Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 22

Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 Ljósm. Mbl. Emilía. íslenzkar sýningarstúlkur á æíingu fyrir tízkusýninguna á „ítölskum vordögum“. Hjá standa hinn frægi italski tizkufrömuður Róberto Beghi og Ingólfur Guðbrandsson forstjóri Útsýnar. Maria Loredan Pietro Botazzo mest orð fer af, s.s. tízkuvarningi ýmiss konar, skóm og leðurvörum, húsgögnum, keramik, leikföngum o.s.frv. Um 100 ítalskir framleið- endur taka þátt í sýningunni, sem opnuð verður formlega að kvöldi 8. maí og verður síðan opin almenn- ingi til sunnudagskvölds 11. maí. Veizluhöld með ítölsku sniði Italskur matur og vín er orðlagt fyrir gæði. Það geta gestir Loft- leiðahótelsins sannreynt á „ítölsku vordögunum", því að matreiðslu- meistarar frá einum þekktasta matsölustað Feneyja munu stjórna matseldinni. Lystaukar verða veittir við komuna á undan kvöld- verði í Víkingasal. Meðan gestir gæða sér á ítölskum krásum og vínum fara fram skemmtiatriði. Tízkufrömuðurinn Roberto Beghi mun stjórna sýningum á itölskum tízkufatnaði frá framleiðendunum Marchiol, Piubello, Miola, Pierre Þegar uppselt á föstudags- og laugardagskvöld Manteau Téllini og Dr. Job. Fatnaðurinn kom til landsins í vikubyrjun og hann hefur vakið mikla hrifningu hjá þeim sem séð hafa, en Beghi mun vera í hópi þekktustu tízkuhönnuða Ítalíu í dag. Frægir söngvarar ítalski tenórinn Pietro Bottazzo og sópransöngkonan Maria Lored- an ásamt píanóleikaranum og hljómsveitarstjóranum Luigi Toff- olo munu skemmta gestum með flutningi vinsællar tónlistar úr ítölskum söngleikjum. Bæði eru í tölu færustu söngvara Ítalíu í dag. Pietro Bottazzo hefur t.d. sungið öll helstu tenórhlutverk í óperum Rossinis, í Rómaborg, La Scala, Mílanó, Vínaróperunni og auk þess í Mozartóperum Glynderbourneóp- erunni í Englandi, og Grand Metropol óperunni í New York. Maria Loredan er í tölu færustu sópransöngkvenna Itala um þessar mundir og hefur hún unnið til fjölmargra tónlistarverðlauna og komið víða við í sjónvarpi og útvarpi. Að sögn Ingólfs Guðbrandssonar forstjóra Utsýnar er í undirbún- ingi að efna til sérstakra hljóm- leika með listafólkinu vegna hinn- ar miklu aðsóknar að ítalska vorinu. Sa^ði Ingólfur að stefnt yrði að því að halda tónleika í Háskólabíói á sunnudag svo að fleiri eigi þess kost að heyra raddlist þessara ítölsku heims- söngvara. Land, þjóð og þjóðhættir „Italskt vor á Islandi“ markar tímamót í samskiptum þjóðanna, því að jafn ítarleg kynning á Ítalíu hefur ekki áður farið fram hér á landi. Aðstandendur sýningarinn- ar vænta þess að sem flestir borgarbúar taki þátt í henni með einhverju móti, bæði með því að sækja hana og innflytjendur ítalsks varnings eru hvattir til að hafa hann sérstaklega í frammi í fyrirtækjum sínum þessa daga, skreyta á ítalska vísu og draga ítalska fánann að húni. Dagana 10. og 11. maí verður Italía kynnt í máli og myndum með kvikmyndasýningum í ráð- stefnusal Loftleiðahótelsins og sunnudaginn 11. maí verður sér- stök barnahátíð síðdegis með skemmtiatriðum og leikfanga- happdrætti. Auk þess fá allir gestir „vordaganna" ókeypis happ- drættisnúmer, sem dregið verður úr í lokin og er vinningurinn ferð til Gullnu strandarinnar Lignanö fyrir tvo með Utsýn. „ÍTALSKA vorið“ hefst á Hótel Loftleiðum í kvöld og þessari ítölsku kynningu og skemmtun mun ljúka á sunnudaginn. Mikill áhugi er fyrir „Itölsku vikunni“ sem sést bezt á þvi að nú þegar eru allir miðar uppseldir á föstudags- og laugardagskvöid en enn er hægt að fá nokkra miða á opnunarhátiðina i kvöld. Það eru ítölsk ferðamálayfirvöid ásamt Ferðaskrifstofunni Útsýn og Hótel Loftleiðum sem standa að itölsku vordögunum, en eins og mönnum er kunnugt er Ítalía eitt vinsælasta ferðamannaland heimsins og hefur Útsýn haldið uppi reglubundnu leiguflugi þangað í 6 ár og flutt þangað 10 þúsund islenzka ferðamenn. Fjölþætt dagskrá Um 20 ítalir munu koma til landsins til að vinna að undirbún- ingi „ítalska vorsins" og uppsetn- ingu ferða- og vörusýningar í tengslum við það. Eru í þeim hópi ferðamálafrömuðir, tízkuhönnuð- ur, matreiðslumenn og þekktir tónlistarmenn. Það verður því suð- ræn stemmning ríkjandi á Loft- leiðahótelinu á þessum ítölsku vordögum, þar sem reynt verður að bregða upp ítalskri þjóðlífsmynd á íslenzkri grund. Sýning á ítölsk- um tízku- og iðnaðarvarningi Sett verða upp í Kristalssal Loftleiða sýnishorn af þeim teg- undum ítalsks iðnvarnings, sem „ítalska vorið“ hefst í kvöld Frá umræðunum í Lýðháskólanum I Skálholti. Ljósm. Maitnús Karei. Ræddu um tengsl milli skálda og kirkjunnar KIRKJURITIÐ stóð um síðustu helgi fyrir umræðum um efnið skáld og kirkja og fékk menn úr hópi skálda og presta til að taka þátt í umræðum, Fór samtals- fundur þessi fram í Lýðháskólan- um í Skálholti, en ætlunin er að efnið birtist í Kirkjuritinu, sem út kemur í júní. Sr. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur á Reynivölium var umræðustjóri og flutti hann jafnframt inn- gangserindi. Sr. Gunnar Kristjánsson sagði að ákveðið hefði verið að taka til umræðu tengsl milli kirkju og skálda og gera eins konar úttekt á því hvort og þá hvernig íslenzk skáld og rithöfundar fjölluðu um trúmál, spurningar um tilveru Guðs, tilgang lífsins o.fl. Kvað Gunnar greinilegt að fjallað væri mikið um þessi efni og oft væri leitað mynda í Biblíunni og efni úr henni notað sem bakgrunnur. Sem fyrr segir hélt sr. Gunnar Krist- jánsson inngangserindi og var það flutt á föstudagskvöld og hófust þá umræður, sem var fram haldið næsta dag. Úr hópi skálda tóku þátt í umræðum þessum þau Guðmund- ur Steinsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Hjörtur Pálsson, Jón úr Vör, Kjártan Ragnarsson, Matthías Johannessen, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þóra Jónsdótt- ir. Auk sr. Gunnars tóku þeir sr. Bolli Gústavsson, sr. Bernharður Guðmundsson, sr. Guðmundur Óskar Ólafsson og sr. Heimir Steinsson þátt í umræðunum og bókmenntafræðingarnir Jón Sig- urðsson og Árni Bergmann. Sagði sr. Gunnar að skáldin hefðu lesið úr verkum sínum, óbirtum eða útkomnum og hefðu fylgt fróðleg- ar umræður í kjölfarið um verkin og hvaða skilning skáldin legðu í þau. Þá sagði sr. Gunnar að þátttakendur hefðu sungið gregor- ianskan kvöld- og morgunsöng og á laugardagskvöldinu kom sr. Sig- urbjörn Einarsson biskup í heim- sókn og annaðist morgunbæn á sunnudagsmorgun. Sr. Gunnar Kristjánsson kvað umræður þessar hafa verið hinar gagnlegustu og ljóst væri að fróðlegt væri að halda slíku starfi áfram. Mætti t.d. hugsa sér að sams konar umræður færu fram milli kirkjunnar manna og mynd- listarmanna eða arkitekta, sem oft störfuðu með kirkjunnar mönnum og ættu stóran þátt í kirkjusmíði og skreytingum. Aðalfundur VSÍ: Ríkið fái aðeins lán úr lífeyris- sjóðum með samningum 1 ályktun aðalfundar Vinnuveitendasambands íslands sem lauk á Hótel Loftleiðum í gær segir, að ríkisvaldið geti ekki ákveðið hvar lífeyrissjóðir ávaxti fjármuni sína. „Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp til lánsfjárlega, þar sem gert er ráð fyrir, að lífeyrissjóðum verði skylt að kaupa skulda- bréf af ríkissjóði, Bygg- ingarsjóði ríkisins og Fram- kvæmdasjóði íslands. Vinnuveitendasamband ís- lands mótmælir harðlega þessari íhlutun ríkisvaldsins í málefni lífeyrirssjóðanna og leggur áherzlu á það grund- vallarsjónarmið, að lán úr lífeyrissjóðum fáist aðeins með samningum við þá,“ seg- ir í ályktuninni. ■I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.