Morgunblaðið - 17.06.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 17.06.1980, Síða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 134. tbl. 67. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Arás á Israel kæfð í fæðingu Nahariya. ísrael. lf>. júní. AP. ÍSRAELSKUR fallbyssubátur þurrkaði út flokk pale- stínskra skæruliða í báti út af strönd ísraels í dag og ísraelsmenn og erlendir skemmtiferðamenn fylgdust með. Talsmaður hersins sagði að skæruliðarnir hefðu komið frá Líbanon og ætlað að ganga í land nálægt Nahariya til að gera hryðjuverkaárás líka þeirri, sem var gerð á sama stað fyrir 14 mánuðum og kostaði fjóra Is- raelsmenn lífið. Allir árásar- mennirnir, þrír að tölu, voru drepnir og einn ísraelskur sjóliði særðist í stuttum skotbardaga nokkur hundruð metra frá strönd- inni. Frelsissamtök Palestínu, PLO, kváðust bera ábyrgð á árásinni, hinni síðustu af nokkrum sem hafa verið gerðar. Samtökin hafa hótað að koma fram hefndum vegna árásar, sem var gerð á tvo af leiðtogum Palestínumanna á vesturbakkanum 2. júní. Israelsmenn telja árásirnar sanna, að PLO sé ekki viðræðu- hæfur samningsaðili. „Enginn neitar því — sízt af öllu PLO — að tilgangur þeirra er að tortíma Ísraelsríki," sagði embættismað- ur. Hin pólitíska ályktun, sem af þessu má draga, liggur í augum uppi að okkar dómi. F"orsætisráð- herrann hefur sagt hvað eftir annað að samningaviðræður koma ekki til greina við þessi hryðju- verkasamtök." Unga konan með stúdentshúfuna heitir María Manda ívarsdóttir og er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Ljósmynd mi.: ói.km. Islömsk sprengja með hjálp Líbýu London. lfi. júní. AP. ISLÖMSK kjarnorkusprengja er í smíðum í Pakistan með fjárstuðninjd frá Moammar Khadafy ofursta. þjóðarleiðtoga Líbýu, að söjjn BBC í kvöld. BBC spáði því að Pakistanar mundu gera tilraun með sprenjíjuna eftir 18 mánuði. Getum var leitt að því. að Indverjar kynnu að fara með stríði á hendur Pakistönum til að koma í veg fyrir að Pakistanar kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. BBC safnaði saman í vikulegum „Panorama“-þætti birtum og ný- fengnum upplýsingum, sem eiga að sýna að pakistanskir vísindamenn hafi yfir að ráða nægri sérþekk- 17 særðust á afmæli atburðanna í Soweto JóhannesarborK.lfi- júní. AP. SAUTJÁN kynblendingar og blökkumenn særðust í nágrenni Jóhannesarborgar ok Bloemfontein í kvöld þegar lögregla skaut á hópa fólks sem hnuplaði úr verzlunum og grýtti bíla að sögn lögreglu. Fyrirhuguð vinnustöðvun blökkumanna vegna afmælisins virðist ekki hafa heppnazt. I helztu verksmiðjum og fyrirtækj- um í Jóhannesarborg var lítið um fjarvistir og talsmaður suður- afrísku járnbrautanna sagði að fjöldi farþega væri eins mikill og venjulega. ingu og nauðsynlegum efnum og útbúnaði til þess að smíða kjarn- orkuvopn. Pakistani, sem ekki sást framan í í þættinum, sagði að sendiboðar væru í förum milli Líbýu og Pakistans með milljónir „olíu- dollara" í farangrinum til þess að standa straum af kaupum Pakist- ana á vélum og tækjum frá evrópskum fyrirtækjum. Úranið sem Pakistanar nota er frá Níger, grannríki Líbýu, og franskt fyrirtæki útvegar það. í þættinum sáust kaupsýslu- menn í Frakklandi, Vestur-Þýzka- landi, Ítalíu og Sviss fara undan í flæmingi þegar Philip Tibenham fréttamaður spurði þá spjörunum úr. Eitt brezkt fyrirtæki sem er viðriðið málið neitaði að tala við hann. Ellefu særðust í kynblendinga- bænum Noordgezicht, einn nálægt blökkumannabænum Soweto og fimm í blökkumannabæjum um- hverfis Bloemfontein. Flestir þeirra sem særðust voru ung- lingar og þeir særðust aðeins lítillega, aðallega á fótum. í Noordgezicht særðust 11 kyn- blendingar, þar af minnst þrjú börn þegar lögregla skaut á hóp 200 manna sem hafði grýtt hana. Aður hafði lögreglumaður sært svartan ungling á fæti með byssu- kúlu í Soweto eftir að hann og annar unglingur munu hafa grýtt bifreið og rænt bílstjórann að sögn lögreglu. Þetta eru alvarlegustu atvikin til þessa í sambandi við fjögurra ára afmæli Soweto-uppreisnar- innar. Lögreglan í Jóhannesarborg sagði að mannfjöldinn í Noordge- zicht — aðallega börn — hefðu kastað grjóti í bíla og síðan snúið sér að lögreglunni. Sagt er að táragasi hafi verið beitt til að reyna að dreifa mannfjöldanum, en þegar það hafi ekki tekizt hafi verið skotið þremur skotum. Yfirmaður lögreglunnar, Mike Geldenhuys, sakaði blaðamenn, einkum erlenda fréttaritara, um að æsa svarta unglinga til grjót- kasts og óspekta og bannaði þeim að fara inn á svæði þar sem ókyrrð ríkir nema með sérstöku leyfi. Formaður félags erlendra fréttaritara, William F. Nichol- son, bað Geldenhuys að sanna meintar misgerðir blaðamanna. Unglingar grýttu strætisvagna og börðust við lögreglu í Soweto og öðrum blökkumannabæjum. Sjón- arvottar sögðu, að lögregla hefði barið minnst fjóra Sowetobúa með bareflum. Annars var Sowetoaf- mælisins tiltölulega friðsamlega minnzt. Sovétf lugvélar r júfa pakistanska lofthelgi Peshawar. Pakistan. lfi. júní. AP. SOVÉZKAR flugvélar frú Afghanistan hafa rofið pakistanska lofthelgi á undanförnum vikum og samkva mt áreiðanlegum hcimild- um, sprengdu þær upp veg við landamærin í einni árásarferð. Pakistanskir embættismenn staðfestu að lofthelgin hefði verið rofin og settu það í samband við nýlegar sprengingar, sem hafa orðið minnst 32 að bana. Þeir sökuðu Rússa og afghönsku stjórnina um að reyna að vekja ugg og tortryggni í garð af- ghanskra flóttamanna í Pakistan. Rúmlega 845,000 Afghanir hafa flúið til Pakistan og búizt er við að tala þeirra fari fljótlega yfir eina milljón. I Peshawar er talið, að það sem vaki fyrir Rússum með því að rjúfa lofthelgina og standa fyrir sprengjutilræðum — en þau virð- ast vera verk afghanskra útsend- ara — sé að stuðla að því að Pakistanir láti til skarar skríða gegn afghönskum skæruliðum, sem fara yfir landamærin að vild tii þess að verða sér út um birgðir, skotfæri og læknisþjónustu. Svo virðist sem þessi aðferð sé farin að bera árangur. Embættis- maður í Peshawar segir, að menn séu miklu meira uggandi en áður vegna nærveru flóttamannanna, sem áður var tekið opnum örmum. Nú segja bæjarbúar opinskátt, að flytja ætti flóttamennina til hér- aða víðs fjarri landamærunum. Eitt af því sem menn óttast er að borgarastríðið í Afghanistan geti breiðzt út til Pakistan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.