Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1980 25 ik markvörður FH kastaði sér i gagnstætt horn marksins. Áður hafði Ljósm. Gunnlaugur Rögnvaldsson. a Bentssonari iigurinn upphlaupi sem endaði með þrumu- skalla frá Pálma rétt framhjá markinu. í lok hálfleiksins átti svo Einar Þórhallssson UBK fastan skalla sem hafnaði í þverslá og þaðan fór boltinn beint fyrir fætur Ingólfs sem var ekki með á nótunum og missti boltann frá sér og út af. UBK FH 4:0 Lið UBK kom ákveðið til leiks í síðari hálfleiknum, og var mun meiri broddur í sóknarleik liðsins. Á 59. mínútu var Hákon Gunn- arssyni brugðið illa inn í vítateig af Benedikt bakverði og vítasp- yrna óumflýjanleg. Valdimar Valdimarsson framkvæmdi spyrn- una frekar illa og Friðrik varði, en hann mun hafa hreyft sig os spyrnuna varð að endurtaka. Nú var það Sigurjón Kristjánsson sem skaut og skoraði örugglega og kom UBK á bragðið. Á 64. mínútu braust svo Helgi Bentsson í gegn, en vörn FH réði ekkert við hann í leiknum og sendi hann boltann fyrir markið á Sigurjón sem gat ekkert annað gert en að pota boltanum í netið. Friðrik markv- örður hafði engin tök á að verja. Nú var um algera einstefnu að ræða á mark FH og á 70. mín. á Ingólfur hörkuskot í stöng eftir að Helgi hafði splundrað vörn FH og gefið góða sendingu til Ingólfs. Fimm mínútum síðar komst Helgi inn í sendingu frá Benedikt bak- verði sem ætluð var Friðrik mark- verði og sendi boltann af yfirveg- uðu öryggi í netið 3—0. Og ekki leið nema mínúta þar til Helgi var kominn í boltann aftur einlék í gegn um vörn FH sendi síðan á Ingólf sem var vel staðsettur og skoraði 4—0. Stórsigur var í höfn. Besti maður UBK í leiknum var hinn stórefnilegi 18 ára gamli Helgi Bentsson sem sýndi snilld- artakta og átti þátt í öllum fjórum mörkunum, var hann reyndar besti leikmaður vallarins. Annars var lið UBK nokkuð jafnt í leiknum. Lið FH lék vel framan af en gekk illa að skapa sér tækifæri. Síðan virtist liðið brotna niður við að fá á sig annað markið og lítið kom út úr leik þess. Viðar Ha- lldórsson var besti maður liðsins. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild Kópavogsvöllur: UBK—FH 4—0 (0-0). Mörk UBK: Sigurjón Kristjánsson á 59. mín. og 64. mín. Helgi Bentsson á 75. mín. og Ingólfur Ingólfsson á 76. mín. Gult spjald: Benedikt Guðbjartss- on FH og Valþór Sigþórsson FH. Sigurjón Kristjánsson UBK. Áhorfendur voru 594. Dómari var Eysteinn Guðmundss- on. - ÞR IBV: Páll Pálmason 7, Sighvatur Bjarnason 6, Viðar Elíasson 5, bórður Hallgrímsson 5, Gústaf Baldvinsson 7, Snorri Rútsson 6, Jóhann Georgsson 5, óskar Valtýsson 5. Sigurlás Þorleifsson 7, Ómar Jóhannsson 6, Sveinn Sveinsson 8, Kári Þorleifsson (vm) 5. ÍBK: Jón Örvar Arason 4, óskar Færseth 7, Guðjón Guðjónsson 7, Kári Gunnlaugsson 5, Gísli Eyjólfsson 5, Skúli Rósantsson 5, Ililmar Hjálmarsson 6, Þórir Sigfússon 5, Ragnar Margeirsson 6, Þórður Karlsson 6, Ólafur Júliusson G, Ómar Ingvarsson (vm) 4, Sigurjón Sveinss (vm) 4. Dómari: Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson 5. KR-ingar höfðu vart tíma til að byrja á ný — Er Júlíus Ingólfsson hafði jafnað fyrir ÍA Það voru aðeins 15 sekúndur eftir af viðbótartímanum sem Grétar Norðfjörð dómari á Akra- nesi hafði ákveðið að leikinn skyldi. er Skagamenn skoruðu mark og tryggðu sér annað stigið gegn KR. Leiknum lauk sem jafntefli og skoruðu bæði liðin eitt mark. Staðan í hálfleik var 1—0 fyrir KR. Úrslit þessi teljast eftir atvikum sanngjörn, KR-ingar börðust grimmilega fyrir stiginu sem þeir krepptu, Skagamenn hafa hins vegar hugsanlega fundið nýjan marka- skorara. Það var Grindvíkingur- inn Július Ingólfsson sem kom inn á sem varamaður, er rúmur hálftími var til stefnu. Var fljót- lega sýnt, að piltur hefur auga fyrir staðsetningum og tvívegis var hann óheppinn að skora ekki áður en hann loks gerði það. Þetta var tíðindalítill og yfir- leitt frekar þófkenndur leikur. Öðru hvoru sýndu liðin dálitla spretti, en á óhugnanlegum gras- vellinum á Akranesi var erfitt að sýna eitthvað af verulegu viti. Það voru KR-ingar sem höfðu frum- kvæðið lengst af í fyrri hálfleik, Skagamenn ógnuðu þá einkum er Sigþór tók tvo eða þrjá risaspretti niður hægri kantinn. Þegar upp að markinu kom, var hins vegar líkt á komið með báðum liðum, þá skorti kænsku og getu til þess að fylgja hlutunum eftir. það var ekki fyrr en að Jón Odds skoraði glæsilegt mark upp á eigin spýtur á 43. mínútu, að ástæða var fyrir fréttamenn að punkta niður. Jón fékk þá knöttinn úr innkasti nálægt miðlínu. Skipti það engum togum, að Jón óð einn upp allan völl og lét síðan firnafast þrumu- skot ríða af frá vítateigslínunni. Átti Bjarni markvörður litla möguleika að verja, enda varð það ekki raunin. Heldur meira gekk á í síðari hálfleiknum, einkum er Skaga- menn settu inn tvo unga nýliða, þá Júlíus Ingólfsson og Ástvald Jó- hannesson. Varð mikið breyting til hins betra á Skagaliðinu og þeir Júlíus og Ástvaldur potturinn og pannan í batnandi sóknarleik ÍA. Það var einkum Júlíus sem þefaði uppi tækifærin. T.d. komst hann upp áð markteig KR á 80. mínútu, en Stefán Jóhannsson markvörður KR bjargaði meist- aralega. Knötturinn hrökk hins vegar út til Sigurðar Lárussonar sem hæfði næstum sementsturn- inn með skoti sínu. Mjög skömmu síðar var Júlíus aftur á ferðinni með skalla af stuttu færi, sem Stefáni tókst naumlega að ýta í stöngina og út. Og Júlíus átti síðasta orðið í leiknum. Þegar komið var rúmum þremur mínút- um fram yfir venjulegan leiktíma þá-lék Ástvaldur upp vinstra megin, sendi hann knöttinn fyrir markið og hugðist Sigþór slæma fætinum í hann. Sem betur fer fyrir ÍA tókst það ekki, Júlíus var í betra færi, fékk knöttinn og þrumaði honum í þaknetið af stuttu færi. Og Skagamenn fögn- uðu lengi og innilega. En það var fjarri því að síðari hálfleikur hafi boðið upp á ein- stefnu. KR-ingar voru reyndar meira í vörn, en áttu nokkrar góðar skyndisóknir og voru þeir Jón Odds, sem lék að þessu sinni mjög vel, og Elías Guðmundsson heilarnir að baki þeim aðgerðum. Þeir unnu saman að besta tæki- færi KR í síðari hálfleik á 75. mínútu. Brunaði Jón þá upp hægri kantinn, gaf fyrir á Elías, en gott skot hans fór naumlega framhjá. Það verður að segjast eins og er, að Skagaliðið virðist ákaflega - þumglamalegt. Hins vegar breytt- ist það mjög við fyrrnefndar breytingar sem gerðar voru á liðinu í síðari hálfleik. Júlíus hlýtur að hafa tryggt sér sæti í aðalliði ÍA í næstu leikjum. Að öðru leyti bar mest á Sigurði Halldórssyni, sem var klettur í vörninni ásamt Jóni Gunnlaugs- syni. Árni Sveinsson gerði góða hluti en hvarf á milli og Sigþór tók nokkrar rokur, einkum í fyrri hálfleik. Hjá KR stóðu fimm menn upp úr. Þeir Jón Oddsson og Elias Guðmundsson, sem gerðu oft usla í vörn ÍA, miðverðirnir Ottó og Börkur sem héldu saman góðri vörn KR. Síðast en ekki síst á markvörðurinn ungi Stefán Jó- hannsson hrós skilið, hann lék mjög vel. I stuttu máli: íslandsmótið í 1. deild, Akranes- völlur ÍA-KR 1—1 (0—1) Mark ÍA: Júlíus Ingólfsson (93) Mark KR: Jón Oddsson (43) Gul spjöld: Engin. Áhorfendur: 950. — gg. • Sigþór ómarsson í baráttu við þrjá KR-inga. Jóstein Einarsson, Sigurð Pétursson og Hálídán örlygsson. Ljósmynd Guðjón. Einkunnagjöfln Lið Fram: Guðmundur Baldursson 6 Simon Kristjánsson 6 Gunnar Bjarnason 6 Marteinn Geirsson 6 Kristinn Atlason 6 Jón Pétursson 6 Gunnar Guðmundsson 5 Kristinn Jörundsson 6 Guðmundur Torfason 4 Pétur Ormslev 6 Guðmundur Steinsson 4 Gunnar Orrason (vm) 6 Júlíus Marteinsson (vm) 5 Lið Víkings: Diðrik ólafsson 6 Ragnar Gíslason 5 Magnús Þorvaldsson 5 Óskar Guðmundsson 6 Jóhannes Bárðarson 5 Ómar Torfason 5 Hinrik Þórhallsson 7 Ilelgi Helgason 5 Heimir Karlsson 5 Lárus Guðmundsson 7 Þórður Marelsson 5 Gunnar Örn Kristjánsson (vm) 4 Aðalsteinn Aðalsteinssonlék ekki nógu lengi til að fá einkunn Dómari: Þorvarður Björnsson 5 Lið UBK: Guðmundur Ásgeirsson 7 Helgi Ilelgason 6 Einar Þórhallsson 6 Benedikt Guðmundsson 6 Valdimar Valdimarsson 5 Vignir Baldursson 7 Sigurjón Kristjánsson 7 Þór Hreiðarsson 7 Helgi Bentsson 8 Ingólfur Ingólfsson 7 Hákon Gunnarsson 6 Lið Fram: Friðrik Jónsson 5 Viðar Halldórsson 6 Benedikt Guðbjartsson 3 Valþór Sigþórsson 6 Atli Alexandersson 5 Ásgeir Elíasson 4 Þórir Jónsson 6 Helgi Ragnarsson 5 Magnús Teitsson 5 Pálmi Jónsson 5 Leifur Ilelgason (vm) 4 Dómari: Eysteinn GuðmundssonG Lið ÍA: Bjarni Sigurðsson 6 Guðjón Þórðarson 6 Sigurður Páll Harðarson 5 Sigurður Halldórsson 7 Jón Gunnlaugsson 6 Sigurður Lárusson 5 Kristján Olgeirsson 4 Árni Sveinsson 6 Kristinn Björnsson 4 Sigþór ómarsson 6 Jón Áskelsson 4 Ástvaldur Jóhannesson (vm) 5 Július Ingólfsson (vm) 7 Lið KR: Stefán Jóhannsson 7 örnólfur Oddsson 6 Sigurður Pétursson 5 Ottó Guðmundsson 7 Börkur Ingvarsson 7 Jósteinn Einarsson 5 Jón Oddsson 7 Birgir Guðjónsson 4 Erling Aðalsteinsson 5 Elías Guðmundsson 6 Hálfdán Örlygsson 6 Dómari: Grétar Norðfjörð 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.