Morgunblaðið - 31.05.1980, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1980
Ingibjörg í Varma-
hlíð - Minning
Fædd 17. febrúar 1895.
Dáin 25. maí 1980.
Ingibjörg Bjarnadóttir, hús-
móðir í Varmahlíð undir Eyja-
fjöllum, andaðist á heimili dóttur
sinnar í Reykjavík aðfaranótt
hvítasunnudags, hinn 25. maí, og
verður í dag kvödd hinstu kveðju
frá sóknarkirkju sinni að Ás-
ólfsskála. Með Ingibjörgu er geng-
in svo gáfuð og glæsileg kona og
svo mikil og myndarleg húsmóðir
að með fágætum má teljast. En
árin voru orðin mörg og vinnudag-
urinn langur, svo að við sem eftir
stöndum hérna megin móðunnar
miklu, lútum höfði fyrir guðs vilja
og þökkum á kveðjustund fyrir að
hafa fengið að kynnast þessari
mikilhæfu og ágætu konu.
Ingibjörg var í heiminn borin
17. febrúar 1895 og var því fullra
85 ára, er hún var kvödd af
þessum heimi. Foreldrar hennar
voru heiðurshjónin Halldóra Jóns-
dóttir, Einarssonar á Ysta-Skála,
og Kristínar Björnsdóttur prests,
Þorvaldssonar í Holti, og Bjarni
Einarsson, Jónssonar hreppstjóra
á Ysta-Skála. Foreldrar Ingi-
bjargar bjuggu á Ysta-Skála til
1901, er þau fluttust til Vest-
mannaeyja, þar sem þau bjuggu í
Hlaðbæ um langt skeið. Var
Bjarni dugmikill útgerðarmaður
og góðkunnur borgari í Eyjum. Af
öðrum börnum þeirra Hlaðbæjar-
hjóna voru bræðurnir Björn út-
gerðarmaður i Bólstaðarhlíð og
Sigurður skipstjóri á Svanhóli,
sem nú eru báðir látnir.
Ingibjörg óx úr grasi á fjöl-
mennu, glaðværu og rótgrónu
menningarheimili og bar þess
fagurt vitni. Einnig dvaldist hún
sem ung stúlka langdvölum við
nám og störf í Reykjavík hjá
ömmusystur sinni Hólfríði Rós-
enkranz og manni hennar Ólafi
Rósenkranz leikfimikennara. Ingi-
björg giftist árið 1918 eftirlifandi
manni sínum Einari í Varmahlíð,
syni Sigurðar Tómassonar og Þóru
Torfadóttur, sem lengi bjuggu við
rausn og sóma á þessu forna og
fagra höfuðbóli.
Ingibjörg og Einar tóku við búi í
Varmahlíð og bjuggu þar síðan í
meira en sex áratugi. Var heimili
þeirra annálað fyrir myndarskap,
gestrisni og glaðværð og þau
hjónin einkar samhent í að láta
öllum líða vel, sem með þeim
dvöldust eða sóttu heim. Fögur
umgengni og snyrtimennska inn-
an húss og utan var sígilt einkenni
í Varmahlíð. Allur gróður, blóm
sem tré, áttu tryggan og staðfast-
an vin, þar sem húsmóðirin var, og
söngur og tónlist var eftirlæti
húsráðenda, enda var Einar org-
anleikari í Ásólfsskálakirkju um
langt árabil. Þeim hjónum varð
sex barna auðið, sem nú eru öll
upp komin og hið mannvænleg-
asta fólk. Þau eru: Þóra Dóra,
starfsmaður hjá pósthúsinu í
Reykjavík, Bjarni, bifreiðastjóri í
Reykjavík, kvæntur Maríu Sigur-
jónsdóttur, Sigríður, húsmæðra-
kennari í Reykjavík, gift Ásmundi
Guðmundssyni, skipstjóra, Hólm-
fríður, hjúkrunarkona við heilsu-
hæli NLFÍ í Hveragerði, Einar
Ingi, bóndi í Varmahlíð, og Guðný
Svana, sjúkraþjálfari í Keflavík.
Ingibjörg í Varmahlíð var sér-
staklega dugmikil og glaðvær
kona, hjartahlý, hreinlynd og
sjálfstæð í skoðunum. Hún hélt
fullri reisn og glæsibrag og var
algjörlega óbuguð til hinstu
stundar, og hvað sem aldri og
árum leið, þá var hún ung alla ævi.
Sem slík kom hún mér ætíð fyrir
sjónir og sem slík finnst mér að
hún hafi horfið okkur sjónum inn
í gullna morgunbirtu hvítasunnu-
dagsins síðasta.
Það var mikil hamingja að fá að
kynnast Ingibjörgu í Varmahlíð
og njóta gestrisni hennar, góðvild-
ar og gleði. Hún átti alltaf eitt-
hvað til að veita öðrum og skeytti
minna um sjálfa sig. Við sem
þekktum hana höfum því mikið að
þakka og mikils að sakna. Sárast-
ur er þó harmur hennar nánustu.
Eg og fjölskylda mín vottum
eiginmanni hennar, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
öðrum ástvinum dýpstu samúð og
biðjum góðan guð að blessa minn-
ingu Ingibjargar Bjarnadóttur.
Jón R. Hjálmarsson.
Það var vor í lofti. Ég vakna við
það, að sól vermir glugga minn.
Finn til veikleika, en lít samt út og
sé gróanda vors. Uti leika sér lömb
í túni nýköruð af fyrstu sýnilegri
móðurást, og fjær, utangirðingar
leika sér folöld. Vorið var komið.
Holtsnúpur var á sínum stað,
vinalegur með höfðingsblæ og
milda Brattskjólið okkar blasti
mót sól, en yfir öllu var tign
Eyjafjallajökuls og inn úr gili
mátti greina upptök Holtsár, sem
nú var leyst úr klakaböndum og
fagnaði því vori, sem fyrst kemur
til sveitarinnar minnar, þar sem
ég steig mín fyrstu æfispor og „lék
að legg og skel“: Undir Eyjafjöll-
um.
Því þessi minning? Vegna þess
að hún hefir greypst í barnssál
mína og ekki fyrnst með æviárum
og er tengd þeirri höfðingskonu,
sem í dag leggur í hinstu ferð, ferð
okkar allra, að loknu æviskeiði.
Hún hét Ingibjörg Bjarnadóttir í
Varmahlíð. Ung kom hún til
Eyjafjalla og giftist frænda
mínum Einari Sigurðssyni, bónda
í Varmahlíð. Þau höfðu kynnst í
Vestmannaeyjum, en þangað fór
Einar, eins og svo margir sveit-
ungar mínir, þá og síðar. Og sár
var sá missir er sveitin svo að
segja tæmdist, af vöskum drengj-
um, er sóttu þar sjó eða beittu á
öngla — þeir fóru í verið.
Það var mikil gæfa Eyjafjalla-
sveitar er Ingibjörg kom þangað.
Hún var fyrst í búi með tengdafor-
eldrum sínum þeim Þóru Torfa-
dóttur, húsfreyju og Sigurði Tóm-
assyni, bónda. Er árin færðust
yfir þau hjón tóku ungu hjónin
Ingibjörg og Einar við búi í
Varmahlíð.
Þeim búnaðist vel. Ingibjörg bjó
heimili sínu allt það bezta, er hún
mátti og það var einhver sérstök
tilhlökkun að koma þangað, alltaf
var tekið á móti gestum. Voru
bæði hjónin samhent, að veita
öllum, er að garði bar allt það
bezta er til var og það var ekkert
smáræði, þá var alltaf hátíð. Allir
velkomnir háir sem lágir og síðan
settist Einar bóndi að orgeli og
spilaði undir söng, öllum til gleði,
er sameinaði alla í vinsemd og
frið. Frúin bar af öllum, skartaði
sínu fegursta og verður minningin
um hana minning um þá persónu,
er með reisn og vinsemd sat í
öndvegi eða gekk um beina, brosti
blíðasta og frá henni stafaði
einhver undur hlýja, sem yljar
mér enn, er ég sé ímynd hennar.
I upphafi gat ég um veikleika, er
ég átti við að stríða, að vorlagi.
Þegar Ingibjörg frétti það kom
hún í heimsókn eftir hádegið
færandi litlum dreng gjöf, sem
gladdi svo barnshjartað, að þó ár
séu mörg liðin er sú heimsókn svo
fersk í mynni sem hefði gerst í
gær.
Fátæk orð á prent sett eru
vanmegnug og ekki þess megnug
að þakka alla þá umhyggju, sem
hún sýndi mér síðar er ég leitaði
hjálpar hennar til að lækna þau
sár, er ég hafði svo oft áskapað
mér sjálfur, en hún skyldi og
kunni að græða. Meðul hennar
voru djúpur skilningur, ásamt
þeirri hjartahlýju, sem henni
einni var gefin sú náð að veita.
Samheldni meðal Varmahlíðar-
fólks var og er slík, að ég hefi
hvergi fundið slíka. Það var eins
og það allt vildi fara eftir orðum
þess Alvalda er sagði „Allt hjá
yður sé í kærleika gjört“. Eftir
þessum orðum mótaðist öll fram-
koma foreldra og barna.
Nú, þegar höfðingskonan Ingi-
björg Bjarnadóttir er lögð hinsta
sinni í faðm „Fjallanna" skulu
þakkir færðar algóðum Guði, sem
gaf hana og blessaði öll hennar
störf meðal manna og málleys-
ingja.
I fullvissu orða Hans er sagði:
„Ég mun fara á undan yður og búa
yður stað.“ Þarf ekki að efa, að sá
staður, sem Hann hefir valið
Ingibjörgu frænku minni er við
hæfi. Henni, sem gladdi lítil börn
og lofaði þeim að koma til sín,
henni sem færði litlum músum
mat er haustaði að, henni sem
umbar allt og fyrirgaf.
Allt, sem hún gerði fyrir mig og
mína var gert af þeirri hlýju, sem
var henni svo eiginleg.
Frænda mínum, Einari Sigurðs-
syni skulu samúðarkveðjur færðar
við andlát elskulegrar eiginkonu.
Megi góður Guð gefa honum styrk
og betri heilsu, en hann hefir átt
við erfið veikindi að stríða um
árabil. Börnum, fóstursyni,
tengdabörnum, barnabörnum, svo
og öðrum aðstandendum skulu
fluttar innilegar samúðarkveðjur,
af mér og mínum.
Svo skulum við öll, sem blessum
minningu elskaðrar konu ylja okk-
ur við fyrirheit Hans er sagði: „Ég
lifi og þér munuð lifa“.
Guðbrandur Jakobsson.
í æskuminningum mínum ber
eitt heimili öðrum hærra, heimilið
í Varmahlíð undir Eyjafjöllum.
Hún greri aldrei gatan milli
Vallnatúns og Varmahlíðar, hús-
freyjan í hlíðinni vörmu, Ingibjörg
Bjarnadóttir, var líkt og uppeld-
issystir móður minnar og bóndinn,
Einar Sigurðsson, var uppeldis-
bróðir og náfrændi föður míns. í
þeim Varmahlíðarhjónunum átt-
um við systkinin einnig föður og
móður. Foreldrar Einars, Sigurð-
ur Tómasson og Þóra Torfadóttir,
voru okkur afi og amma, og
föðurmóðir mín, Guðrún Tómas-
dóttir, átti elliskjólið í Varmahlíð.
Þar kom ég að rúmi hennar fimm
ára drengur og hlaut blessun og
fyrirbænir í veganesti. Sú er ein
fyrsta minning mín.
í Varmahlíð er eitt fegursta
bæjarstæði landsins, grónar
hlíðar, himinhátt fjall, huldu-
fólksklettar, niðandi bæjarlækur,
sem streymir úr bergi. Fram
undan bænum er blikandi ósinn og
hafið og yst við sjónhring Vest-
mannaeyjar í síbreytilegum lit-
brigðum. Holtsós var lengi drjúg-
ur vistagjafi bæjarins, þangað var
stutt að leita bjargar ef skyndi-
lega bar gest að garði og nýnæmi
skorti. Lengi hefur verið búið
farsælu búi í Varmahlíð. Heima-
tak þótti þar í betra lagi og
útengjar miklar og grasgefnar, en
heybandsvegurinn var firna lang-
ur og erfiður. í tíð unga bóndans í
Varmahlíð er jörðin nú á leið til
þess að verða höfuðból, með nýj-
um húsakosti og mikilli landrækt-
un á grýttum aurum Holtsár, sem
gleður augu allra, sem þar aka um
þjóðgötu.
Nú er húsfreyjan í Varmahlíð
horfin sýnum með 85 ár að baki.
Ég kom á heimili hennar fyrir
skömmu með ókunnum gesti og
hann sagði við brottför: Þetta er
fegursta kona, sem ég hef séð á
þessum aldri.“ Erfitt er að sætta
sig við það að þessi glæsilega og
gáfaða kona sé hætt að ganga um
hús og fagna gestum. Síðust ham-
ingja hennar var þó sú að verða
aldrei gömul kona og fá að hverfa
þannig inn í eilífðina. Byggðin
setti niður við fráfall hennar.
Ingibjörg fæddist 17. febrúar,
1895 Halldóru Jónsdóttur og
Bjarna Einarssyni á Ysta-Skála
undir Eyjafjöllum. Hún hlaut
nafn góðrar ömmu sinnar, Ingi-
bjargar Jónsdóttur í miðbænum.
Einar hreppstjóri, afi hennar, var
virtur af öllum, enda mannval. í
suðurbænum bjuggu hinn afinn og
hin amman, Jón Einarsson, minn-
isstæður maður fyrir gáfur og
hreinskilni, og Kristín Björnsdótt-
ir prests í Holti, Þorvaldssonar,
gædd kynfylgjum Bólstaðarhlíð-
arættar, reisn, glaðværð, vinfesti
og stórbrotinni lund. Allt þetta
tók Ingibjörg í arf með einhverj-
um hætti.
Bjarni og Halldóra reistu bú í
Efri-Hól undir Eyjafjöllum, en
vorið 1901 fluttu þau til Vest-
mannaeyja og áttu þar lengst
heimili í Hlaðbæ, fjölmennt, glatt
og vel efnum búið. Gott álit og
mannhylli fylgdi þeim til æviloka.
I Hlaðbæ ólust upp með Ingi-
björgu tveir bræður hennar,
Björn, síðar útgerðarmaður 5 Ból-
staðarhlíð, og Sigurður, síðar
skipstjóri á Svanhól, virtir og
ágætir menn, báðir dánir langt
fyrir aldur fram. Hólmfríður syst-
ir þeirra dó á barnsaldri.
Ingibjörg kynntist ung fjölþætt-
um störfum sjávarútvegs og land-
búnaðar. Á tímabili vann hún við
verslunarstörf í Vestmannaeyjum
og langar dvalir átti hún hjá
ömmusystur sinni í Reykjavík,
Hólmfríði Rósenkranz og manni
hennar , Ólafi Rósenkranz leik-
fimikennara og starfsmanni ísa-
foldar. Heimili þeirra bjó að
áhrifum frá Jóni Guðmundssyni
ritstjóra og Hólmfríði Þorvalds-
dóttur konu hans, sem skutu
skjólshúsi yfir margt í menningu
og framför landsins um og eftir
miðja 19. öld. Því gátu Ingibjörg í
Varmahlíð og móðir mín talað um
Sigurð málara líkt og samferða-
mann sinn.
Örlögin ætluðu Ingibjörgu hlut-
verk í æskusveitinni. Hún giftist
Einari í Varmahlíð árið 1918.
Ættfaðir Einars, Jón Vigfússon
frá Fossi á Síðu, fékk Varmahlíð
til ábúðar eftir Skaftárelda 1783
og varð landseti mágs síns, séra
Páls Sigurðssonar í Holti. Jörðin
var kirkjujörð frá Holti og hélst
svo þar til Einar Sigurðsson
keypti hana snemma á búskapar-
árum sínum. Sama ætt í beinan
karllegg hefur nú setið að búi í
Varmahlíð nær 200 ár.
Ungri stúlku var ekki vanda-
laust að taka við búsforráðum af
Þóru í Varmahlíð. Nær 40 ár hafði
hún verið ein virtasta kona sveit-
arinnar, sjálfsögð búrkona í veisl-
um og mikil húsmóðir. Þau hjón,
Sigurður og Þóra, voru víðkunn
fyrir gestrisni. Ingibjörg var
vandanum vaxin, Varmahlíð hélt
hlutverki sínu næstu 60 árin.
Heimilið breyttist að vonum með
tíð og tíma. Gamla kynslóðin
hvarf af sviðinu og ný óx úr grasi.
Rafstöð var reist í hlíðinni
skammt ofan heimilis laust fyrir
1930 og veitti ljósi og yl í bæinn.
Ný öld í verkháttum gekk í garð
en það breytti því ekki að Varma-
hlíð var áfram fulltrúi hins besta í
gamalli bændamenningu þjóðar-
innar, því sáu borgið bóndinn og
húsfreyjan og börn þeirra hjóna.
Þóra tengdamóðir Ingibjargar
sagði um hana að hún hefði yndi
af því að taka á móti gestum, og
var það sannmæli. Hún var snill-
ingur í matargerð og bjó borð sitt
jafnan af mikilli rausn. Önnur
heimilisstörf léku henni ekki síður
í höndum og sá ég mörg dæmi þess
í vefnaði, hannyrðum og prjóni.
Miskunnsemi Ingibjargar í garð
allra minnimáttar, málleysingja
og manna, var langt umfram það
venjulega, og gestrisni hennar og
hjartahlýja gerði sér engan
mannamun, gilti einu hvort það
var forsætisráðherra þjóðarinnar
eða förumaður, er hún fagnaði, og
í öllu þessu var eiginmaðurinn
henni samhuga. Oft svipti Ingi-
björg sjálfa sig eigum, er hún
mátti illa án vera, til þess að
gleðja gest og gangandi, minni
máttar. Þetta var eitthvað líkt og
Jón gamli afi hennar orðaði það
stundum um góðar konur: „Hún
sér ekki ráð fyrir sér, hún er
ekkert nema lifandi brjóstið."
Húsdýrin nutu sömu umhyggju
hjá Ingibjörgu, aldrei var heldur
gleymt að gefa bæjarhröfnunum,
og oft var þétt breiða smáfugla
undir eldhúsglugganum i Varma-
hlíð, þegar harðnaði á dalnum. í
ætt við þetta sama var ást Ingi-
bjargar á blómum og trjágróðri.
Framan við gamla, fallega bursta-
bæinn var komið upp skógarlundi
og blómabeðum, og í hlíðinni bak
við nýja steinhúsið var hafist
handa við sama verkefni. Ótaldar
vinnustundir átti húsfreyjan í
garðinum sínum að loknum löng-
um vinnudegi.
Ingibjörg var gleðinnar barn að
öllu upplagi, allra manna
skemmtilegust í viðræðu, átti
mikla leikræna hæfileika í fram-
sögn og frásögn og tók á tímabili
þátt í leikstarfsemi sveitarinnar.
Eigi var minna vert um fagra
söngrödd hennar, sem lengi
hljómaði í kór Ásólfsskálakirkju,
þar sem Einar í Varmahlíð var
organisti, og á góðum stundum
heima í Varmahlíð — og þær voru
margar — settist húsbóndinn við
orgelið og tekið var lagið af
gestum og heimafólki. Heimilið í
Varmahlíð var í gestgötu og laðaði
gesti. Næturgestir og setugestir
var eitt af því, sem fylgdi ársins
önn. Um það eiga enn margir
góðar minningar. Svo vel var fyrir
öllu séð í aðdráttum og forsjá
húsbænda að aidrei virtist neitt
skorta til þess að halda uppi
mikilli risnu og sjá heimilinu
jafnframt vel borgið.
Hugstætt er mér hversu glettni
og gamansemi voru löngum ofar-
lega á baugi hjá Ingibjörgu. Henni
var lagið að slá á létta strengi og
ekki öðrum til meins og fljót var
hún löngum til þess að taka svari
náungans, ef henni þótti á hann
hallað. Tungutak hennar var ein-
att líkt og töfrum gætt og rödd
hennar lét í eyrum eins og rödd
ungrar konu allt til hinstu stund-
ar. Skapgerð hennar var í engu
„lítilla sæva.“ Hreinskilin og
hreinskiptin var hún flestum
mönnum fremur.
I fornum sögum hefði Ingibjörg
verið nefnd læknir góður, svo
mörgum varð hún að liði ef
eitthvað bjátaði á með heilsu. Var
þá oft miðlað að gjöf lyfjum og
smyrslum. Frábær var einnig um-
önnun Ingibjargar við tengdaföð-
ur hennar, sem lá lamaður síðustu
sex ár ævinnar.
Ofan á heimilisannir bættist
það að árið 1940 fluttist símstöðin
frá Holti að Varmahlíð. Húsfreyj-
an annaðist símavörsluna og mið-
aði ekki allt við klukku í fyrir-
greiðslu við náungann. Þessu
starfi, með heimilishaldi, hélt
Ingibjörg til 84 ára aldurs 1979, en
þá var símstöðin lögð niður. Þetta
starf gaf Ingibjörgu marga vini og
var henni síðustu árin nokkur
uppbót þess að heimilið var orðið
mannfátt og ekki eins mörg tæki-
færi til þess að fagna gestum og
var meðan allir ferðuðust ýmist á
fæti eða hesti.
Það var alltaf jafn gaman að
koma að Varmahlíð, alúðin og
velvildin létu ekki á sjá með
árunum hjá Einari og Ingibjörgu.
„Blessaður, láttu nú ekki líða
langt þangað til þú kemur næst,“
var vanakveðjan.
Skarð er nú fyrir skildi í
Varmahlíð og mikill harmur kveð-
inn að Einari frænda mínum eftir
62 ára sambúð við sína mikilhæfu
og ágætu konu. Börn þeirr eru sex:
Þóra Dóra (Gógó), starfsstúlka
hjá Pósti og síma, Bjarni bifreiða-
stjóri í Kópavogi, giftur Maríu
Sigurjónsdóttur, Hólmfríður
hjúkrunarkona í Hveragerði, Sig-
ríður húsmæðrakennari í
Reykjavík, gift Ásmundi Guð-
mundssyni skipstjóra, Einar Ingi
bóndi í Varmahlíð og Guðný
Svava sjúkraþjálfari í Keflavík.
Auk barna sinna ólu þau hjón upp
Guðmund Óskar Sigurðsson, nú
starfsmann í Stálvík, og nefna ber
sem fóstursyni þeirra dóttursyn-
ina Einar Eystein Jónsson, sem nú
er að ljúka læknisprófi, og Sigurð