Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.1980, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 vtf? MORödKi- KAFP/NO BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fínt skal það vera og öllu má oÍKera. datt mér í huK þegar ég rakst á spilið að neðan. Austur Kaf ok aðeins austur ok vestur áttu game. Norður S. G972 H. D109 T. D L. K8643 Vestur Austur S. K5 S. 864 H. Á84 H. 63 T. Á974 T. G108532 L. G1097 L. D5 Suður S. ÁD103 H. KG752 T. K6 L. Á2 COSPER ©PIB 6324 COSPER — Komumst við þá ekki í Hollywood i kvöld? Sómi íslands Ágæti Velvakandi! Forsetakosningar fara í hönd. En enda þótt frambjóðendur séu allir valinkunnir menn, er ekki þar með sagt að einu gildi, hverj- um þeirra vér veitum brautar- gengi til Bessastaða. Til þess að geta kosið af skyn- semd verðum vér að hafa sem réttasta hugmynd um forsetaemb- ættið og þýðingu þess fyrir þjóð- ina. Of margir virðast halda, að forsetinn sé valdalaus „toppfíg- úra“, og því megi næstum kjósa hvern sem er, ef hann annars kemur þokkalega fyrir sjónir. Og þó að til allra mögulegra og ómögulegra starfa í þjóðfélaginu þurfi vissa kunnáttu eða „próf“, þá er eins og'það gildi ekki hjá öllum, varðandi embætti forseta. Er það óneitanlega skrýtið. • Þýðingarmikið embætti Embætti forseta er þýðingar- meira en svo, að slík viðhorf kunni góðri lukku að stýra. Vald hans er mikið, bæði beint og óbeint. For- setar vorir hafa að vísu látið lítið bera á valdi sínu. „Ríki sitt skyli ráðsnotra hverr í hófi hafa“, virðist hafa verið kjörorð þeirra hingað til, og verður svo vonandi áfram. En af þessu má ekki draga þá ályktun, að forsetinn hafi svo sem ekkert vald. Lesi menn bara stjórnarskrána. Komið geta upp þær aðstæður, að forsetinn verði að „taka í taumana" styrkum höndum. Svo var það t.d. er Sveinn Björnsson, ríkisstjóri, skipaði utanþings- stjórnina 1942. Þegar stjórnar- kreppur stefna velferð lands og lýðs í voða, reynir mjög á forset- ann, ráðsnilli hans og röggsemi. Af þessum sökum verður forset- inn að „kunna sitt fag“, ekki síður en hver annar, sem vanda gegnir. Stjórnmálaleg þekking og reynsla hlýtur honum að vera nauðsynleg, þar sem hann hefir svo mjög saman við stjórnmálamennina að sælda. Þegar allt er „uppíloft" á Alþingi, sem ósjaldan ber við, lítur þjóðin til forsetans og væntir öruggrar forystu hans og leiðsagn- ar. • Kona alls staðar „með í spilinu“ Forsetinn er kjörinn til þess að vera „sómi Islands, sverð þess og skjöldur". Því er aldrei of vel vandað val hans. Annarleg sjón- armið mega ekki koma til greina. „Ætla konur að bregðast" sá ég nýlega skrifað standa. Þurfa þau orð ekki skýringa við. En hér er, eins og postulinn segir, „hvorki karl né kona“, heldur gildir það eitt að reyna að velja þann frambjóðandann, sem vér teljum þjóðinni fyrir beztu að skipi hið háa embætti. Kona er líka alls staðar „með í spilinu", eins og framboðunum nú er háttað. Hins vegar er ekki í öllum tilfellum um það að ræða, að kosin verði húsfreyja til Bessastaða. En henn- ar stöðu má telja ekki þýðingar- minni en forsetans sjálfs. • Verndari trúarinnar Margir segja, að forsetakosn- ingar eigi ekki að vera flokkspóli- tískar. Því er ég fyllilega sam- mála. En tveimur spurningum mundi ég þó vilja fá svarað, áður en ég greiddi atkvæði mitt: Hvert er viðhorf forsetaefnis til vest- rænnar samvinnu og varna lands- ins? Og í öðru lagi: Hvert er viðhorf þess til kristinnar trúar? Forsetinn hlýtur að vera verndari trúarinnar. • Albert full- treystandi Svo vel þekki ég til Alberts Guðmundssonar, að ég veit svör hans við báðum þessum spurning- um. Og að öllu leyti er það sannfæring mín, að þessum mikil- hæfa og vaska drengskaparmanni, sem borið hefir hróður íslands víða um heim, muni fulltreystandi til þess, í forsetastóli, að halda vörð um heill og heiður lands og þjóðar, við hlið sinnar gáfuðu og glæsilegu konu, frú Brynhildar Jóhannsdóttur. Austur og vestur sögðu báðir alltaf pass en engu var líkara, en að vel smurð vél færi í gang þegar norður og suður sögðu þannig: Suður Norúur 1 hjarta 2 hjörtu 2 spaöar 3 spaöar 4 hjortu 4 spaúar pass. Glæsilegt. Þeir fundu 4—4 tromplitarsamlegu og ákváðu að nota hana ef vera kynni, að hjartaliturinn gæfi tvö afköst frá norðri. En frá sjónarhóli hans var það varla til bóta. Og þetta var nú gott og blessað. Bara að suður hefði haft gagn af afköstunum. Meinið var annað. Sagnirnar höfðu gefið mikilvægar upplýs- ingar um skiptinguna á höndun- um. Upplýsingar, sem engin not voru fyrir en andstæðingarnir gátu nýtt. í flestum tilfellum hefði vestur spilað út laufgosa umhugsunarlít- ið. En ekki í þetta sinn. Sagnirnar höfðu sagt frá of miklu. Suður hafði sagt frá minnst fimmlit í hjarta og norður hlaut að eiga a.m.k. þrjú. Austur gat því ekki átt fleiri en tvö spil í hjartanu. Vestur tók því fyrsta slaginn á hjartaás og spilaði aftur hjarta. Seinna fékk hann á spaðakónginn og þá tók hann á tígulásinn en spilaði síðan þriðja hjartanu og trompun austurs varð fjórði slag- ur varnarinnar. Sveit Páls Pálssonar Norð- urlandsmeistari í bridge LjÓHitt. Nordurmynd Akureyri. Sveit Páls Pálssonar, Norðurlandsmeistari i bridge 1980. Fremri röð talið frá vinstri: Soffía Guðmundsdóttir, Páll Pálsson og Frímann Frímannsson. Aftari röð: Ævar Karlesson, Magnús Aðalbjörnsson og Gunnlaugur Guðmundsson. Dagana 6.-8. júní sl. var haldið Norðurlandsmót í bridge á Dalvík. Alls spil- uðu þar tíu sveitir — ein frá Hvammstanga, Blondu- ósi, Skagafirði, Dalvík, Húsavík og Mývatnssveit og tvær frá Siglufirði og Akureyri. Brldge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Keppnin í mótinu var mjög jöfn og spennandi. Sem dæmi má nefna að í lok mótsins voru tvær sveitir jafnar og efstar með 127 stig, sveit Páls Pálssonar frá Akureyri og sveit Boga Sig- urbjörnssonar frá Siglufirðí. Sveit Páls hafði sigrað sveit Boga í mótinu 20 2 og var því Norðurlandsmeistari í bridge 1980. Auk Páls Páls- sonar eru í sveitinni: Frí- mann Frímannsson, Gunn laugur Guðmundsson, Magnús Aðalbjörnsson, Soffía Guðmundsdóttir og Ævar Karlesson. Röð efstu sveita var þessi: Sveit: Stig Páls Pálssonar Akureyri 127 Boga Sigurbjörnss. Sigluf. 127 Hermanns Tómass., Dalvík 109 Alfreðs Pálssonar Akureyri 109 Björns Þórðarsonar Sigluf. 105 Maríu Guðmundsd. Húsavík 100 Reynis Pálssonar Skagafirði 74 Mótsstjóri var Ingólfur Lillendal, en keppnisstjóri Albert Sigurðsson. Næsta Norðurlandsmót verður ha- ldið í Skagafirði að ári og þá spilað að Hólum í Hjaltadal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.