Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 35

Morgunblaðið - 08.05.1980, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1980 35 bera, en ekki er rúm til að rekja það nánar. Harðari kröfur um tæki en mannslíkamann Þá talaði Drífa Farestveit, heimilisfræðakennari um viðhorf og vitund neytenda og tók við- fangsefnið í þremur meginköflum, þ.e. 1) Vitund og viðhorf hins almenna neytanda gagnvart mat- vælum og neyzluvörum 2) gagn- vart annarskonar nauðsynjavör- um, m.a. fatnaði og 3) gagnvart hinu opinbera. M.a. gagnrýndi hún eftirlits- leysi með innfluttum matvælum, og sagði: Til gamans má geta þess að raftæki sem flutt eru til íslands verður að fá samþykkt hjá opinberum aðilum, þ.e. raflagna- prófun Rafmagnsveitna ríkisins. En matvæli, sem oft geta orðið miklu hættulegri heilsu manna en nokkurt raftæki, þurfa ekki að gangast undir neins konar skoðun eða viðurkenningu. Eg verð að segja að mér finnst þetta ákaflega öfugsnúið, þó ekki sé meira sagt. Það er skoðun mín að flokka ætti innflutt matvæli í ákveðna flokka og hver ný eining, sem flutt væri inn, þyrfti síðan fyrst að fá viðurkenningu íslenzks matvæla- eftirlits, áður en almennur inn- flutningur væri leyfður. Neytand- inn á rétt á að geta treyst því, að á boðstólum séu neyzluvörur, sem séu ekki stórhættulegar heilsu hans. I síðasta hluta erindisins sagði Drífa m.a.: Málaflokkurinn sem snertir samskipti neytenda og hins opinbera er svo víðfeðmur og pólitískur að ég ætla ekki að hætta mér inn á þau svið. En mig langar til þess að nefna hér lítið dæmi um mismunandi kröfur hins almenna neytanda. Ef þú kaupir þér t.d. heimilistæki, sem síðan bilar eftir einhvern tíma, þá sættirðu þig ekki við, að viðgerð dragist um marga daga. Hinsveg- ar lesum við í blöðunum hvað eftir annað að sjúkt fólk og jafnvel sárþjáð verði að bíða vikum, jafnvel mánuðum saman eftir Hraln Bragaxon DaviA Oddsson Geir Hallgrimsson Björg Einarsdóttir læknisaðstoð og sjúkrarými. Ein- hvers staðar stóð á prenti fyrir nokkrum dögum, að 900 manns biðu eftir að komast í aðgerð á sjúkrahúsi. Af þessu er ljóst að hinn almenni neytandi gerir miklu harðari kröfur um góða þjónustu á hverskonar tækjum en til heil- brigðisþjónustunnar í landinu. En við skulum gera okkur grein fyrir því að heilbrigðisþjónusta er neyt- endamál. Við sem starfað höfum að kvört- unarmálum hjá neytendasamtök- unum, sagði Drífa að lokum, höfum orðið vör við það í seinni tíð, að skilningur fólks og verzlun- areigenda hefur vaxið stórlega. En hér þarf samt að gera stórátak. Aukin fræðsla í skólum á meðferð efna er tvímælalaust til mikilla hagsbóta fyrir alla. Það er brýn nauðsyn að hinn almenni borgari taki virkari þátt í sameiginlegum baráttumálum neytenda, sé sífellt gagnrýninn en jafnframt opinn og tilbúinn að styðja þá sem vel vilja gera. Ég tel jafnframt að Neyt- endasamtökin þurfi að efla stór- lega til þess að þau geti verið starfi sínu vaxin og gæta hags- muna hins almenna neytanda í þessu flókna og harða þjóðfélagi sem við byggjum. Neytendasamtök sem víðast Salome Þorkelsdóttir, alþingis- maður talaði um neytenda- og byggðamál. Hún sagði það stefnu sjálfstæðismanna að skapa eigi jafnvægi í byggð landsins með því að stórbæta samgöngur, einnig mili einstakra byggðalaga. Við viljum, sagði hún, tryggja ein- staklingnum möguleika á að velja búsetu og atvinnu, þar sem hann kýs að vera. Við viljum færa valdið heim í byggðarlögin, þegar um staðbundin verkefni er að ræða, efla sjálfstæði sveitarfélag- anna. Við viljum jákvæð viðhorf og skilning milli þeirra sem búa í dreifbýli og þéttbýli. Allt þetta eru þættir sem snerta neytenda- mál. í minum huga spanna þau ekki aðeins verzlun og vöruverð eða gæði, þótt sá þáttur sé einn sá veigamesti, heldur einnig hvers konar þjónustu t.d. sem er veitt af hinu opinbera, svo sem sala á heitu og köldu vatni, þjónusta pósts og síma, sala á raforku, sjónvarp, jafnvel gatnagerð og götulýsing, að ekki sé minnst á fræðslumál og neytendamál. Um verzlunarmál sagði Salome m.a.: Það er óhætt að slá því föstu að verzlun í dreifbýli situr á engan hátt við sama borð og verzlun hér á höfuðborgarsvæðinu eða í þétt- býli, og er ógerlegt að halda uppi sömu þjónustu, hvað varðar vöru- val og verðlag. Markaðurinn er miklu takmarkaðri og því erfitt að hafa vöruval við allra hæfi. Ýmis kostnaður er miklu meiri, eins og t.d. símakostnaður og víða upphit- unarkostnaður, þar sem olíuhitun er. Samkeppnisaðstaða er víða mjög takmörkuð og sums staðar engin, í fámennum byggðalögum, sem bera ekki uppi nema eina verzlun. Slík einokunaraðstaða getur sjaldan orðið neytandanum hagstæð. Hann kemur engum vörnum við, nema að fara í innkaupaferðir til þéttbýlisstaða t.d. vegna kaupa á tilbúnum fatn- aði, tízkufatnaði, heimilistækjum og öðrum húsbúnaði, yfirleitt þeim vörum sem eru í dýrari verðflokkum. Þannig missir heimaverzlunin viðskiptin, svo að þarna verður hálfgerður víta- hringur. Verðlagseftirlit er víða mjög takmarkað í dreifbýli og eftirlit með vörugæðum. Síðar sagði Salome: Neytenda- samtökin hafa unnið þarft verk, þar sem þau hafa komið upp deildum víðsvegar um landið, því að neytandinn sjálfur hlýtur alltaf að vera raunhæfasti eftirlitsaðil- inn og því mikilsvert að neytenda- samtök séu sem víðast starfandi. Eftir upplýsingum sem ég hefi fengið munu nú vera starfandi 11 deildir úti á landsbyggðinni eða utan Reykjavíkur. Og hún lauk ræðu sinni með því að segja: Hagsmunir neytenda eru hags- munir þjóðarinnar. Hjöðnun verð- bólgu er besta kjarabótin fyrir neytendur, hvar sem þeir búa. Það er víst langt í land með að við neytendur tökum af skarið í þeim málum. Því miður höfum við valið þá leið að halda áfram að fljóta að feigðarósi, erum hætt að velta vöngum yfir verðhækkunum. Þær eru orðnar fastur liður í okkar daglega lífi. Verðið í dag heitir „gamla verðið“ á morgun. Neytendur hafa betri upplýsingar erlendis Jónas Bjarnason, verkfr. flutti erindi um stöðu neytenda á íslandi borið saman við aðstæður erlendis. Hann sagði m.a.: Gæði vöru og þjónustu eru hér á flestum sviðum sambærileg við það, sem erlendis gerist. Þó er selt hér mikið af gallaðri matvöru, sem er hér á boðstólum vegna eftirlitsleysis. Grunur leikur jafn- vel á, að hingað séu sendar gallaðar vörur að utan vegna eftirlitsleysisins. Viðgerðarþjón- usta fyrir margvísleg tæki er hér alveg í lámarki og mun verri en gengur og gerist erlendis. Kartöfl- ur og grænmeti svo og kjöt almennt er í mun betra ástandi í nágrannalöndum. Erlendis eru að sjálfsögðu einnig vörur í lágum gæðaflokkum á boðstólum, en neytendur hafa þar almennt mun betri upplýsingar. Þekking afgreiðslufólks er yfirleitt mun betri í verzlunum erlendis en tíðkast hér. Það er beinlínis full- yrt hér, að mál eins og steypu- skemmdir í húsum okkar hefði ekki getað komið upp í nágranna- löndunum. Merkingar á allskyns vörum eru almennt í mun betra horfi erlend- is en hér er. Dagstimplarnir á viðkvæmum matvörum er almenn regla og sumsstaðar hefur verið sett í lög, að merkja skuli fatnað með tilliti til efnainnihalds og meðferðar. Merkingum er almennt mjög áfátt hér og oftast á erlend um tungum. Merkingar á matvæl- um fara þó batnandi. Hér geta fyrirtæki komist upp með drjúgar auglýsingar með ýkjur um eigin- leika vörutegunda. Neytendarit erlendis eru mjög á varðbergi gagnvart slíku. Réttarstaða neytenda mun yfir- leitt vera mun betri erlendis en hér tíðkast. Almennt gilda fyllri lög um neytendavernd og sums- staðar starfa sérstakir umboðs- menn neytenda. A Norðurlöndum eru kvörtunarnefndir algengar, sem útkljá minniháttar ágrein- ingsmál í viðskiptum. Markaðs- dómstólar eru líka til á Norður- löndum. I Bretlandi og V-Þýzka- landi eru sérstök neytendaráðu- neyti. Sérmeðferð minni- háttar mála Að lokum gerði Hrafn Braga- son dómari grein fyrir neytenda- málum, löggjöf, núverandi stöðu og hvert beri að stefna. Hann ræddi nýja löggjöf, sem honum og Friðgeiri Björnssyni borgardóm- ara hafði verið falið að undirbúa um fljótvirkari og ódýrari með- ferð minni háttar mála fyrir héraðsdómstólum, svonefndra neytendamála, en samningu þeirra er nú að ljúka. Sagði hann frá tveimur leiðum, sem farnar hafa verið í grannlöndum okkar. Sú leiðin, sem farin er í frumvarpi þessu byggist á því að koma á fót þjónustu við almenning hjá hér- aðsdómstólum. Sú aðferð að gera greinarmun á meðferð dómstóla á málum, sem varða minni upphæðum og öðrum málum á uppruna sinn í Banda- ríkjunum, sagði Hrafn, og hefur þróast þar í ýmsum ríkjum á nokkuð mismunandi veg. Rétt þykir að geta hér í nokkru aðalat- riða við meðferð dómstóla á minni málum skv. frumvarpi. Við getum tekið lýsandi dæmi af þessari meðferð. Jón Jónsson, sem á heima í Hraunbænum, kaupir sér skó í verzlun. Skórnir reynast gallaðir og Jón fer með skóna til verzlunarstjóra skóbúðarinnar og vill fá nýja skó eða peningana sína aftur. Verzlunarstjórinn segir það útilokað, Jón hafi gengið á skón- um í krapa og saltbleytu reykvískra gatna og slíkt þoli engir skór. Jón mótmælir þessu og heldur því fram að skórnir hefðu átt að þola smá vosbúð, en verzl- unarstjóranum verður ekki rokk- að. Jón vill ekki una við þetta og leitar upplýsinga um hvernig hann geti fengið hlut sinn réttan. Væri frumvarpið orðið að lögum mundi honum sagt að fara að Túngötu 14 í Borgardóm Reykja- víkur og ræða við starfsfólk þar. Jón mundi útfylla umsókn þar sem málsstaður hans væri skýrður og kröfur hans og fullyrt að verzlunarstjórinn vilji ekki bæta skóna. Dómari ákveður hvenær mál Jóns á að koma fyrir, fær honum eitt eintak umsóknarinnar áritað um fyrirtökudag, sem verð- ur að vera innan 20 daga, og Jón fer við svo búið eftir að hafa skilið skóna eftir. Starfsfólk Borgar- dóms sér um að umsókn Jóns sé birt verzlunareigandanum og kalla hann til fundar við Jón og dómara á áður ákveðnum tíma. Mæti Jón ekki á fundinum fellur mál hans niður. Mæti verzlunar- eigandinn ekki fær Jón dóm yfir honum um að bæta skóna sýnist dómaranum svo. I þessu tilfelli mundi dómarinn kalla til sín mann sem sérfróður væri um skó til þess að dæma með sér í málinu. Komi bæði Jón og verzlunareig- andinn til fundarins mundi reynt að sætta.þá og dómari kemur með sérstaka sáttatillögu. Takist sætt- ir er málið úr sögunni en takist sættir ekki úrskurðar dómari ef honum sýnist mögulegt málið þeg- ar en boðar annars til nýs og síðasta fundar. Á þeim fundi eiga aðilar að þessari skódeilu okkar að koma með frekari gögn hafi þeir þau og skýra sjónarmið sín enn frekar. Að því loknu tekur dómari málið til dóms og dæmir það að öllum líkindum ásamt meðdóm- anda sem er sérkunnáttumaður ' um skó. Gjöld af málum þessum til ríkisins eru lág, ekki er ætlast frekar til þess að aðilar hafi lögmenn sér til aðstoðar enda á starfsfólkið á embættinu og dóm- arinn að aðstoða aðila. Auðvitað eykur þetta kostnaðinn við dóm- stólinn og það er pólitísk ákvörðun hvort Alþingi vill koma þessu á. Mál sem fara mundu að þessari aðferð mega ekki vera um hærri fjárhæð en 200.000.-. Líkur eru á að í framtíðinni mundu að þessari meðferð fara töluvert af málum sem nú koma ekki til kasta dómstóla. Samkvæmt reynslu annarra þjóða eru það millistéttirnar sem notfæra sér slika meðferð aðstoð- arlaust. Sumsstaðar hafa neyt- endasamtök og félagsmálastofn- anir verið styrktar af almannafé til þess að aðstoða fólk sem ekki treystir sér sjálft til að fara með slík mál fyrir dómstóla. Þetta getum við gert hér, en einnig má í sambandi við lögfestingu frum- varps um lögfræðiaðstoð við al- menning, sem nú liggur fyrir Alþingi, tengja slíka aðstoð og meðferð smámála, þannig að skv. slíkum lögum sé fjármunum veitt til þess að aðstoða fólk við útfyll- ingu umsókna um meðferð minni háttar mála. Almennar- og pallborðsumræður Eftir hádegisverðarhlé hófust pallborðsumræður um neytenda- mál og það sem fram hafði komið í erindum. Stjórnaði þeim Davíð Oddsson, borgarfulltrúi og á palli voru Jónas Bjarnason verkfr., Halldór Blöndal alþm. Jóna Gróa Sigurðardóttir, húsmóðir, dr. Alda Möller, matvælafr. og Magnús Finnsson, frámkvæmdastjóri kaupmannasamtakanna. Urðu fjörugar umræður. Fyrirspurnir bárust framan úr sal sem teknar voru til umfjöllunar. Eftir kaffihlé kl. 15.30 hófust almennar umræður, sem lauk með samantekt Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins sem áður hefur verið sagt frá í Mbl. Fjallaði hann um það sem athygli hans hafði vakið í erindum og umræðum. I almennu umræð- unum tóku til máls Ólafur Stef- ánsson, Magnús Finnsson, dr. Pét- ur Blöndal, Arndís Björnsdóttir, Árni Bergur Eiríksson, Logi Björnsson, Reynir Ármannsson, Logi Björnsson, Elín Pálmadóttir. Að lokum sleit Björg Einars- dóttir, formaður Sjálfstæðis- kvennafélagsins Hvatar neytenda- ráðstefnunni. Vakti hún m.a. at- hygli á því að neytendamál séu mál heildarinnar, þau séu stjórn- unarlegs eðlis og lagði áherzlu á mikilvægi þeirra fyrir land og þjóð. Þakkaði hún ræðumönnum góð erindi og fundarmönnum langa fundarsetu í góðviðri á sunnudegi. g. Pá Atvinnumiðlim námsmanna tekin til starfa MÁNUDAGINN 5. maí tók til starfa Atvinnumiðlun náms- manna. Síðastliðið ár ráku Stúd- entaráð Háskóla íslands (SHÍ) og Landssamband mennta- og fjöl- brautaskólanema (LMF) atvinnu- miðlunina og gafst það vel. í ár verður AN starfrækt áfram en nú hafa Bandalag íslenskra sérskólanema (BÍSN) og Sam- band islenskra námsmanna er- lendis (SÍNE) gengið til sam- starfs við SHÍ og LMF og munu þessi fjögur námsmannasamtök reka atvinnumiðlunina í sumar. Síðastliðið sumar leituðu um 500 nemendur til miðlunarinnar og tókst að útvega flestum at- vinnu. Vegna hins ótrygga at- vinnuástands nú og aukinnar að- ildar að AN má búast við að mun fleiri leiti til AN nú í sumar. Áætlað er að 2 starfsmenn starfi við AN í sumar. AN er til húsa í Félagsstofnun stúdenta, Stúdentáheimilinu við Hringbraut. Símanúmer AN eru 15959 og 12055. Kaffiboð hjá Félagi Snæfellinga og Hnappdæla ÁRIÐ 1972 hóf Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík þá starfsemi að bjóða til sameigin- legrar kaffidrykkju á vegum félagsins öllum eldri Snæfelling- um. Síðan hefur þessu verið haldið áfram við vaxandi vin- sældir þeirra, sem hafa getað notfært sér boð félagsins. Til- gangurinn með þessu er fyrst og fremst sá að gefa eldra fólkinu kost á að hittast. Kaffiboðið verður nú haldið í félagsheimili Bústaðakirkju sunnud. 11. maí n.k. kl. 15.00 að lokinni guðsþjónustu séra Ólafs Skúlasonar, dómprófasts í Bú- staðakirkju, sem hefst kl. 14.00. Kl. 18.00 hefst síðan aðalfundur félagsins, sem einnig verður hald- inn í félagsheimilinu að loknu kaffiboðinu. Þar mun kór Snæfell- ingafélagsins láta til sín heyra, en honum stjórnar Jón ísleifsson, kennari. Kórinn hefur æft vel í vetur. í honum eru nú starfandi um fjörutíu manns. Þá er á vegum félagsins verið að undirbúa sólarlandaferð. Farið verður að þessu sinni til Mallorka og dvalist þar í þrjár vikur. Ferðin hefst 3. okt. Búið verður á íbúða- hóteli við Magalufströndina. Æskilegt er að þeir, sem ætla sér að fara í þessa ferð, láti sem fyrst bóka sig í hana. Námsritgerð- ir um Kommún- istaflokkinn INGÓLFUR Á. Jóhannesson hefur gefið út í bæklingi tvær námsrit- gerðir sínar í sagnfræði við Háskóla Islands. Kverið ber heitið Úr sögu Kommúnistaflokks Íslands og er 64 bls. I fyrri ritgerðinni er sagt frá klofningi ungra jafnaðarmanna á Siglufirði 1930 og lýst stefnu Komm- únistaflokksins í æskulýðsmálum. Þar er einnig lýst starfi Félags ungra kommúnista í Reykjavík og kafli er um sjálfsgagnrýni. í siðari ritgerð- inni er greint frá harkalegum átök- um í Kommúnistaflokki íslands á árunum 1932—4, þegar um það var deilt, hvort hafa mætti samstarf við foringja Alþýðuflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.