Morgunblaðið - 14.02.1980, Side 48
Síminn á afgreiðslunni er
J 83033
Lækkar
hitakostnaðinn
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980
Hækkar
kaup um
7 m?
HAGSTOFAN hafði í gær
enn ekki reiknað út vísi-
tölu framfærslukostnaðar.
en samkvæmt upplýsing-
um, sem Morgunblaðið afl-
aði sér í gær, voru allar
líkur á, að hækkunin yrði
um 9V2%. Það þýðir, að
verðbót á laun um næstu
mánaðamót verður um það
bil 7V2%.
Verði þetta niðurstaðan
af reikningum Hagstofunn-
ar, er þessi hækkun aðeins
undir þeirri spá, sem gerð
hafði verið, þar sem búizt
var við 10% hækkun fram-
færslukostnaðar og um 8%
hækkun kaupgjalds.
í heita læknum.
Iijósm. Mbl. Emilía.
Ástæður þess, að hækkunin
nær nú eigi þeirri spá, sem
sérfræðingar höfðu gert,
mun vera m.a. íhaldssemi
minnihlutastjórnar Al-
þýðuflokksins við að heim-
ila umbeðnar verðlags-
hækkanir.
9% hækkun
á steypu
RÍKISSTJÓRNIN hefur
staðfest samþykkt verð-
lagsráðs um 9% hækkun á
steypu. Hækkunin hefur
þegar tekið gildi.
Talstöðvarfundur um að
virða ekki loðnubannið
SKIPSTJÓRAR loðnuveiðiskipanna höfðu í gærkvöldi
ekki tekið ákvörðun um hvort þeir muni virða
loðnuveiðibannið. Mikil óánægja er ríkjandi hjá sjó-
mönnum með þessa ákvörðun og fáar undantekningar í
flotanum, sem telur 52 skip. Morgunblaðið hafði tal af
nokkrum skipstjórnarmönnum í gær og sögðu þeir að
flest skipin yrðu á miðunum þá um nóttina. Myndu
menn ráða ráðum sínum og yrðu talstöðvarnar óspart
notaðar.
A blaðamannafundi með
Steingrími Hermannssyni í
gær var hann spurður
hvernig brugðist yrði við ef
loðnuveiðistöðvunin yrði
ekki virt. Sagðist sjávar-
útvegsráðherra vonast til
að til þess kæmi ekki.
Verður enginloðnu-
frysting í vetur?
Islendingar og Norðmenn gera Japönum
tilboð um lágmarksverð á loðnuhrognum
SAMKOMULAG hefur orðið á milli útflytjenda loðnu-
hrogna í Noregi og íslendinga um að gera Japönum
tilboð um ákveðið lágmarksverð á loðnuhrognum.
Sagðist Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsannna jafnvel búast við svari frá
Japönum við þessu verðtilboði í dag.
Hann vildi ekki greina frá þeirri
upphæö, sem fælist í þessu tilboði,
en á fundi sjávarútvegsráðherra
með fréttamönnum í gær, kom
fram að það er töluvert hærra en
Japanir hafa áður boðið fyrir
loðnuhrogn. Miklar birgðir af
loðnuhrognum eru nú í Japan og
hafa þeir boðið 800 dollara fyrir
tonnið af loðnuhrognum í vetur,
en í fyrra var það selt á 2.400
dollara, eða þrisvar sinnum hærra
verði.
Morgunblaðið spurði Eyjólf
Isfeld um möguleika í sölu á
frystri loðnu til Japans, en þar er
sömuleiðis við ákveðna erfiðleika
að glíma. Sagði Eyjólfur að í
fyrsta lagi væri hegðun loðnunnar
einkennileg og sagði að ýmsir
væru þeirrar skoðunar, að þessi
vertíð yrði endurtekning á vetr-
arvertíðinni 1978. Þá kom engin
loðna á Vestmannaeyjasvæðið, þá
ekki heldur inn á Faxaflóa og þá
var ekki um neina vestangöngu að
ræða. Leiddi þetta af sér að þá var
lítil sem engin frysting.
— I öðru lagi virðist loðnan
vera blönduð mjög smárri loðnu
og jafnvel þó hún gangi eðlilega,
þá verða erfiðleikar á að vinna
hana vegna þess að Japanirnir
vilja helzt 50 stk. í hvert kíló,
sagði Eyjólfur. — Ef marka má
þær talningar, sem farið hafa
fram, þá virðist okkar loðna vera
60—70 í kílói. Norðmenn byrjuðu
sína vertíð 28. janúar og þeir
segja, að um 50 stk. fari í kíló, en
það er sú stærð, sem Japanir vilja
helzt, sagði Eyjólfur ísfeld.
Ráðuneytið mun taka á
slíkum brotum eins og öðr-
um brotum, ef þau verða
einhver. Aúk þessa skerða
þeir þá um leið það magn,
sem fyrirhugað er að leyft
verði að veiða til loðnu-
frystingar og hrognatöku,
sagði Steingrímur Her-
mannsson.
Sjómannasambandið íhugar málaferli:_
Á upptækur sjávar-
afli að koma niður
á hlut sjómannsins?
LÖGFRÆÐINGUR Sjómannasambands íslands, kannar nú fyrir hönd
sambandsins hvort mál verður höfðað gegn ríkissjóði vegna hlutar,
sem tekinn hefur verið af sjómönnum vegna undirmálsfisks, sem
gerður var upptækur úr afla. Aðdragandi þessa mála er sá, að hluti
afla skuttogara af Suðurnesjum var fyrir nokkru gerður upptækur,
þar sem hann náði ekki máli.
— Sjómönnum er samkvæmt
sjómannalögum gert að gera að
þeim fiski, sem kemur inn fyrir
borðstokkinn og ganga frá honum,
sagði Óskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambandsins í gær. —
Þetta er sjómönnum gert að gera
enda þótt þessi fiskur sé síðar
gerður upptækur einhverra hluta
vegna. Samkvæmt lögum um upp-
töku ólöglegs sjávarafla er sjó-
mönnum gert að bera sinn hlut ef
aflinn er gerður upptækur og það
dregið frá þeirra launum.
— Reyndar er ekki nóg með
það, heldur leyfir ráðuneytið sér
að krefjast meðalaflaverðmætis
úr túrnum við þessa upptöku, en
þó er þessi undirmálsfiskur ekki
nema úrgangur, samkvæmt því
sem okkur er tjáð af fiskvinnsl-
unni. Þetta eru nýleg dæmi, sem
við erum að athuga og þá einkum í
sambandi við skuttogarann Erling
úr Garði.
— í lögunum um upptöku ólög-
legs sjávarafla segir að upptakan
komi niður á öllum skipverjum. I
landhelgislögum segir hins vegar,
að brot séu á ábyrgð skipstjóra og
þetta erum við m.a. að kanna með
málssókn í huga ef ástæður verða
til, sagði Óskar Vigfússon.
Karlsefni
seldi i
Cuxhaven
SKUTTOGARINN Karlsefni
RE landaði í Cuxhaven í gær
og í fyrradag, alls 212 tonn-
um. Fyrir aflann fengust um
90,5 milljónir króna, meðal-
verð um 426 krónur. Þær
fréttir berast frá Bretlandi,
að markaðurinn sé heldur á
uppleið, en lítið mun vera um
ísfisksölur þar á næstunni.