Morgunblaðið - 31.05.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980
23
Iran:
Ný skakkaföll
í gísladeilunni
Olíuskip undir
byssukjöftum
Teheran, 30. maí. AP.
BANDARÍKIN urðu í dag íyrir
tvíþættu áfalli í gísladeiiunni.
Nýja þingið frestaði umræðum
um gislana til 22. júlí og sam-
kvæmt refsiaðgerðum sem Bretar
gripu til í dag gegn íran verða á
þeim ýmsar glufur sem gera
brezkum fyrirtækjum kleift að
eiga áfram ábatasöm viðskipti
við landið.
Líberia kall-
ar heim
sendiherra
Monroviu, Líberíu. 30. maí. AP.
LÍBERÍA kunngerði í dag. að
ákveðið hefði verið að kalla heim
sendiherra landsins í Nígeríu,
Sierra Leone og Fílabeinsströnd-
inni til skrafs og ráðagerða.
Fylgir þetta í kjölfar neitunar
frá forsvarsmönnum þessa
landa um að Líbería fái að taka
þátt i efnahagsmálaráðstefnu
ríkja Vestur-Afríku sem verður í
Lome í Togo.
Gabriel Baccus, utanríkisráð-
herra Líberíu, sagði einnig að
Líberia myndi íhuga að draga til
baka skuldbindingar og samn-
inga við þessi ríki og fleiri í
Vestur-Afríku, að minnsta kosti
þar til réttlætið hefði sigrað.
Yadolah Sahabi, bráðabirgða-
forseti íranska þingsins, gaf þá
skýringu á frestun umræðnanna
að áður en gíslamálið yrði tekið
fyrir yrði að ræða mörg önnur
mikilvæg mál og að þær umræður
yrðu tímafrekar.
Margir þingmenn hafa lýst yfir
stuðningi við þá yfirlýsingu náms-
mannanna, sem halda gíslunum,
að leiða verði gíslana fyrir rétt og
refsa þeim ef fyrrverandi írans-
keisari verði ekki framseldur.
Samkvæmt refsiaðgerðum
Breta verða allir samningar sem
voru gerðir fyrir miðnætti á
fimmtudag hafðir í heiðri og sala
verður bönnuð á öllum vöruteg-
undum nema vissum matvælum
og lyfjum.
Hins vegar fá brezk fyrirtæki að
halda áfram viðskiptum við íran
ef þau eru við sömu viðskiptavini
og áður og ef um er að ræða
viðskipti með svipaðar vöruteg-
undir og áður. Leyft er að auka
viðskipti samkvæmt gildandi
samningum og gera nýja ef þeir
eru á sama sviði og áður.
Sérfræðingar telja að viðskipti
Breta við íran, sem nema nú 1,6
milljónum dollara, minnki aðeins
um 10%. Margir Bretar telja
refsiaðgerðirnar aðeins táknræn-
ar, fremur til þess ætlaðar að
varðveita samstöðu vestrænna
ríkja en beita íran þrýstingi.
Veður
víða um heim
Akureyri 8 skýjaö
Amsterdam 18 heiðskírt
Aþena 28 heið8kírt
Barcelona 17 léttskýjað
Berlín 17 rigning
BrUssel 17 skýjað
Chicago 27 rigning
Denpasar 31 skýjaö
Dublin 14 rigning
Feneyjar 19 léttskýjað
Frankfurt 23 rigning
Genf 11 skýjað
Helainki 19 skýjað
Hong Kong 27 rigning
Jerúsalem 34 heiöskírt
Jóhannesarborg 18 heiðskírt
Kaupmannahöfn 14 skýjað
Lissabon 20 skýjað
London 16 skýjað
Las Palmas 21 léttskýjað
Los Angetes 21 skýjað
Madríd 20 skýjað
Malaga 25 skýjaö
Mallorca 22 skýjað
Mexicoborg 28 heiðskírt
Miami 29 skýjað
Moskva 20 heiöskirt
Nýja Delhi 38 heiðskírt
New York 25 skýjað
Ósló 13 skýjað
Parfs 17 sólskin
Reykjavfk 9 léttskýjaö
Rio de Janeiro 31 heiðskírt
Róm 15 bjart
San Francisco 15 heiðskfrt
Stokkhólmur 18 skýjað
Tel Aviv 29 heiðskírt
Tókýó 27 skýjað
Vancouver 18 skýjað
Vfnarborg 21 skýjað
Napoli, 30. maí. AP.
NÝR bandarískur flotaforingi,
William J. Cowe aðmíráll. tók í
dag við yfirstjórn herafla Atl-
antshafsbandalagsins í Suður-
Evrópu af Harold E. Shear að-
mírál við hátíðlega athöfn þar
sem varað var við vaxandi hern-
aðarmætti Sovétríkjanna á Mið-
jarðarhafi.
Shear sagði í kveðjuávarpi að
1976 — Indónesar leggja undir sig
Austur-Tímor.
1970 — Rúmlega 66.000 biðu bana,
20.000 týndust og 200.000 slösuðust
í jarðskjálfta í Perú.
1966 — Evariste Kimba, fv. for-
sætisráðherra Kongó, og þrír aðrir
dæmdir í Kongó fyrir samsæri um
að myrða Mobutu forseta.
1962 — Stríðsglæpamaðurinn
Adolf Eichmann tekinn af lífi.
1961 — Suður-Afríka verður
sjálfstætt lýðveldi utan Brezka
Samveldisins.
1942 — Tékkneskir ættjarðarvinir
gera árás á nazistaleiðtogann
Reinhard Heydrich í Prag (lézt
síðar).
1939 — Danir gera griðasamning
við Þjóðverja.
1937 — Árás þýzks flota á Almer-
ia, Spáni, í hefndarskyni við árásir
lýðveldissinna á orrustuskipið
„Deutschland“.
1926 — Gomes de Costa gerir
stjórnarbyltingu í Portúgal.
1916 — Sjóorrustan við Jótland.
1910 — Sambandsríki Suður-
Afríku stofnað.
1902 — Búastríðinu lýkur með
friðnum í yereeniging.
1793 — Ógnarstjórnin í Frakk-
landi hefst.
þótt bandalagið yrði að viðhalda
mætti sínum í Mið-Evrópu yrði
það að einbeita sér að vörnunum á
fylkingarvængjunum.
Hann benti á að Evrópa fengi
60% oiíu sinnar frá Persaflóa og
Norður-Afríku og sagði að umtals-
verður hluti siglingaleiðar olíu-
flutningaskipanna væri „bókstaf-
lega undir byssukjöftum Sovét-
ríkjanna."
1643 — Samsærismenn konungs-
sinna teknir höndum í Lundúnum.
Afmæli — Walt Whitman, banda-
rískur rithöfundur (1819—1910) —
Rainier fursti af Monako (1923) —
Sir Francis Younghusband, brezk-
ur hermaður & landkönnuður
(1863-1942).
Andlát — 1809 Josef Haydn,
tónskáld.
Innlent — 1870 Bréf Jóns Sigurðs-
sonar um stofnun Þjóðvinafélags-
ins — 1875 d. Jón Guðmundsson
ritstjóri — 1306 d. Snorri Sturlu-
son yngri — 1735 Útlægur þjófur
klífur Lóndrang hinn meiri í Vest-
mannaeyjum — 1860 Pétur Haf-
stein amtmaður fr áminningu í
kláðamálinu — 1895 Skúli Thor-
oddsen leystur frá störfum — 1922
Spánarvín undanþegin aðflutn-
ingsbanni á áfengi — 1941 vb.
„Hólmsteinn" talinn af — 1945
Minnsta barn á íslandi fæðist;
þrjár merkur — 1959 HMS „Dun-
can“ hótar að skjóta ^Maríu Júlíu"
— 1961 Heimsókn Ólafs V Nor-
egskonungs — 1973 Heimsókn
Richard Nixons og Georges Pompi-
dou.
Orð dagsins — Við vitum of margt
og erum sannfærðir um of fátt —
T.S. Eliot, enskt skáld (1888—
1965).
Þetta gerðist 31. maí
I dag opnar nýtt þjónustufyrirtæki
Réttur
dagsins
Alla virka daga frá kl.
17.00—19.00 seljum við
ódýran heimilisrétt.
Um helgar
Laugardaga og sunnu-
daga bjóðum við: Grillað
lambalæri Bearnaise.
Heimilis-
þjónusta
Alla virka daga seljum
við sósur, salöt og
franskar kartöflur. Um
helgar afgreiðum við
þessa rétti úr „heimil-
ishorninu“ okkar.
Heimsendingarþjón-
usta alla daga — síminn
er 71355.
í Breiðholti
við Völvufell
Hamborgarar eru okkar
sérgrein
Fyrstir á íslandi bjóðum við ekta nautahamhorgara, að
amerískum hætti. eins og þeir gerast bestir. Einnig:
Mínútusteik, kjúklinga og kinverskar pönnukökur
Nætur-
þjónusta
Föstudaga og laugar-
daga er næturþjónusta
til kl. 06.00 að morgni. Þið
hringið í síma 71355 og
við sendum matinn og
gosdrykki ef þið óskið.
íshornið
/ Askborgaranum er
sérstakt íshorn með
mjúkum ís, ískúlum,
mjólkurhristingi og úr-
vali ísrétta.
Ask-
borgarinn
er fyrsti „take away“-
staðurinn á íslandi, þar
sem slík þjónusta er ein-
göngu innt af hendi. All-
ar veitingar staðarins
eru afgreiddar í hentug-
um umbúðum.
Engin neysla er leyfð á
staðnum.
LITIÐ VIÐ OG LABBIÐ ÚT MEÐ LJÚFFENGA
RÉTTI ÚR ASKBORGARANUM