Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 7

Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 7 Framsóknar- flokkurinn og ríkisstjórnin Allar ráðstafanir núver- andi ríkisstjórnar í efna- hagsmálum eru með allt öörum blæ en 'sú stefna, sem framsóknarmenn töidu sig baráttumenn fyrir í síðustu kosningum. Nýjasta dæmið um þetta er lánsfjáráætlun ríkis- stjórnarinnar, þar sem ráðgerð er 85,5 milljarða erlend lántaka. Fáir hafa talað fjálglegar um það en framsóknarmenn, að nauðsynlegt væri að setja erlendum lántökum hófleg mörk. Allir eru sammála um, að það sé ekki gert með lántökuáformum rík- isstjórnarinnar. Enda verður greiðslubyrði er- lendra lána af útflutnings- tekjum nú hærri en áöur eöa 16—17%. Þessi kúvending í er- lendum lántökum miðað við kosningastefnu fram- sóknarmanna kemur í kjölfar þess, að niöurtaln- ingarleiöin, sem þeim var svo kær, hefur farið veg allrar veraldar hjá ríkis- stjórninni. Verðlagið er nú talið upp í stað þess aö telja það niður. Og krukkið í verðlagsmálin er meö þeim eindæmum, að nú er augsýnilegt að jafn vel rekið fyrirtæki og Hita- veita Reykjavíkur verður aö draga saman seglin og hætta nýframkvæmdum. Er örðugt að sjá, hvernig sú staðreynd samrýmist hátíðlegum yfirlýsingum forsætisráðherrans um forgang orkuframkvæmda og að vegna þeirra hafi verið nauðsynlegt, að fara út fyrir öll hófleg mörk í opinberum framkvæmd- um. Framsóknarflokkurinn réö mestu um þá þróun mála, sem leiddi til mynd- unar þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr. Hann ber því höfuöábyrgð á því efna- hagsöngþveiti, sem stjórnarsamstarfið leiðir yfir þjóðina. Úrræði for- ystumanna flokksins nú þegar þeir standa frammi fyrir afleiðingum gerða sinna er að fara undan í flæmingi og hörfa úr einni vígstöðunni í aðra. Hefur þaö greinilegast komið fram síðustu daga í mál- flutningi flokksformanns- ins Steingríms Hermanns- sonar um takmarkanir á þorskveiðum. Ekki stend- ur steinn yfir steini í því máli fremur en öðrum, sem flokkurinn lætur til sín taka. Ríkir enn sama ánægjan? Þegar ríkisstjórnin var mynduð gerði forsætis- ráöherra þingheimi grein fyrir stefnu hennar með því að lesa honum stjórn- arsáttmálann. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins tók að sjálfsögðu þátt í þeim umræðum. Hér á eftir fara nokkur brot úr ræðu hans: „Ég vil segja almennt um samþykktir þær, sem koma fram í málefna- samningnum, að þar er tekið á öllum þeim þátt- um, sem eru viöurkenndir mikilvægir og samtengdir í aðgerðum sérhverrar ríkisstjórnar í efnahags- og verðbólgumálum. Skýrt er tekið fram og ■ þeim öllum er leiðarvísir að því, hvernig vinna á. Að þessu leyti er málefnasamning- urinn stórum markvissari en nokkur sá málefna- samningur annar sem ég hef séð ... Við framsóknarmenn erum ánægöir meö þenn- an máiefnasamning og ekki síst efnahagskaflann Ég vildi segja almennt um samninginn, að við framsóknarmenn erum ánægðir meö hann. Við leggjum áherslu á nokkur meginatriði. Við leggjum áherslu á þau meginatriði sem við ætlum að geti orðiö til að ná verðbólg- unni niður. Þær leiðir eru þarna raktar. Þær eru leið- arvísir sem felst í samn- ingnum í þessu skyni. Þetta eru meginatriði samningsins og svo, eins og ég sagði, í beinu fram- haldi aö skapa hér traust- ara efnahagslíf þannig að lífskjör geti batnað eins og gerst hefur víða annars staðar, en ekki eins hér og menn hafa viljað því of mikið hefur tapast í verð- bólgubálinu. Þetta tvennt verður að haldast í hendur og eru megineinkenni málefnasamningsins." Þetta eru stór orð og í þeim kemur fram óblandin ánægja yffir því plaggi, sem á að vera starfs- grundvöllur ríkisstjórnar- innar. Með hliðsjón af framvindu mála á fyrstu þremur mánuðum ríkis- stjórnarinnar, hljóta menn að spyrja: Ríkir sama ánægjan hjá framsóknar- mönnum nú? Meö kartnögl á hverjum fingri Þjóðviljinn hefur af því áhyggjur í gær, að birzt hafi mynd af Geir Hall- grímssyni í Morgunblað- inu — með yfirskegg! Auð- vitað dettur Þjóðviljanum ekkert annað í hug en þarna hafi verið um sam- særi að ræða — og Geir sé enn skegglaus. Þaö mun vera rétt. En skýringin á „skegginu" er sú, að film- an (en myndin birtist í auglýsingu) er gölluö — af ofnotkunl Hún hefur því verið tekin úr umferð. En samsæriskenningin er þannig fallin um sjálfa sig. Miklar áhyggjur hefur Þjóðviljinn af því, aö Geir Hallgrímsson „missi and- litið“. En þeir alþýðu- bandalagsmenn þurfa ekki að hafa frekari áhyggjur af því. Það eru aðrir að missa andlitið um þessar mundir t.a.m. ráð- herrar ríkisstjórnarinnar — og þá ekki sízt hinir skeggjuðu ráðherrar Al- þýðubandalagsins. Við segjum því við Þjóðvilj- ann: Líttu þínu rauða skeggi nær. Þess þarf náttúrlega ekki að geta, að Þjóðvilj- ann skrifa menn auðvitað áfram með kartnögl á hverjum fingri. ÍTALSKT VOR Á ÍSLANDI LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — Málning og málningarvörur Afsláttur Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30—50 þús. 50 þús. veitum við 10% veitum við 15% afslátt. afslátt. Þettá er málningarafsláttur í Litaveri fyrír alla þá, aem eru að byggja, breyta eða bæta. Líttu við í Litaveri, því þaö hefur ávallt borgað sig- LITAVER — LITAVER — LITAVER - LITAVER — = Flugvélar til sölu | i 2 Cessna Turbo 210 Centurion árgerö 1977. Glæsilegar 6 manna flugvélar. Collins Microline, H.S.I., Flight director, DME, R-Nav, Autopilot, Oxygen. 2 Cessna Turbo 210 Centurion árgeröir 1979 og 1980. Piper Turbo Arrow árg. 1978. King silver crown, DME, Autopilot. 2 Cessna 172 Skyhawk árgerö 1979. King silver crown, DME. Mooney 201 og 231 árgerö 1980. Umboð fyrir i Mooney flugvélar. Jafnframt fyrirliggjandi innan skamms: Cessna 152, Cessna 182, Skylane, Piper Warrior, Piper Archer o.m.f. Getum útvegaö flestar tegundir og geröir eins og tveggja hreyfla flugvéla. Mjög góö verö. Upplýsingar gefur Jóhannes Georgsson í síma 51965 eftir kl. 18. ÁNÆGJA SEM VARIR LU 2 o Ef þú stitlir hitastýritækið frá Grohe á ákveöið hitastig, helst stöðugt það hitastig og vatnsrennsli sem stilltvarámeðanekki er skrúfað fyrir, þannig að þú getur staðið í sturtunni óhræddur um að vatnið verði annaðhvort brennandi heitt eða iskalt. Það er ekki luxus heldur nauðsyn fyrir alla að hafa hitastýritæki og þá sérstaklega þá sem eru með börn, því það eru ófá dæmin um það, að börn hafi brennt sig á vatni sem , hefur breytt snögglega um hitastig. GROHE er brautryðjandi og leiðandi fyrirtæki á sviði blönd- unartækja, B.B.BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. (H. BEN. HÚSIO)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.