Morgunblaðið - 31.05.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980
31
Nokkur orð til Bridges^m
bands íslands að loknu Is-
landsmóti í tvímenningi
íslandsmótinu í Bridge er nú
lokið, með heljarstökki aítur á
bak og er þá átt við þátt Bridge-
sambands ísiands, undirbúning.
fyrirkomulag og framkvæmd
mótsins.
Skal nú reynt að tína tii helstu
vankantana og kannske þá helst
sem snerta okkur utanbæjar-
menn mest, en fyrir okkur er það
töluvert mál að taka þátt i svona
móti.
Um það bil viku fyrir mótið,
reyndum við að fá uppgefna ná-
kvæma dagskrá mótsins, en þá lá
hún ekki fyrir og sýnir það að
eitthvað hefur undirbúningurinn
verið losaralegur. Þetta upplýstist
þó um síðir, en þá virtist sem
stjórn B.I. hefði alveg gleymt að
reikna með öðrum keppendum en
frá Reykjavík og næsta nágrenni.
Mótið átti semsé að hefjast
fimmtudag 15. maí (uppstign.dag)
kl. 13, önnur umferð sama dag kl.
20 og þriðja umferð föstudag kl.
20. Urslitakeppnin átti að byrja á
laugardag kl. 13 og vera lokið kl.
19 á sunnudag.
Þessi dagskrá er e.t.v. ekki svo
slæm fyrir keppendur sem búa á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, en
lítum á þetta frá sjónarhóli okkar
utanbæjarmanna og þá helst
þeirra sem lengst þurfa að sækja
og þá eð flugvélum eða lengri
bílferðum. Flestir þurfa að leggja
af stað á miðvikudegi 14. maí og
margir fyrir hádegi þann dag, til
að vera öruggir um að komast í
tæka tíð. Þeir þurfa semsagt að
taka frí frá vinnu þann dag. Á
föstudegi hófst spilamennskan kl.
20. Þann dag máttum við liggja á
hótelherbergjum eða hjá vensla-
fólki á meðan keppendur sem
bjuggu á réttum stað á landinu
voru í vinnunni.
Undankeppninni var lokið um
miðnætti á föstudag og þá var
tilkynnt að hringja mætti í ákveð-
ið símanúmer eftir 10—12 klst. til
að fá uppgefna stöðuna, en það er
1—3 klst. áður en úrslitakeppnin
átti að hefjast. Líklegt er að u.þ.b.
30 pör hafi ekki verið viss um
hvort þau kæmust í úrslit eða
ekki. Landsbyggðamenn í þeim
hópi hafa því ekki getað lagt
snemma af stað heim þann morg-
un. Nú ef þeir spila í úrslitakeppn-
inni, geta þeir ekki lagt af stað
fyrr en á mánudag og þá þarf að
fá frí í vinnunni þann dag.
Þessir menn þurfa því að taka
frí í vinnu 3 daga, auk þess að
greiða dýr ferðalög og búa á hóteli
í 5 daga á meðan keppendur úr
Reykjavík og nágrenni stunda
sína vinnu, búa heima hjá sér og
spila í frístundum.
Ef hugsað hefði verið til okkar
utanbæjarmanna, hefði dagskráin
litið öðru vísi út, t.d.:
1. umf. undanúrslit miðvikudag
kl. 20, 2. umf. fimmtudag kl. 13 og
3. umf. sama dag kl. 20, úrslitin
síðan að liggja fyrir í símsvara um
nóttina, strax að útreikningi lokn-
um. Þá hefðu þeir sem vildu getað
lagt af stað heim til sín á
föstudagsmorgni og átt helgina
með fjölskyldum sínum. Úrslita-
keppnin hefði þá hafist á föstu-
degi kl. 13 og verið lokið um
kvöldverðarleytið á laugardegi. Þá
hefðu keppendur getað farið að
tygja sig heim á leið, eða lyft sér
upp í borginni á laugardagskvöld-
inu, en fyrst og fremst, verið
mættir til vinnu á mánudags-
morgni.
Þá er það mótsstaðurinn:
Það er nánast furðulegt að láta
128 keppendur spila í svo litlum
húsakynnum. Það er kannske
vegna húsnæðisins að mótið var
svo illa auglýst að fréttamenn
útvarps, sjónvarps og blaða virt-
ust ekkert vita af því (skákmenn
hefðu farið öðru vísi að). Áhorf-
endur hafa sennilega aldrei verið
fleiri en 20 í einu nema þá e.t.v.
síðustu mínúturnar. Stjórn B.í.
virðist hafa gert sér grein fyrir
því að mótinu yrði að halda sem
mest leyndu, því ekki væri pláss
fyrir áhorfendur.
Veitingaaðstaðan var ekki sæm-
andi. Kaffihlé er u.þ.b. 20 mínútur
og á þeim tíma eiga 128 keppendur
og 10—20 áhorfendur að kaupa sér
kaffi og meðlæti um lúgu sem er
u.þ.b. 2 metrar á breidd.
I mótsbyrjun las keppnisstjóri
upp úr reglugerð um íslandsmót,
en ekki urðum við varir við að
nokkur af forystumönnum B.í.
setti mótið. Menn verða að athuga
að þetta er íslandsmót og það í
þeirri grein íþrótta sem flestir
Islendingar stunda, að knatt-
spyrnu e.t.v. undanskilinni. Það
ætti að vera svolítið virðulegri
blær yfir keppninni en ekki eins
og um venjulegt spilakvöld hjá
einhverju félagi væri að ræða,
jafnvel þó sumir keppenda virðist
ekki bera virðingu fyrir íþrótt
sinni, ef dæma á eftir klæðaburði
þeirra.
Samkvæmt reglugerð um ís-
landsmót sem gilt hefur í nokkur
ár skulu keppendur útfylla kerf-
iskort og láta það vera á spila-
borðinu, andstæðingum til glöggv-
unar. Form þessara kerfiskorta
hafði þróast upp í það að vera
allgott. Á Islandsmótinu í sveita-
keppni í apríl sl. brá hins vegar
svo við að tekið var upp áður
aflagt form. Það var spor aftur á
bak. Á þessu tvímenningsmóti var
kerfiskortið svo lélegt að fáir
útfylltu það og engum þótti taka
því að hafa það uppi við.
Þá komum við að keppnisfyrir-
komulaginu. Undanrásir voru
spilaðar með svonefndu Mitchell-
kerfi, en það kom nokkuð flatt upp
á keppendur, sem héldu að ætti að
spila barometer allt fram til
þeirrar stundar að keppnisstjóri
bauð til sætis. Þessu kerfi getum
við ekki mælt með, af ýmsum
ástæðum svo sem: 64 pör keppa, en
hvert par spilar aðeins við 42 pör
eða áðeins % þeirra. Þarna getur
skapast misrétti. Útreikningúr
liggur ekki fyrir fyrr en 5—6 klst.
eftir hverja umferð og þar af
leiðandi dettur niður spenna hjá
keppendum og verður aldrei nein
meðal áhorfenda.
Einn áhorfandi sem kom til
leiks, vegna þess að hann átti
kunningja meðal keppenda hafði
orð á því að hann hefði séð spilara
gera góða hluti við spilaborðið.
Galli væri hinsvegar á að hann
vissi ekki hver eða hverjir ættu í
hlut. Hann stakk upp á að spilarar
skyldu bera merki með nafni sínu
og svæðasambandi á. Komum við
þessu hér með á framfæri.
Ekki þótti áhorfanda þessum
mikil reisn yfir B.í. með yfir 1200
meðlimi innanborðs að þurfa að fá
lánuð borðspjöld og skorblöð hjá
félagsskap sem telur innan við 60
meðlimi.
í úrslitakeppninni var spilaður
barometer. Hingað til eða a.m.k.
oftast áður hafa verið fengnir
unglingar til að dreyfa spilum
milli keppenda. í þessu móti
þurftu keppendur sjálfir eða
keppnisstjóri að sjá um þetta.
Svona á þetta ekki að vera, jafnvel
þó yfirferð Agnars keppnisstjóra
sé mikil, á hann sjálfsagt erfitt
með að vera á m'örgum stöðum
samtímis (þó það hafi reyndar
hvarflað að mönnum).
Að lokum óskum við þeim Guð-
laugi og Erni til hamingju með
sigurinn, sem þeir eru mjög vel að
komnir, svo og þökkum við keppn-
isstjóranum Ágnari Jörgensen
fyrir aldeilis frábæra stjórn, hans
er ekki sökin.
Reyðarfirði, 23.05.80
Ásgeir Metúsalemsson
Hallgrimur Hallgrimsson
Kristján Kristjánsson
Þorsteinn Olafsson
Frá íslandsmótinu i tvímenningi.
FALLEGT OG STERKT
v •“iSi '-'-"Ti
jjn
i Fit-?
r mum
Þú getur valið um 11 gerðir eldhúsa frá NOREMA í mismunandi að þær þyldu miklanotkun. Við veitum þérallar ráðleggingaroggerum
verðflokkum. Allar eiga þær það sameiginlegt, að vera fallegar og þér verðtilboð þér að kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga.
sterkar. Við gerð þessara innréttinga hefur verið lögð sérstök áhersla á Hringdu eða komdu, og fáðu litprentaðan bækling frá Norema
innréttingahúsiö
BIIMOREMA
Háteigsvegi 3
Verslun sími 27344
------------------Aug lýsing -
GUDLAUGS
Hvers vegna
kýst þú
Guðlaug?
Björn Kristjánsson,
fulltrúi:
Ég kýs Guðlaug að feng-
inni reynslu af fyrri störf-
um hans og vegna þess að
þau hjónin eru mjög sam-
stillt til að gegna þessu
starfi.
Edda Birgisdóttir,
húsmóðir:
Ég þekki hann af góðu og
treysti honum til að sinna
þessu embætti jafnvel og
öllum öðrum, sem hann
hefur gegnt.
Hilmar Viktorsson,
skrifstofustjóri:
Guðlaugur er samein-
ingartákn þjóðarinnar og
manna hæfastur á
grundvelli þeirra starfa
sem honum hafa verið
falin og hefur leyst af
mikilli prýði.
Hrönn Pétursdóttir,
bankastarfsmaður:
Mér finnst hann hafa mest
til brunns að bera af þeim
sem til greina koma, hann
er t.d. algjörlega ópólitízk-
ur
Örn Sigurbergsson,
kennari:
Guðlaugur er sá fram-
bjóðandi, sem ég treysti
bezt til að halda reisn og
virðuleika forsetaembætt-
isins.