forstjórar olíufélaganna hafa við-
haft um nefndina, m.a. talað um
að starf hennar skaði sambönd
okkar erlendis o.s.frv.
Ég er ekki sérfræðingur í olíu-
málum, en sem leikmaður finnst
mér vera nokkuð andstæð sjón-
armið á ferðinni og má ekki spyrja
sem svo hvers vegna er olíufélög-
unum ekki gert að kanna sjálfum
önnur mið, fremur en að stofna til
nýs „aðila" sem sinnir svipuðum
málaflokki. Vona að þessar spurn-
ingar séu svaraverðar við tæki-
færi- Spurull.“
• Góðir barnatímar
Nokkur börn höfðu samband
við Velvakanda á dögunum og
vildu koma ábendingu til sjón-
varpsins varðandi barnaefni:
—Við höfum alltaf haft gaman af
öllu barnaefni, sem sjónvarpið
sýnir og viljum helzt alltaf hafa
sem mest af því. Þess vegna
fannst okkur mjög sniðugt hjá
sjónvarpinu þegar farið var að
sýna á kvöldin stutta þætti um
Múmínálfana.
Þótt þeir séu kannski ekki
skemmtilegir fyrir eldri krakkana,
þá höldum við að það sé nauðsyn-
legt að halda áfram að sýna
barnaefni á þessum tíma á kvöld-
in, strax eftir fréttir og það hlýtur
að vera til eitthvert efni sem
komið getur í staðinn. Ef það
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Þessi tvísýna staða kom upp á
skákmóti í Decin í Tékkóslóvakíu í
sumar í viðureign heimamannsins
Trapl og júgóslavneska stórmeist-
arans Racevics, sem hafði svart
og átti leik:
36.... Bg4?, 37. H5xg4 og svartur
gafst upp, því að eftir 37.... e2, 38.
h7+ - Kxh7, 39. g8-D+ - Hxg8,
40. Hhl er hann mát. Rannáoknir
eftir skákina leiddu hins vegar í
ljós að svartur hefði getað unnið
taflið með því að leika 36.... Kh7!
T.d. 37. g8-D - Hxg8 38. Hxg8 -
Bf5+, 39. Kal - e2, eða 37. He5 —
e2!, 38. Hxe2 — Bf5+, 39. Kal —
Hcl+.
verður áfram, þá er barnaefni í
sjónvarpinu á sunnudögum,
mánudögum og þriðjudögum eftir
fréttir, á miðvikudögum klukkan
sex og annan hvern föstudag eru
Prúðuleikararnir.
Sennilega hefur sjónvarpið
aldrei gert betur við börn en
einmitt nú og vonum við að það
haldi áfram.
Velvakandi getur tekið undir
þessar óskir barnanna og leyfir
sér að minna á að þótt barnaárið
sé búið eru skyldur okkar við
börnin enn til staðar. Þessar
stuttu myndir fyrir börnin eftir
fréttirnar (eftir hitt barnaefnið,
sem eru auglýsingar!), hafa mælst
vel fyrir og væri óskandi að slíkt
efni héldi áfram.
HÖGNI HREKKVÍSI
„MÖ6/JI .'H'MReÆ lúðucinn minn. . V
Sumarbústaða-
eigendur
Hjón meö 3 stálpuö börn, óska eftir aö taka á leigu
sumarbústaö í sumar, eöa hluta af sumri, viö
lofum góðri umgengni.
Þeir sem heföu áhuga, vinsamlegast hringi í síma
43565.
Almenningshlutafélag
um fiskeldi
Fundur til undirbúnings undir stofnun almennings-
hlutafélags um fiskeldi veröur haldinn í Kristalsal
Hótel Loftleiða í kvöld fimmtudag 14. febrúar kl.
20.30.
Gerö veröur grein fyrir stööu fiskeldismála og
störfum undirbúningsnefndar, lögö fram og af-
greidd drög aö stofnsamningi og kosin nefnd til aö
undirbúa stofnfund almenningshlutafélagsins.
Áhugamenn. Fjölmenniö.
Undirbúningsnefnd.
Cybernet
Frábært hljómtæki
á hagstæöu veröi
CRD 15 Hljómstúdlo. 5 einingar í einni. Samanstend-
ur af formagnara — aöalmagnara — Hljóöblöndun-
arboröi — útvarpi FM-MW-LW og segulbandi (Metal)
Electronisk takkastýring, 2x46 W DIN. 0.09% THD.
Aðskilnaöur aöalmagnara og formagnara gefur
möguleika á aö nota 200W kraft magnara viö þetta
tæki. Verö kr: 445.069.-
CP 1050 Plötuspilari í hæsta gæöaflokki IC stýröur,
beintengdur drifi, hæggengur jafnstraums mótor.
Rafeindastýrö hraöanákvæmni upp í 10%. Sjálfvirkur
rofi rífur straum aö lokinni spilun. „Pick up“ innifaliö.
Verö kr: 169.200.-
Benco,
Bolhoiti 4, símar 21945 — 84077.