Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 UMHVERFI80 Undirritaður fór seint af stað með skrif sín um Listahátíð, þá nýkominn að utan og með ágæta möguleika til samanburðar um listrænar uppákomur. Til að forða öllum misskilningi, skai tekið fram, að ástæðan er öllu öðru fremur sú, að hann varð viðskila við lesgleraugu sín áður en hann fór utan og hefur ennþá ekki tekizt að hafa upp á þeim, þrátt fyrir mikla leit, — ráðið var því, að fá sér ný gleraugu, sem hefur verið gert og allt er komið í fullan gang. Væntanlega útilokast þarmeð annarlegar grunsemdir, er svo auðvelt eiga með að festa rætur í þessu furðulega þjóðfélagi háþróaðrar þrætubókarlistar. Þrátt fyrir allt ber gagnrýnend- um ekki að afsaka þótt umfjallan- ir um einstaka listviðburði komi seinna en skyldi, því að allt skipulag á vettvangi myndlistar á þessari Listahátíð er vægast sagt losaralegt. Ekki fengum við list- rýnar að vita með góðum fyrir- vara hvaða sýningar væru vænt- anlegar og hverjar yrðu sérstak- lega á vegum Listahátíðar. Hér er nauðsynlegt, að hafa sama há- ttinn á og Norræna húsið, er sendir út bréf reglulega með upplýsingum um væntanlega við- burði langt fram í tímann. Þessi skortur á sjálfsagðri háttvísi gagnvart listrýnum er einkum bagaleg, er tveir rita í sama blaðið og þurfa að skipta á milli sín sýningum með góðum fyrir- var". Gott skipulag er þannig ótvírætt hagur Listahátíðar og þeirra sýninga er uppi eru meðan á henni stendur. Margt skemmtilegt er að sjá á þessari Listahátíð er augað gleð- ur, en er það ekki heldur dapur- legt er sumar sýningarnar eru ekki að fullu frágengnar við opnun þeirra og undirbúningur annarra næsta fáránlegur vegna tæps aðlögunartíma, þótt færir menn hafi bjargað því sem bjarg- að varð. Mér þykir rétt að koma fram með þessar hugleiðingar í um- fjöllun um sýninguna Umhverfi 80, og allar tiltektir í kringum hana. Hér er rétti vettvangurinn til að fjalla um ramma Listahá- tíðar í stuttu forspjalli. Vil ég vísa til þess, að ég hef bent á það í sambandi við hverja einustu Listahátíð frá upphafi, að um leið og þær eru á enda, beri að hefja undirbúning að þeirri næstu af fullum krafti. Þá eru fyrri mistök ferskust í hugum manna og auk þess sparar slík útsjónarsemi mikla fyrirhöfn og ómælt fé. Þannig er þessu farið með allar LISTAHATIÐ 1980 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON meiriháttar listahátfðir erlendis, — hér þekki ég vel til. Það, sem einkennir þessa Lista- hátíð, er sú viðleitni forráða- manna hennar að ná til fólksins, færa hana út til fjöldans og gera hinn venjulega mann á götunni að þátttakanda. Þetta er allt mjög virðingarvert en óneitanlega vaknar sú spurning hvort sjó- menn séu ekki fólk, því að hátíðin var einmitt sett á sjómannadag- inn. Hefði ekki verið sjálfsagt að koma með dagskrá tileinkaða sjómönnum í því tilefni, t.d. myndlistarsýningu, er hefði hafið og störf sjómanna sem þema, vera með tónlistar- og ljóðakvöld til- einkað sjómönnum o.s.frv. — Menn hafa nefnilega áður rekið sig á þá óánægju sem það veldur er þessir viðburðir rekast á. En nú vaknar ósjálfrátt sú spurning, hver sé hinn venjulegi maður, eru máski ekki einkstal- ingar með áhuga á listum ósköp venjulegir menn, eða er það aðal- lega hinn áhugalausi og værukæri fjöldi án takmarks og tilgangs. Það vill svo til að obbinn af færustu snillingum veraldar telur sig ósköp venjulegt fólk og þakkar reglubundinni vinnu, þrautseigju og elju frama sinn. Þeirri hug- mynd hafna ég algjörlega, að það séu einungis sérvitringar, er áhuga hafi á listum, og minna má á að list er eiturlyf er gerir sálinni gott og hefur einungis holl og verðmæt eftirköst. Lista- og menningarfylliríin lyfta sálum manna í hæstu hæðir ekki síður en tærustu ódáainsveigar. Það er aftur á móti mjög þakkarvert að reyna að vekja áhuga sem flestra á Listahátíð, reyna með brögðum listar að töfra fólk til þátttöku í menning- arneyzlu. Umhverfi 80 er liður í þeirri viðleitni og hefur tekizt mjög vel og er hér hlutur Alþýðu- leikhússins mikill. Spurningin er þó hvort þetta sé sjálfboðaliðs- vinna eða hvort öllum er lagt hafa hönd að, sé greitt fyrir ómakið. Listamen eiga rétt á umbun fyrir sína vinnu, ekki síður en aðrir þjóðfélagsþegnar og það fyrir hvað sem þeir koma nálægt. Ekki gefa sjómenn ölium lands- mönnum úrvalsfisk í soðið á sjómannadaginn og ekki deila verzlunarmenn út ókeypis vörum í tilefnu verzlunarmannahelgar- innar... Margt af því sem hér kemur fram leiðir hugann að kjötkveðju- hátíðum, ég hef verið þátttakandi í nokkrum slíkum, og eru þær fast greyptar í minni mitt og verður svo alla mína daga. Það sem fram hefur komið er mikill lærdómur og holl ádrepa til þeirra, er bera ábyrgð á íslenzkum tyllidögum t.d. sumardeginum fyrsta, sjó- mannadeginum, þjóðhátíðardeg- inum o.fl. Alla þessa daga hefur skort líf og lit og ömurlegur sparnaður að skrúfa fyrir gleð- skap í miðbænum 17. júní n.k. og gæti allt eins snúizt í höndum viðkomandi með ófyrirsjáan- legum afieiðingum. Ráð væri að breyta þessu og reyna að efla frumkvæðið hjá fólkinu sjálfu, — hví dansa menn ekki á götum úti án þess að það þurfi að vera skipulagt af öðrum? Tónlistin og lífgleðin koma innanfrá, en eru ekki stöðluð fyrirbæri. Koma Els Comediants á vænt- anlega eftir að marka tímamót um skemmtanahald í höfuðborg- inni og vonandi landinu öllu, hér er komið fram eitt atriði af mörgum á vettvangi útiskemmt- ana, sem hér eru óþekkt. Þetta er allt hægt ef iífsgleðin er virkjuð á réttan og heilbrigðan hátt. Máski munu menn helzt minnast þessar- ar Listahátíðar vegna ógleyman- legra ærsla götuleikhópsins, sem hefur hrifið fjöldan með sér svo og veðurblíðunnar er hafði hér úrslitaáhrif, — allt hefði vísast farið úr böndum í roki og rigningu ... Myndlistarsýningin í sam- bandi við Umhveríi 80, er ekki þessleg, að hún kalli á sérstaka umfjöllun, en allt framtakið í heild er aðstandendum til sóma. Blaðið Bráðræði er kostulega vel skrifað og sneisafullt af þörfum hugvekjum um umhverfisvernd, það er margt hræðilegt að gerast hér, sem hvergi yrði leyft í menningarborgum, t.d. að hylja jökulristar klappir á Skólavörðu- holti eða t.d. að ætla að byggja á holtinu á Laugaráshæð, sem er stórmerkilegt frá jarðfræðilegu sjónarmiði. Það sem meginmáli skiptir og verðmætast er í sambandi við framtakið Umhverfi 80, tel ég að sé hve athyglinni er beint til margra lífrænna átta — hér koma fram atriði er alla varða, hvað sem stjórnmálaskoðunum líður. — Allt fagurt mannlíf, öll háleit fegurð krefst sársauka og fórna. MKDBORG fastetgnasalan i Nyja biðtiúsinu Reykjavik Símar 25590,21682 Jón Rafnar sölustj. h. 52844. Vesturberg 3ja herb. ca. 90 fm íbúð í fjölbýlishúsi. Sér þvottahús. Verð 32 millj. Útb. 25 millj. Njálsgata verzlunarhúsnæði samtals ca. 90 fm. Verð 25 til 26 millj. Útb. tllboð. Þorlákshöfn 2ja herb. íbúö í nýlegu fjölbýlis- húsi. Verð 16 millj. Útb. 10 millj. Reykjavíkurvegur — Hafnarf. Hæð og ris í tvíbýlishúsi sam- tals ca. 90 fm. Sér inngangur. Sér hiti. Verð 32 til 33 millj. Utb. 23 millj. Álfaskeið — Hafnarf. 5 til 6 herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Bílskúr fylgir. Verð tilboö. Arnarhraun — Hafnarf. 4ra herb. íbúð í þríbýlishúsi. 2ja herb. óinnréttuð í kallara. Verð 40 til 42 millj. Útb. 30 millj. Álfaskeið — Hafnarf. 5 til 6 herb. íbúö í fjölbýlishúsi. Bílskúr fylgir. Sér þvottahús. Verö 44 til 45 millj. Útb. 32 til 33 millj. Guömundur Þóröarson hdl. AUGLÝStNGASÍMINN ER: 22480 JHareunblnbib 82455 Opið 1—4 í dag Hólmgaröur — Lúxusíbúð íbúðin er í nýju húsi. 3 svefnher- bergi. Glæsilegar innréttingar. SA-svalir. Fallegasta íbúö á markaðinum í dag. Upplýsingar aöeins veittar á skrifstofu, ekki í síma. Miðbær — 2ja herb. Vorum að fá í sölu tvær góðar íbúöir í steinhúsi viö Laufásveg. Endurnýjaðar eignir. Verö ca. 26.0 M. Krummahólar — 4ra herb. mjög góð endaíbúö. Fæst í skiptum fyrir 2ja herb. íbúö. íbúðin er laus nú þegar. Arnarnes — einbýli Tæplega 170 fm + bílskúr (tvöf.). Selst fokhelt. Verð aö- eins 52—54 M. Ásgarður — 2ja herb. í tvfbýli. Verð aöeins 22 M. Njörvasund — 2/3 hb. góð samþykkt risíbúö. Verð aðeins 22—23 M. Leirubakki — 4ra herb. falleg íbúö á 2. hæö. Góðar haröviöarlnnréttingar. Verð að- eins 38.0 M. Ákveðið í sölu. Blikahólar — 4ra herb. íbúö á efstu hæö í háhýsi. Bílskúr. íbúðin er laus. Verð aöeins 40.0 M. Bollagarðar — raöhús á tveimur hæöum. Selst fokhelt. Verð 47.0 M. Breiðvangur — 4/5 hb. íbúö á 1. hæö. Sér þvottahús og búr. Verð 38.0 M. Raðhús óskast Viö höfum fjársterka kaupendur að öllum geröum raðhúsa, bæði fullbúnum og á byggingarstigi. Blokkaríbúðir óskast Höfum jafnan kaupendur aö 2—5 hb. íbúöum í fjölbýlishús- um. Skoðum og metum samdægurs EIGNAVER Suöurlandabraut 20, •ímar 82455 - 82330 Árnl Einar&son lögfrœðingur Ólafur Thoroddsen lögfrflBÖtngur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.