Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 13

Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAI1980 13 heyrir sögunni til. Því er það mikið ánægjuefni að geta sagt í einni setningu: Mikið hefur Tryggvi höggið stórum seinustu misseri. Ekki fæ ég annað séð af þessum verkum Tryggva Ólafs- sonar á loftinu í Listvinahúsinu en að hann sé að setjast á fremsta bekk yngri myndlist- armanna okkar. Hann er fertug- ur að aldri, og verður það ekki talinn hár aldur í þessari grein. Sagan segir okkur, að allir góðir málarar verði aldnir að árum fram yfir aðrar stéttir þjóðfé- lagsins. Hann ætti því að eiga mikið ógert í list sinni, en hann hefur einnig þegar unnið það mikið, að framhjá honum verður ekki gengið. Hann hefur með þessum verkum undirstrikað þær vonir, er hingað til hafa verið við hann bundnar. Eg er ekki að segja með þessum orð- um, að Tryggvi hafi ekki fyrr en nú sýnt, hvað í honum býr, langt í frá. Þetta hefur komið jafnt og þétt á seinustu árum, og mikil varð sú breyting til batnaðar, er bajónettur og ófriðarmaskínur hurfu úr myndfleti hjá Tryggva. Hann ér einn þeirra listamanna, sem lætur sig samtíð sína miklu skipta, en nú hefur honum tekist miklu betur að samræma eigind- ir góðs málverks og ádeiluna. Einmitt á þann hátt er mögulegt fyrir listamenn að koma hug sínum til annarra. Það sem gerir ívaf litar og forms að talandi afli, er sá eini rétti tónn mál- verksins. Ef ég nú ætti að skilgreina þetta nánar, held ég, að mér yrði á í messunni. Ég efast um, hvort nokkur orð ná yfir það hugtak, sem ég er að bögglast með. Engan veit ég svo snjallan að hafa leyst þann vanda, en list skal það heita, heillin, og þar með er sú saga á enda. Það eru auðséð pop-listar áhrif í þessum verkum Tryggva, en þau verka sem fjarlægur ómur úr samfið hans, en ekki aðalatriði. Hinn hrái litur hefur fengið meiri hlýju, að vísu eru tónarnir hvellir og snöggir, og það sem þeir í Danmörku kalla íslenskt, köllum við hér á Fróni danskt. Svona getur nú orðið mismunur á skilningi hvorum megin Atlantsála sem dvalið er. Ég skal hvorki fara út í einstaka greiningar verka á þessari sýn- ingu né heldur þreyta lesendur með löngum upptalningum. Það er miklu skynsamlegra að vísa fólki í Listmunahúsið, og þá getur hver og einn gert sér grein fyrir, hvað þarna er á ferð. Það er vel þess virði, að það sé skoðað og það með góðri eftirtekt. Að lokum vil ég óska Tryggva Ólafssyni til hamingju með þessa sýningu og vonast til, að hann eigi eftir að mála og mála, sýna og sýna, og hann verður jafnan velkominn með verk sín yfir hafið og heim, eins og segir í dægurlaginu. fjalla um þær hverja fyrir sig, en mig langar til að vekja áhuga fólks á því, hve mikið er raun- verulega að gerast í henni Reykjavík. Það er vart búið að láta meistarana í umbúðir til heimsendingar til Noregs, þegar Karl Kvaran, Tryggvi Ólafsson og Brian Pilkington opna einka- sýningar. Af þessu getur fólk séð, hve mikil breidd er í sýn- ingarlífi hér í borg, eins og stendur. Það er að mínum dómi fyllilega forsvaranlegt að mæla með öllum þessum sýningum, þrátt fyrir þann feikna mismun, er finna má í verkum þeirra listamanna, sem hér eiga í hlut. Getur það verið, að menningin blómstri mest, þegar þrengingar fólks eru hvað mestar? Er þetta afleiðing skattpíningar þess op- inbera? Eða er þetta sjálfsvörn í þrengingum? 1 Api og súperapi API OG SÚPERAPI Nafn á frummáli: Ape and Superape. Heimildamynd bandarísk. Byggð á rannsóknum Desmond Morris og Conrad Lorenz. Kvikmyndafjelagið Regnbogan- um. Heimurinn hefur skroppið saman. Hvert kvöld nema á fimmtudögum fáum við brot hans inn í stofu okkar. Og hvern dag, mætum við hinum fjarlægustu atburðum á mynd og prenti. Þannig er þetta árið út, þúsundir fjarlægra atvika sem skella á vitund okkar. Af skjánum, af síðum dagblaða, úr viðtækjum. Og til hvers ein- staks atviks tökum við afstöðu, meðvitað eða ómeðvitað. Við vegum það og metum á ósýni- legum vogarskálum. En á hverju byggist þessi afstaða okkar. Hún hlýtur að byggjast á ákveðinni viðmiðun. Viðmiðun sem aftur byggist á þeirri grundvallar lífsskoðun sem við höfum til- einkað okkur. Sú lífsskoðun get- ur byggst á trúarlegum forsend- um eða stjórnmálalegum, jafn- vel djúpri persónulegri reynslu. Er þarna oft vísað til einhvers ytra ópersónulegs afls sem greinir rétt frá röngu, kjarnann frá hisminu. Lífsskoðunin miðar þannig við óskeikular eilífar forsendur. Líkt og kompásinn sem þiggur stefnu sína af millj- arða ára gömlum segullínum. Þarna á viðmiðun okkar sína uppsprettu. Uppsprettu sem get- ur þornað í lífsins rás, en þá opnast ætíð ný í staðinn. Ög síðan stjórna þessar uppsprettur heiminum, skipta honum í hægri og vinstri, rautt og blátt og reyndar litrófsins fjölþætta mynstur. Því viðmiðunin ræður afstöðu og á afstöðunni byggjast athafnirnar. Af framansögðu má vera ljóst hve viðmiðunin skiptir miklu máli. Ein er sú tegund viðmiðunar sem ekki fellur að framangreindum for- sendum og hún er sú að miða MANNINN við DÝRIN. Fá hon- um stað í dýraríkinu sem jafn- ingja en ekki sem veru sem miðar gerðir sínar við æðri dómstól og viskubrunna. í myndinni APE AND SUPER- APE sem Kvikmyndafjelagið sýnir bráðlega í Regnboganum er þessi viðmiðun lögð á gerðir mannsins, og kemur þá margt forvitnikegt í ljós. Að sjálfsögðu er hún fengin frá meistara Darwin sem benti mönnum á að kjálkar þeirra líktust kjálkum apa, sömuleiðis hendur, fætur og sitthvað fleira þar til niðurstað- an varð sú að reyndar værum við komin af öpum. Það form sem uppgötvanir Darwins fá í mynd- inni er úr smiðju þess merka náttúruvísindamanns, málara og rithöfundar Desmond Morris (Nakti apinn 1976, og Man- watching 1977). Morris hefur borið saman samfélög manna og dýra og dregið fram athyglis- verðar hliðstæður. Morris bendir okkur fyrst og fremst á þá hliðstæðu milli þessara tveggja heima að grunnþarfirnar eru þær sömu,' líf dýranna og mannsins snýst í kring um fæðingu, uppeldi ungviðis, pör- un, öflun lífsviðurværis, dauða. Hann bendir okkur einnig á að þrátt fyrir þessar sameiginlegu þarfir sem allt snýst um í grundvallaratriðum þá lítur maðurinn ekki á sig sem meðlim Kvikmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON í dýrafjölskyldunni. Er kostuleg að fylgjast með því í myndinni hvernig maðurinn forðast dýrin nema þegar hann getur niður- lægt þau á einhvern hátt eða notað. Hann svínbeygir konung dýranna með svipu í sirkusnum, hann lætur sterkasta landdýrið fílinn, rogast með heilu trén. Og hann kjassar og gælir við hundkvikindi sem hafa verið kynbætt næstum í nýja dýrateg- und af MANNINUM. Þessi af- mynduðu kvikindi grefur hann með viðhöfn. Enda sjást þar merki yfirburða hans. Þar nýtur viðmiðun mannsins við hinn æðri kraft sín. En höldum okkur við viðmiðun Morris og gáum að hvar sundur skilur í grundvall- aratriðum með manninum og dýrinu. Aðeins á einu sviði sker þar á öll tengsl, ekkert dýr drepur innan sinnar eigin teg- undar nema eitt, fyrir utan manninn. Þessi vitneskja er svo til ný og var til dæmis Bertrand Russell ekki ljós er hann smíðaði bók sína The Conquest of Happi- ness en þar skrifaði hann á þessa leið. „Dýr í búrum verða áhugalaus og ráfa fram og aftur, geispa, en út í náttúrunni held ég þau reyni ekkert sem líkist því að láta sér leiðast. Þau hafa nóg að gera við að vara sig á óvinum, afla sér fæðu, halda á sér hita. En jafnvel þegar þau eru óhamingjusöm þá held ég að þeim leiðist ekki. Ef til vill líkjast anthropoid aparnir okkur á þessu sviði sem svo mörgum öðrum. En þar sem ég hef ekki búið meðal þeirra get ég ekki dæmt það.“ Russel hefði ekki þurft að búa meðal þessara apa. Það hefði nægt honum að sjá þá með myndauga Morris og félaga í skógum Burma. Þannig uppgötv- um við að þessum frændum okkar leiðist reyndar að þvf er virðist og hvað gera þeir sér til skemmtunar jú þeir drepa apa — af annarri tegund — en apa samt. Sá sterkasti þeirra ræðst á apann og á meðan hann kálar honum tryllist liðið líkt og á Colosseum forðum. Morris sem hefur athugað þetta náið segir þá haga sér líkt og heilagt vé hafi verið rofið. Þeir steyta hnefa, öskra og skrækja. Ósjálf- rátt kom mér önnur mynd í hug er ég sá þetta atriði myndarinn- ar. Ég sá trylltan múginn æða fram hjá sundurbrunnum líkum átta bandarískra hermanna. Æsingurinn í andlitum þeirra var svipaður og apanna sem rofið höfðu „friðhelgi" skógar- ins. Eitthvað spennandi hafði gerst, eitthvað sem rauf leiðindi dagsins. Aðeins einn api hafði sig lítt í frammi hann hékk á grein enda gamall orðinn og glotti, kannski að hans viðmiðun hafi verið önnur? Vorhappdrætti Krabbameins- félagsins VORHAPPDRÆTTI Krabba- meinsfélagsins hófst fyrir skömmu. Hafa happdrættismiðar nú verið sendir um allt land. Vinningar eru tíu talsins, þar af fjórir fólksbílar, Chevrolet Che- vette Sedan (sjálfskiptur), Volks- wagen Golf L, Honda Accord Sedan og Mitsubishi Colt 1200 GL. Allt eru þetta vinsæiar og sparneytnar fimm manna bifreið- ar af árgerð 1980. Hinir vinn- ingarnir sex eru hljómflutnings- tæki að verðmæti 700 þúsund krónur hver vinningur. Heildar- verðmæti vinninganna er nálægt 30 milljónum króna. Lausasala happdrættismiða verður að venju úr bíl í Banka- stræti og á skrifstofu happdrætt- isins í Suðurgötu 24 en þar eru veittar nánari upplýsingar. Verð miða er nú 1100 krónur. Dregið verður 17. júní en kærkomið er að heimsendir miðar séu greiddir sem fyrst. Agóði af happdrættinu fer sem kunnugt er til styrktar hinni margþættu starfsemi krabba- meinssamtakanna, einkum krabbameinsleit, frumurannsókn- um, kraþbameinsskráningu og víðtækri fræðslustarfsemi. (Frétt frá Happdrætti Krabba- meinsfélagsins.) Vorfagnaður Húnvetninga- félagsins á sunnudaginn HINN árlegi vorfagnaður Hún- vetningafélagsins í Reykjavík verður að vanda haldinn í Domus Medica og að þessu sinni sunnu- daginn 11. maí klukkan 3. Stjórn félagsins vonast til að sem flestir hinna eldri Húnvetninga komi og þiggi kaffiveitingar. Samanburöur Lauslegir útreikningar og saman- burður á verði og byggingartíma, hefur hvað eftir annað leitt i tjós kosti húsanna frá Siglufirði. 1l0m? einbýlishús hefur ekki verið dýrara en 4. herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Gaeöi Húseiningar h.f. á Siglufirði hafa umfram allt fengið orð fyrir efnis- gæði og vandaða framieiðslu. Margvíslegar teikningar; sem laga má að hugmyndum hvers og eins, ásamt ölium upplýsingum fást í bókinni ,,Nýtt hús á nokkrum dögum". Ef þú fyllir út svarseðil og sendir okkur, munum við senda þér ókeypis eintak af bókinni um hæl. ,,Nýtt hús á nokkrum dögum" er rúmlega 50 stður í stóru broti, með 48 tillöguteikningum af einbýlis- húsum, og ýmsum upplýsingum. Þú getur einnig fengið eintak með því að hafa samband við söluskrif- stofu okkar í síma: 15945. HÚSEININGARHF I Sími:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.