Morgunblaðið - 31.05.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 31.05.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 „Tollkríf4 — greiðslufrestur á aðflutningsgjöldum: Mjög ánægður með undir- tektir við frumvörpin — segir Matthías Á. Mathiesen alþingismaður „Frumvarp um tollkrít það er frestun á greiðslu aðflutnings- gjalda ásamt frumvarpi til breyt- „Við vorum lengi búnir að tala máli tollkrítarinnar fyrir daufum eyrum, þegar Matthías Á. Math- iesen tók loks málið upp og skipaði í það nefnd," sagði Hjört- ur Hjartarson, fyrrum formaður Verzlunarráðs íslands. „Við héld- um því alltaf fram, að tollkrítin myndi meðal annars verða til þess að ríkið fengi sínar greiðslur fyrr, en lengi vel strandaði málið á því að tollstjórinn krafðist trygginga fyrir því að menn stæðu skil á aðflutningsgjöldum. Við bentum á það, að tryggingar kostuðu fé og að ekki væri krafizt trygginga fyrir sköttum. Nefndin, sem Matthías setti í málið skilaði svo ítarlegum tillög- inga á lögunum um tollheimtu og tolleftirlit og tollskrá hafa nú verið flutt á Alþingi í framhaldi um, sem eru uppistaðan í því frumvarpi, sem nú hefur verið lagt fram. Ég nefni sem dæmi, að tollar og gjöld af einföldustu hreinlætis- tækjum eru nú 170% miðað við fob-verð og sama gildir um flest- alla búshluti. Það eru því ómældir peningar sem liggja í því að menn geta ekki tekið út vöruna nægi- lega fljótt og held ég að það verði öllum fyrir beztu að taka upp það fyrirkomulag að til að fá vöruna, þá kvitti menn fyrir móttöku hennar og geri svo upp eftir ákveðnum reglum við tollyfirvöld. Þetta tíðkast víðast hvar í heim- inum.“ af þeirri undirbúningsvinnu sem ég beitti mér fyrir, er ég gegndi störfum fjármálaráðherra," sagði Matthías Á. Matthiesen, alþingis- maður í samtali við Mbl. „Hér er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir landsmenn alla og ég tel brýnt að Alþingi taki afstöðu til lagabreytinga sem kveða á um almennan greiðslufrest á aðflutn- ingsgjöldum. Þannig yrði stuðlað að sparnaði, hagræði og lægra vöruverði, neytendum, flutnings- aðilum og hinu opinbera til hags- bóta. Nefnd sú sem ég skipaði 1977 og fékk þetta mál til skoðunar mælti einróma með því að upp yrði tekinn greiðslufrestur á að- flutningsgjöldum óg gerði grein fyrir því í ítarlegu nefndaáliti, þar sem Rekstarstofan (J. Ingi- mar Hansson og Gunnar H. Guðmundsson) hafði gert yfir- gripsmikla úttekt á tollamálum fyrir nefndina. Hér fór saman álit embætt- ismanna, svo og þeirra sem að innflutningi stóðu, en nefndina skipuðu; ríkisendurskoðandinn Halldór E. Sigurðsson, tollstjór- inn í Reykjavík Björn Hermanns- son, Júlíus S. Ólafsson fram- kvæmdastjóri, Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri og Ásgeir Pét- ursson, þá sýslumaður, sem var formaður nefndarinnar, en ritari nefndarinnar var Þorsteinn Geirsson, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu. Samtök þeirra aðila sem stunda innflutning og farflutning hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga og á árinu 1976 var mér af Jón Magnússon: þáverandi formanni FlS, Jóni Magnússyni, boðið á ráðstefnu, sem þeir héldu og síðan hefur málið verið á dagskrá viðskipta- þings verzlunarráðs íslands. Ég er mjög ánægður með þær undirtektir, sem mál þetta fékk við fyrstu umræðu á Alþingi og við flutningsmenn frumvarpsins vonumst fastlega til ákvarðana- töku í málinu á næsta þingi." „Tollkrítin44 getur sparað 3 milljarða „VIÐ vonum að tollkrítin verði að lögum í haust. Það kom fram á sínum tínia að með þessu fyrir- komulagi mætti spara upphæð, sem í dag jafngildir ekki undir 3 milljörðum króna og slíkt myndi fljótt segja til sín í lægra vöru- verði,“ sagði Jón Magnússon, fyrr- um formaður Félags íslenzkra stórkaupmanna. „Það var í nóvember 1977 að við héldum ráðstefnu, sem að megin- efni fjallaði um tollkrít," sagði Jón. „Þangað buðum við þáver- andi fjármálaráðherra, Matthíasi Á. Mathiesen og ýmsum embætt- ismönnum. Matthías tók vel í málið og skipaði nefnd, sem Ás- geir Pétursson, nú bæjarfógeti í Kópavogi, var formaður fyrir. Þessi nefnd skilaði svo ítarlegu áliti, sem gefið var út í bókar- formi, en því miður lét Matthías af embætti fjármálaráðherra skömmu síðar. Það kom meðal annars fram í nefndarálitinu, að þeir töldu tollkrítarfyrirkomulagið geta sparað um 1500 milljónir króna miðað við þáverandi aðstæður og ætla ég að samsvarandi upphæð nú sé ekki undir 3 milljörðum króna. Stjórnvöld söltuðu svo máiið og það er ekki fyrr en nú að frumvörpin eru lögð fram á Al- þingi að við því er hreyft að nýju. Það hefur lengi verið okkur ofar- lega í huga að við fengjum svipaða meðferð á afgreiðslu tollvöru og er á hinum Norður- löndunum og því vonum við að málið komizt í framkvæmd sem fyrst.“ Hjörtur Hjartarson: Öllum fyrir beztu að taka upp „tollkrítina44 Iðnþróunarsjóöur tiu ara: Veitt heildarlán 21 milljarður Tíu ár eru liðin frá stofnun Iðn- þróunarsjóðs, en markmið sjóðsins er að efla útflutningsiðnað og að auðvelda aðlögun heimamarkaðs- iðnaðar að breyttum aðstæðum. Öll Norðurlöndin eiga aðild að stjórn sjóðsins og hafa tengsl Íslands við þau leitt af sér hlutdeild landsins i mikilvægri reynslu þessara landa á sviði iðnaðar. Stjórn sjóðsins er skipuð fulitrúum frá öllum stofnað- ilum, en auk þess hefur sjóðurinn sérstaka framkvæmdastjórn sem skipuð er fulltrúum úr íslenska bankakerfinu. Formaður sjóðsins er dr. Jóhannes Nordai, Seðlabanka- stjóri, formaður framkvæmda- stjórnar er Pétur Sæmundssen bankastjóri og framkvæmdastjóri er Þorvarður Alfonsson. Til þess að efla fjárhag sjóðsins, svo að hann geti sinnt sívaxandi þörfum iðnaðarins, hefur verið gerð breyting á lögum sjóðsins þar sem sjóðnum er bæði gert kleift að taka lán til starfsemi sinnar og auka það fé sem heimilt er að nota til styrkja og sérstakra áhættulána. Þessar breytingar munu efla mjög útlána- getu sjóðsins og aðstöðu hans til að styrkja mikilsverð iðnþróunarverk- efni. Með hliðsjón af þessum breyting- um á starfsháttum sjóðsins var fyrir nokkru leitað til Norræna fjárfest- ingarbankans um fjármögnun og samvinnu við stuðning við íslensk iðnþróunarverkefni. Hefur nú verð samþykkt að Iðnþróunarsjóður eigi kost á allt að 3.000 millj. kr. lánsfé frá Norræna fjárfestingarbankanum á þessu og næsta ári til almennrar iðnaðaruppbyggingar hér á landi. Eru með því mörkuð tímamót í starfsemi sjóðsins. Stofnun Iðnþróunarsjóðs skapaði ný viðhorf fyrir íslensk fyrirtæki til að fjármagna uppbyggingu og end- urnýjun. Áður gátu lánasjóðir og bankar aðeins fullnægt hluta af þörf Fjölmenni var á afmælisfundi Iðnþróunarsjóðs og sést hér hluti gestanna Ljósm. Krislinn. iðnfyrirtækja fyrir stofnlán. Að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum og þeim reglum er sjóðurinn starfar eftir, hefur hann getað fullnægt allri lánaþörf fyrirtækja. Þetta hefur haft verulega þýðingu fyrir fyrirtækin, sem með þessu móti hafa getað skipulagt fjárfestingar sínar og upp- byggingu betur. Á þeim tíu árum sem sjóðurinn hefur starfað hefur hann veitt tæp- lega 400 stofnlán að upphæð tæplega 21 milljarður króna, miðað við verð- lag ársins 1979. Eftirstöðvar lána í árslok 1979 námu 7.4 milljarði. Lán- veitingar sjóðsins hafa dreifst á flestar greinar framleiðsluiðnaðar, en hlutfallslega mest hefur þó verið lánað til vefjar- og fataiðnaðar, eða rúmur fjórðungur heildarlána, en um 20% hefur runnið til málm- og skipasmíðaiðnaðar. Auk fjárfestingarlána hefur sjóð- urinn veitt styrki og áhættulán til margvíslegra verkefna í uppbygg- ingar- og þróunarstarfsemi. Má þar m.a. nefna ráðgjafaþjónustu í ein- stökum iðngreinum, styrki til kynn- ingar- og sölustarfsemi á erlendum mörkuðum og rannsókna á nýiðnað- artækifærum. Alls nema styrkveit- ingar og lán með sérstökum kjörum tæplega hálfum milljarði króna mið- að við verðlag ársins 1979. í tilefni tíu ára afmælisins var í gær haldinn afmælisfundur Iðn- þróunarsjóðs. f upphafi fundarins hélt dr. Jóhannes Nordal ávarp, en að því loknu talaði Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra. Síðan fluttu erindi þeir Gylfi Þ. Gísiason prófessor, Erik Lundberg prófessor og Guðmundur Magnússon háskóla- rektor. Fundarstjóri var Pétur Sæ- mundssen bankastjóri. veröur á götum borgarinnar og við helztu verzlunarstaði í dag, laugardag. Flugdrekarnir eru mjög nýstárlegir og hafa ekki sést áður á íslandi. Þeir eru í fuglslíki, klæddir nylondúk og eru sérstaklega vandaðir. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála. LIONS KLÚBBURINN M TÝR iaai

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.