Morgunblaðið - 17.05.1980, Síða 31
HVAD ER AD GERAST I RÆNUM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980
31
Ur brúðuleikritinu um sálina hans Jóns mins.
„Sálin hans Jóns míns“
á Kjarvalsstöðum
Brúðuleikhúsið sýnir „Sálina daginn 17. maí og sunnudaginn 18.
hans Jóns míns“ á Kjarvals- maí, kl. 15 en ekki kl. 17 eins og
stöðum í dag og á morgun, laugar- stóð í Mbl. s.l. þriðjudag.
„Saga“ sýnir
„Blómarósit“
LEIKKLÚBBURINN Saga á Ak-
ureyri frumsýnir leikritið „Blóma-
rósir" eftir Ólaf Hauk Símonarson
í Samkomuhúsinu á Akureyri
næstkomandi sunnudag, 18. maí,
kl. 20.30. Leikstjóri er Sólveig
Halldórsdóttir, en Valgerður
Bergsdóttir gerði búningana. Höf-
undurinn endurskrifaði mikinn
hluta verksins sérstaklega fyrir
Leikklúbbinn Sögu. Saga er
áhugaleikhús ungs fólks, sem sett
var á stofn í ársbyrjun 1976 og
hefur síðan sýnt a.m.k. eitt verk
árlega. Næstu sýningar á „Blóma-
rósum" verða á mánudags- og
þriðjudagskvöld.
Helgi Már Barðason i hlutverki
sinu í „Blómarósum".
Vorfagnaður
Systrafélagsins
HINN árlegi vorfagnaður systrafé-
lags Ytri-Njarðvíkurkirkju verður
haldinn í Stapa sunnudaginn 18.
maí kl. 20.30. Að venju verða ýmis
skemmtiatriði á dagskrá, til dæmis
munu tveir efnilegir söngvarar úr
Njarðvík syngja og ungt fólk sýna
dans. Þá verða kaffiveitingar og
tískusýning. Kynnir og gestur á
skemmtuninni verður Bryndís
Schram. Allur ágóði rennur til
kirkjunnar í Ytri-Njarðvík.
Verðandi blásarakennarar
ÁRLEGIR tónleikar blásarakenn-
aradeildar Tónlistarskólans í
Reykjavík verða haldnir í Bú-
staðakirkju sunnudaginn 18. maí
kl. 5 síðdegis. Á efnisskránni eru
tónsmíðar og útsetningar nem-
enda deildarinnar ýmist skrifaðar
fyrir lúðrasveit eða blásara
kammersveit og stjórna nemendur
sjálfir öllum flutningi. Að þessu
sinni útskrifast fimm nemendur.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Hátíðahöld í tilefni
100 ára skólahalds
í tilefni hundrað ára afmælis
skólahalds á Akranesi gangast
skólar staðarins fyrir sýningu í
íþróttahúsinu dagana 17.—24.
maí n.k. Sýningunni er ætlað að
gefa yfirlit um þróun og starf-
semi skóla á Akranesi allt fr'á
því fyrsti skólinn var vígður
árið 1880 til dagsins í dag.
Undanfarnar vikur hafa kenn-
arar aflað heimilda af marghátt-
uðu tagi um skólahald fyrr og
nú. Safnað hefur verið gömlum
skólabókum, myndefni, handa-
vinnumunum, smíðagripum o.fl.
verkum nemenda.
Ætlunin er að nýta þessar
uppiýsingar við ritun skólasögu
Akraness.
Á sýningunni verður sýnd
þróun einstakra kennslugreina,
félagslífs nemenda, heilsugæslu,
fullorðinsfræðslu, auk annarra
þátta skólastarfsins í myndum
og máli.
Fjölbreytt dagskrá verður alla
dagana meðan sýningin stendur
bæði skemmtidagskrá, ýmiskon-
ar mynd- og handmenntaverk-
efni, t.d. leirvinna , málun,
teiknun, vefnaður auk mynda-
sýninga og frásagna frá ýmsum
tímum.
Sem dæmi má nefna að end-
urvakin verður árshátið
Grunnskólanemenda, tónlist-
arskólinn endurflytur vortón-
leika frá 1956, boðið er upp á
barnaskemmtun o.fl. o.fl.
Lýkur burt-
fararprófi
frá Tónlist-
arskólanum
UNNUR Pálsdóttir nemandi
á tónlistarbraut til stúd-
entsprófs er fyrsti nemand-
inn sem lýkur burtfararprófi
frá Tónlistarskólanum i
Keflavík. Unnur lýkur VIII.
stigi i fiðluleik og jafnframt
stúdentsprófi frá Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja.
Unnur Pálsdóttir
Tónleikarnir verða haldnir
laugardaginn 17. maí kl. 18 í
Keflavíkurkirkju og er öllum
heimill aðgangur. Undirleik á
píanó annast frú Ragnheiður
Skúiadóttir.
Unnur Pálsdóttir hóf ung
nám í fiðluleik viðf Tónlist-
arskóla Keflavíkur eða á átt-
unda aldursári. Árni Arin-
bjarnarson, hljómlistamaður,
hefur verið kennari hennar og
leiðbeinaridi allan hennar
námstíma, í tólf ár.
Skólaslit fara fram í húsa-
kynnum skólans sunnudaginn
18. maí kl. 16.
Tvær aukasýningar hafa verið ákveðnar á „Stundarfriði" og verður
önnur þeirra á morgun. Hin sýningin verður föstudaginn 23. maí.
Sýningar í Reykjavík
Leikfélag Reykjavikur Þjóðleikhúsið Smalastúlkan og
Er þetta ekki mitt líf, laugardag útlagarnir, laugardag kl. 20.
kl. 20.30 Stundarfriður, sunnudag kl. 20.
Rommy, frumsýning sunnudag kl.
20.30.
Síðustu sýningar
á Þorláki þreytta
Leikfélag Kópavogs hefur að
undanförnu sýnt gamanleikinn
Þorlák þreytta í Félagsheimili
Kópavogs. Leikstjóri er Guðrún
Þ. Stephensen en lýsingu annast
Lárus Björnsson.
Með aðalhlutverk fara Magnús
Ólafsson og Þórunn Yngvadóttir.
Ráðgert var að ljúka sýningum
um síðustu mánaðamót en þar
sem ekkert lát hefur verið á
aðsókn verða nú tvær síðustu
sýningarnar í kvöld kl. 20.30 og á
mánudagskvöld kl. 20.30.
Sviðsmynd úr Þorláki þreytta. Magnús ólafsson (Þorlákur er annar
frá hægri).