Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 46
 46 Badminton á íþróttahátíð ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ Í.S.1. 1980 fer fram í Reykjavík dagana 26.-29. júní n.k. Á hátíðar- daKskránni er m.a. fjögurra daga mót í hadminton og verður það haldið í hússi TBR. Gnoðavogi 1. Meðal þátttakenda i þessu móti verða 4—6 Danir, sem koma hingað í boði BSÍ og 1A. Viljum við skora á alla bad- mintoniðkendur að mæta til leiks. keppnisgjald: einl. tvíl/tvennd Meistaraflokki 4000 3000 A-flokki 4000 3000 B-flokki öðlingaflokki 4000 3000 (40—50 ára) Öldungaflokki (50 ára og 4000 3000 eldri) Drengir—telpur (’64—’65) Sveinar— meyjar (’66—’67) Hnokkar—tátur 4000 3000 2500 2000 2000 1500 (’68— ) 1500 1000 Þeir þátttakendur sem fædd- ir eru árið 1964 verða að velja hvort þeir keppa í unglinga eða fullorðinsflokkum. í fullorðins- flokkum hefur hver þátttak- andi einungis rétt á að keppa í einum flokki. Mótið hefst með sérstakri dagskrá strax eftir setn- ingarathöfn Íþróttahátíðarinn- ar, en ætlast er til að allir þátttakendur taki þátt í henni. Áætluð dagskrá mótsins er sem hér segir, en hugsanlegt er að breytinagar verði á henni: Fimmtudagur 26. júní: Setning og forkeppni Föstudagur 27. júní: Keppt í öllum greinum í ungl- ingaflokkum. Keppt fram í einliðaleik í fullorðinsflokkum. Laugardagur 28. júní: Keppt að undanúrslitum í ein- liðaleik. Keppt fram að úrslitum í tvíliða- og tvenndarleik. Sunnudagur 29. júni: Undanúrslit og úrslit í einliða- leik. Úrslit í tvíliða og tvenndarleik. Mótsslit. Þátttökutilkynningar skulu berast BSÍ fyrir 10. júní. Sund á íþróttahátíð í sambandi við Iþrótta- hátíð Í.S.Í. 1980 hefur Sund- samband íslands þegar gengið írá sundgreinum sem keppt verður í á hátíðinni. Þær eru allar miðaðar við fjöldaþátttöku utan Reykja- víkur og í öilum aldurs- flokkum sundsins. Sundkeppnin fer fram tvo daga og verður eins og hér greinir: Laugardaginn 28. júní kl. 18.00. 1. 200 m fjórsund karla 2. 200 m fjórsund konur 3. 100 m skriðsund pilta 4. 100 m skriðsund stúlkur 5. 100 m bringusund drengir 6. 100 m bringusund telpur 7. 50 m baksund sveinar 8. 50 m baksund meyja 9. 100 m baksund karla 10. 100 m baksund konur 11. 100 m bringusund piltar 12. 100 m bringusund stúlkur 13. 50 m skriðsund sveinar 14. 100 m skriðsund telpur Sunnudaginn 29. júní kl. 17.00 15. 100 m bringusund karla 16. 100 m bringusund konur 17. 50 m flugsund pilta 18. 50 m flugsund stúlkur 19. 100 m skriðsund drengir 20. 50 m baksund telpur 21. 50 m bringusund sveinar 22. 50 m bringusund meyja 23. 100 m skriðsund karla 24. 100 m skriðsund konur 25. 100 m baksund pilta 26. 50 m skriðsund meyja 27. 100 m baksund stúlkur 28. 50 m baksund drengir MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 Knattspyrna um helgina HELGIN er hin rólegasta á knattspyrnusviðinu, aðeins tveir leikir í 2. deild eru á dagskrá. Ármann og Völsungur leiða saman hesta sina á Laugardalsvellinum i dag og hefst leikurinn klukkan 14.00. Á Eskifirði leika Austri og Þór frá Akureyri. Hefst leikur þeirra klukkan 16.00. Fáeinir leikir eru einnig á dagskrá i 3. deild. Eru það eftirtaldar viðureignir. Laugardagur 31. mai. 2. deild ísafjarðarvöllur kl. 14.00 ÍBÍ—Haukar 2. deild Eskifjarðarvöllur kl. 16.00 Austri—Þór 2. deild Laugardalsvöllur kl. 14.00 Ármann —Völsungur 3. deild A Sandgerðisvöllur kl. 16.00 Reynir—Leiknir 3. deild Melavöllur kl. 14.00 Léttir—Katla 3. deild B Njarðvíkurvöllur kl. 16.00 Njarðvík—Grótta 3. deild Varmárvöllur kl. 16.00 Afturelding—Víðir 3. deild Grindavíkurvöllur kl. 16.00 Grindav.—Hverag. 3. deild C Borgarnesvöllur kl. 16.00 Skallagrímur—HÞV 3. deild Búðardalsvöllur kl. 16.00 Ólafur Pá—Víking. O 3. deild Hellissandsvöllur kl. 16.00 Reynir H—Snæfell 3. fl. C Grundarfjarðarvöllur kl. 16.00 Grundarfj.—Þór V 4. fl. C Njarðvíkurvöllur kl. 14.00 Njarðvík—ÍBÍ 5. fl. C Gróttuvöilur kl. 16.00 Grótta—Þór V Sunnudagur 1.júní 4. fl. C Sandgerðisvöllur kl. 16.00 Reynir—ÍBÍ 5. fl. C Borgarnesvöllur kl. 16.00 Skallagrímur—ÞórV Mánudagur 2. júni Landsleikur laugardalsvöllur kl. 20.00 Islands—Wales. I Skúli óskarsson verður i hópi þeirra jötna sem ráðast á lóðin á [slandsmeistaramótinu i kraftlyftingum i dag. Frá siglingakeppni í Nauthólsvik. Nokkrir bátar ultu og sum stýrin brotnuðu LAUGARDAGINN 24. maí sl. var haldin siglingakeppni á Fossvogi á vegum Siglingasambands íslands. Keppni þessi er liður í punkta- keppni S.I.L. 12 hátar tóku þátt í keppninni en urðu nokkrir frá að hverfa þar sem allhvasst var og ultu nokkrir bátar. I upphafi keppninnar tóku forustu Páll Hreinsson og Guðmundur Jón Björgvinsson á Fireball, en Rúnar Steinsen fyigdi fast á eftir á Laser bát. Páll og Gunnar voru komnir með afgerandi forustu að því er virtist þegar stýrið brotnaði hjá þeim og urðu þeir að hætta keppni. Smátt og smátt jók Rúnar Steinsen á forskotið og kom langfyrstur í mark. Keppnin var mjög skemmtileg og spennandi brautin var lögð af Brynjari Valdimarssyni formanni S.Í.L. en hann var keppnisstjóri. a Úrslit urðu þessi: Nafn Bátur Forgj. Tími Umr. tími 1. Rúnar Steinsen, Ými Laser 114 62,54 33,11 2. Gunnar Guðmundss., Vogi Topper 138 72,52 33,85 3. Bjarni Hanness., Vogi Vayferer 116 65,52 34,07 Kjartan Mogesen, Vogi Óskar og Skúli meóal keppenda á kraft- lyftingamóti íslands 10. Meistaramót íslands í kraftlyftingum verður haldið í Laugardalshöllinni laugardag- inn 31. maí n.k. og hefst kl. 13.00. 27 keppendur eru skráðir til leiks frá 4 félögum eða héraðs- samböndum í 60 kg flokki eru tveir Vest- mannaeyingar skráðir og verður að telja Kristján Kristjánsson öruggan sigurvegara, en spurning- in er hversu mörg met falla hjá honum. í 67 kg flokki mun Kári Elísson IBA reyna að bæta íslandsmet í bekkpressu og keppinautur hans Daníel Olsen, sem nýlega bætti íslandsmetið í hnébeygju mun reyna að bæta það enn frekar. í 75 kg flokki verður hörð keppni milli Baldurs Borgþórssonar KR og Vestmannaeyinganna Hermanns Haraldssonar og Snæbjörns Snæ- björnssonar. Hugsast getur að Akureyringur blandi sér í barátt- una. í 82,5 kg flokki verður sjálfsagt hámark keppninnar. Skúli Oskarsson UÍA mun reyna að endurheimta metið í þessum flokki frá keppinaut sínum þar Sverri Hjaltasyni KR. Eiga þeir nú báðir jafngóðan árangur í samanlögðu 742,5 kg svo sigurinn er hvorugum vís fyrr en í síðustu lyftu. í 90 kg flokki eru 4 skráðir til leiks og getur orðið um að ræða töluverða keppni um einhver sæt- in. Hin gamalkunni keppnismaður Óskar Sigurpálsson ÍBV er skráður í 100 kg flokk að þessu sinni. Auk þess að berjast við Islandsmetin í flokknum fær hann nokkra stórefnilega kraftlyft- ingamenn til keppni við sig og fréttst hefur að Halldór E. Sigur- björnsson KR muni ekki ætla að láta sig fyrr en í fulla hnefana. I 110 kg flokk eru skráðir tveir feðgar frá Akureyri, faðirinn rúmlega fimmtugur. Verður gam- an að fylgjast með viðureign þeirra. I yfirþungavigtinni verða þrír keppendur, allt hin mestu tröll. Silfurverðlaunamaðurinn frá Evrópumeistaramótinu í Sviss Jón Páll Sigmarsson KR fær í heimsókn „norðurhjaratröllið" Arthúr Bogason og „heimskauta- bangsann" Víking Traustason, sem af norðanmönnum er talinn hafa verið skapaður sérstaklega til að handfjatla lyftingastöng. Marteinn setur landsleikjamet — leikur sinn 46. landsleik gegn Wales á Laugardalsvelli LEIKI Marteinn Geirsson með islenska landsliðinu gegn Wales, eins og gera má fastlega ráð fyrir, þá setur hann þar með nýtt landsleikjamet. Bæði Marteinn og Matthías Ilallgrímsson hafa leiitið 45 landsleiki og leikur Marteins gegn Wales verður númcr 46. Má fastlega gera ráð fyrir því að Marteinn bæti metið um all marga leiki, því að hann hefur sjaldan verið sterkari en einmitt nú. Jóhannes Eðvaldsson hefur oft- ast verið fyrirliði íslenska lands- liðsins. Ekki er ólíklegt að Mar- teinn taki við af honum, því að Ásgeir Sigurvinsson mætir ekki til leiks. Næstur á eftir Jóhannesi kemur Ríkharður Jónsson, en hann hefur 24 sinnum verið fyrir- liði liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.