Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 34

Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 Frá ráðstefnu Sambands sjálfstæðiskvenna og Hvatar um neytendamál N ey tendamál eru mál heildarinnar Landsamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt í Reykja- vík efndu nýlega til ráðstefnu um neytendamál, þar em flutt voru sex framsöguerindi um hina ýmsu þætti neytenda- mála, þau síðan krufin í pall- borðsumræðum og rædd í almenn- um umræðum fundargesta. Stóð ráðstefnan í Val- höll frá kl. 9.30 á sunnudaginn 23. marz og fram und- ir kl. 6 síðdegis. I setningarávarpi sagði Margrét S. Einarsdóttir formaður Land- sambandsins m.a. að þessi félög hefðu gengist fyrir ráðstefnum um ýmis mikilvæg málefni og réðust nú ekki á garðinn þar sem hann væri lægstur með því að fjalla um neytendamál á breiðum grundvelli. Þetta væri víðtækur málaflokkur í þjóðfélagi eins og okkar, hinu dæmigerða velferðar- og neysluþjóðfélagi. Hún skipaði síðan tvo fundarstjóra ráðstefn- unnar, Ólöfu Benediktsdóttur og Sigurlaugu Bjarnadóttur og ritara Helgu Guðmundsdóttur og Ás- laugu Ottesen. 476% hækkun á glasaverði Fyrstu tvö erindin fjölluðu um skilgreiningu á sviði neytenda- mála. Arndís Björnsdóttir talaði af sjónarhóli kaupmanna og Anna Bjarnason af sjónarhóli við- skiptavinarins. Arndís sagði m.a. að núgildandi iöggjöf í verðlagsmálum tryggi neytendum á engan hátt hag- kvæmt vöruverð. Gerum okkur ljóst, sagði hún, að helsti verð- hækkunaraðilinn er ríkisvaldið. Nauðsynjavörur eru tollaðar sem lúxusvarningur og þá von að neytendum finnist hið endanlega útsöluverð of hátt? Það mætti taka einfalt dæmi. Kaupandi fer í verzlun og kaupir þar t.d. 6 vatnsglös. Varla getur talist munaður að drekka úr glasi. Segjum að hvert glas kosti í innkaupi 100 kr. Innkaupsverð er þá 600 kr. Flutningskostnaður væri t.d. 100 kr. Nú er upphæðin 700 kr. En þá tekur gamanið af. Ofan á þessar 700 kr. leggst 80% tollur. Þá er upphæðin orðin 1260 kr. Þar ofan á leggst síðan „tíma- bundið" vörugjald (frá 1975), sem í þessu tilfelli er lúxusvörugjald, eða 30%. Það gera 378 kr. Upp- hæðin er nú 1638. Þá kemur smásöluálagningin margfræga, sem á að standa undir öllum kostnaði við verzlunina, laun, skatta, húsaleigu o.fl. og hún er 43%. Síðan kemur 22% sölu- skattur, sem að sjálfsögðu leggst ofan á allt saman, svo að ríkis- kassinn missi ekki af neinu. Glös- in kosta nú út úr verzlun 2857 kr. og má bókstaflega líkja þessu við snjóbolta, sem veltir upp á sig. í þessu tilfelli er það ekki kaup- maðurinn sem hefur verið að finna upp nýjar álögur til þess að hagnast á neytandanum, heldur ríkisvaldið. Ef við sundurliðum þessar 2857 kr. hlýtur okkur að bregða í brún. Hækkun frá 600 kr. innkaupsverði í útsöluverð kr. 2857, þ.e. 476% hækkun. Utsöluverðið skiptist þannig: krónur: hlutfall 1 Kaupmaöurinn 701 21.5 Krlendi íraml. fiOO 21.0 SkipafélaKÍÓ 100 3.5 RlKIÐ 1.153 51.0 2.857 100.0 En þarna hafa kaupmenn eins og aðrir sofið á verðinum og ekki upplýst almenning um hið þræl- bundna ríkisafskiptakerfi af verzluninni. Það er staðreynd, að þar sem frjáls samkeppni er leyfð, hagnast neytandinn. Þá eru það neytendur, sem vita, að þeir eru hið eina virka aðhald og fara að kynna sér verð annars staðar og bera saman. Allir kaupmenn vilja veita sem besta þjónustu og auka Marxrét S. Einarn- Arndis Björnsdóttir dóttir veltuna og þeir reyna að selja vöruna á því verði, sem reksturinn þolir til þess að ganga áfram. En verzlunin verður að fá að starfa við eðlilegan rekstrargrundvöll og ekki endalaust hægt að leggja á hana skatta til að halda uppi eyðslu- og útþenslustefnu ríkis- báknsins. Nauðþurftir heimil- anna hækkuðu 60% - Anna Bjarnason, blaðamaður, sagði í upphafi erindis síns: Neyt- endum — viðskiptamönnum er svo sannarlega mikill vandi á höndum nú á dögum. Þegar þeir eru búnir að greiða opinber gjöld, sem geta nú í ár farið allt upp í 50% af brúttótekjum, húsaleigu, rafmagn, hita og annan fastan kostnað, geta þeir í rauninni fyrst farið að lifa. Þ.e. kaupa það sem þarf til þess að halda lífinu í sér og fjölskyldunni — mat og hreinlætisvörur og aðrar nauðsynjar. Oftast er ekki svo ýkja mikið eftir og lái þeim hver sem vill, að þeir vilji gjarnan fá nauðsynjavörurnar á sem lægstu verði. Þeir vilja gjarnan fá sem mest fyrir þá aura sem þeir eiga eftir, þegar „stóri bróðir“ er búinn að taka sitt. Síðar sagði hún: Mér er mjög vel kunnugt um að tilkostnaðurinn við nauðþurftir heimilanna, það er það sem fólk þarf að eyða til matar- og hreinlætisvörukaupa hefur stigið óhugnanlega sl. eitt og hálft ár. Mér telst til að hækkunin frá des. 1978 til des. Anna Bjarnaxon Dröfn Farestveit 1979 hafi verið mjög nálægt 60%. Þetta veit ég vegna þess að ég hef í fórum mínum meðaltalskostnað hátt á annað hundrað fjölskyldna víðs vegar að af landinu. Þetta eru upplýsingar sem ég hefi fengið sendar í starfi mínu sem ritstjóri Neytendasíðu Dagblaðsins. Anna sagði að tölurnar yfir meðaltalskostnaðinn séu mjög mismunandi yfir mánuðinn. Þær geta verið allt frá rúmlega 16 þús. kr. á mann og upp í rúml. 50 þús. En við lítum ekki á hvern einstak- an mánuð fyrir sig, sagði hún, heldur leggjum meira upp úr því að bera saman lengra tímabil. Á allflestum heimilum landsins eru frystikistur. Þá mánuðina sem þær eru fylltar, eru útgjöldin langmest. Síðan koma nokkrir mánuðir sem verið er að borða úr kistunum, þá jafnast kostnaður- inn nokkuð út. Hins vegar hefur brugðið svo við síðustu mánuði sl. Alda Möller Halldór Blöndal árs og fyrstu mánuði þessa árs að mér virðist að ekki dugi lengur að eiga frystikistu, sem fyllt var á haustdögum. Margir halda að kaupmenn eigi þarna sök í máli. Það tel ég alls ekki. Ég tel að þarna eigi ríkið, hið opinbera fyrst og fremst sökina. Þarna er fyrst og fremst um álagninguna að ræða. Og það er ríkið sem ræður henni en ekki kaupmaðurinn. Mikil umræða hefur farið fram um svokallaða frjálsa álagningu. Kaupmenn halda því fram að með henni lækki vöruverð, en almenn- ingur trúir því ekki. Ég held að vantrúin sé fyrst og fremst vegna þess að fólk veit almennt ekki í hverju frjáls álagning er fólgin. En þegar — við skulum leyfa okkur að vona að það verði einhvern tíma — álagningin verð- ur frjáls, verða kaupmenn að gera Salóme Þorkelsdóttlr Jónax Bjarnason Jóna Gróa SlxurAar- Magnús E. Finnsson dóttir sér grein fyrir því að mikil ábyrgð og miklar skyldur verða lagðar þeim á herðar sagði Anna enn- fremur. Þá verða neytendur, sam- tök þeirra og verðlagsyfirvöld að veita kaupmönnum það aðhald sem nauðsynlegt er. Eins og hátt- ar nú í þjóðfélaginu eru verðkann- anir næsta lítilfjörlegar. Þær segja okkur í rauninni lítið annað en hvaða verzlun hefur stærsta lagerplássið. Þær vörutegundir, sem eru nýjastar í búðarhillunni, eru með hæsta verðinu, eldri vörusendingar á því gamla góða! Ég held að sífellt og stöðugt gengissig virki neikvætt á verð- skyn almennings. Óprúttnir aðilar í verzlunarstétt geta einnig alltaf skotið sér á bak við gengissig og nýjar vörutegundir. Síðan sneri Anna sér að „þeim, sem ég tel vera einn af höfuðóvin- um neytenda", þ.e. að hinu opin-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.